Alþýðublaðið - 11.08.1959, Síða 3

Alþýðublaðið - 11.08.1959, Síða 3
12 ára deilu Indverja og Pakistana lýímr mei samkomutagi LONDON, 10. ág. (Reuter). — Indverjar og Pakistanbúar hafa gert samkomulag um að skipta með sér vatninu í Indus vatna- kerfinu og hafa þannig bundið endi á deilu, sem hefur verið milli ríkianna í 12 ár. Sagði William Iliffe, varaforseti al- þjóðábankans, í dag, að samn- ingur yrði undirritaður snemma á næsta ári. Kvaðst hann ekki sjá fram á neitt, cr gæti spillt fyrir samkomulagi. í samkomulaginu er gert ráð fyrir endurnýjun áveitukerfis- íns úr Indus og þverám henn- ar, og verður það hið stærsta sinnar tegundar í heimi. Er kostnaður áætlaður um einn milljarður dollara. Iliffe skýrði frá því, að Bandaríkin, Kanada, Bretland, Ástralía, Nýja Sjá- 3and og Vestur-Þýzkaland hefðu öll látið í ljós áhuga á að veita fjárhagslegan stuðn- ing við verkið. Hann vonast til, 'að verkið geti hafizt snemrna á næsta ári. Alþjóðabankinn hefur í sjö ár reynt að koma á samkomu- lagi í deilunni um vatnið þarna og tókst forstjóra hans, Eugene Black, að komast niður á „ör- uggan grundvöll undir viðræð- ur um endanlegan samning“ í viðræðum sínum við forsvars- menn beggja ríkjanna fyrr á þessu ári. Iliffe hóf svo viðræð- ur í London við nefndir frá 'foáðum aðilum í S: 1. viku. Tillögur alþjóðabankans gera ráð fyrir, að Pakistan fái einkaafnot af þrem vestari án-1 um í kerfinu, en Tndverjar af hinum þrem að austanverðu. Eru Indverjar þegar byrjaðir að byggja stíflur, skurði og uppistöðu, er geta tekið við öllu vatninu í austari ánum þrem, þaðan sem Pakistanar hafa öldum saman fengið vatn. Telja Pakistanar, að það muni taka 10—15 ár að byggja tengi- skurði til að nota til fullnustu vatnið úr vesturánum þrem. Eftir því sem þessir skurðir eru teknir í notkun munu Ind- verjar svo taka til sín meira af vatninu úr austuránum. Um 30 milljónir ekra af bezta landbúnaðarlandi á Ind- landsskaga fá nú áveitu úr Indus og rúmlega 40 milljónir rnanna — næstum tíundi hluti samanlagðs fólksfjolda beggja ríkjanna — býr á Indus-slétt- um. I SUNNUDAGINN 9. ágúst um kl. 16 varð lítill drengur fyrir bifreið á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði, réít við húsið nr. 32, Hér var um að ræða 2ká árs dreng. Meiddist. hann ekki mikið, en skrámaðist þó eitt- hvað á höfði. Bifreiðastjórinn er beðinn að hafa samband við lögregl- una í Hafnarfirði. SAMNEUA, 10. ág. (Reuter). — Her Laos hóf í dag stórfellda flutninga með flugvélum til þessa fjöllótta norðurhéráðs til þess að styrkja her stjórnarinn ar í því verkefni sínu að hrinda árás uppreisnarmanna við landamæri hins kommvinist- íska Norður-Viet-Nam. Flugu Dakotavélar allan liðlangan daginn til og frá þessari höfuð- foorg norðurhéraða Laos. Yfirmaður hersins í Laos sagði fréttamanni í dag, að her hans hefði tekið aftur fjögur fjarlæg virki, sem uppreisnar- inenn náou í fyrstu innrás ísinni frá Norður Niet-Nam fyr- ir mánaðamót Kvaðst hann þess fullviss, að þessi borg væri ekki 1 neinni hæ.ttu af þeim þrem herfylkjum kommúnist- ískra uppreisnarmanna, sem koma yfir landamærin um 75 [km héðan. En hann hélt því fram, að Norður Viet-Nam væri að safna liði við landamærin og hefði nú um fjögur herfylki þar. Hann býst við, að uppreisnar- tnenn muni reyna nýja árás í lok regntímabilsins eftir þrjá inánuði. Hann kvað uppreisn- armenn hafa minni mat en Btjórnarliðið núna. Konur og börn opinberra Btarfsmanna og hermanna voru flutt suður á bóginn í hinum tómu flugvélum- islandi 104 ára SÍÐASTLIDINN sunnudag varð Kristján Jóhann Jónsson í Lambanesi í Fljótum 104 ára. Hann mún vera elzti maður á landinu. Kristján er fæddur á Brúna- stöðum í Fljótum og hefur bú- ið allan sinn búskap á þremur jörðum í Skagafirði. Hann var kvæntur Sigurlaugu Sæmunds- dóttur og áttu þau tólf börn. Kristján á nú á annað hundr- að afkomendur Síðastliðin þrjú og hálft ár hefur hann verið rúmliggjandi, en' enn fylgist hann vel með öllu bæði búskap og landsmál- um. Hafnarfirði í gær. f GÆR landaði Ágúst 255 tonnum af karfa hér í Hafn- arfirði, en brögð voru að því, að svartir blettir væru í flök- unum, þótt karfinn væri fersk- ur og góður að öðru leyti. Röðull landaði hér í dag 300 t. af karfa, og Selfoss lestaði frystum karfaflökum. •fBÉini í stuttu máli: ■ýí MOSKVA: Milljónasti Rúss inn heimsótti í dag bandarísku sýninguna í Moskva, sem stað- ið