Alþýðublaðið - 29.07.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.07.1959, Blaðsíða 11
Renee Shann: 18. damir frá konunni minni í dag. Hún kemur ekki aftur“. ,,Ó!“ Ég vissi ekki hvaS ég átti að segja, svo heimsk var ég ekki, að ég skildi ekki hvers vegna hann sagði mér þetta. „Finnst þér það leiðinlegt?“ „Alls ekki“. „Hefur hún hitt annan?“ „Já, það hef ég líka. Hún vill skilja eins og ég“. Ég roðnaði. „Kannske ætti ég ekki að segia þér þetta“, hélt hann á- fram. „En ég held að þú vitir það“. Það varð smáþögn og við vorum bæði niðursokkin í hugsanir okkar. „Ég var ekki viss“, ég hristi höfuðið. „Ég hef reynt að hugsa ekki um það“, sagði ég hreinskilnislega. „Ég veit ekki hvaða tilfinn- ingar þú berð í brjósti“, sagði Richard;,, en mig langar til að segja þér að ég elska þig. Þér finnst áreiðanlega að eng- inn heiðvirður r>»ður segi slíkt við konu annars manns, en þá er ég bara ekki heiðvirð ur maður. Ég hvorki vona né býst við að það sé til neins. En þarfnist þú mín einhvern tímann, þá veiztu hvar mig er að finna“. Augu mín fylltust af tár- um. Ég var hrærð yfir orðum hans. Og guð vissi að ég þarfn aðist hans. Það hafði ég gert lengi, en ég þarfnaðist vin- áttu hans en ekki ástar. „Takk“, sagði ég aðeins. „Það hljómar kannske undar- lega, en ég er þér þakklát og — ja, ég veit eiginlega ekki hvernig ástandið er milli okk- ar Steve. Það er eins slæmt og verið getur, en ég vona enn að það lagist“. „Er það gamla sagan um aðra konu?“ „J á“. „Ég bjóst við því“. „Ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu. Gleymdu ekki að ég þarf að taka tillit til Nickys. Og auk þess — ég er sjálfsagt heimsk, en ég elska Steve enn“. „Ég skil“. „Við og við held ég að ég geri það ekki lengur. Hvaða kona héldi það ekki?“ „Þú vilt helzt ekki tala um þetta, er ekki svo?“ „Nei, það vil ég helzt ekki“. Hann brosti og lagði hönd sína yfir mína. „Ég skal ekki segja meira. Það er bara eitt. Eruð þið enn saman?“ „Heima? Já, það má segja það. Ef bú kallar það að búa í sama 'húsi, að vera saman“. Ég hrukkaði ennið. „Ég veit satt að segja ekki, hve mikið er á h?illi — milli —“ „Mannsins þíns og hinnar konunnar?" „Já, ég lýg kannske að sjálfri mér, en ég — ég held að ég hafi enn ekki neina á- stæðu til skilnaðar. Og ég vildi að ég fengi hana aldrei!“ „Er hann oft með henni?“ „Já, mjög oft. Þau hittast daglega, bví hún er forstjóri í verksmiðjunni þar sem hann vinnur. Faðir hennar var Kenneth Harker, þílafram- leiðandinn. Hann arfleiddi hana að öllu og nú hefur hún gerf alla undrandi með að hafa áhuga fyrir bílasmíði“. Við fórum að tala um ann- að, því hann fann að ég vildi gjarnan tala um eitthvað ann- að. En vitanlega var eitthvað breytt milli okkar. Nú vissi ég að hann elskaði mig! Ég skoðaði hann og velti því fyr- ir mér hvers vegna hann gerði það. Hann hlaut að hitta margar konur. Hann kynntist mörgu athyglisverðu fólki í þeirri vinnu, sem hann hafði. „Um hvað ertu að hugsa?“ spurði hann. „Hvers vegna þú hafir orð- ið ástfanginn af mér. Það vildu áreiðanlega margar vera í mínum sporum. Þú hefur eiginlega verið piparsveinn í mörg ár, er það ekki?“ „Jú. En ég hef ekki hitt neina konu, sem vekti athygli mína. Og konan gat alltaf tek ið upp á því að koma heim“. „Varstu hrifinn af henni?“ „Ég hélt að ég væri það“. „Og óhamingjusamur, þeg- ar hún yfhgaf þig.?“ „Nei. En það er skiljanlegt. Þá vorum við bæði óham- ingjusöm og kom mjög illa saman. Viltu að ég segi þér hvers vegna ég elska þig?