Alþýðublaðið - 13.08.1959, Side 4

Alþýðublaðið - 13.08.1959, Side 4
 O’tgeiana. *.ipyöulloKKuniiu. RitStjórar. öeneUiK. aronuai, vxlsi. þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi niatjornar: Sigvaldl Hjálm arsson Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarsimar: 14901 o* X4B04 áuglýsingasimi: 14906. AfgreiSslusiml 14900. - Aðsetur: AlbÝðu 'iúsið Prentsmiðia Alþýðublaðsins : i ''.Tfi.saat :t a—in 'Stöðvum verðból^unnar MORGUNBLAÐIÐ skrifaði mikið um það fyr- ir alþingiskosningarnar, að engin ríkisstjóm hefði magnað verðbólguna eins mikið eins og vinstri stjómin. Á þessu hamraði blaðið sí og æ og hefur margur vafalaust farið að trúa. Eftir kosningar hefur blaðið haldið þessum áróðri áfram af og til. í gær ræðir blaðið til dæmis um „verðbólgustefnu vinstri stjómarinnar“ og er sérstaklega fjallað um það, hversu þunglega sú stefna hafi bitnað á bænd um landsins. Af þessum skrifum Morgunblaðsins er helzt að skilja, að þáð hafi verið stefna vinstri stjórnarinnar að auka verðhólguna sem mest í landinu. Allir vita hins vegar, að þetta var þver öfugt. Það var eitt höfuðstefnumál vinnstri stjórnarinnar að halda verðbólgunni í skefjum og þetta tókst stjórninni vel lengi framan af. Fyrsta ráðstöfun stjórnarinnar í efnahagsmálum var gerð í ágúst 1956 og var þar um að ræða stöðvun vísitöluhækkunar kaupgjalds og eftir- gjöf 6 vísitölustiga, einmitt í því skyni að stöðva víxlhækkanir kaupgjaíds og verðlags. Gilti sú ráðstöfun út árið 1956. Um áramótin 1956— 1957 voru tollar nokkuð hækkaðir vegna út- flutningsatvinnuveganna, en þó ekki meira en svo, að vísitalan hækkaði aðeins um 5 stig allt árið 1957, og hélzt svo þar til vorið 1958. Tókst vinstri stjórninni hér mun betur viðureignin við verðhólguna en ríkisstjórnum íhalds og fram sóknar, er sátu að völdum 1950—56. Þegar í árs lok 1950 hafði íhaldinu og framsókn tekizt að koma vísitölunni upp um 27 stig og í árslok 1951 hafði vísitalan hækkað um 51 stig. Þegar fyrri stjóm íhalds og framsóknar fór frá 1953 nam hækkunin 56 stigum. Og þegar Ólafur Thors hafði verið forsætisráðherra þrjú ár til viðbótar, nam hækkunin 85 stigum. Allt stjórn- artímahil vinstri stjórnarinnar hækkaði vísi- talan aðeins um 35 stig. ÞAÐ liggur því tölulega fyrir, að vinstri stjórninni hefur tekizt mun betur viðureignin við verðbólguna heldur en samstjórnum íhalds og framsóknar. Er það einnig mjög eðlilegt, þar eð vinstri stjórnin lagði áherzlu á að halda verðbólg- unni í skefjum, en stjórnir íhalds og framsóknar gerðu ráðstafanir, er hlutu að auka verðbólguna stórlega, og er þar átt við gengislækkunina 1950 og bátagjaldeyrisskipulagið, er komið var á fót 1951. Hitt er rétt, að vinstri stjórninni tókst ekki að halda verðbólgunni algerlega 1 skefjum. Á Sjálf- stæðisflokkurinn þar nokkra sök á, þar eð hann torveldaði vinstri stjórninni þetta starf á allan hátt. Vissulega hefði verið æskilegt að fara þegar vorið 1958 niðurfærsluleiðina, er ríkisstjórn Al- þýðuflokksins fór síðar. En kommúnistar vildu ekki fallist á þá leið. Það þurfti pólitískt hugrekki til þess að gera ráðstafanir til niðurfærslu verð- lags og kaupgjalds, eins og ríkisstjóm Alþýðu- flokksins gerði, en það var gert þjóðinni til ómet- anlegs gagn. MINNINGAHORÐ FRÚ KRISTIN OLAFSDOIIÍR FRÚ KRISTÍN ÓLAFSDÓTT- IR, Langagerði 46 hér í bæn- um, lézt fyrra miðvikudag. Hún var ættuð frá Ólafsvík, eitt af ellefu börnum hjón- anna Katrínar Hjálmarsdótt- ur og Ólafs Bjarnasonar sjó- manns. Þegar Kristín var tólf ára gömul fór hún að heim- an, til Patreksfjarðar, til að vinna fyrir sér. Fór hún til kunningjafólks foreldra henn- ar og dvaldi þar fram yfir fermingu. Þá fór ^ hún aftur til foreldranna í Ólafsvík og vann þar, og fór á sumrum, ásamt móður sinnþ víðsvegar um Vestfirði og vann í fiski. Einnig var hún í kaupavinnu. Árið 1919 fór KrisTn hingað til Reykjavíkur og réðist hér vinnusjúlka til Péturs Hall- dórssonar borgarstjóra og var hún í fleiri vistum hér. Guðlaujvjr Gíslason úr Stykkishólmi var þá hér í bæn um hiá Jóhanni Ármanni við úrsmíðanám og kynntust þau Kristín. Voru þau heitbund- in hvort öðru í tæp tvö ár, en gengu í hjónaband 1922, þegar Guðlaugur hafði lokið námi. Um það leyti var eng- inn úrsmiður í Vestmannaeyj- um og fyrir áeggjan