Alþýðublaðið - 26.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.07.1959, Blaðsíða 4
! (Ttgefandi. AlþýSuflokkurinn. Ritstjórar: Eenedikt GrOndal, GIsli J. Aat- fcórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Pulltrói ritdtjómar: Sigvaidi Hjálm- arsson. Fréttastjóri: Björgvin GuOmundsson. Ritstjóraarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþíðu- Uúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. Orðin og verkin EINAR OLGEIRSSON skrifar í Þjóðviljann á föstudag athyglisverða grein um að verkalýðs- flokkarnir verði að stöðva óheillaþróunina í stjórnmálum íslands með því að hætta bræðravig- um og fylkja liði til sameiginlegrar sóknar. Til- 'efnið er það, að á 13 árum hafi tíundi hluti þjóð- arinnar farið frá verkalýðsflokkunum til fésýslu- flokkanna, en samanlagt séu þeir þó enn sterkari en Framsóknarflokkurinn. Sundrung verkalýðsins er mikið alvöru- mál, en þeirri óheillaþróun verður ekki breytt með orðum einum, þó að þau séu kannski til alls fyrst. Alþýðuflokknum hefur alltaf verið Ijóst, hver ógæfa væri að bræðravígum verka- lýðshreyfingarinnar og alþýðufólksins í land- inu. En sama verður naumast sagt um komm- únista. Þeir hafa klofið verkalýðinn þrisvar sinnum á þrjátíu árum til að reyna að lama Al- þýðuflokkinn, en gert fésýsluflokkunum mestan greiða með sundrungariðjunni. Nú sér Einar Olgeirsson fram á, að Alþýðubandalagsins híða sömu pólitísku örlög og þeirra samtaka komm- únista, sem til var stofnað, þegar Héðinn Valdi- marsson og félagar hans sögðu sig úr lögum við Alþýðuflokkinn forðum daga. Og þá vill hann fara að safna saman því hlóði, sem til ills eins hefur runnið. Vissulega færi betur, ef Einar Olgeirsson hefur sannfærzt um yfirsjón sína í íslenzkum stjómmálum og vill breyta samkvæmt þeim skilningi. En sameining verkalýðsins í alþýðu- samtökunum og á stj órnmálasViðinu hlýtur a® byggjast á málefnum. Ágreiningur jafnaðar- rnanna og kommúnista frá því 1930 og síðan verð- ur þá að víkja. Hvernig er slík málamiðlun mögu- leg? Svarið við þeirri spurningu væri sannar- lega efni í nýja grein. Alþýðuhlaðið sér ekki nema tvær leiðir fær- ar að þessu marki. Önnur er sú, að jafnaðar- menn fallist á eða sætti sig við stefnu komm- únista eins og til dæmis Sigfús A. Sigurhjartar- son, Hannibal Valdimarsson, Alfreð Gíslason og Finnbogi Rútur Valdimarsson. Hin er uppgjöf kommúnismans á íslandi og drengileg samein- ing um jafnaðarstefnuna. Alþýðuflokkurinn vill leysa óheillaþróunina í íslenzkum stjórnmálum með því að leggja málefni jafnaðarstefnunnar samvinnu verkalýðsins til grundvallar. í því efni hefur staðið á kommúnistum í þrjátíu ár. Einar Olgeirsson ætti að glöggva sig á þessari staðreynd. Ella er ástæðulaust við hann að ræða um sameiningu alþýðusamtakanna og verkalýðsins. Alþýðuflokkurinn mun ekki ljá máls á ævintýri nýrrar klofningsiðju af hálfu kommúnista. Hann gengur aldrei í sömu gröf og kommúnistar hafa tekið Héðni og Hannibal. Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 14906 MEXÍKÓ-borg er draum- ur arkitekts, hún er svo skipulega byggð. Séð úr lofti virðist útilokað, að breið-götur og torg hafi orðið til stig af stigi, eins og í vejnulegum borgum. Öllu heldur er svo að sjá sem Mexíkó hafi ver- ið gerð af risaböndum og síðan sett niður á liinni miklu hásléttu. En Mexí- kó óx og vex enn, en vöx.t- ur hennar hefur verið vel skipulagður. Byggingar- stíllinn er blandaður. — Breiðar götur liggja um borgina þvera og endi- Ianga, Fegurst þeirra er Plaseo de la Reforma, — sem er þrjár mílur á lengd. íbúar Mexíkó-boigar eru yfir 4.200 000 að tölu. JÚGÓSLAVNESK yfirvöld hyggjast draga úr refsingum fyrir „pólitíska glæpi“, en margt má sjá af því, hve lin- kindin er lítil. Samkvæmt lagafrumvarpi, sem lagt hef- Ur verið fyrir þingið á að færa hámarkshegningu fyrir „aðgerðir gegn ríkinu“ úr 20 ára í. 15 ára fangelsi, og fyrir Afnemum skömmtun- armiðafarganið. Áskorun