Alþýðublaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 6
•> s s s s s s s s s s s s s s s s s S s s s s s s S s s s s s s s s s nm NÝGIFT HJÓN, — herra og frú Minisom í Miami í Florida hafa nýverið lokið sínura 14 hveitibrauðsdögum í loftvarnarbyrgi, — sem er fjóra metra í jörð niður. Þau and- varpa feginsamlega að lokinni þrekrauninni, því að þau gerðu þetta ekki af sporti einu saman eða löngun til þess að vekja á sér at- hygli. Þau gerðu þetta fyrir peninga að sjálf- sögðu. Fyrirtæki, sem framleiðir loftvarnar- byrgi fyrir fólk í heimahúsum, — fékk þau til þess arna í auglýsingaskyni. — Auk álitlegra peninga summu fá brúðhjónin 14 daga ókeypis skemmtiferð — til þess að endurtaka hveitibrauðsdagana. GUÐIR Indverja geta sumir hverjir tekið á sig uggvænlegar myndir. — Ó- hugnanlegust af öllum er þó Kali, gyðja tortímingar- innar. 30 milljónir manna trúa enn þá á hana og íil- biðja hana. Útlit hennar á að vera í stuttu máli þannig (sjá einnig meðfylgjandi mynd): Hún er með rauð, gneist- andi augu. Hún hefur tennur^ sem eru einna líkastar tönnum í höggormi. Hún hefur fjórar hendur. í einni heldur hún á sverði, en annarri á mannshöfði og lætur blóð drjúpa í skál, — sem hún heldur á í neðri hendinni hægra megin. Bretar héldu, ■ að þeir hefðu útrýmt öllum átrún- aði á þessa óhugnanlega gyðju, áður en þeir yfirgáfu Indland. En í síðustu viku komust þeir að raun um hið gagnstæða. Fyrir réttinn í Bombay var nýlega leiddur Vallabh- das Shamdas, ákafur læri- sveinn Kali og hann skýrði svo frá, að gyðjan hafi birzt honum og skipað honum að drepa 125 manns. Að laun- um skyldi hann verða ó- dauðlegur. Shamdas segist í fyrstu hafa orðið skelkaður, er Kali birtist honum, — en síðar hafi hann komist að þeirri niðurstöðu, að ekki væri um annað að ræða en sitja og standa eins og hún vildi. Hann hóf því þegar þetta umfangsmikla starf — og var búinn að drepa fjórtán manns, þegar hann var hand tekinn. Morð sín framdi hann á hinn ógeðslegasta hátt — og lét fáeina dropa falla í skál úr hinum látnu, sem hann fór síðan með til hofsins. Þar smurði hann styttu Kalis með blóðinu. Hann^ var að sjálfsögðu sekur fundinn og dæmdur til hengingar. Fyrir aftök- una var hann hinn rólegasti og tríðasta ósk hans var að fá bolla af sterku kaffi. — Hann dó með bros á vör og síðustu orð hans voru: — Ég vil láta hengja mig strax, svo að ég geti endur- fæðzt eins fljót og mögulegt er. Endurfæðingin mun nefnilega gera mér kleift að fullgera það verk, sem Kali fól mér. Ég á 111 eftir. Launaði fyrir APARNIR láta - sér hæða, eins og i andi saga sýnir: Á eldflaugastöð forníu höfðu vísindí hyggju að nota apa að reyna, hver áhr hraði hefðj á hanr var spenntur í sérlej inn vagn, sem. að sj: var hlaðinn al.ls kon um og mælum. Áðu: artækið lagði af st apanum gefinn bans tetrið var rétt í þanr að byrja að gæða sér inum, þegar farartæ af stað og hraðinn \ ur, að bananinn framan í apann. — Næsta dag átti ; sömu tilraun aftui vísindamannanna r anum banana, — e: var fljótur að taka > um og klessa honum í gefandinn. — 1—: ★ ☆ KALI, gyðja tortímingarinnar. Hún á sér enn tilbiðjend ur, eins og sannaðist á Vallobhdas Shamdas. Hin óhugn- anlega gyðja birtist honum og skipaði honum að fórna sér 125 manns. Hann var búinn að myrða 14, þegar hann var handtekinn, og vildi láta hengja sig fljótt til þess að geta endurfæðzt og lokið við það verk, sem Kali ætl- aði honum! ^ SAGT ER, að p allra prófessora essorinn, sem skj uppgötvaði, að han gleymt úrinu sínu hi tók það upp úr vass þess að athuga, hvo hefði tíma til þéss heim og sækja það. ÚTSALA: Þegar verðið er lækkað svo mikið, að þú hefðir ráð á að kaupa