Alþýðublaðið - 13.08.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.08.1959, Blaðsíða 11
Reneé Shann: 28. dagur „Hringdu heim til hennar?“ „En ef hún svarar? Hvað skeður þá?“ „Ég hugsa, að þér myndi létta.“ Ég hristi höfuðið. „Nei, það get ég ekki, Það yrði svo niðurlægjandi, ef hún yrði þar. Það sýndi, hvað ég hefði lítið traust á Steve og að ég reyndi að njósna um hann.“ „Vina mín, ef þið Steve skiljið verðurðu hætt að vera viðkvæm. Stundum langar mig mest til að hrista þig til, Jenny.“ Við vorum búnar að borða og vorum að bera fram. Og við fórum aftur að tala um vanda- mál mitt, þegar yið sátum fyr- ir framan arininn. „Ef ég ákveð að fara mína leið, gera eins og þú leggur til og hætta á a,ð hann elti mig —“. „Þ.3ð áttu að gera.“ Ég hallaði mér áfram með hendurnar fast læstar um hnén. Ég var farinn að halda að Caroline héfði á réttu að standa. En ég þurfti á smá hjálp að halda. „Og gerðu ekki neinn sorg- aríéik úr því,“ sagði hún. „Settu ekki neitt bréf á arin- hylluna! Þið eruð fullorðin bæði tvö. Þú veizt, hvar hann er?“ „Já, hann sagði mér, hvar hann yrði.“ „Fínt! Hringdu strax til hans og segðu honum, að þú farir þurt .á morgun. Nicky sendirðu til Patsyjar. Segðu, að þú vitir ekki, hvenær þú kemur aftur. Þú getur sagt honum frá frú Connor um leið.“ „En hver á að hugsá um Steve, þegar hann kemur heim?“ „Hann getur séð um sig sjálfur. Og vilji hann það ekki, getur hann farið á hótel.“ Ég stóð snöggt á fætur. Ég varð að hringja strax áður en ég skipti um skoðun. „Ef hann er ekki heima,“ kallaði Caroline eftir mér, „láttu þá skila til hans að hringja strax. Segðu, að það liggi á.“ Ég hringdi í upplýsingar og fékk númerið. Svo hringdi ég á landsímastöðina og bað um það og þar var mér sagt, að ég skyldi bara bíða í síman- um. Hjartað hamaðist í brjósti mér meða ég beið. Það var svo auðvelt hjá Caroline að segja að ég ætti bara að vera köld og róleg. Ég reyndi að ímynda mér, hvernig stæði á hjá þeim. Voru þau Kit kannski saman núna? „Royal Hotel,“ svaraði kven mannsdödd. „Má ég tala við herra Blane?“ Hún svaraði ekki strax. Svo sagði hún: „Hér er enginn með þessu nafni.------Sögðuð þér ekki Blane?“ „Jú. BL ANE .“ Ég stafaði nafnið hægt og vandlega og bað um að þún hefði misskil- ið mig og segði, að vitanlega væri herra Blane hér. Eitt augnablik — En hún endurtók bara, að það byggi enginn herra Blane hér. „Hann átti að koma þangað á mánudaginn? Kannski er hann á öðru hóteli.“ Ég lagði símann á. Ég stóð kyrr við símann. Mér fannst ég heyra í honum um kvöldið, þegar þann sagðþ að ég gæti bara farið mína leið! Þá hafði hann fyrst sagt mér, að. það væri ekkert almennilegt hótel og síðan að afbrýðisemi mín og geðvonzka hefði eyðilagt hjónaband okkar. Hægt gekk ég inn í dagstof- una. Caroline leit rannsakandi á mig. „Var hann ekki við?“ „Nei, hann var ekki á hótel- inu.“ Ég var með kökk í háls- inum. „Það var nú það! Gefðu mér sígarettu.“ Vertu róleg, sagði ég við sjálfa mig. Ákveðin og róleg, það hafði Caroline sagt. „Karlmenn!“ sagði Caroline með mikilli áherzlu. Hún þaut fram á gang. Ég settist aftur við arininn. Ég skalf eins og espilauf. Við höfðum ekki hitað kaffi eins og Caroline ráðlagði, þegar taugarnar voru í ólagi. Ðyrnar lokuðust á eftir henni og ég fór fram í eldhús til að hita mér kaffi. En svo heyrði ég í símanum. Hún hefur sjálfsagt verið að hringja eitthvað hugs aði ég. Hún hélt víst að ég þyrfti að jafna mig um stund eftir áfallið. Steve hafði áreið anlega haft sínar ástæður til að gefa upp rangt heimilis- fang! „Jenny!“ Ég leit upp. Caroline var komin inn án þess að ég heyrði til hennar. „Já?“ Ég hló. „Mér líður vel, ég er farin að pakka nið- ur.