Alþýðublaðið - 13.08.1959, Page 10

Alþýðublaðið - 13.08.1959, Page 10
Ufgerð og nýsmíði (Framhald af 5. síðu.) asti þátturinn í þeim sterka hnút, sem torveldað hafa rekst ur og greiðslugetuútgerðarinn ar. Svo til hver einasti maður, eða fyrirtæki, sem gerir eitt- hvert handtak fyrir útgerðina, krefst greiðslu strax. í mjög mörgum tilfellum væri hægt að inna allar greiðslur af hendi, ef aflaverðmæti báts- ins eins og það raunverulega er samkvæmt samningum við ríkisvaldið, er greitt á loka- degi vertíðar. Einnig ættu menn þá að vita, hvernig út- koman er og hvað hægt er að ráðast í að gera. En kerfi und- anfarinna ára hefur boðið mörgum upp á of frjálsar ráð- stafanir á uppbótum, sem ekki korna, en reiknað var með, að yrðu til ráðstöfunar. —o— Það hefur löngum verið svo við sjóinn, að aflahrota lífgar og glæðir bjartsýni þeirra, er við sjóinn fást. Þess er og að vænta, að núverandi síldar- vertíð hvetji unga menn, sem fá góðan hlut, til þess að ráð- stafa lausurn peningum til skynsamlegrar notkunar fyrir sig og þjóðarbúið. í upphafi núverandi síldarvertíðar lágu fyrir nærri 70 umsóknir um nýsmíði á fiskibátum erlendis. Þessi háa tala bendir ótvírætt til þess, að enn sé áhugi fyrir að fá „annað skip og annað föruneyti“. Einnig er athygl- isvert, hve stærð bátanna hef- ur vaxið undanfarin ár. Það er eins og menn finni það á sér, að dáðlausir drengir dorgi við land, en sá guli sé utar. Eiimig er það augljóst mál, að betur útbúin skip til veiða og fyrir mannskapinn er eitt- hvert allra bezta ráðið til þess að auka tölu manna, sem vilja stunda sjóvinnu. Það er mjög mikilsvert, að utgerðarmenn geti haft bát- ana sem allra bezta, því að ella er ekki hægt að gera ráð fyrir því, að eðlilegur nýr hóp- ur manna komi til sjóvinnu á ári hverju. Nú þegar síldveiðin gengur svo vel sem raun ber vitni um, má örugglega vænta þess, að fleiri hugsi sér að hefja út- gerð eða auka skipastól sinn. Eftir því sem ég bezt veit, tel- ur Seðlabankinn ógerning að veita fleiri leyfi á þessu ári, en aðeins 8 á frjálsan markað um nýsmíði. Rökin eru ein- faldlega þau, að ekki sé gjald- eyrir til. Það kanri vel að vera, að erfitt sé um gjald- eyri, en ekki vex hann, ef eðlileg aukning verður ekki í fiskveiðiflotanum. Einnig er hollt að hafa það í huga, að það eru sjómennirnir einir, sem eiga að segja til um það, hvar og hvernig skipin eru smíðuð og útbúin að öllu leyti. Það eru þeir, sem verða að vinn> á bátunum og búa þar Knatispyma. Framhald af 9. síðu. keppni, norðan hvassviðri. Með þessum sigri hefur Reyn ir tryggt sér að keppa til úr- slita í SV-riðlinum við Vest- mannaeyinga og fer sá leikur fram n. k. mánudag á Melavell- inum. Sigurvegari í þeim leik mun svo keppa við Akureyr- inga um sætið í I. deild. X+Y. w mikinn hluta úr æfi sinni, fjarri heimili og þægindum landkrabbanna. Þess vegna er það algjörlega lágmarksvirð- ing, sem sýna ber sjómönnum okkar, að þeir fái að