Alþýðublaðið - 09.08.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.08.1959, Blaðsíða 1
 WMMMMMMWMMWWIWWWM 40. árg. — Sunnudagur 9. ágúst 1959 — 167. tbl. Talið. að kjördæmabreytingin verði endanlega samþykkt á þriðjudag ALLIR stjórnmálaflokkarn- ir eru nú byrjaðir að undir- búa framboð sín í haustkosn- ingum, og hefur það ekki far- ið framhjá almenningi, að boð að er til margra funda í flokks félögum þessar vikurnar, þrátt fyrir sumarleyfi og annir. Ekki verður betur séð, þrátt fyrir mjög takmarkaðar upp- lýsingar frá flokkunum, en þeir 3áti flokksfólkið kjósa sér héraðsnefndir fyrir livert 55 liinna nýju kjördæma til að ákveða framboðin, og virðist sú hrakspá Framsóknar, að flokksstjórnir í Reykjavík muni ráða öllum framboðum, ekki ætla að rætast. Búizt er við að kjördæma- breytingin verði endanlega samþykkt í efri deild á þriðju- dag. Stjórnarskrárnefnd deild arinnar afgreiddi málið á stutt um fundi á föstudag og hefur skilað áliti, og eru þá eftir tvær síðustu umræðurnar, sem búizt er við að standi á mánu- dag og þriðjudag. I síðustu ræðum sínum um kjördæmamálið hafa fram- sóknarmenn meðal annars haft áhyggjur af því, hvernig kom- ið verði fyrir 60 þingmönnum í húsakynni alþingis, sem byggð voru fyrir rúman helm- ing þess þingmannafjölda. Lagði Bernharð Stefánsson til í ræðu, að ef ekki kæmust fyr- ir borð og stólar fyrir alla, yrðu uppbótamennirnir látnir mætá afgangi! Kjördæmabreytingin hlýtur hús reist MARGIR Reykvíkingar stað næmjdust í Austurstræti í gær tii þess að virða fyrir sér rústir Bókaverzlunar Sigfús- ar Eymundssonár. Á tveim dögum hefur hús það, er verzlunin var í, gersamlega lioríið (neðri myndin). En á' sama tíma var á öðrum stað verið að reisa með mikluvn hraða liluta af sal væntan- legs háskólabíós, er leysa á . Tjarnarbíó af hólmi. Er hér um að ræða leiksviðið, sem steypt var upp með skriðmót um. Hið nýja kvikmyndahús mun rúma 1000 manns og verður stærsta samkomuhús á landinu (efri myndin). GEYSIR gaus háu og glæsi- legu gosi í fyrsta sinn í tvö ár í fyrradag. Var það Geysisnefnd in, er Iét bera 25 kg af sápu í liverinn. Nokkrir útlendingar voru staddir við Geysi, er hann gaus og urðu þeir mjög hrifnir af gosinu. Voru þarna m. a. nokkr ir Þjóðverjar á vegum Ferða- skrifstofu ríkisins. Geysir hef- ur naér ekkert gosið undanfar- ið. T. d. hefur hann ekkert gos- ið í sumar, ef undan er skilin ein smáskvetta, er kom úr hon- um í vor. í þetta skipti varð að bíða um tvær og hálfa klukkustund eftir gosinu frá því að sápan var borin í hverinn. ! fær vinninginn j n m m : DREGIÐ var í happdrættiá : Alþýðuflokksins 5. ágúst sl.» j Upxi kom númerið 14804. —■ j Vinningurinn er Chervrolet,; Imodel 1959. Sá harifingju-: ■ : sami er beðinn að snúa sér! j til skrif stofu Alþýðuflokks- j j ins, Alþýðuhúsinu. FUNDIR milli utanríkis- ráðherra Guðmundar í. Guð- mundssonar og ambassadors Bandaríkjanna, John J. Muc- cio, í tilefni af atburðinum við hlið Keflavíkurflugvallar á miðvikudagskvöld, hófust eftir hádegi á föstudag og var fundum haldið áfram í gær, en ekki lokið, þegar blaðið frétti síðast. Er litið mjög al- varlegum augum á atburð þennan, þar sem Bandaríkja- menn beittu flokki vopnaðra hermanna til að hindra lög- mæt og eðlileg gozlustörf ís- lenzlcu lögreglunnar. Þegar mál þetta var tekið til umræðu utan dagskrár í neðri deild alþingis á föstu- dag, og utanríkisráðherra var fjarstaddur, var hann í ráðu- neyti sínu að undirbúa fund- ina með bandarískum embætt- ismönnum um þetta sama niál, og hófust fundirnir skömmu eftir hádegið sama dag. Þegar blaðið leitaði fregna af málinu um hádegisbilið _í gær, var fundunum ekki lokið og kva.ðst utanríkisráðherrá ekki geta gefið frekari upplýs- ingar um gang málsins, fyrr en að þeim loknum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.