Alþýðublaðið - 30.07.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.07.1959, Blaðsíða 5
 if ATVIXXULÍFIÐ FJÖLBREYTTARA. Eift finnst mér sérstaklega knýjandi í þjóðlífj ykkar, ®g það er aS gera atvinnuvegima fjölbreyttari. Einhliða útflutn ingur siávarafurða getur kom ið hverju Iandi í hættulega . aðstöðu, ef eitthvað þrengist um, þó ekki sé talað um krepputíma. Ef ein þjóð er svo stór viðskiptavinur, að hun geti einn góðan veðurdag fyrirvaralaust sagt: „Ef þið ekki kaupið okkar bíla, þá kaupum við ekki ykkar fisk“. þá er sú þjóð í sjálfheldu, sem gæti orðið óþægileg. íslenzkt atvinnulíf hefnr verið of einhliða til þessa, en þið eigið mikinn auð í vötn- um og volgum lindum, sem gæti gert það miklu fjöl- breyttara og efnahagskerfið öruggara, en þið eigið líka þann auð, sem ef til vill er mest virði, en það er duglegt og atorkusamt fólk“. Þetta er efnislegur kjarni þess, sem próf. Carlo Schmid sagði við brottför sína héðan. Hann lagði að lokum áherzfu á, að hann hefði átt mjög á- nægjulega daga á fslandi og lofaði sérstaklega góðar móí- tökur og vsðurgeming þeina aðila, sem huðu honum hing- að og sáu um dvöl hans hér. — u. Svikarinn og I -konur hans BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði sýnir um þessar mundir kvikmyndina „Svikarinn og konurnar hans“. Þetta er hörkuspennandi mynd, byggð á ævi auðkýfings, sem fyrir nokkrum árum fannst myrtur í lúxusíbúð sinni í Xew York. Leik- stjóri er Charles Martin, en hljómlistin er eftir Max Steiner. Aðalhiutverkin eru leik in af George Sanders, Yvonne de Carlo og Zsa Zsa Gabor. — Efni mynd- arinnar skal ekki rakið hér, en þess aðeins getið, að þetta er ein af hressi- legri myndum, sem hér hafa verið sýndar um skeið. — Myndin sýnir að- alleikendurna í hlutverk- um sinum. „f XÆSTU þingkosningum í Þýzkalandi að tveimur ár- um liðnum vænta jafnaðar- menn sér fylgisaukningar“, sagði próf. Carlo Schmid í samtali við Alþýðublaðið rétt áður en hann hélt heimleiðis. „Við teljum“, sagði hann, „að fólk sé að gera sér það betur og betur ljóst, að þjóðfélagið þurfi á að halda nútíma jafn- aðarstefnu, sniðinni feftir kröf um atómaldar. Þjóðfélagið er nú orðið allt annað en það var, þegar jafnaðarstefnan var mótuð í upphaff fyrir hundr- að árum. Vandamálin á miðri tuttugustu öld eru allt önnur en þau voru á miðri nítjándu öld. Það er ekki víst, að víg- orð, sem áttu rétt á sér og hljómuðu vel um aldamótin, geri það enn í dag. Jafnaðar- stefnan verður að laga sig eftir breyttum aðstæðum eft- ir kröfum tímanna, eftir vandamálum dagsins. Hún má aldrei verða kerfi stirðn- aðra kennisetninga. Hún á að vera lifandi framfarastefna, frjálslynd lýðræðisstefna. Það á ekki að tala um daginn í gær og það, sem þá vannst á, held- ur um morgundaginn og það, sem þá væri hægt að vinna á. Þannig á jafnaðarstefnan sí- fellt að endurnýja hugmynda- heim sinn og stuðla að því að þæta þjóðfélagið“. r Island er á þröskuldi nýrrar uppbyggingar - héðan má flyfja ót raforku og blóm! ViltaS viU próf. Carlo Schmid „Þjóðverjar hafa byggt upp atvinnulíf sitt með miklum hraða og þrautseigju eftir stríð“, segir hann, „og þunga- iðnaðurinn er orðinn mjög umfangsmikill. Hann skapar landinu mikinn auð, en að úyggju okkar jafnaðarmanna, er það ríkisvaldsins að tryggja að þessum mikla auði sé rétt- látlega tryggt á milli lands- manna, að það séu ekki ein- göngu synir iðjuhöldanna, sem fái notið æðri menntun- ar, heldur að ríkisvaldið sjái öllum fyrir sæmilegri afkomu og styrki alla unga hæfileika- menn til náms og þroska. if JAFXARI SKIPTIXG ARÐSIXS. Vandamál okkar Þjóðverja snúa æ meir að því að skipta arðinum sem jafnast á milli íbúanna, og á því sviði stönd- um við enn að baki Svíum og öðrum jafnaðarmannaríkjum sem lengst eru komin. En vandamálin eru vitaskuld ó- lík í hinum ýmsu löndum, og UXDAXFARNAR vikur hef- ur dvalizt hér á landi þýzkur maður, dr. Umbacli, en