segja til um fyrirkomulag skipanna. En því miður vilja „hinir stóru“ ráða. Til fróðleiks langar mig að taka hér aflaverðmæti á 50— 60 tonna fiskibáti eins og það verður hjá nokkrum tugum þeirra á aðeins fyrstu 8 mán- uðum þessa árs. Margir eru með miklu meira aflaverð- mæti. Aflaverðmæti báts með 600 tonn í vetur, gerir um kr. 1.2 milljónir á gengi, Aflaverð- mæti báts með 5500 mál og 1000 tunnur í salt gerir 1.2 milljónir króna á gengi. Þessi bátur skilar því í gjaldeyri réttum 2.4 milljónir á aðeins 8 mánuðum, miðað við verð- mæti vöru komna um borð í skip til útflutnings. Yfirfærslu gjald til ríkisins er kr. 1.3 millj.. Auk þessa á svo ríkið eftir að fá í mörgum tilfellum tvö- til fjórfalda upphæð FOB verðsins í sköttum eða allt að kr. 9 millj., ef öll upphæðin væri notuð á hátollavörur. Nú er kaupverð á 50—60 tonna fiskibáti með fyrsta fyrsta flokks útbúnaði, reikn- að á gengi um kr. 1.5 milljónir og að viðbættu yfirfærslu- gjaldi um kr, 2.5 milljónir. Auk þessa er rétt að upplýsa það, að ekki þarf að greiða nema 60—70% af kaupverð- inu strax, hitt er lánað í 3— 5 ár. Þessar tölur sýna það Ijós- lega, að þokkalega rekinn fiskibátur er ekki lengi að skila innkaupsverði sínu í er- lendum gjaldeyri til þjóðar- búsins. Oftlega er talað um „gjaldeyrissparnað“ áburðar- verksmiðjunnar, en þætti það ekki taka sig dável út á prenti á forsíðu að segja, að hún skili í góðu rekstrarári tvöföldu kostnaðarverði sínu eins og vel rekinn fiskibátur getur gert. Annars gæti það verið fróðleg hugleiðing um allan þann stóra hóp manna, sem segjast vera að vinna að „gjald eyrissparnaði“ með vinnu sinni í landí í sambandi við ýmiss konar fyrirtækja-fyrir- brigði, sem raunverulega gera ekki annað en binda fjármagn og vinnuafl, sem ella mætti nota í brýnni nauðsyn hjá frafnleiðsluþáttunum til gjald eyrisöflunar. Ég get ekki lokið svo þess- um hugleiðingum, að minnast ekki á íslenzka skipasmíði. Það er alkunnugt, að þeir bátar, stórir og smáir, sem hér eru smíðaðir, eru fullkomlega sambærilegir um allan frá- gang og útbúnað við þá, sem smíðaðir eru erlendis. En svo blind hafa yfirvöld landsins verið árum saman, að ekki hefur það náð fram að ganga, að veita þessurn lífsnauðsyn- lega þætti í íslenzku atvinnu- lífi jafnfætisaðstöðu við er- lendar skipasmíðastöðvar. — Vissulega hefði það verið sómasamlegur bautasteinn fyr ir hverja ríkisstjórn, að hafa komið íslenzkri skipasmíði þann veg fram á við, að hún sendi frá sér árlega nægi- legan fjölda nýrra fiskibáta upp í eðlilegt viðhald og aukn- ingu fiskibátaflota íslendinga. Jón Árm. Héðinsson. Framhald af 4. síðu. gerð 56 í Rvík. Hún andaðist hinn 5. þ. m. Hún var fædd hinn 18. fe- brúar 1901 og voru foreldrar hennar frú Katrín Hjálmars- dóttir og Ólafur Bjarnason, bæði kunn sem mannkosta- manneskjur. Börn eignuðust þau ellefu að tölu og var Kristín eitt þeirra. Strax eft- ir fermingu fór Kristín í vist til vandalausra. Slík