Alþýðublaðið - 02.08.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 02.08.1959, Blaðsíða 10
MINNINGARORÐ: Þorifeinn Johnson, bók- sali í Vestmannaeyfu ÞEGAR mér barst til eyrna sú fregn, að minn gamli góði kunningi, Þorsteinn Johnson, bóksali og kaupmaður í Vest- mannaeyjum, væri látinn, kom mér bað mjög á óvart, og svo mun einnig um aðra. Tiltölu- lega fáum dögum áður, hafði fundum okkar borið saman á förnum vegi, og gat ég bá ekki merkt annað en sá lífsþróttur, sem einkennt hafði þennan mann og mikla persónuleika, allt frá því ég fyrst man eftir honum, væri enn óbilaður. En önnur varð raunin á afdrifum hans. Hann lagðist til upp- skurðar á sjúkrahús í Reykja- vík og lézt þar daginn eftir. Þorsteinn var fæddur hinn 10. ágúst 1884 að Eyvindar- holti, sonur hjónanna Karólínu Jónsdóttur og Jóns Sighvats- sonar. Þriggja ára að aldri flutti hann með foreldrum sín- um til Vestmannaeyja og átti lengi ævi heima í á þess tíma sérkennilega fögru og sérstæðu húsi, er Jónsborg heitir. Rak faðir hans þar bókaverzlun og mun Þorsteinn þar hafa kynnzt þeim verzlunarhætti, er síðar átti eftir að verða annar af tveim aðalþáttum lífsstarfs hans. Svo sem titt var með ungl- inga í Vestmannaeyjum, á þeim tíma, og er raunar enn, hóf Þorsteinn ungur að árum að stunda sjó\nennsku. Réri hann þá margar vertíðir á sexæring þeim, er' ísak nefndist og hef- ur um langan tíma verið þekkt ur meðal beirra, er kynnt hafa sér sögu árabátatímabilsins. Var þáð undir stjórn Þorsteins Jónssonar, hins kunna og dug- mikla útvegsbónda í Laufási í Vestmannaeyjum og síðar sagn ritai'a um útgerðarsögu Eyj- anna. Þeir félagar eignuðust á- samt fleirum, vélbátinn Unni, fyrsta vélbátinn er hóf sjóróðra frá Vestmannaeyjum. Var það árið 1906. Markaði þetta fram- tak tímamót í útgerðarsögu Eyjanna. Tók Þorsteinn að sér vélstjórn á bátnum, eftir að hafa um skamma hríð numið meðferð véla. Var hann þannig fyrsti vélstjóri á vélbát í Vest- mannaeyjum. Áhugi Þorsteins beindist þó ekki fyrst og fremst að sjó- mennsku, eins og svo margra unglinga í Vestmannaeyjum, heldur stóð hugur hans til verzl unarstarfa. Hefur hann eflaust að einhverju leyti mótast af þeirri aðstöðu, er hann átti við að búa að miklu, í föðurhúsum, í Jónsborg. Þegar, Þorsteinn var 23 ára gamall sigldi hann til verzlun- arnáms í Danmörku. Síðar lá leið hans til Englands sömu er- inda, og mun, eftir því sem ég bezt veit, hafa aflað sér hald- góðrar þekkingar í þessum efn- um meðan hann dvaldist utan. Starfaði hann árum saman er- lendis á þeim vettvangi, en þrá hans til fósturjarðarinnar, fannhvítra jökla, dimmblás haf og flosgrænna fjalla und heið- bláum norðlægum himni, dró hann að lokum heim á ný. Hug- ur hans var samofinn Vest- mannaeyjum, þeim Eyjum, er fóstrað höfðu hann frá bernsku. Eftir heimkomuna hóf hann rekstur skóverzlunar, er frá upphafi var rekin af meiri sam vizkusemi og árvekni en tí-tt er, enda var Þorsteinn óvenju samvizkusamur maður í öllu sinu lífi og starfi. Síðar tók hann einnig við bókaverzlun föður síns og rak þá jafnframt nokkra bókaútgáfu. Þá varð hann og fyrstur manna til að hefja rekstur kvikmyndahúss í Vestmannaeyjum, fyrst í gamla Goodtemplarahúsinu, en síðar í eigin húsi er hann byggði fyrir þá starfsemi. Um skeið rak Þorsteinn einnig út- gerð, svo og fiskkaup og verzl- un með fisk, en heppnaðist ekki fremur en svo mörgum öðrum á heimskreppuárunum. Þorsteinn dáðist mjög að fegurð Vestmannaeyja, þessari ólýsanlega undrafjölbreyttu og fjölskrúðugu ná.ttúrufegurð, jafnt í geislandi skini hásum- arsólar, — þess árstíma er ekki gætir neins dags og lognkyrrar nætur, sem