Alþýðublaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 5
ALLSHERJARÞING Sam- einuðu þjóðanna kemur sam- an í 14. sinn hinn 15. sept. á aðalstöðvum samtakanna í New York. Meðal þeirra stór- mála, sem tekin verða til með- ferðar, eru málamiðlun S.Þ. í Alsírstríðinu, aðild Kína að samtökunum og kynþátta- vandamálið í Suður-Afríku. Á dagskrá þingsins, eins og hún liggur fyrir, eru 63 mál. Auk venjulegu málanna, sem fjalláð er um á hverju þingi, verður rætt um möguleikann á því. að auka meðlimatölu Öryggisráðsins og Efnahags- og félagsmálaráðsins. Þá verð- ur og rætt um fjölgun í Al- þjóðadómstólnum. Öll þessi mál voru einnig rædd á síð- asta þingi. Þá eru á dagskrá þingsins umræður um bann við tilraun- inn við það) og starf S.Þ. með- al flóttamanna. Allsherjarþingið verður sett af formanni sendinefndarinn- ar frá Líbanon. LOUIS ARMSTRONG, eða Satchmo eins og jazzunnend- ur kalla hann oft, er fyrir nokkru kominn aftur til Bandaríkjanna úr sögulegri hljómlistarför í Evrópu. Fyrsta verkefni iTans eftir heimkomuna var að halda upp á 59. afmælisdag sinn. Það gerði hann með því að koma fram á jazzhljómleikum í Lewisohn Stadium í New York með trompetinn sér við hönd. Áheyrendur voru 8 000 og kom- þeim öllum á óvart, meira að segja nánustu vin- um sínum og ættingjum, því að fyrir tæpri viku hafði hann legið þungt haldinn af lungna- bólgu á sjúkrahúsí í Spoleto á Ítalíu. - Enginn, ekki einu . sinni umboðsmaðúr þans, hafði búizt við, að hann gæti mætt á jazztónleikunum í Néw York, þar sem hann hafði verið ráðinn til að leika, áður en hann veiktist. Áheyrendur fögnuðu hon- um með áköfu og langvarandi lófataki og því næst sungu þeir fullum hálsi: „Happy Birthday, Dear Satchmo'1. — Hann svaraði með því að leika í stundarfjórðung á hinn fræga trompet sinn og syngja kafla úr „Sleepy Time Down South“. Ævi Louis hófst í New Or- leans í Louisianafylki, hinn 4. júlí aldamótaárið 1900. Hann var af fátæku fólki kominn, og þegar hann var drengur ráfaði hann oft tímunum sam- an um götur borgarinnar og hlustaði á ragtime-tónlist og jazz, sem þá var að byria að ryðja sér til rúr, ts. Ekki hafði hann efni á að kaupa sér hljóð færi. og því stofnaði hann kvartett með þremur vinum sínum. Þeir sungu á götum úti og gengu frá einu götu- horninu til annars og tóku við peningum frá vegfarendum. Þegar Louis var 13 ára, kom mikið óhapp fyrir, sem átti þó ■ eftir að verða hönum til gæfu. Það var'á gamlárskvöld, þeg- ar hátíðahöldin stóðu sém hæst, að hann komst yfir hlaðna skammbyssu heima hjá sér. Hann beið ekki boð- anna, heldur hljóp með hana út og fór að skjóta úr henni af ákafa upp í loftið til að fagna nýja árinu. En lögregl- an í New Orleans leit öðrum augum á þetta uppátæki 4stráksins, og sá varð endir þessa ævintýris, að hann var sendur á betrunarskóla. Þar bjó L.ouis litli um hríð við strangan aga, en hann komst einnig að því, að’hann fengi ókeypis tilsögn í trompetleik, ef hann hegðaði sér vel. Upp frá þessu var hegðun hans ó- aðfinnanleg, og loks gerðist hann meðlimur í skólahljóm- sveitinni, Þegar hann losnaði úr prís- undinni, vann hann við margs konar störf — kolaflutning, blaðasölu og mjólkursending- ar á daginn og á kvöldin lék hann, þar sem eftirspurn var eftir jazzleikurum. Árið 1917 gekk hann í fé- lag með öðrum jazzleikurum um með kjarnavopn. Af. skýrslum, sem lagðar verða fram, má nefna skýrslu um nýtingu kjarnorkunnar og geimsins, skýrslur um efna- hagsþróunina í vanþróuðum löndum, þróunina á gæzlu- verndarsvæðum samtakanna, gæzlulið S.