Alþýðublaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 1
40. árg. — Þriðjudagur 11. ágúst 1959 — 167. tbl. SAMKVÆMT skýrslu Fiski- félags Islands um aflann s. 1. laugardagskvöld var Víðir II. frá Garði þá orðinn aflahæstur af bátunum með 13.725 mál og tunnur. Faxaborgin úr Hafnar- firði kemur næst með 12.415 mál og tunnur, Heildaraflinn er nú orðinn 834.669 mál og tunnur. ll fyrrinótt var nokkur. afli út af Austfjörðum. tilkynningar um LANDANIR Á RAUFAR- HÖFN: Svánur SH, Öðlingur VE, Sæhrímnir, Faxaborg, Snæfell, Kristján, 150 mál 350 — 500 — 300 — 1000 — 400 — MMMHtmmMMUHtWMtM Jón Trausti, 800 Gylfi, 200 Bjarni Jóhannesson, 350 Sigurvon, 650 Helga T-H, 180 Ól. Magnússon KE, 550 Fjalar, 200 Gunnhildur, 350 Muninn II., 230 Trausti Í-S, 750 Páll Pálsson, 200 Síldarskýrslan ir. w UM ÞESSAR mundir dvelj- ast tveir íslenzkir stúdentar í Sakiet Sidi Jussef í Túnis. Eru þeir þarna ásamt stúdentum frá 66 öðrum löndum og vinna að því að byggja upp Sakiet en Frakkar lögðu það þorp í rúst- ir með loftárás. Alþýðublaðinu hefur borizt bréf frá öðrum íslenzku stúdentanna, Hirti Jónassyni, dags. 30. júlí s. 1. Hér fer á eftir kafli úr bréf- inu: , „Frakkar ætluðu að hindra okkur í að fara til Sakiet Sidi Jussef og sögðu þessar tiltekt- ir okkar áróður gegn þeim. Kom um svipað leyti til skæra rétt hjá Sakiet og sögðust í skoffæri við Frakka Frakkar enga ábyrgð taka á Því, að þeir skytu okkur ekki. Þrátt fyrir það erum við komn ir hingað til Sakiet og erum búnir a& vera hér í þrjá daga. Við erum alveg við landa- mæri Algier og í skotfæri við Frakka, aðeins ca. 500 m. yf- ir í herbúðir þeirra. Það virð- ist vera mikið herlið á báða hóga og er Túnisliðið við lát- lausar æfingar. Frakkar hafa lýst upp búðirnar hjá okkur með kastljósum á hverju kvöldi. Stundum heyrast frá þeim -skothvellir og eldglær- ingar sjást á kvöldin en ekki Framhald á 2. síðu. sagði nýi hershöfðinginn í út- varpsávarpi til varnarliðsins HINN nýi yfirmaður varnar- liðsins, Gilbert L. Pritchard, herforingji, ávairpaðii varnar- liðið í útvarpi þess á Keflavík- urflugvelli á laugardagskvöld og sagðist fyrst og fremst ætl- ast til bess af varnarliðsmönn- um', að þeir 'hlýði og fari eftir lögum lýðveldisins íslands. — Kvaðst hann hafa sérstakar á- hyggjur af því broti að aka und- ir áhrifum áfengis, og benti á, að hér á landi þyrfti minna til en í Bandaríkjunum að um brot sé að ræða í þeim efnum. Ræðu herforingjans var út- varpað tvisvar sinnum, kl. 7,15 og 11,15 á laugardagskvöld. Fer hún hér á eftir í íslenzkri þýð- ingu: . „Gott kvöld, herrar mínir og frúr í varnarliðinu. Þetta er Pritchard, hershöfðingi. Eins og mörg ykkar vita er ég nýkom- inn hingað sem yfirmaður varn arliðsins á íslandi. Ég hef ekki haft tækifæri til að hitta hvert ykkar persónulega; ég hlakka til þess tækifæris í náinni fram- tíð. Ástæðan tii þess, að ég kem fram í þessari sérstöku útvarps- sendingu í kvöld er sú, að ég vil benda hverju einstöku ykk- ar á, að ég mun fyrst og fremst ætlast til þess af ykkur, að þið hlýðið og farið eftir lögum lýð- veldisins íslands, eins og ráð er fyrir gert í íslenzk-banda- Pritchard ríska samningnum frá 1951. Ég er þess fullviss, að flest ykkar vita, að samningur þessi var Framhald af 2. siðu. Vestmannaeyjum í gær. FJÖLDI fólks bíður hér ferðar til lands. Þjóðhátíðargestir, sem áttu pantað flugfar heiim í gær og í dag, hafa beðið árang- urslaust eftir flugveðri, og all- margir fóru með bátum til Þorlákshafnar í dag og um 150 manns í gær. Helgi Helgason hefur verið í fólksflutningum milli Eyja og lands, auk hans Skaftfelling- ur, sem venjulega annast vöru- flutninga. Loks fóru einhverjir með mjólkurbátnum, sem kom í morgun. Voru langtum fleiri um boðið en far fengu. WHWVWWMMMMMWMHMMMWMHHWWWWMMMHHHM FÓLK FLÚÐI ÚR TJÖLDUNUM. í gær og í nótt var hér helli- rigning og flúði allt ferðafólk úr tjöldunum og.leitaði á náðir Eyjaskeggja. Brugðust flestir vel við og skutu skjólshúsi 'yf- ir fólkið og létu því í té mat, en ýmsir munu hafa verið búnir með nestið, sem farið var með að heiman. Engar flugferðir hafa verið eftir þjóðhátíðina, og enn eru um 500 manns hér í Eyjum, sem bíða ferðar heim. í dag: QVISI WMWWWVWWWHWWWWWWWWWWWWMWWWWWIWH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.