hann hefur séð um sölu íslenzkra hesta í Þýzkalandi fyrir Sam- band ísl. samvinnufélaga. Kom Umbach hingað í sum- arleyfi sínu til þess að kynn- ast íslenzka hestinum og sjá hann í sínu rétta umhverfi, en hann er mikill hestavinur. FÓR Á HESTI FRÁ HVERAVÖLLUM TIL SKAGAFJARÐAR. Dr. Umbach byrjaði sumar- leyfið á því að fara á hestbaki frá Hveravöllum norður í Skagafjörð og fór hann þá leið á einum degi. Þótti hon- um ferð þessi mjög ánægju- Ieg. Síðan var hann á hesta- mótinu á Sauðárkróki. ATHUGAÐI MARGA ■HESTA. Dr. Umbach ferðaðist síðan víða um og athugaði marga ísl. hesta. Fór hann á bak ís- lenzkum hestum hvar sem hann kom og lét mjög vel af hestunum. — Síðustu dagana ferðaðist hann um Rangár- vallasýslu. 30 HESTAR ÚT í NÆSTA MÁNUÐI. Undanfarið hefur Samhand ið flutt út hesta til Þýzka- lands á nokkurra mánaða fresti. Munu fara 30 út í næsta mánuði. Hestarnir eru fyrst fluttir til Hamborgar en síðan til Ruhr, þar sem dr. Umbach á heima. Sér hann síðan um sölu og dreifingu á þeim. mér virðist til dæmis sem þið íslendingar eigið mikil og stór verkefni fyrir höndum og haf- ið góð skilyrðf til að skapa rnun meiri heildarauð. Þrátt fyrir öra uppbyggingu og al- menna velsæld þykir mér sem þið standið enn á þröskuldi nýrrar atvinnulegrar uppbyg'g ingar, sérstaklega í iðnaði og hagnýtingu orkulinda. ic RAFORKA OG BLÓM TIL ÚTLANDA. Ég hef kynnzt nokkru af landi ykkar þessa dagana og undrast að sjá svo miklar ó- nýtíar orkulindir. Væri ekki ráð að vinna úr fallvötnunum raforku og Ieggja síðan kapal til Skotlands eða Englands og selja rafmagn til annarra ríkja, eins og bæði Sviss og Carlo Schmid — 2 — Austurríki gera? Og hvílíka orku eigið þið ekki í heitu vatni hveranna! Ég kom inn í gróðurhús austan Fjalls og mér sýnist einsætt að íslenzk- ir garðyrkjumenn geti með tiltölulega litlum tilkostnaði ræktað sjaldgæf suðræn blóm og selt dýrum dómum á er- lendum markaði. Ef til vill hefur þetta ekki verið reynt en blóm getá vissulega verið dýrmæt útflutningsvara. it EINKAFJÁRMAGNIÐ VIÐSJÁRVERT. „Ég er auðvitað ekki hing- að kominn sem hagfræðilegur róðunautur“, segir próf. Carlo Schmid, „en þetta er það fyrsta, sem mér kemur í hug, er ég horfi um öxl eftir komu mína hingað, náttúran er stór- brotin og tilkomumikil, en auðlindir hennar verða, mér sérstaklega eftirminnilegar. Til þess að nýta þær, þurfið þið vitanlega erlent f jármagn, og enda þótt ég viti, að vest- ur-þýzk og vafalaust önnur erlend f jármálafyrirtæki, væru fús til að leggja fram fé til arðbærra iðnfyrirtækja á íslandi, þá verða menn að muna, að einkafjármagnið, sem notað er til að skapa eig- endum sínum arð og jafnvel pólitíska aðstöðu, getur verið viðsjárvert. Þess vegna er sjálfsagt að velja heldur al- Próf. Carlo Schmid. þjóðlegt fjármagn frá fjár- málastofnunum, sem ríkis- valdið sjálft útvegi til lands- ins. ERFIÐ EN VIÐ- RÁÐAXLEG VERKEFNI. Hver sjálfstæð þjóð verður hins vegar að Ieggja megin- áherzlu á að byggja upp sitt eigið auðmagn og einmitt þetta eru þjóðirnar að keppasí við að gera. Sumar þeirra, svo sem Rússar, byggja upp efna- hagskerfi sitt með því að knýja þjóðina til sparnaðar, takmárka neyzlu fólksins í dag til að leggja fyrir til morgundagsins. Vandamál atvinnuveganna í landi, sem á sér takmarkað f jármagn, eru erfið en þó við- ráðanleg. Framtíðardraumar ykkar geta þvi rætzt áður en varir, ef skynsamlega er á málum haldið. Og mér virðist að framámenn, sem ég hefi rætt við, séu mjög áhugasam- ir um efnahagslegar fram- farir. Helmingur aflans í frystihús Hafliði kom með 320 tonn af karfa í vikunni sem leið auk togararina, sem áður hafa ver- ið nefndir í blaðinu og xór all- ur afli 'hahs í bræðslu. Ekki er væntanlegur togari frá Nýfundnalandsmiðum fyrr en um næstu helgi, en þá verð- ur von á Bjarna riddara hvað úr hverju. Alþýðubla&ið —• 30. júlí 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.