Þ. (m.a. kostnað- GUFUHVOLF MARZ Gufuhvolf Marz er svipað gufuhvolfi jarðarinnar í 15 þúsund metra hæð. Frá þessu er skýrt í vísindaritinu „Sci- ence News Letter“, sem gefið er út í Bandaríkjunum. og áttu þeir félagar eftir að móta sögu þessarar tegundar tónlistar, Þetta voru menn í hljómsveitum Kid Orys, Fate Marables, Zutty Singletons og King Olivers. Með þessum mönnum ]ék hann á skemmti- siglingaskipúm. sem sigldu á fljótunum Missisippi og Ohio. Árið 1922 fluttist Louis til Chicago, sem þá var farin að láta mikið að sér kveða í jazz- tónlist, og var það fyrst og fremst að þakka jazzhljóm- sveit King Olivers, sem þar starfaði. Þar fór hann aðdeiká í hljómsveit Olivers og von - bráðar barst orðstír hans út fyrir New Orleans og skemmti siglingaskipin á Missisippi- fljóti. í Chicago hitti hann einnig smávaxna unga stúlku, Lil Hardin að nafni, sem lék á píanó í sömu hljómsveit. Hún hafði hlotið góða menntun í klassískri tónlist og hvatti Louis til að læra betur grund- vallaratriði í tónlist. Hann fórf að hennar ráðum og af vin- skap þeirra leiddi loks, að þau gengu í heilagt hjónaband árið 1924. Brátt varð Chicagoborg jazzmiðstöð Bandaríkjanna. Þar bar hæst stiörnu Joe Oliv- ers og Louis Armstrong. Þang- að komu ekki aðeins tónlist- armenn til að læra af þeiro, heldur fékk almenningur 1 Chicago nú í fyrsta skipti að heyra hina dásamlegu tóna New Orleans jazzins. Hljómplöturnar, sem Arm- strong lék inn á á tímabilinu frá 1925 til 1932, eru með merkari jazzplötum, sem til eru, bví að í þessari tónlist er að finna undirstöðu jazzins, sem átti eftir að verða fyrir- mynd annarra jazzleikara. Louis hefur aldrei verið hræddur eða feiminn við’ trompetinn. Leikur hans hef- ur alltaf verið ótaminn, djarf- ur, ástríðufullur, kímnibland- inn og villtur og leiktækni mikil. Svipað er að segja urn söng hans; röddina notaði hann eins og hljóðfæri og .iro- próviseraði óspart meðan hann söng. Hljómplötur hans voru afarvinsælar víða um. . lönd og er ein ástæðan fyrir því, hve vinsælar þær voru utan Bandaríkjanna, að hann söng ekki á neinu sérstöku tungumáli —. söngur hans var ekld annað en kómísk túlkun. hans sjálfs á talsmáta fólks yfirleitt. Utan Bandaríkjanna kom. hann fyrst fram í Palladiurn í London, bar sem aðdáendur hans fögnuðu honum ákaft.". Árið 1934 hélt hánn tvenna hljómleika í Salle Plevel í París, og 1948 yék hann á al-s þjóða jazzhátíð í Nizza í Suð- ur-Frakklandi. — Á árunum 1949, 1952 og 1955 fór hannv í hljómleikaferðalög um Evx- ópu og 1954 lék hann í Japan. Æ síðan hefur hann verið á faralds fæti og farið víða í hljómleikaferðir, m.a. til Af- ríku. Alþýðublaðið — 11. ágúst 1959 g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.