“ „Fínt! Heyrðu mig, Jenny. Þú getur eins búizt við hinu versta. Ég var einmitt að hringja til Kit Harker. Hún er ekki heima og fór að heim- an á mánudaginn og kemur ekki fyrr en á föstudaginn. Þjónninn sagðist ekki vita heimilisfangið, en það væri þar sem nýja verksmiðjan er.“ „Ég skal hella upp á könn- una,“ sagði Caroline hratt. „Eða viltu heldur eitt glas? Það er gott að þú getur bros- að!“ „Það^ var kaffið,“ sagði ég lágt. „Ég var svo viss um að þú myndir leggja til að við fengjum okkur kaffi. Já, við skulum fá okkur kaffi. Ég held, að ég geti ekki drekkt sorgum mínum í víndrykkju.“ „Kaffið er í eldhússkápn- um,“ kallaði ég á eftir henni, þegar hún fór fram í eldhús. En svo langaði mig strax til að hún kæmi aftur inn. Ég varð að halda áfram að tala, ég gat ekki verið ein. Ég stóð upp og elti hana. „Ég skal finna bollana,“ sagði ég. „Finnst þér þetta ekki fallegt stell?“ „Mjög. Hvar fékkstu það?“ „Við Steve keyptum það á uppboði. Við —“ Ég þagnaði. Nú kom það. Það var eins og að drukkna í tárum. Ekki að búa með Steve lengur! Á morgun átti ég að fara frá honum! Ég var búin að segja honum það. Ég hafði haldið, að ég þyrfti smá hjálp til að g'era það og nú var hjálpin komin. „Caroline, hvernig fannst þér, þegar þú ákvaðst að — Rödd mín brast og ég gat ekki lengur séð Caroline, því augu mín voru full af tárum. Næsta augnablik grét ég bitui’t. Caro- line leiddi mig inn í dagstof- una og lét mig setjast. „Þetta hlaut að koma. Þú hefur verið svo taugaæst. — Hvernig mér leið? Ég býst við að mér hafi liðið rétt eins og þér núna, þó að ég hafi kannski talið þér trú um ann- að, Það var hræðilegt, en það er búið.“ „Fljótt búið?“ „Það er undir þér komið?“ Ég snöggti: „Þau eru áreið- anlega saman.“ Ég vildi að hún segði mér að þau væru það alls ekki. „Áreiðanlega,“ sagði hún þurrlega. „Svona, nú skulum við láta íara vel um okkur fyrir framan arininn og á- kveða, hvað við eigum að gera. Geturðu komið Nicky strax á barnaheimilið?“ „Já, ég er búin að tala við Pátsy.“ „Gott. Þá hringjum við þeg- ar til hennar og segjum, að hann komi á morgun. Ég leit örvingluð á hana. „Er það ekki of snemmt?“ „Því fyrr því betra. Steve kemur aftur á föstudaginn. í dag er miðvikudagur. Þú ferð á morgun.“ „Ég get skrifað til verk- smiðjunnar.“ „Þá er það ákveðið. En skrif aðu ekki neina viðkvæmnis- dellu.“ „Nei, það skal ég ekki gera. Og hvert á ég að fara?“ „Elsku vina, hvert viltu fara?“ Ég fór aftur að gráta. „Það er heimskulegt, en ég hef aldrei farið neitt ein fyrr.“ „Þér finnst það áreiðanlega skemmtilegt. Þú getur gert hvað sem þú vilt. Sofið fram eftir á morgnana, lagt þig, þeg ar þú vilt, þú verður frjáls.“ „Ég hata að vera frjáls,“ sagði ég. „Heyrðu mig nú, Jenny, kannski er það hörkulegt, en þú verður að reyna að ná þér. Þú getur ekki lifað áfram, ef þú gerir það ekki.“ „Nei, það er víst rétt.“ „Ef einhver önnur leið væri, segði ég þetta ekki. En viltu : lifa áfram eins og hingað til? Eftir að þú veizt það, sem þú fréttir í dag?“ „Nei, það gæti ég ekki.“ „Nei, sjáðu nú til —“. Ég lét Caroline taka við og þegar við fórum að hátta var allt ákveðið. Caroline átti að aka okkur Nicky til Patsyjar. Ég átti að fara á lítið hótel, sem Caroline hafði einu sinni verið á. Það eina, sem eftir var, var að skrifa Steve. „Ég átti að vera að heim- an í fjórtán daga eða jafn- lengi og ég gæti. „En hvað verður um hús- ið?“ sagði ég við Caroline, þegar hún bauð mér góða nótt. „Veiztu um einhvern, sem vill taka að sér að sjá um það?“ „Með svona stuttum fyrir- vara?“ „Þú yrðir undrandi yfir öllu því, sem hægt er að gera, ef viljinn er fyrir hendi.“ „Kannski ég geti fengið hús hjálpiná við hliðina á til að líta eftir öllu tvisvar í viku.“ „Sþurðu hana á morgun áður en við förum. Já, Jenny, ég býst ekki við að það sé til mikils að bjóða þér góða nótt, en ég geri það samt.