Alþýðublaðið - 02.08.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.08.1959, Blaðsíða 5
 senda sér kaldan mat, sem hann borðaði við vinnu sína. Faðir hans fann í útgjaldabók- inni þessa færslu: „Kjúkling- ur hr. Nubars 15 shillingar (ca. 75 kr.). Faðirinn ávítaði son sinn, sem fór í mál við gamia mann- inn. Á endanum dró hann málshöfðunina til baka og fað- irinn greiddi lögfræðingunum. „Kostnaðurinn var,“ sagði Nubar, „30000 sterlingspund.“ Og hefur þetta áreiðanlega verið dýrasti kjúklingur í ver- aldarsögunni. Hann gaf nú í fyrsta sinn upplýsingar um tekjur föður síns — „fimm til sex milljónir punda á ári.“ Cálouste Gulbenkian arf- leiddi stofnun til eflingar menntun og listum í Evrópu og Austurlöndum nær að mest um hluta eigna sinna. Sá, sem spurði Nubar út úr, sagði þá, að ef 'til vill væri hann ekki eins ríkur og hann hefði ósk- að. „Ég hef það gott“, var svarið. „Hvað mundi það vera mikið — 2Vz eða 3 milljónir punda?“ Hr. Gulbenkian var næstum særður á svip, er hann svaraði „Það var meira — miklu meira.“ • NÝRRI sovézkri eins- þreps eldflaug var skotið upp í efri lög gufuhvolfs- ins 1G. júlí sl. í flauginni voru tveir hundar. Annar þeirra, Otvazhnaya, fór nú í fjórða skiptið upp í mikl'áhæð, en hinn, Zhem chuzhnaya, , fór sína fyrstu f/í í eldflaug. Þegar hundarnir losn- uðu út eftir að eldflaugin hafði lent, hlupu þeir um og önzuðu er á þá var kail að. Voru þeir báðir vel á sig komnir. Mýndin sýnir þær Ot- vazhnaya (til vinstri) og Zhemchuzhnaya, ásamt hvolpum sínum. iWWWIWWWWWitMMWW ■jf VEÐURKORT FYRIR ÞOTUFLUG Veðurkort með lýsingu á flugaðstæðum á svæðinu frá 6000 til 13 500 metra fá jörðu eru nú gefin út daglega af Veðurstofu Bandaríkjanna. Hún gefur út 43 slík veður- kort á sólarhring, svo að flug- félög geti skipulagt hálofta- flug flugvéla ,sinna, eins og t. d. þotanna, á flugleiðum bæði innanlands og utan. BREZK umferðaryfirvÖíd eru þessa dagana að reyna að fella úrskurð um, hvort þ?ð sé löglegt fyrir mann að „par- kera“ sér við stöðumæli ætlaS- an bifreiðum. Það er sonur rit- höfundarins H. G. Wells, sem er einn af aðalleikendunum í þessu brezka dxama. Málavexí- ir eru þessir: George P. Wells, prófessor í dýrafræði við Lundúnaháskóia var á leið til hádegisverðar í klúbb .sínum og sá bílastæði autt. — En rétt í því, að hann. ætlaði að ,,bakka“ bíl sínum inn x bilið við mælinn, sá hann mann standa á götunni fyrir fi'aman mælinn. Prófessorinn bað manninn flytja sig, svo að hann gæti parkerað. „Mér þykir það leitt", sagði maðurinn, „en ég hef parkerað hér“. „Þér getið ekki parkerað þarna“, svaraði Wells, „þér eruð maður, en ekki bífí". Maðurinn svaraði: „Mér er það Ijóst, en ég hef parkerað hérna þar til bi'óðir minn kemur með bílinn“. Wells lét sér fátt um finn- ast og „parkeraði“, þrátt fyrir mótmæli mannsins. Og hver er svo niðurstaðan? Félag bifreiðaeigenda telur ekkert á móti því, að maður geti tekið frá bílsstæði, en er þó þeirrar skoðunar, að ekki mundi duga, að allir gerðu það. Borgarstjórnin í Westminster segist ráða yfir stöðumælunum óg alls ekki fallast á, að neinn hafi rétt til að taka frá bí3s- stæði. Flutningamálaráðuneyt- ið