Alþýðublaðið - 02.08.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.08.1959, Blaðsíða 2
\sunnudagur V e ð r i ð : — S.-A. stinn- ingskaldi, rigning en léttir tiL ★ BENZÍNAFGREIÐSLUR í Reykjavík eru opnar í júlí- mánuði sem hér segir: virka •daga kl. 7.30—23. Sunnu- ■daga kl. 9.30—11.30 og 13 —23. ☆ C.ISTASAFN Einars Jónsson ar, að Hnitbjörgum, er opið daglega kl. 1.30—3.30. ☆ HBæJARBÓKASAFN; Lokað vegna sumarleyfa il þriðju- dagsins 4. ágúst. ★ ÚTVARPÍÐ í DAG: — 9.30 ÍFréttir og morguntónleikar. .11.00 Messa í.Dómkirkjunni (Prestur: Séra Óskar J. Þor . láksson). 12.15—13.15 Há- degisútvarp. 15.00 Miðdeg- istónleikar. 16.00 Kaffitím- . inn. 16.30 Veðurfregnir — Síðan eru „Sunnudagslögin . 18.30 Barnatími. 19.25 Veð- urfregnir. 19.30 Tónleikar: A. Rubinstein leikur á pí- . anó valsa eftir Chopin. 20. . 00 Fréttir. 20.20 Raddir skálda: Ljóð, smásaga og . ljóðaþýðingar • eftir Karl . ísfeld. Flytjendur: Jón úr Vör ,Steindór Hjörleifsson . og höfundurinn. 21.00 Ein- . söngur: Sex frægir tenór- . söngvarar syngja óperuarí- - ur. 21.300 Úr ýmsum átt- . um (Sveinn Skorri Hösk- .uldsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Dans- lög. 23.30 Dagskrárlok. ÚTVARPIÐ Á MORGUN: — 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — . 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 10.10 Veðurfregn ; ir) _ 12.00—13.15 Hádeg- isútvarp. (12.25 Fréttir og . tilk.). 15.00 Miðdegisútvarp . (16.00 Fréttir, tilk.). 16.30 . Veðurfregnir. Síðan ,,lög fyrir ferðafólk“. 19.00 Þing fréttir. — Tónleikar. — . (19.25 Veðurfregnir). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. . 20.20 Frídagur verzlunar- . manna: — Blaðamennirnir Jón Hnefill Aðalsteinsson og Ólafur Egilsson taka . saman dagskrá að tilhlutan . Landssambands ísl. verzl- unarmanna. — a) Stutt hugleiðing um þróun verzl- unarhátta. — b) Viðtöl við . verzlunar- og kaupsýslu- . fólk, Jónu Þorláksdóttur, Andrés Bergmann, Björn Hallgrímsson og Hrein Sum . arliðason. — c) Einsöngur: . Kristinn Hallsson syiígur; . Fritz Weisshapp'el leikur - u.ndir á píanó. -— d) Upp- lestur: Kvæði. 21.15 Leik- þáttur: „Prívatauga h.f.“ — eftir Flosa Ólafsson; höf. stjórnar. 22.00 Fréttir, síld- veiðískýrsla Fiskifélagsins og veðurfregnir. 22.15 Dans . nög, þ. á. m. leikur KK- . fíextettinn. Söngfólk: Ellý ; Vilhjálms og Guðbergur . Áuðunsson. — 01.00 Dag- s'krarlo'k. OKKUR varð svolítið á í messunni í gær með myndirnar á forsíðunni. Við nefnilega snerum við nöfnunum á afla- íkóngunumi. Eggert á Víði er til [hægri, en Gunnar á Faxaborg til vinstri. Öllu íiskílííi í Varmá fórnað með því að veita gufu Um síðastliðna helgi var margt manna á hótelinu Bifröst í Borgarfirði. Bæði voru það setugestir og eins fólk, sem kom um miðjan daginn og fékk sér kaffi eða mat á leiðinni suður eða norður. — Þessar ungu blómarósir teljast líklega til síð- ari hópsins, en að baki þeirra sést fólk, sem er að spila bad- minton í góða