og í hrikaleik vetr- arins, meðan dagur er stuttur og þungbúinn, næturnar lang- ar og myrkar og vindar gnauða við fjöll og strönd. Slík ægi- fegurð fer ekki fram hjá aug- um sjáanda, enda þótt hann sé samofinn henni frá bernsku. Svo var líka með Þorstein. Flesta morgna var hann búinn að ganga eitthvað um eyjuna sína, jafnvel áður en árrisul- ustu menn risu úr rekkju, og hygg ég að hann muni hafa átt þar fleiri spor en flestir, ef ekki allir samferðamenn sínir. Allt til síðustu stundar var hann búinn að líta fegurð eyj- anna áður en dagsverkið hófst. Þorsteinn var mikill áhuga- maður um ferðalög og var einn þeirra, er höfðu forystu um stofnun Ferðafélags Vest- mannaeyja og var síðan lífið og sálin í því félagi. Þorsteinn var afburða traust ur og samvizkusamur maður, hreinlyndur og skemmtilegur, gestrisinn og vinfastur. Hann var enn frísklegur og mjög léttur á fæti, enda þótt árin væru þegar tekin að færast yf- ir. Hygg ég, að með fráfalli hans missi Vestmannaeyjar á- kveðinn svip, þá er létt fóta- tak hans á fagurri mprgun- stund er hljóðnað. J. St. L. Kvennasamfök Framhald af 3. síðu. inn telur að sjálfboðaliðsstarf kvenna geri mest gagn í landi hans. Síðan eru lagðar fram nokkrar spurningar, sem hafa skal í huga, en ekki er nauð- synlegt að fjalla um þær allar. Þær fara hér á eftir: , 1. Hvaða knýjandi vanda- málum standa konur í yðar landi helzt andspænis? Hvaða verkefni þarf að vinna fyrst? Hvaða undirbúningur er á döf- inni eða ætti að vera til það, tjl að koma því í kring? Hver gæti hafið slíkan undirbúning og hvernig helzt? 2. Hvernig eiga konur helzt að skipuleggja störf sín til að gera sem mest gagn? Eiga þær að starfa í stórum félögum, sem teygja greinar sínar víðs vegar um landið? Eða í mörg- um sjálfstæðum félögum? Eða á annan hátt? 3. Hvernig er hægt að vekja áhuga nægilega margra kvenna á því, sem gera þarf? Bera fáar konur í landi yðar megnið af störfunum? Hvað er gert til þess að fá fleiri ungar konur með? 4. Hverja teljið þér mestu veikleika eða mesta styrk kvennasamtakanna í landi yðar? Hvað er hægt að gera til að bæta þau? 5. Hvaða menntun og þjálf- un þurfa konur í landi yðar að hafa til að geta betur leyst af hendi sjálfboðavinnu? Hvernig er hægt að veita þeim slíka þjálfun? Ritgerðin má ekki vera lengri en 5000 orð og verður að vera póstlögð fyrir 1. sept- ember næstkomandi. Utanáskrift nefndarinnar er: Committee of Correspondence 345 East 46th Street New York 17, N.Y. Nánari upplýsingar gefur Sigríður J. Magnússon, for- maður Kvenréttindafélags ís- lands, sími 12398. Aðalfundur Félags löggilfra raf- virkjameistara nýlega haldinn * úraníumeldsneyti Fjörutíu og fimm hundruð- ustu hlutar úr kg af úraníum- málmi eru 16,4 cm2. Þetta úraníummagn getur framleitt sama orkumagn og 1 350 000 kg af kolum, en sú orka nægir til þess að fullnægja rafmagns þörfum meðalstórs heimilis í níu þúsund ár. íslenzkt - ísraelskt félag stofnaö í Tel-Aviv HINN 23. júlí var stofnað j forseti ísraelsk-ameríska fé- íslenzkt-ísraelskt félag í Tel-' lagsins, hr. H. Perutz, forstjóri Aviv fyrir forgöngu aðalræðis-1 spunaverksmiðjanna „Ader manns íslands þar í borg, hr. Fritz Naschitz. Var hann kjör- inn varaformaður félagsins, en formaður var kjörinn dr. E. Lehman, aðalforstjóri þjóð- banka ísraels, Bank Leumi Le Isi'ael. Aðrir stjórnarmeðlimir eru dr. Y. Burg, fyrrum ráð- herra, hr. Meir Grossman, for- stjóri Jewish Agency, dr. Chaim Yahil, fyrrum sendi- herra á íslandi, próf. M. Mar- cus, skurðlæknir, dr. E. Neben- zahl, aðalræðismaður Svía, hr. Z. Isacson, formaður búnaðar- sambands ísraels, hr. H. Susz, eth“, dr. K. Moosberg, forstjóri