“ Ég brosti. „Það vildi ég gjarnan, en é.g held að bezt sé að þú gerir það ekki“. „Eins og þú vilt, ástin mín, héðan af ræður þú“. Ég leit á klukkuna. Hún var orðin tíu. „Ég held að ég verði að fara heim“. „Ég skal keyra þig heim“. Hann leit á mig. „Það er að segja% ef þér er ekki illa við það. Ég gæti hleypt þér úr dá- lítinn spöl frá“. „Nei, alls ekki. Þú kemur með inn og færð þér eitt glas, ef þér finnst það ekki of langt, það er yzt úti í borgar- jaðrinum eins og þú veizt. Stoeve er áreiðanlega heinia og viljir þú ekki spyrja, þá skal ég svara, ég ætlá að segja honum að ég hafi borðað með þér“. Ég brosti þurrlega. „Og eins og allt' er, skil ég ekki hvers vegna ég mætti ekki gera það“. „Karinske það komi vitinu fyrir hann“. Ég hugsaði mikið á meðan ég sat og hallaði mér makinda lega aftur á bak í þægilegum bílnum. Hve mjög elskaði ég Steve enn? Gátu verið tveir menn í lífi mínu? Fyrst Steve svo Richard? Þetta hefði á- reiðanlega verið hægt fyrir fjölda kvenna, en ég hélt að ég gæti það ekki. Og ég átti Nicky. Steve átti Nicky jafn mikið og ég. Ég vildi ekki að hann yrði eitt af þeim börn- um, sem hlupu á milli for- eldranna, í dag hér, á morg- un þar. „Hvert förum við?“ Ég sagði honum það og eftir augnablik námum við staðar heima hjá mér. „Kömdu með inn“, sagði ég við hann. „Þú átt skilið viskí og sóda fyrir að aka mér hingað. Steve er áreiðanlega búinn að kveikja upp í arnin- um“. Hann fylgdi mér inn, en það var frú Connor en ekki Steve, sem var að leggja í arininn, þegar við komum inn. „Það er svo ka.lt í kvöld“, sagði hún. „Ég bjóst við að yður þætti gott að hafa heitt, þegar þér kæmuð heim, frú Blane“. „Þúsund þakkir, það var gott. Riehard, þetta er okkar ómetanlega frú Connor“. „Er herra Blane ekki heima?“ spurði é gsvo. Eitt augnablik virtist mér frú Connor blygðast sín. „Nei, frú Blane. Hann kom heim um fimmleytið og pakk- aði niður í tösku. Ég held að hann hafi átt að fara til nýju verksmiðjunnar. Það kom honum á óvart að þurfa að fara. Hann bað mig um að segja yður, að hann hefði hringt á skrifstofuna, en þar hefði ekki verið svarað, hann sagðist koma aftur annað kvöld“. Ég var róleg, þegar ég svar- aði frú Connor. „Takk fyrir. Vilduð þér ná í viskí og sóda og tvö glös?“ „Vitanlega, frú Blane“. • „Hefur Nicky verið góður?“ „Já, hann hefur verið eins og engill í allan dag“. Ég óskaði að Richard hefði ekki komið með. Hann þekkti mig of vel. Hann vissi hvað mikið þetta hafði að segja, þó ég gæti dulið frú Copnor þess. En þetta gat komið fyr- Brezka sfjórnln neifar al biója Frakka að hstfa ¥ÍS afómfiíraunir LONDON, 27. júlí, (Reuter). — Brezka stjórnin vísaði í dag á bug beiðni frá jafnaðarmönn- um um að hún hvetti frönsku stjórnina til að frairikvæma ekki fyrirhugaða tilraun með atomsprengu í Saharaeyðimörk inni. Christopher Boyd, þing- maður jafnaðarmanna, spurði á þingi, hvort stjórnin mundi leita samninga við frönsku stjórnina um að bæði löndin forðuðust að gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Profumo, aðstoðar-utanríkis- ráðherra, hvað það stefnu stjórnarinnar að reyna að ná samkomulagi við Bandaríkja- menn og Rússa um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn „og síðan að fá önnur ríki til að gerast aðilar að þeim samn- ingi“. í svari við fyrirspurn frá Denis Healey (jafnaðarm.) kvað Profum stjórnina ekki hafa „stutt“ beiðni stjórnar Nígeríu um, að Frakkar hætti við atómtilraunir í Sahara. Tollar felldlr nið- ur á 10 árum London, 27. júlí (Reuter). | TÍU ára áætlun um niðurfell | ingu tolla meðal sjö Evrópu- Ianda var birt hér í dag. Bret- land, Austurríki, Danmörk, Nor egur, Svíþjóð, Portúgal og Sviss sömdu þessar tillögur í Stokkhólmi í síðustu viku, en þessi lönd standa öll utan sam^ eiginlega markaðsins, sem hóf tollalækkanir sínar um síðustu áramót. Ríkin sjö, sem kallast „jað- arsríkin11, hafa komið sér sam- an