Alþýðublaðið - 02.08.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.08.1959, Blaðsíða 4
 Utgefanai. AipyOutlokkurmn. Ritstjðrar: Beneaiki Gronaai, Glsli j. A»t- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. AfgreiSslusími: 14900. - Aðsetur: AlþýOu- húsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hvertisgata S—10 Morgunbl. og þjóðnýlingin MORGUNBLAÐIÐ mannar sig öðru hverju upp í að sýna sitt rétta íhaldsandlit og talar þrá af fyrirlitningu um þjóðnýtingu. Fullyrðir blaðið þá tíðum, að jafnaðarmannaflokkamir hafi að mestu leyti fallið frá þjóðnýtingaráformum og stafi það af þeirri ástæðu, að þjóðnýtingin hafi reynzt mis- heppnuð stefna, sem hafi verið kastað fyrir borð, en einkaframtakið standi sigri hrósandi eftir. Þessi skrif byggjast á misskilningi á eðli þjóð nýtingarinnar. Hún hefur aldrei verið markmið jafnaðarmanna sem slík, 'heldur aðeins leið til að tryggja hinum vinnandi stéttum í hverju þjóðfé- lagi nægileg ráð yfir framleiðslunni til að fyrir- byggja arðrán yfirstétta og nota framleiðslutækin til að veita fulla atvinnu en hindra atvinnuleysi. Þegar jafnaðarstefnan var að ryðja sér til rúms, sáu menn ekki aðrar leiðir til þess að ná þessu marki en þjóðnýtingu framleiðslunnar. Nú hefur orðið stórfelld breyting á þjóðskipu- lagi lýðræðislanda á þann hátt að ríkisvaldið hefur með auknum afskiptum af atvinnulífinu, með ráðum yfir bönkum og peningastofnunum, með beitingu fjárlaga og fleiri tækjum náð því valdi á framleiðslukerfinu, sem þarf til að tryggja hinn upprunalega tilgang. Við þetta bætist sú aðstaða, sem hin voldugu verkalýðs- hreyfing hefur í flestum menningarlöndum og beitir vissulega að sama marki. Það er þetta, sem gerzt hefur á Norðurlönd- um. Þetta eru orsakir þess, að jafnaðarmenn þar hafa ekki séð ástæðu til að ganga mikið lengra á sviði beinnar þjóðnýtingar. Þeim hefur vissulega tekizt með öðrum ráðum að tryggja fulla atvinnu, mikla velmegun og félagslegt öryggi. Það er kjarni málsins. Hér á landi horfa þessi mál sérstaklega við. Frá sjónarmiði jiafn^ðarmanna er vænlegasta leiðin aukin bæjarútgerð togara og aukin ráð þeirra fvr- irtækja á fiskiðjuverum, en á sviði vaxandi stór- iðnaðar að ríkið eigi þar hin nýju fyrirtæki. Þess vegna er Sementverksmiðja ríkisins stórt þjóð- nýtingarskref á íslandi, en skipulag Áburðarverk- smiðjunnar, þar sem einkaaðilum var að kalla „gefinn“ hluti verksmiðjunnar, tugmilljóna verð- mæti, var víxlspor. Margt annað ríkisframtak- mætti nefna, sem ár eftir ár bætir steinum í bvgg- ingu beilbrigðra þjóðráða yfir atvinnutækjum ís- lendinga — þá hina sömu byggingu, sem jafnaðar menn fyrir hálfri öld héldu, að þeir gætu aðeins reist með þjóðnýtingu. Bezta staðfestingin á réttmætri þessarar stefnu eru ekki leiðarar Morgunblaðsins, heldur gerðir Sj álfstæðismanna, þar sem þeir hafa atkvæði um slík mál. Þar treysta þeir sér sjaldan til að halda uppi mikilli andstöðu, enda þótt þeir skrifi af hrifn ingu um það íhaldsþjóðfélag, sem þeir helzt vildu hafa. • Aejglýsingasítni Alþýðublaðsins er 14906 Á ÞINGI slavneskra .