veðrinu. a fyrir norðan og ausfan Framhald af 1. síðu. bræða milli 9—10 þús. mál á sólarhring. Allar þessar síldarverksmiðj- ur hafa meira en 70 þús. mála afkastagetu á sólarhring og «er því ljóst, að næsta mánuð gætu þær brætt liðlega tvær milljónir mála, svo bátaflotinn setti ekki að stöðvast þótt ekki yrði meira saltað. Síldarbræðslan, stórvirk- asti fiskiðnaður íslendinga, á sér tiltölulega skamman að- draganda. Norðmenn urðu fyrstir til að setja upp síldar- bræðslu hérlendis og bæði Dan ir og Þjóðverjar stunduðu hér síldarbræðslu áður en Islend- ingar sjálfir hófu afskipti af síldariðnaðinum. Fyrsta síldar- bræðslan í eigu landsmanna, var síldarbræðslustöðin á Sól- bakka við Önundarfjörð, — byggð aí Þjóðverjum árið 1911, en kornst í eigu íslenzks hluta- félags eftir fyrra stríðið. Önn- ur fyrsta bræðsla var Hesteyr- arstöðin, sem áður var hv.al- veiðistöð en breytt árið 1923 af Norðmönnum, og síðar keypti hana Kveldúlfur h.f. — Skriður kemst þó ekki á fyrr en árið 1930, er ríkið byggir sína fyrstu verksmiðju, sem var upp haf að öðrum og meiri verk- smiðjubyggingum, sem væri umfangsmesti rekstur hins op- inbera hér á landi, hefðu síld- veiðarnar ekki brugðizt undan- farinn áratug, enda þarf svo mikla fjárfestingu við uppsetn- ingu einnar slíkrar verksm'íðju, að fjármagn til þess, er ekki á annarra höndum en hins opin- bera, hérlendis. Litlu síldarverksmiðjurnar á Austurlandi, sem byggðar haía verið hin síðustu ár, eru að mestu í eigu bæjarfélaganna, en rnestur hluti verksmiðju- kostsins er í eigu ríkisins. — Fyrsta verksniiðjan, SR-30, á Siglufirði er enn í fullum gangi og bræðir 3500— 4000 mál, en stærst er SR-46, með Í0.000 mála afkastagetu, byggð árið 1946 um þær mundir er síld.in hætti að sjást. Aðrar verksmiðj ur ríkisins á Siglufirði eru SRP 3500 mál og SR-N, byggð 1935 með 4000 mála afkastagetu. — Aub Siglufjarðarverksmiðj- anna, með samtals 20.000 mála sólarhringsafköst, rekur ríkið Raufarhafnarverksmiðjuna, — sem byggð var árið 1940, afköst 5000 mál, Húsavjkurverksmiðju byggð 1938, afköst 700 mál, — Skagastrandarverksmiðjuna, — byggð 1946, afköst 5—6000 mál, og hefur hún aldrei verið sett í gang fyrr en í fyrri viku, 13 ár um eftir að hún var reist. Nú er hún búi-n að bræða nálægt 20 þúsund máí í sumar. Vestan Ingólfsfjarðar hefur engin verksmiðjan verið sett í gang s. 1. hálfan annan áratug, enda hefur sildin fært sig aust- ar og reynsla síðustu ára virð- ist benda til þess, að verksmiðj^ urnar komi að betri notum á Austfjörðum-, þar sem þær eru nú komnar. Ríkisverksmiðjurnar höfðu í fyrradgg tekið á móti samtals 340 þús. málum í bræðslu. þar af á Siglufirði 250.000 mál, á Raufarhöfn 60.000 mál, á Skaga strönd 28.000 má) á Húsavík, 1500 mál, en þessi bræðsla er þegar orðin meiri en allt sumar ið 1957, sem þótti tiltölulega gott ár miðað við síldarleysis- sumurin. Til samanburðar er fróðlegt að rifja upp, að á síldarárunum svokölluðu, t- d. sumarið 1940, var samtals á öllu landinu brætt 1 milljón 650 þús. mál síldar, þar af í síidarverksmiðj um ríkisins 900.000 mál. Árið 1944 var heildarbræðslan 1.570. 