á ríkisstjórn- ina. Minnkum skriffinnsku „áróður í þágu óvinar“ úr 20 árum í 12 ár. Dauðarefsingu skal beitt aðeins í mjög alvar- legum málum. Það skal tal- inn minniháttar glæpur „að fara yfir landamærin með ó- löglegum hætti“, nema slíkt sé gert með „skipulögðu og vopnuðu" móti. Eins og í öðrum kommún- að bera af þessu. Stór skrifstofa starfar við þetta og um land allt er eytt fé til þessa starfs. Væri ekki nær að taka það fé, sem í þetta fer til þess að greiða þess- ar vörur niður? Ég vænti þess að sérfræðingar ríkisstjórnar- innar taki þetta mál nú þegar tii athugunar og ráði fram úr því. istaríkjum eru allar skoðanir, er stangast á við „Iínu“ flokks ins og ríkisins, fordæmdar. Niðurfærsla hámarksrefs- inga úr 20 árum í 15 og 12 ára fangelsi skiptir engu verulegu máli. Grundvallaratriði ein- ræðisins, nefnilega refsiverð- ar skoðanir og dómarar undir stjórn ríkisins, eru óbreytt. „Ég þakka þér fyrir pistilinn um slysið á barninu í Hafnarfirði. Loksins kom fyrirspurn til verkalýðsfélaganna. Það er al- veg hárrétt að þau sofa á verð- inum og þau sofna því fastar, sem starfsmönnum þeirra fjö’J'- ar og laun þeirra hækka. Bezt var vakað þegar verkamennirn- ir voru sjálfboðaliðar og enginn fékk laun. Vitanlega þurfa verkalýðsfélög að hafa starfs- menn og þeir að fá sín laun. En þeir eiga að vinna fyrir launum sínum. Annars verða skrifstofur verkalýðsfélaganna eins og kalk aðar grafir. NÝLEGA var ég niður á bryggju í kaupstað ekki langt frá Reykjavík. Þar var verið að skipa upp úr togurum. Þar var svo slæmur útbúnaður á aðal- tækinu, að við stórslysi lá. Ég spurði manninn, sem stjórnaði, hvort hann væri vitlaus að hafa tækið svona. ,,Þa ðsegir enginn neitt við því,“ svaraði hann. „En formaður verkalýðsfélagsins, sem jafnframt er starfsmaður þess?“ spurði ég. „Hann sést aldrei,“ svaraði maðurinn. SVONA ER ÁSTANDIÐ. Hvað eru starfsmenn verka- lýðsfélaganna að gera? Þeir eiga að hafa auga á hverjum fingri. Þeir eiga að hafa eftirlit með eftirlitinu. Ekki aðeins að einn- heimta gjöldin, sem nú er leikur einn miðað við það, sem áður var. Þeir eiga í hvívetna að gæta öryggis og hags verkafólksins. — Þakka þér fyrir birtinguna, Hannes minn.“ ÉG ÞAKKA honum fyrir bréf ið. Hannes á horninu. »§; Hvar eru starfsmenn verkalýðsfélaganna? HVERS VEGNA er verið að burðast við skömmtunarfargan- ið á smjöri og smjörlíki? Ég skora eindregið á ríkisstjórnina að afnema það ef þess er nokkur kostur. Þeir, sem kunnugastir eru þessari flækju allri segja mér, að það sé alveg eins hægt að afnema skömmtunarmiðafarg anið á smjöri og smjörlíki eins og viðvíkjandi öðrum vörum, sem greiddar eru niður. Það er alveg ástæðulaust að viðhalda þessari flækju lengur en nauð- synlegt er. ALLIR VITA hvað miklum ó- þægindum og fyrirhöfn þessir skömmtunarmiðar valda. Fólkið týnir miðunum. Það gleymir þeim í búðunum. Kaupmennirn- ir missa alltaf eitthvað af þeim og það eykur mjög alla fyrir- höfn þeirra. Þá má ekki gleyma þeim kosnaði, sem ríkið verður SKRIFFINNSKAN er allt of mikil hjá okkur. Flækjan er erf ið. Allt verður að gera til þess að greiða úr flækjunni, minnka skriffinnskuna og auðvelda fólk inu lífið. Það er enn ekki hægt að afnema allar niðurgreiðslur. Við erum flæktir í þeim — og þær voru nauðsynlegar. En smátt og smátt verðum við að losa okkur við kerfið, reyna að losna úr flækjunni. Að þessu hefur verið stefnt. Ríkisstjórn- inni hefur tekizt að stöðva dýr- tíðarskrúfuna. Við það hefur fólk fegnið nýja trú á peninga og innlög í bankana hafa stór- aukizt. ÁFRAM VERÐUR að stefna í þessa.átt. Eitt sporið enn ætti að stíga á næstunni, að afnema skömmtunarmiðana á smjöri og smjörlíki. Það yrði mikill léttir fyrir fólk ef það yrði gert. Við skulum ekki bollaleggja um þetta lengur. Við skulum gera það. VERKAMAÐTJR skrifar mér: H a n n es á h o r n i n u 4 26. júlr 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.