um 20% tollalækkun 1. júlí 1960, en allir tollar vérði úr gildi numdir fyrir 1. janúar 1970. Sagði brezka stjórnin í dag, að rannsókn yrði gerð á næsta ári á því, hvort hægt væri að flýta fyrir tollalækkun inni. Hvert aðildarríkið um sig má hraða niðurfærslum umfram það, sem áætlunin tekur fram um, en aðildarríki, sem á í sér- stökum erfiðleikum vegna — „verulegrar aukningar atvinnu leysis“, er stafar af auknum inn flutningi frá hinum aðildarríkj- unum, má gera „verndarráð- stafanir“. Jaðarsríkin sjö geta orðið 8 bráðum, ef Finnland ákveður að gerast aðili, og sameiginlegu markaðsríkin sex Verða sjö, ef Grikklandi verður veittur að- gangur, eins og það hefur sótt um. Húsmæður í Höfn norður fil Ásbyrgis HÖFN. Fregn til Alþýðublaðsins. ÚRKOMUSAMT hefur verið hér að undanförnu og heyannir gengið treglega. Nokkrir Aust- fjarðabátar hafa lagt upp afla sinn hjá Kaupfélaginu, en heimabátar eru á síld fyrir norðan og afla vel. Nýlokið er skemmtiferð hús- mæðra héðan úr sýslu norður í Ásbyrgi í tooði Kaupfélags Aust ur-Skaftfellinga. Fararstjóri var Óskar Helgason í Höfn. T.Þ. „Flettu nú við, pabbi. Við erum búin að horfa svo lengi á stelpuna í sund- Si. bolnum. Fregn til Alþýðublaðsins. HORNAFIRÐI í gær. IIROSSASÝNING og kapp- reiðar voru á Stapasandi í Hornafirði á sunnudaginn. Veð ur var hið fegursta. Gunnar Bjarnason ráðunautur var við- staddur. ÚRSLIT í 300 M STÖKKI 1. Ljóska Valþórs Sigfinssonar 24,2 sek. (Undanrás 22,5.) 2. Stígandi Guðbjóns Bjarna- sonar, Tjörn 24,4 sek. 3. Blesa Stefáns Sigurðssonar, Holtaseli 24.8 sek. 4. Glói Þorsteins' Sigurbergs- sonar, Einholti 24,8 sek. UNGHESTAKEPPNI 250 m hlaup: 1. Geisli Kristins Jónssonar, Rauðabergi 20,2 sek. 2. Perla Sigurðar Torfasonar, Haga20,4 sek. 3. Rauður Þorleifs Hjartarson- ar, Hólum 20,5 sek. . ] GÓÐHESTAKEPPNI 1. Stjarna Skírnis Hákonarson- ar, Borgum. Að loknum kappreiðunum var haldin samkoma í Mána- gerði. Var þar sýnd kvikmyndi frá hestamannamótinu á Þing- völlum og Gunnar Bjarnason, flutti ræðu. Loks var dansað. T.Þ. Flugvélarwars Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupm.h. kl. 08.00 í dag. Væntanlegur aftur til Rvk kl. 22.04 I kvöld — Gullfaxi fer til Glasgow; og Kaupmannahafnar kl. 08. 00 í fyrramálið. — Innan- landsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Egilsstaða, Hellu, Horna- fjarðar, Húsayíkur, ísafjarðar Siglufjarðar, og Vestmanna- eyja (2 ferðir). — Á morgun e.r áætlað að fljúga til Akur- eyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Ísaí.iarðar, Kópaskers, Pat- reksfjarðar, Vestmannaevja (2 ferðir) og Þórshafnar. Loftleiðir h.f.: Hekla er vænhtnleg frá Hamborg, Kaupm.h. og Gauta borg kl. 19 í dag. Fer til New Yoik kl. 20.30. Leiguflugvél Lcftleiða er væatanleg frá New York kl. 8,15 í fyrramál- ið. Fer til Gau'.aborgar, —■ KÝupm.h. og Hamborgar kl. 9 45. Edda er v.æntanleg frá New York kl. 10.15 í fyramál ið. Fer til Glasgow og Londoa kl. 11.45. Skipints Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss kom til Raufar- hafnar 26.7. frá Florö. Fjall- ícss fór frá Rostock 27.7. til Gdansk og Rvk. Goðafoss fór frá Rvk 22.7. til New York. Gullfoss fór frá Leith 27.7. til Rvk. Lagarfoss fór frá New York 22.7. til. Rvk. —■ Reykjafoss fer frá Rvk 3,0.7. til Akraness og Vestm.eyja, og þaðan til New York. Sel- foss kom til Rvk 25.7. frá Gautaborg. Tröllafoss fer frá Rotterdam 28.7. til Hamborg- ar, Leith og Rvk. Tungufoss fer frá Rvk kl. 04.00 í fyrra- málið 29.7. til Siglufjarðar, Norðfjarðár, Seyðisfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og þaðan til London ög Odense. Alþýðublaðið — 29. júlf 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.