000 mál, þar af 920.000 mál í ríkisverksmiðjunum, en þess er rétt að gæta, að á stríðsár- unum var söltun mjög lítil — vegna geipihás verðlags á síld- arlýsi. „Við höfum varla undan að bræða“, sagði Sigurður Jónsson á skrifstofu Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði, er Alþýðu- blaðið átti tal við hann í fyrra- dag, „og það fer að þrengjast um í þrónum“. En okkur virð- ist óþarfi að kvíða, því afkasta- geta allra verksmiðjanna sem nú standa klárar til stanzlausr- ar bræðslu, er jafn mikil á ein- um mánuði og brætt var allt sumarið á bez;tu síldarárunum, Fregn til Alþýðublaðsins. Hveragerði. ÞÚSUNDIR silungsseiða hafa farizt undanfarin dægur við Varmá með nokkuð óvæntum og óvenjulegum hætti. Sömu- leiðis hefur stærri silungur, allt að 12—14 pund, fundizt dauður eða hálfdauður í ánni og einn lax fannst rekinn upp á eyrar. Ástæðan til þessa fiska dauða er sú, að síðastliðna daga hafa starfsmenn Raforkumála- skrifstofunnar gert tilraunir með eina djúpu borholuna, sem stendur á bökkum Varmár. Þegar holan er látin gjósa, hef- ur gufumökkur stigið hátt í loft upp og verið sem rigning á næsta nágrenni, jafnvel ofan í hey á næsta bæ og auk þess er hávaði þvílíkur, að svo er að heyra, sem hópur þrýstilofts- flugvéla sé á sveimi yfir þorp- inu, þegar holurnar eru látnar gjósa. Af þessum sökum hafa starfsmenn raforkumálaskrif- stofunnar gert ýmsar tilraunir til að komast hjá þessu og ein slík var gerð í vikunni. Gufu- stróknum var beint að ánni og gufan kæld niður, en við þetta hitnaði vatnið. Áður en til- raunin hófst mældist vatnið í ánni 18—23 stig, sem er óvenju heitt vegna mikilla hlýinda að undanförnu,, en eftir að gosið hófst mældist 30—40 stiga iaiti í ánni 50—100 metrum neðan við holuna. Nokkru eftir að gufunni var hleypt í ána tóku fiskar og seiði að stökkva upp úr ánni og áður en langt um leið var orðin mergð fiska á eyrum og meðfram ánni. Korou margir að, krakkar sem fullorðnir, og tíndu upp fiskana og höfðu heim með sér en kona nokkur, Guðrún Vigfúsdóttir að nafni, vann að því langan tíma, að tína seiði upp í vatnsfötu og bera upp fyrir borholuna til þess að bjarga lífi ungviðisins. Starfsmenn frá Raforkumála- stjóra og Veiðimálastjóra komu austur í Hveragerði í dag til að kynna sér málið og er ljóst, að hér er vandi á höndum, og svo getur farið, að fórna verði öllum silungi í ánni vegna til- rauna við borholurnar. Starfs- maður frá Raforkumálaskrif- stofu lét svo um mælt, að fyrr ána?, eða síðar hljóti að koma að því, að áin verði hituð upp eða jafn vel þurrkuð upp þegar raf- orkuver eða önnur iðjuver rísa upp, því þá verður áin notuð sem kælivatn. Talið er líklegt, að næsta raforkuver eftir Efra Fall verði reist hér og þá verð- ur að velja á milli silungs og raforkuvers eða