voru kjör unglinga á þeim árum. Hinn 15. október 1922 gift- ist Kristín eftirlifandi mannni sínum Guðlaugi Gíslasyni úr- smið, og eignuðust þau 4 börn, sem öll eru gift. Þau hjón Kristín Og Guð- laugur fluttust til Vestmanna eyja og bjuggu þar í nokkur ár, en leituðu síðan hingað til Reykjavíkur aftur og settust hér að. Hjónaband þeirra reyndist jafnan traust og gott og til sannrar fyrirmyndar. Gestrisni Og glatt og þýtt við- mót einkenndi jafnan heimili þerra. Á þeim árum sem ég bjó í Ölafsvík, réðist Kristín til mín sem starfsstúlka á heimili mínu þar og er mér bæði Ijúft og skylt að minnast þess hversu hún innti öll sín störf af bendi með alúð og sam- vizkusemi, samfara prúð- mennsku í öllu dagfari sínu. Kristín var trúkona og mót aðist allt líf hennar og fram- koma af því. Tryggð hennar Og velvild til vina sinna var óbilandi, enda einn meðal sterkustu þátta í skapgerð hennar. Ekkert mátti hún aumt.,sjá svo að ekki reyndi húri að bæta, væri þess nokkur kost- ur, og voru þau hjón bæði samtaka í því sem öðru. Hún var í einu orði sagt gæðakona í orðs þess fyllstu merkingu. Jesús Kristur sagði, að í húsi föður síns væru margar vistarverur. Enginn, sem Kristínu þekkti, mun efast um að þar muni henni nú bú- inn góður staður, þvi svo var líf hennar allt. Eiginmanni hennar, börn- um og barnabörnum, sem og sy.stkinum hennar og öðrum vinum hennar færi ég hér með hlýjar samúðarkveðjur og henni sjálfri hjartans þakk ir fyrir óbrotgjarna tryggð við heimili mitt bæði fyrr og sið- ar. Sé hún guði falin um alla eilífð, Reinhold Richter. Framhald af 9. síðu. KVENNAGREINARNAR: 80 m. grindahlaup: íslandsmeistari: Ingibj. Sveinsdóttir, Self. 16,1 Nína Sveisndóttir, Self., 17,9 Kringlukast: íslandsmeistari: Ragna Lindberg, UMSK, 26,77 Ingibj. Bergmann, UMSK, 18,48 Kristín Harðard. UMSK, 15,16 4x100 m. boðhlaup: íslandsmeistari: Sveit UMiSK, 62,9 Sveit Ármanns, 63,4 Kaupið Alþýðublaðið. Við seljum EKKl BREZKT GAS EN AUDVITAÐ M jSS -salan Garðasfræíi 17 Sími 16788. Ný fbúð í Hafnarfirði til söiu ný 5 herb. efri ihæð lí Suðurbænum, með þvottahúsi á sömu hæð. Og geymslurisi. Sér inng. Sér hiti. Útb. kr. 100 þúsund. — Síðar á árinu kr. 120 þús. Sanngjarnt verð. Árni Gunnlaugsson, hdl. Austurgötu 10. Hafnarfirði Sími 50764, 10—12 og 5—7. INCDLF5 CAFE Opnar daglega kl. 8,30 árdegis. ALMENNAR VEITINGAR allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðskíptin. Ingólfs-Café. og lelgan i9 Sími 19092 og 18966 Kynnið yður hið stóra úr val sem við höfum af all* konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. SiMasalan Ingélfisfræfi 9 og leigan ~ ** Sími 19092 og 18966 eQgjaiivftuefnl. Jarðárför bróður okkar JÓNATANS IIALLGRÍMSSONAR sem andaðist 8. ágúst fer fram frá þjóðkirkjunini f Hafnar- firði, föstudaginn 14. ágúst kl. 2 e. h. Halldór Hallgrímsson. Jóhann Hallgrímsson. |0 13. ágúst 1959 — AlþýðubJaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.