veit ekkert hvað gera skal, þar eð enginn lagabókstafur virðist ná til slikra tilfella. — Og þar við situr. Faðir Wells prófessors skrif- aði ,,Tímavélina“. ASKA A BOTNI KYRRAHAFS Við hafrannsóknir, semi framkvæmdar voru í sam- bandi við alþjóða jarðeðlis- fræðiárið fannst lag af ómeng aðri hvítri ösku á botni Kyrra hafs. Telja vísindanÝnn við Kólumbíuháskóla í New York hugsanlegt, að það hafi mynd- azt við árekstur milli jarðar- innar o ghalastjörnu fyrir æv,a löngu. Öskulag þetta hylur stóran hluta af hafsbotninum á austanverðu Kyrrahafi, norðan og sunnan miðbaugs. Gefur MAÐUR „parfcerað" sér Sódavatn í plastflöskum ÖLGERÐIN í Sandefjord í Noregi hóf nýlega framleiðslu á sódavatni í plastflöskum. Fyrri framleiðsla. á plastpok- um lenti í 90% skatti og verk- smiðjan sneri sér því að plast- flöskum. Ölgerðin hafði lengi gert tilraunir í þessa átt og komu fyrstu flöskurnar á markað- inn í síðustu viku. Hinar nýju plastflöskur eru nákvæmlega helmingi minni fyrirferðar en venjulegar flöskur, en innihaldið sama. Ástæðan er sú, að glerið er þyngra og tekur mjög mikið, óreglulegt pláss. Dreifing hinnar nýju framleiðslu er því miklum mun auðveldari. MENN muna eftir hinum fræga Calouste Gulbenkian, einum ríkasta manni heims, sem kallaður var „Hr. 5%“ og dór fyrir nokkrum árum. Var hann talinn taka 5% af öllum helztu olíufélögum heims. Til- tölulega lít(ð‘ héfur verið vitað um Gulbenkian, en nýlega var sjónvarpað viðtali við son hans, Nubar Gulbenkian, sem varpaði nokkru ljósi á þennan ofsaríka mann. Nubar leiðrétti nokkurn misskilning um uppruna auð- æfa föður síns. Hann kvað það ekki rétt, að faðir sinn hefði tekið 5% af gróða hvers olíu- félags í Austurlöndum nær. Sannleikurinn væri sá, að fað- ir sinn hefði snemma steypt sér út í kapphlaupið um rétt- indi til að vinna olíu í þessum heimshluta, en hefði endað sem eigandi 5% af venjuleg- um hlutabréfum í nokkrum af stærstu fyrirtækjum heims. „Þegar. hann byrjaði“, sagði sonui’inn, „átti faðir minn 40% í félögum þeim, sem nú heita BP, Shell o.s.frv. Síðan fór hann ofan í 25%, síðan 20% og loks 5%. En allan tím- an hætti hann fé sínu, eins og hver annar hlutafjáreigandi og gat ýmist grætt eða tapað.“ Um heimilislífið sagði Nub- ar Gulbenkian, að þar hefði ríkt amerískt föðurveldi. Fað- irinn veitti konu, börnum og þjónustufólki ríkulega umönn un og fé, á meðan orð hans voru lög. Það>væri ekkert und- arlegt við það, þótt gamli mað urinn hafi leitað nokkurra skemmtana utan' heimilisins að næturlagi. „Þið verðið að muna“, sagði han, að við vor- um amerísk fjölskylda, orient- al-fjölskylda. Jafvel í Frakk- landi í dag er það ekki talið einkennilegt, þótt maður leiti sér skemmtana, svo framar- lega sem heimilinu er haldið saman“. Hann ræddi einnig um fræg asta rifrildi sitt við föður sinn. Það var út af kjúklingi. Nub- ar var að störfum í skrifstofu fjölskyldunnar og komst ekki út til hádegisverðar. Hann lét • • © • ALÞJÓÐA lögfræðinga- nefndin hefur birt bráða- birgðaskýrslu um framkomu Kína gagnvart Tíbet. Skýrsl- an byggist á opinberum skjöl- um og fjölmörgum vitnisburð- um Tíbeta, sem