þungavatns- vinnslu. Þetta sagði verkfræð- ingur raforkumálaskrifstofunn- ar og víst er um það, að þeir eru í nokkrum vanda, því ætl- unin var að opna holurnar og veita heita vatninu og gufunni nærri 80 sekúndulítrum, út i ána, og þá sjá allir hvernig fer, fiskurinn deyr í hrönnum. í dag veiddist silungur við Reykjafoss, og enn virðist vera mikil fiskiganga upp í ána. Bor- holunni hefur verið lokað og fólk veltir l'yrir sér leiðum til að bjarga fiskinum. — S. G. SÍÐUSTU daga hefur verið einstakt blíðskaparveður á Ak- ureyri, þangað til út af brá um hádegið í gær, en þá skall á hellidemba og síðan var rign- ing fram eftir deginum. 1 „Ungar ásiir" sýnd á I. viku ■' DANSKA myndin „Ungaí ástir“ hefur nú verið sýnd I Hafnarfjarðarbíói á áttundil viku. Aðsókn hefur verið góð, en nú fer sýningum að fækka og fer hver að verða síðastui að sjá hana. i rr vr Krúsfjov MOSKVA, 1. ág. (Reuter). Krústjov kom í morgun flugleiðis frá Suður-Rúss- landi og brá þá við og skoðaði Boeing-707 þot- una, sem Nixon kom með að vestan. Blaðamaður spurði hann þá, hvort hann vildi fljúga vestur um haf í slíkri þotu. „Þess ari eða einhverri annarri“, svaraði ráðherrann. „Hve- nær?“ spurði blaðamað- urinn. „Þegar tími er til kominn. Þegar þar að kemur“, svaraði Krústjov. I isifli HIN árlega tónlistarkeppni í Belgíu, sem kennd er við Elísa- betu drottningu, verður að ári liáð milli píanóleikara og fer fram í Briissel í maí 1960. Þátt- töku þarf að tilkynna forstjóra keppninnar fyrir 15. janúar nk. Keppendur skulu vera á aldr inum 17—30 ára, og verður alls úthluirð 600.000 belg. frönkum í verðlaun. Fyrstu verðlaun er 150.000 frankar. í fyrri undanrás ber keppend um að skila sex etýðum fyrir snillinga: þar af 2 eftir Chopin, 2 eftir Liszt, 1 eftir Debussy og 1 eftir Scriabine eða Stravin- ský. — Ein.nig sónötu eða svítu, sem stjórn keppninnar velur tveim mánuðum áður úr verk- um Beethovens, Ctementis, Hándels, Haydns, Mozarts og Scarlattis, og loks meiriháttar verki í vali keppenda. í síðari undanrás ber að skila prelúdíu og fúgu með 4—5 röddum eftir Bach, ennfremur belgísku verki sem stjórn keppninnar legguB fram tveim mánuðum fyrii keppni og samið verður sérstafe lega fyrir keppnina, og loks sex meiriháttar og erfiðum verkuna fyrir píanóleik, a. m. k. 7 múw útur að lengd, eftir ýmsa höf- unda. Meðal þeirra skal vera klassísk sónata, nútímasónata og verk eftir belgískan tónsmið. í- lokake>'-^ninni skal skila verki, er dómnefnd velur úí hinum sex síðastnefndu verk- um, píanókonsert í vali kepp- anda, sem leikinn verður með hljómsveit og loks nýsömduim píanókonsert. Þeim íslenzkum píanóleikur- um, sem hug hefðu á að taka1 þátt í keppni þessari, er heim- ilt að óska milligöngu mennta- málaráðuneytisins til þess að koma tilkynningum um þátt- töku á framfæri. Ráðuneytið hefur ekki yfir neinum styrfe að ráða í þessu skyni. (Frá menntamálaráðuneytinu)4 2 2. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.