kunnugra fóru þau til Vestmannaeyja og þar setti Guðlaugur upp úrsmíðavinnustofu og smá- verzlun. Þar eignuðust þau f jögur börn, sem öll eru á lífi. Átvinna Guðlaugs gekk ekki vel í Eyjum, en Kristín vann jafnframt úti við alla algenga vinnu verkakvenna, og þá að- allega í fiski. Þá voru verka konur, sem sérstök deild í Verkamannafélaginu Dríf- andi, en kjör þeirra voru mjög bágborinn og réttur þeirra lít- ill. Voru konurnar óánægðar með þetta M_hafði Kristín orð fyfír'-iiþeim. Lenti svo í deilu milli atvinnurekenda og verka mannafélagsins, sem lauk með samningum, en það gleymdist að semja fyrir hönd verka- kvenna. Þá þótti konunum mælirinn fullur og fyrir at- beina Kristínar sögðu þær sig úr félaginu og stofnuðu Verka kvennafélagið Snót. Var Krist ín kosin formaður félagsins og var hún það meðan hún dvaldi í Eyjum. En kjörin voru erfið hjá þeim hjónum og fluttu þau hingað til Reykjavíkur árið 1941. Gekk Kristín þá þegar í Verkakvennafélagið Framsókn og fór brátt að gegna ' trúnaðarstörfum í því félagi. Jafnframt gekk hún í Kvenfélag Alþýðuflokksins og varð hún brátt ein af öflug- ustu og beztu félagskonunum í þessum félögum. Alþýðu- flokkurinn fól henni og trún- aðarstörf og átti hún sæti í barnaverndarnefnd, tilnefnd af flokknum, í tíu ár. — Þá skal þess getið, að hún átti mestan þátt í stofnun félags Vestmannaeyjakvenna hér, Heimaeyjar, og var formaður þess alla tíð. Kristín Ólafsdóttir var al- drei iðjulaus. Hún var heill og sannur jafnaðarmaður, og lagði fram krafta sína óskipta í hvert sinn, sem á þurfti að halda. Hún var gáfuð kona og mjög vel máli farin í ræðu- stól. Tilfinningar hennar voru örar og heitar og hún átti það til að hrífast snögglega og ganga fram fyrir skjöldu. Hún var að allri skapgerð og fram- komu mjög vel til forustu fall- in. Undanfarið hafði hún kennt sjúkleika. Af þeim sökum varð hún að licgja í sjúkrahúsi um sinn á síðastliðnum vetri. En ekki vildi hún láta árar í bát. Hún réðist starfskona við barnaheimili Rauða krossins að Laufási í Biskupstungum og þar hneig hún niður við vinnu sína, fimmtíu og átta ára gömul, fædd 18. febrúar 1901. Við samferðamenn og sam- starfssystkini Kristínar Ól- afsdóttur þökkum henni fyr- ir þrotlaust starf, logandi á- huga hennar og órofa tryggð við hugsjónir jafnaðarstefn- unnar og Alþýðuflokksins. VSV. Kveðja frá Kven- félagi Alþýðu- flokfuins MIG setti hljóða er ég heyrði hið skyndilega fráfall frú Kristínar Ólafsdóttur, en fyrir fáum dögum hafði ég séð hana og virtist hún þá eins Og hún átti að sér. Þó-ég vissi vel, að heilsa hennar væri hæpin, treysti ég Því, að samstarf okkar og góð kynni héldust enn um langan aldur. Frú Kristín var mjög áhuga söm og dugandi Alþýðuflokks kona og ótrauður liðsmaður í flokkssamtökunum. Um margra ára skeið var hún starfandi meðlimur í Kvenfélagi Alþýðuflokksins í Reykjavík. Gegndi hún þar margvíslegum trúnaðarstörf- um og átti m. a. alllengi sæti í stjórn félagsins. Frú Kristín hafði góða hæfileka til að standa framarlega í félagslífi. Hún var vel greind og félags- vön. Prýðileg fundarkona, fljót að átta sig á hlutum og flutti jafnan mál sitt Ijóst og skipulega — og með fullri hreinskilni. Að slíkum félags kröftum er æ mikil eftirsjá. Með þessum fáu Hnum vil ég f. h. Kvenfélags Alþýðufl. í Rvík þákka frú Kristínu Ólafsdóttur fyrir fjölmörg vel unnin störf í þágu félags- ins og fyrir brennandi áhuga hennar á framgangi Alþýðu- flokksins í heild. Þá vil 'ég flytja henni hinztu kveðju allra félagskvenna með þakk- læti fyrir langa samvinnu og óteljandi góðar og glaðar sam verustundir. Við söknum hennar allar bæði sem framá- konu í félags-og flokksmálum og einnig sem einstaklngs,því Kristín var hlý og liúf í .við- móti. Blessuð sé minning hennar. Soffía Ingvarsdóttir. Flattar Fundin hefur verið upp í Bandaríkjunum ein- föld aðferð til að flytja stálpípur. Þar eru flatt- pipUr ar út, svo að þær taíd minna rými. Þannig er í hægt að rúlla þeim upp og yfirleitt vöðla þeim saman eins og hentugast þykir. Þegar svo býið er að fíytja Þ®r á ákvörðúnarstað, eru þær þandar út aftur með vatns- þrýstingi eða loftþrýstingi. . í ÐAG fer fram útför frú Kristínar Ölafsdóttur, Langa (Framhald á 10. siðu). , 4 13. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.