Nehustan-félagsins og kunnur listasafnari, og dr. B. Weinert, forstjóri Swissair. Félagið hyggst beita sér fyr- ir menningarsamskiptum milli ísraels og íslands, m. a. með því að sýna eftirmyndir ís- lenzkra listaverka og íslenzkar kvikmyndir, svo og með fyrir- lestrum um ísland. Á stofnfundinum kom fram mikill áhugi á auknu menn- ingarsamstarfi og verzlunarvið skiptum milli landanna. N-LEGA er lokið aðalfundi Félags löggiltra rafvirkjameist ara í Reykjavík. Formaður, Árni Brynjólfsson flutti ítarlega skýrslu um störf stjórnar félagsins á liðnu starfs ári. Hafa verið haldnir sjö fé- lagsfundir á árinu og tuttugu og sjö stjórnarfundir, Eru fé- lagar nú 60 talsins. Áhugi hefur verið á því inn- an féla/jsins að festa kaup á húsi fyrir félagið, en úr því hefur þó ekki orðið til þessa. Stjórn F.L.R.R. hefur mjög beitt sér fyrir því að reyna að fá lagfært misrétti það,, er nú er á álagningu söluskatts á efn- issölu. Hefur málaleitan þessi fengið góðan undirtektir í fjár málaráðuneytinu, en ekki hlot ið afgreiðslu enn þá. VERKLEG KENNSLA. Það má teljast stórt spor til aukinnar menntunar iðnnema að nú í vetur tók iðnskólinn upp verklega kennslu, sem fast an lið í kennslu rafvirkjanema. Sú aðstaða er rafvirkjar hafa fengið við iðnskólann til verk- legrar kennslu og þau tæki er FLRR hefur aflað skólanum hafa gert þetta kleift. Þá er það orðinn fastur liður í kennslunni að formaður próf- nefndar æfir nemendu í afteng ingum og ýmsum tengingum lagna. Samkvæmt ósk stjórnar- innar hefur verið tekinn upp sá háttur við skólann að fulltrúi félagsins flytur erindi og ræðir við nema þá er ljúka eiga prófi hverju sinni. Ræðir hann um umgengni á verkstæðum og brýnir fyrir þeim góðar um- gengnisvenjur. NÁMSKEIÐ í MEÐFERÐ OLÍUKYNDINIGARTÆKJA. Þá hefur Iðnskólinn fyrir for göngu FLRR og aðstoð olíufé- laganna verið haldin 2 nám- skeið í meðferð og viðgerðum olíukyndingartækja og sóttu þau 60 nemendur. Á síðastliðnu ári flutti félag- ið skrifstofu sína í húsakynni Meistarasambands bygginga- manna í Þórshamri. Aðal áhugamál félagsins má segja, að hafi um langan tí/na verið að fá samþykktar þreyt- ingr á löggildingarskyldum raf virkjameistara í Reykjavík. — Hefur verið unnið að fnáli þessu árum saman, en ekki hefur það fengið endanlega afgreiðslu enn þá, en væntanlega mun þess skammt að bíða. Norska rafvirkjameistarasam bandið bauð FLRR að senda fulltrúa á // ára afmælismót sambandsins, sem haldið var í Oslo í júní s. 1. og sótti Sigur- oddur Magnússon, rafvirkja- meistari, mótið af hálfu FLRR. Lagðir voru fram endurskoð- aðir reikningar félagsins og voru þeir samþykktir. Kjó«a átti einn mann í að- alstjórn félagsins og hlaut kosn ingu Vilberg Guðmundsson. í varastjórn voru kjörnir: Siguroddur Magnússon og Ólaf- ur Jensen og á bar einnig sæti Finnur B. Kristjánsson. Aðalstjórn félagsins skipa nu: Árni Brynjólfsson, formaður; Johan Rönning gjaldkeri og Vil berg Guðmundsson, ritari. FYRIR skömmu var brotizt inn í verzlunina Goðaborg, Laiigavegi 27. Var innbrotið framið að nóttu til og stolið úr sýningarglugga tvíhleyptri haglabyssu, einni startbyssu og þrem sjónaukum. Til þess að komast inn í verzlunina hafði þjófurinn brotið rúðu. Lögreglan hefur enn einskis orðið vísari um, hver hafi verið hér á ferð. ÚXBREIDIÐ ALÞYÐUBLAÐH)! PÆG ILEGlli liíreliasalan ©g Selgan noélfssfræfi 9 Sírai 19092 og 1806« KynniS yður hið stóra úr val sem við höfum af alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. Bifrefðasalaa tngólfssSræfi f WUS0 og leigan Sími 19092 og 18968 |_0 2. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.