þjóða í Moskvu í september í fyrra gaf ein af þingdeildunum út yfirlýsingu bess efnis, að ekki væru til neins konar make- dónísk séreinkenni, hvorki varðandi tungumál né þjóð- flokka. Yfirlýsingin hafði þeg- ar í stað áhrif á sambúð Jú- góslavíu og Búlgaríu. Álykt- unin endurvakti nefnilega minningarnar um hin þjóð- ernislegu átök, sem málefni Makedóníu hafa öðru hvoru komið af stað frá því í lok 19. aldar. Ef menn vilja gera sér grein fyrir makedóníska vandamál- inu, sem hefur hrundið af stað mörgum styrjöldum á Balkanskaga og oft verið að- alþrætueplið í valdapólitík Balkanlandanna, verður að gera sér ljóst, hvað við er átt, þegar talað er um Makedóníu. í stórum dráttum má segja, að Makedónía nái yfir stór svæði báðum megin Vardar-fljóts- sem rennur til sjávar vestan Saloniki-borgar nyrzt í Grikk landi. Þegar í fornöld var Makedónía sjálfstætt ríki, en síðar var landið skattríki inn- an Rómarríkis, býsantíska rík isins og tyrkneska ríkisins. Síðasta árþúsundið hefur Makedónía stöðugt verið við- urkennd við tíðar- skiptingar landssvæða eftir íbúafjölda. í júgóslavneska hluta Make- dóníu er m. a. eftirtalda þjóð- flokka að finna: Suður-Slava, Albana, Valaka, sem eru rúmenskur þjóðflokkur, Grikki, Tyrki og Sígauna. Skipting íbúanna er álíka mikil í gríska hlutanum, enda þótt Grikkir séu þar í svipuð- um meirihluta og Slavarnir í júgóslavneska hlutanum. í búlgarska hluta Makedóníu eru slavnesku einkennin al- gerlega yfirgnæfandi. Makedóníska vandamálið, sem 1 dag er orðið efst á baugi í kalda stríðinu milli Búlgar- íu og Júgóslavíu, á sér bæði tungumála-, trúar- og efna- hagslegar rætur, auk hinna pólitísku. Um það bil er tyrk- neska ríkið var að leysast upp, myndaðist eins konar póíitískt tómarúm innan makedóníska svæðisins. Af þeim sökum gerðu nágrann- arnir hver um sig áætlun um að hrifsa til sín alla Make- dóníu eftir endanlegt hrun tyrkneska ríkisins í Evrópu. Eftir aðra Balkan-styrjöld- ina 1913 var Makedóníu skipt milli Serbíu, Búlgaríu og Grikklands. Með því var rofin sú landfræði- og efnahags- lega sérstaða er landið hafði áður myndað innan hinna ó- líku heimsvalda. Eftir fyrri heimsstyrjöldina varð mestur hluti Makedóníu undir yfir- ráðasvæði Júgóslavíu. En Búlgarar — studdir af fasist- um í Ítalíu — ógnuðu íbúun- um með ólöglegum liðssveit- um, er útilokuðu að komið yrði á friði og spekt í land- inu. Atburðirnir á árunum 1920—1940 sýndu, að opinber afstaða, sem Búlgarar tóku til ýmissa utanríkismála, mót aðist af hinum makedóníska óskadraumi. í síðari heimsstyrjöldinni hernumu Búlgarar stóra hluta Makedóníu í sambandi við upplausnina í Júgóslavíu. Þetta framferði Búlgara varð til þess, að hugmyndin um að leysa þjóðernisvandamálin með búlgörskum aðferðum missti stuðning margra þeirra, sem hallast höfðu að þeirri skoðun. Meðan á hernáminu stóð heppnaðist Tító, fyrst árið 1943 eftir mikla erfiðismuni, að koma á fót makedónískri IMAKEDÓNÍSKA vanda- | málið er enn á ný orðið | að milliríkjamáli milli | Júgóslavíu og Búlgaríu. 1 Norski blaðamaðurinn 1 Kjell Rönnelid gefur í eft I irfarandi grein yfirlit yfir | hinar þjóðernislegu and- | stæður í sambandi við | þetta vandamál. | deild í júgóslavnesku frelsis- hreyfingunni, en foringi þeirr ar deildar kom frá Monte- negro. Þegar eftir lok styrj- aldarinnar var lýst yfir sjálf- stæði makedóníska landshlut- ans innan júgóslavneska sam- bandsríkisins, og búlgarskir kommúnistar kváðust sam- mála Tító varðandi lausn makedóníska vandamálsins. Það er talið sannað, að hin- ar víðtæku samningaumleit- anir, sem áttu sér stað á ár- unum 1944—48 milli Títós og Dimiirovs um myndun Balk- an-bandalags, höfðu m. a. það markmið.1 að ákveða víðáttu sjálfstæðrar Makedóníu innan bandalagsins þannig, að hún næði einnig yfir hluta hinnar grísku Makedóníu. í sam- bandi við Kominform-deilurn ar árið 1948 blossaði ,make- dóníska vandamálið upp að nýju. Hin opinbera afstaða Búlgaríu var áreiðanlega til orðin vegna hinnar ósveigjan- legu