“ „Ég fer að hugsa um öll árin, sem við vorum svo ham- ingjusöm.“ „Auðvitað gerir þú það. En elsku Jenny mín, þegar þessu er öllu lokið getur þú minnst þeirra án þess að vera óham- ingjusöm. Það þarf tíma til, en það verður. Og þegar þér tekst það verður það af því, að þér skilst, að ?nnað eins og þetta kemur fyrir fjölda fólks, það hefur komið fyrir mig og þig og við erum ekki þær einu. Hjón lenda á krossgötum. Þú ferð þína leið og Steve sína __a „En Nicky, Caroline?“ „Það veit ég ekki. En þið Steve verðið að ákveða, hvað er bezt fyrir hann. Sækir þú um skilnað við Steve færð þú Nicky.“ „Ég gæti aldrei sleppt hon- um.“ „Vitanlega ekki.“ „Þá vildi ég heldur hafa það eins og það er.“ „Það veit ég að þú vildir.“ „Steve getur hitt hann þeg- ar hann vill.“ „Það gengur allt. Þú verður að læra að láta hverjum degi nægja sína þjáningu.“ £ R A II Íf Jl H M S §1 »kTei, Dísa. Það var ekki svona, sem ég meinti, að þii ættir að slá blettinn fyr- ir tvær krónur á tímann“. Ég skalf. „Ég hata orðið skilnaður.“ „Ég hugsa, að það geri flest- ar eiginkonur.“ „Nei, ekki allar, sumar vilja bara losna við mennina sína. Manstu fyrsta kvöldið, sem þú komst fi’á Jamaica?" „Já, ég býst við að þér hafi fundizt það um mig þá.“ Caro- line brosti biturt. „En nú veiztu betur. Ég sá bara, að ég gat ekkert annað gert og ég gat einsvel reynt að halda í stoltið.“ Ég tók um hendina á henni. „Þakka þér fyrir, hvað þú ert góð við mig, Caroline,“ sagði ég. „Della. Farðu nú að hátta. Á morgun líður þér betur.“ En mér leið verr, en ég sagði Caroline það ekki. Um leið og ég opnaði augun minnt ist ég alls þess, sem skeð hafði, og ég lá sem lömuð. Það leið langur tími áður en ég sofnaði. Þegar var að byrja að daga stóð ég upp, kveikti ljósið og fór að skrifa Steve. Litlar, harðar, saman- vöðlaðar kúlur á pappírskörf- unni vitnuðu um öll mistökin. Flugveiarnars Flugfélag- íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupm.h. kl. 08.00 í dag. Væntanlegur aftur til Rvk kl. 22.40 í kvöld. Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupm.h. kl. 08.00 í fyrra- málið. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Ak ureyrar (3 ferðir), Egilsstaða ísafjarðar, Kópaskers, Pat- reksfjarðar, Vestm.eyja (2 ferðir) og Þórshafnar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egils- staða, Fagurhólsmýrar, Flat- eyrar, Hólmavíkur, Hornafj., ísa.fjarðar, Kirkjubæjarkl., Vestm.eyja (2 ferðir) og Þing eyrar. Loftieiðir. Hekla er væntanleg frá Stafangri og Osló kl. 21 x dag. Fer til New York kl. 22.30. Edda er væntanleg frá New York kl. 8.15 í fyrramálið. Fer til O/Tó og Stafangurs kl. 9.45. Skipgns Skipadeild SÍS- Hvassafell fór í gær frá Þorlákshöfn áleiðis til Stett- in. Arnarfell er í Reykjavík. Jökulfell lestar á Vestfjörð- um. Dísarfell er væntanlegt til Iiornafjarðar á morgun. Litlafell losar á Norðurlands- höfnum. Hamrafell fór 6. þ. m. frá Batum áleiðis til ís- lands. Helgafell fer væntan- lega á morgun frá Stettin á- leiðis til íslands. Eimskip. Dettifoss fór frá Seyðis- firði í gær til Norðfjarðar og þaðan til útlanda. Fjallfoss fór-frá Vestmannaeyjum 11/8 til Antwerpen, Rotterdam og Hull. Goðafoss fór frá New York 11/8 til Keflavíkur. Gullfoss fór frá Leith 10/8, var væntanlegur til Reykja- víkur í nótt. Lagarfoss kom til Akureyrar. í gær, fer þaðan í dag til Seyðisfjarðar, Norð- fjarðar, Eskifjarðar og þaðan til útlanda. Reykjafoss kom til New York 11/8, fer þaðan 14/8 til Rejlrjavíkur. — Sel- foss fór frá Reykjavík í gær- kvöldi til Sandefjord, Köben- havn, Rostock, Stockhlom, Riga, Ventspils og Gautaborg ar. Tröllafoss kom til Reykja- víkur 8/8 frá Leith. Tungu- foss fór frá Odense 11/8 til Gdynia og Hamborgar. Alþýðublaðið — 13. ágúst 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.