flúið hafa frá Tíbet á síðustu mánuðum. Nefndin fellir harðan dóm yfir stjórnarathöfnum kínverskra kommúnista og krefst þess, að Tíbet-málið verði tekið til rannsóknar af Sameinuðu þjóðunum. Alþjóða lögfræðinganefndin er skipuð mikils metnum lög- fræðingum frá mörgum lönd- um. Meðal meðlima nefndar- innar er Sir Hartley Schaw- cross, sem var aðalákærandi Breta í Núrnberg-réttarhöld- unum yfir þýzku nazistaleið- togunum. Tveir Norðurlanda- búar eru í nefndinni: prófess- or í réttarreglum í Uppsala, Henrik Munktell, og fyrrver- andi dómsmálaráðherra Dan- merkur, Per Federspiel. Sá, sem hefur haft meginverkið að vinna við skýrsluna, er rit- ari indversku deildar nefndar- innar, Purshottam Trikamdas, hæstaréttarlögmaður, sem á sínum tíma var einn af for- ingjum indverskra jafnaðar- manna. Lögfræðinganefndin er ráðgefandi aðili meðal Sam einuðu þjóðanna. Og það eru áreiðanlega margir af fremstu stjórnmálamönnum heims, sem gjarnan vilja að Samein- uðu þjóðirnar reyni að sker- ast í leikinn á éinn eða annan hátt til hjálpar tíbezku þjóð- inni. En reikna verður með því, að k-ínverska stjórnin vísi á bug sérhverjum „afskiptum af innri málefnum Kínverja". Kína lítur nefnilega á Tíbet sem hluta- af kínverska alþýðu lýðveldinu. Það er að vísu rétt, að Kínverjar hafa, löngu áður en kommúnistar komust til valda, gert kröfu til yfir- ráða yfir TíbeV í maí-mánuði 1951 voru Tíbetar neyddir til að gerast aðilar að svonefnd- um „Samningi um friðsam- lega frelsun Tíbet“. í þessu plaggi var landinu að vísu heitið því, að sjálfræði þess yrði tryggt, en átti þó að telj- ast hluti af umráðasvæði kín- versku ríkisstjórnarinnar. Rík isstjórn Tíbet hafði árið áður árangurslaust skotið málinu til Sameinuðu þjóðanna, af því að kínverskar hersveitir voru sendar til Tíbet til að „frelsa“ landið. Fyrir þann tíma, — árin 1912 til 1950 —, var Tíbet í rauninni land, sem stjórnaði sér sjálft. Nú í dag er ekkert eftir af þessu þjóð- lega frelsi. Alþjóða lögfræð- inganefndin lýsir kínversku stjórninni sem „verstu mynd af nýlenduveldi og heimsveld- isstefnu“. Það er þung ákæra á hendur því ríki í Asíu, sem gjarnan vill láta líta á sig sem aðalandstæðing „vestrænnar heimsvaldastefnu". Ríkis- stjói'n Kína getur að sjálf- sögðu leitt hjá sér ákæru nefndarinnar og staðhæft, að hún sé einungis „auðvalds- áróður". En kínverskir kom- múnistar ættu að gera sér ljóst, að nefndin er sjálfstaeð stofnun, sem m.a. hefur líka gagnrýnt harðlega kynþátta- ofsóknirnar í Suður-Afríku. Ef Kína-stjórn telur, að skýrsl an frá lögfræðinganefndinni sé ekki sannsöguleg, ætti hún, að láta rarmsaka Tíbet-má’Jið á annan hátt og m.a. gefa nefndinni fullt frelsi til að út- vega sér upplýsingar, sem eru nauðsynlegar til að skýra tiT hlítar örlög tíbezku þjóðar- innar. Tíbet er langt í burtu. En það er fjallaland eins cg Noregur og íbúafjöldinn svip- aður. Einu sinni var Noregur líka undir erlendri yfirstjórn. Það frelsi, sem við öðluðumst síðar, lítum við á sem okkar dýrmætustu eign. Þess vegna megum við ekki gleyma TíbetV I.S. Alþýðublaðið — 2. ágúst 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.