hefur í 17 daga, •jf LONDON: Versta vatnsveð- ur, sem komið hefur í Eng- landi í manna minnum, gekk í dag yfir suðurströnd Eng- lands. Tveggja og hálfrar tommu rigning féll á klukku- tíma í Cornwall. spyrnu, 5, fíokki ÍSLANDSMÓT í knattspyrnu 5. fl. hófst í Keflavík á laugar- daginn. Mótið hófst með leik milli Keflavíkur og Víkings. Sigruðu Keflvíkingar með 3 mörkum gegn engu. Þá Iéku KR—Hafnarfjörður. Sigraði KR 4:0. Mótið heldur áfram í kvöld. með leik milli Keflvíkinga og KR kl. 8 og Víkings og Hafn- firðinga kl. 9. ALÞYÐUBLAÐIÐ skýrði nýlega frá því, að dýr eitt hefði gert mikinn usla í hænsnabúi Óskars K. Þórðarsonar í Háfnarfirði. Þykjast menn vissir um, að hér sé um tófu að ræða. Var legið fyrir henni í 8 daga við hænsnahúið, En á 9. degi, þegar hlé varð á vörzlunni, brá svo við, að tófan drap tvo andarunga en Óskar hefur þarna einn ig endur og gæsir. Er nú rí^ynt að handsama tóf- una. Eyjar í gærkvöldi var haldinn dansleikur hér í samkomuhús- inu. Er það jafnan fastur liður eftir þjóðhátíð, að dansa í sam- lcomuhúsinu á sunnudagskvöld ið. Var húsið troðfullt, og fór skemmtanin hið bezta fram, ölvun tiltölulega lítil, enda birgðir manna efalaust nokk- urn veginn uppurnar. Þjóðhátíðin sjálf fór einnig í alla staði vel fram. Veðrið var gott, nema síðasta kvöldið rigndi dálítið um miðnættið, en því var engu skeytt og dansað í rigningunni, hver sem betur gat. Stytti upp síðar um nótt- ina, en dans var stiginn þar til fór að hilla undir nýjan dag. — I. A. ‘BONN, 10. ág. (Reuter). — Konrad Adenauer, kanzlari, fór í dag í sumarleyfi til Ítalíu. Jafnframt fagna Vestur-Þjóð- verjar þeirri ákvörðun Eisen- howers, Bandaríkjaforseta, að koma Iiingað, áðu.r en hann byrjar viðræður sínar við Krúsíjov, forsætisráðherra, og telja hana mikinn sigur fyrir Iiinn aldna kanzlara. Heimsókn forsetans verður 27. águst og er litið á hana sem gott tækifæri fyrir kanzlarann til að skýra frá skoðunum sínum á fundi Eisenhowers og Krústjovs, áð- ur en hann hefst. Er búizt við, að Adenauer muni setja fram þá skoðun sína, að fundur æðstu manna austurg og vesturs skuli ekki haldinn eftir fund Eisenhow- ers og Krústjovs, nema bví að- eins, að Rússar afturkalli úr- slitakosti sína út af Berlín, að því er aðilar nálægt stjórninni telja. Ekki er enn vitað, hvort Eis- enhower hyggst dvelja nótt í Borm, en hitt er víst, að Aden- auer yerður í fríi til 11. septem- ber að því undanteknu, að liann flýgur hingað til fundar- ins við Bandaríkjaforseta. Frá Bonn mun Eisenhower fara til London til viðræðna við Mac- millan, forsætisráðherra, og þaðan til Parísar til viðræðna við de Gauile, forseta Frakk- iands. Áður en Adenauer fór frá Bonn lét hann í ljós ánægju sína með að Eisenhower skuii koma til Bonn í fyrstu heim- sókn sína sem forseti. Hann. kom þar áður sem yfirmaður herja bandamanna í stríðinu. oOo VATÍKANIÐ: — Jcihannes páfi. hefur leyst alla kaþólska menn undan bindindisskyldu n. k. föstudag, kvöldið fyrir eina af stórhátíðum kaþólsku kirkj- unnar. HarSur árekslur á Reykjavíkurvegi HARÐUR árekstur varð á Reykjavíkurvegi í fyrrakvöld. Bifreiðin R-7396 var á leið til Hafnarfjarðar en rétt á móts við Skúlaskeið biluðu hemlar bifreiðarinnar þannig, að hún rann á vörubifreiðna G-33, er stóð kyrr á veginum. Urðu mikl ar skemmdir á R-7306 og má bifreiðin heita ónýt að framan- verðu. Vörubifreiðin skemmd- ist hins vegar lítið. Segja Frakkar um kjarnGrkufilraunir í Sahara París, 10. ágúst (Reuter). FRANSKA stjórnin hélt því fram í dag, að kjarnorkutilraun ir þær, sem liún liyggst gera í Saharaeyðimörkinni mluni verða hinar öruggustu, er nokkru sinni hafi verið fram- kvæmdar. I yfirlýsingu stjórn- arjnnar segir, að víðtækar var- úðarráðstafanir hafi verið gerð- ar til að tryggja, að hið geisla- virka ryk af sprengingunum verði lángt fyrir neðap hættu- markið. Fyrirætlanir Frakka með sprengingar þessar hafa valdið miklum mótmælum meðal leið- toga þjóða Afríku, sem halda því fram, að hætta sé á, a<3 hættulega, geislavirkt ryk ber- ist til landa þeirra. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær tilraunirnar skuli hefj- ast, en því hefur hins vegar verða viðstaddir T. spreng- verða viðstaddur fyrstu speng- inguna á för sinni til Algier 27. til 30. ágúst, eins og blöð hafa skýrt frá. , Alþýðublaðið — 11. ágúst 1959 JJt

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.