á einhverjum öðrum árs- tíma! ☆ + GAGNRÝNAND-I: Sá, sem getur fundið veika punkta í meistaraverkum! Hefur ekki sofið dúr 140 ár ÓSKAR Eriksson ásamt fjölmörgum glösum með öllum tegundum af svefnpillum, sem öll hafa það sameigin- legt að verka ekki á gamla manninn. Og honum stend- ur hjartanlega á sama. Hann ér kominn á þá skoðun, að það sé bölvuð vitleysa að vera að sofa. EF ÞÚ hefur ekki sofið síðastliðna nótt, — þá er þér kannski örlítil huggun í að heyra söguna af Óskari Eriksson, frá Eskiltuna í Svíþjóð. Hann er 73 ára gamall og honum hefúr ekki komið dúr á auga í 40 ár. Á hverju kvöldi undanfar in 40 ár hefur hann gengið til hvílu sinnar eins og ann- að fólk. En hann. hefur ekki isofið. Hann hefur aðeins legið í rúminu, horft upp í loftið á herberginu sínu og hlustað á kyrrð næturinnar. Hann les ekki, af því að þá verður hann þreyttur í augunum. Hann liggur bara í sínu rúmi frá því skömmu fyrir miðnætti og þar til fyrsta morgunblaðið kemur. Þá fer hann á fætur — og nýr dagur hefst. Eriksson lét af störfum fyrir fáum árum, en allt sitt líf hefur hann unnið landbúnaðarstörf. — Húsbændum mínum líkaði ágætlega við mig, seg- ir hann. Ég þurfti ekkert að sofa svó að ég vann í raun og veru á við tvo menn. Svefnleysi Oskars hófst upp úr veikindum 1919. — Hann var mjög hættulega veikur og veikindin höfðu áhrif á svefnstöðina í heila hans. Svefnpillur komu ekki að neinu gagni og lækn arnir gátu ekki fundið nein ráð til þess að lækna svefn- leysið. Árið 1936 vaknaði hann í miðjum botnlanga- skurði, af því að læknarnir gátu ekki svæft hann nógu fast. Nýlega var verið að blaða í gömlum skýrslum og þá rakst læknir nokkur á skýrsluna um Óskar, sem þjáðist af svefnleysi og hafði ekki komið dur á augu svo langt, sem skýrslan náði — Lækninn langaði að vita — hvernig þessu hefði lykt- að með svefnleysið^ og setti sig í samband við Óskar. — Það er hægt að ímynda sér, hvernig lækninum varð við, þegar Óskar sagði honum, að hann hefði ekki sofið svo mikið sem hænublund í 40 ár. Læknirinn bauðst til þess að gera tilraun til þess að lækna svefnleysið. En Óskar hafði engan áhuga á því. — Þeir mega svo sem segja, hvað sem þeir skilja, segja, hvað sem þeir vilja, mér betur en Tarzan. Ég er nú kominn á þá skoðun, að það sé bölvuð vitleysa að vera að sofa. Það þarf bara dálitla þjálfun og sjálfsaga til þe.^að losa sig við svefn inn. Ég er sannfærður um, að enginn þurfi í raun og veru að sofa. Þetta er bara Illll Illllllllllllll l Krúsi í = DANIR vo = I [ um vonsvikr = | v. Krústjov af S í ' % ” ■ 'Sflil j sinni til Nor E ; Hér á eftir b = i WwHI bréf frá leser 1 tiken, skömr að fréttin ba: 1 ! ilmtlmm-- \ ■ ■ ■> Æx&' "• .s = j „Það var | af Krússa a I förinni til I “ j ur af ótta vii | | yrði ekki | sveitasæla c = I söngur. Kan 5 ] ur hann fré1 5 ameríska ,,ei = Cola fáist n iii iiiiiiiiiui ii iii iii iii iii iiiniiii iii imiiiimiiiiiiiiiiiiiíiiiiimiuiiiiiiiiii iii ii iiii iii 111111111111 FRANZ TÝNDI GIMSTEINNINN ÞJÓNNINN skilur á auga bragði hvernig í öllu liggur. Frans kemur ekki auga á hann, af því að hann snýr bakinu í dyrnar. Anna verð ur hins vegar vör \ uría agj rekur upp óp. Þá æðir þjónnin gólfið. Borði með og glösum er velt o taki seinna lenda þ avani. Þannig farast Óskari Er- iksson orð, og staðreyndin um hann er eins og fyrr hef- ur komið fram: Hann hefur ekki sofið í fjörutíu ár og samt sem áður verður hon- um alö^ei misdægurt. Hann er hress og glaður og lítur prýðilega út, eins og næð- fylgjandi mynd sýnir. Hið eina, sem hann sakn- ar í sínu lífi er, —- að hann skyldi ekki gerast nætur- vörður! 0 7. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.