andstöðu Stalíns gegn Balkan-bandalagi, sem ekki færj hjá því að verða undir forystu Júgóslavíu. Eftir áreksturinn við Kom- inform og þægasta taglhnýt- ing þess, Búlgaríu, tók Júgó- slavía upp júgóslavneska þjóðernisstefnu í málefnum Makedóníu. Gramdist Búlgör um þetta mjög og héldu þeir því fram, að Júgóslavar ætl- uðu að gera Makedóníumenn að Slövum þvert ofan í vilja þeirra. ,Af hálfu Júgóslavíu var því lýst yfir, að hinir slavnesku Makedóníumenn mynduðu sérstakt þjóðarbrot, sem félli mjög vel inn í júgó- slavneska sambandsríkið, og ýmsum aðgerðum var beitt í því skyni, að hið opinbera tungumál í miðhluta Make- dóníu skyldi vera makedón- íska. Þetta tungumálaframtak er einkennandi fyrir hina nýju þjóðernistilfinningu, sem án efa hefur skotið sterk- um rótum meðal flestra íbúa syðsta hluta J’ígóslavíu síð- asta áratuginn. Nú er t. d. hægt að lesa bæði Homer og Shakespeare í makedónískri þýðingu. Hin nývakta make- dóníska þjóðernisstefna inn- an Júgóslavíu hefur jafnvel verið svo öflug, að opinberir aðilar í Belgrad líta á hana sem vandamál. Hinar óvenju- legu skjótu, efnahagslegu framfarir, sem átt hafa sér stað í Makedóníu, hafa nefni- lega skjótu efnahagslegu iðnvæddari og þróaðrj land- svæða í norðurhluta Júgó- slavíu. Þróunin varðandi make- dóníska vandamálið síðustu árin hefur verið afar ör. Strax eftir Moskvu-yfirlýsinguna í haust hófu Makedóníumenn mikinn útvarpsáróður frá höfuðborg sinni Skoplje, og Búlgaría svaraði þegar með gagnáróðri. Sem dæmi um þá erfiðleika, sem áróður Make- dóníumanna á við að etja, má nefna, að fyrsti búlgarski út- varpsmaðurinn, sem skil- greindi vandamálið um stöðu makedónískrar tungu og stað- hæfði, að ekki væri til neitt sérstakt makedónískt tungu- mál, notaði sjálfur eina af makedónísku mállýzkunum í útvarpinu. Þegar Júgóslavar bentu á þetta daginn eftir í útvarpi sínu, létu Búlgarar síðar mann, sem talaði Sofía- mállýzku, halda áfram búlg- arska áróðrinum. Hið mikilvægasta, sem gerzt hefur varðandi Make- dóníu síðasta ár, er samt það, að Tító hefur með aðstoð yf- ir 100 samstarfsfúsra, rétttrú- aðra presta, lagt grundvöll undir nýja, makedóníska þjóð kirkju með aðalbækistöðvar í borginni Ohrid, sem er gam- all, trúarlegur höfuðstaður, þar sem haldið er á lofti erfða venjum frá miðöldum. Þegar Makedónía hefur fengið sína eigin þjóðkirkju, þurfa hipir trúuðu, sem fylgja hinni réttrúuðu kirkju að mál um, hvorki að sækja kirkjur gríska yfirbiskupsdæmisins né búlgarska sérbiskupsdæm- isins né serbnesku þjóðkirkj- urnar. Þar sem hin nýstofn- aða makedópíska þjóðkirkja er samkvæmt stefnu sinni op- in öllum Makedóníumönnum, munu sjálfsagt ýmfjir skoða hana sem ögrun við Búlgaríu. Sú fjarstæða, að kommún- istískur þjóðhöfðingi láti kirkjumálefni mjög til sín taka, verður ekki eins fjar- stæðukennd, ef athugað er, hversu makedóníska vanda- málið hefur sí og æ leitt til óvæntra, pólitískra ákvarð- ana. Allra síðustu mánuði, einkum rétt fyrir heimsókn Krústjovs til Albaníu, hafa Albanir einnig byrjað að blanda sér í málefni Make- dóníu og hafið upp slagorðið „Frelsi fyrir Makedóníu", sem nú hljómar í Tirana-út- varpinu og keppir við önnur áróðursslagorð. Þetta sýnir glöggt, að margar fornar and- stæður hafa lífgast á ný í sam- bandi við þessa flækju af vandamálum, sem hafa gefið öllu þessu ^ landsvæði nafn- giftina „Órólega hornið í Evrópu“. Húselgendur. önnumst allskonar vatns- og hitalagnir. HITALAGNIB h±. Símar 33712 — 35444. 4 2. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.