Alþýðublaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 2
V e ð r i ð : Norðaustan stinningskaldi, léttskýjað. ☆ LISTASAFN Einars Jónsson ar, að Hnitbjörgum, er opið daglega kl. 1.30—3.30. ☆ MINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá kl. 2 —6. Báðar safndeildir eru lokaðar á mánudögum. ÚTVARPIÐ: 20.30 Erindi: Málaferlin gegn Zaeco og Vanzetti (Bárður Jakobs- son lögfræðingur). 20.55 Tónleikar. 21.10 Ítalíu- bréf frá Eggert Stefáns- syni: í ítölskum útgerðar bæ (Andrés Björnsson flytur). 21.25 Þáttur af músíklífinu (Leifur Þórar insson). 22.10 Kvöldsagan „Allt fyrir hreinlætið." 22.30 Á léttum strengjum. ☆ Lárus Sigurjónsson skáld er 85 ára í dag. ☆ Bandalag ísl. skáta. Foringjaskólin.n_að Úlfljóts vatni verður frá 12.—19. sept. og er ætlaður fyrir sveitaforingja og sveitafor- ingjaefni. Aldur 15 ára og eldri. Umsóknir sendist skrif- stofu BÍS. Pósthólf831, Rvík. ☆ ISjónuefni. Nýlega hafa opinberað trú lofun sína ungfrú Halldóra Bjarnadóttir skrifstofumær, Ægissíðu 72, og Ragnar Ingi- marsson verkfr/jeðingur, Rauðalæk 28. ☆ lieiðrétting. í fregn í blaðinu á miðviku dag féll niður setning og rugl aði frásögnina verulega, þar sem sagt var frá meiðslum í bílslysinu á Sipi>firði. Edda Rolladóttir, Reykjavík, hlaut stnáskurð á handlegg, en Kristín Kristinsdóttir, Akur- eyri, handleggsbrotnaði. I. O. G. T: Þingstúka Reykjavíkur, KVÖLDVAKA. — Þingstúka '.Reykjavíkur efnir til kvöld- vöku að Jaðri n. k. laugardags kvöld fyrir templara og gesti jþeirra. Ýmis skemmtiatriði, ávarp, frásöguþættir, upplest- ■ur, kvartettsöngur, kvik- myndasýning o. fl. Farið verð- ir frá Góðtemplarahúsinu ann að kvöld, laugardag, kl. 8 e.h. (Sfánar auglýst á morgun. Þingstúka Reykjavíkur. 4oaaDGooapiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|||||| Barnavagn Óska Gitir að kaupa vel meðfarinn barnavagn. — Upplýsingar í síma 50633 í dag. - sagi Gylfi Þ. Gíslason, mennlamálaráSherra, á alþingi í skýrslu um fríverzlunarmilin. MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Gylfi Þ. Gíslason, flutti al- Ijingi skýrslu um fríverzlunar- málin í fyrradag. Sagði hann, að þróunin í þessum málum væri nú uggvænieg fyrir ís- lendinga og yfir vofði, að Evr- ópa klofnaði í tvær viðskipta- hcildir. Ráðherrann vék í þessari skýrslu sinni að hinni nýju til- lögu um stofnun 7-ríkja frí- verzlunarsvæðis. Áttu Svíar frumkvæðið en þessi ríki hafa tekið bátt í viðræðunum auk Svíþjóðar; Noregur, Danmörk, Bretland, Portúgal, Sviss og Austurríki. Þessar nýju frí- verzlunartillögur eru í aðalat- riðum mjög svipaðar þeim, sem upphaflega voru lagðar fram varðandi stofnun fríverzl unarsvæðis fyrir alla Evrópu. Gert er ráð fyrir ag tollar og höft milli þátttökuríkja verði afnumin á tæpum 10 árum. Fyrsta tollalækkunin, 20%, á að fara fram 1. júní 1960, en hin síðasta, 10%, 1. jan. 1970. Innflutnings- og gjaldeyrishöft yrðu einnig afnumin smám saman, á jafn löngum tíma. Þessi ákvæði um fríverzlun skuli einnig ná til allra ann- arra vörutegunda en landbún- aðarafurða og fiskafurða. Er hér um að ræða atriði, er skipt- ir íslendinga meginmáli. Um meðferð fiskafurða ríkir ó- vissa. Norðmenn lögðu fram tillögu um að fríverzlunin næði til svonefnds iðnaðarfisks, þ. e. a. s. lýsis, mjöls, freðfisks og niðursoðinna fiskafurða,- Útlit er fyrir, að samkomulag verði um að fríverzlunin taki til lýs- is og mjöls en hins vegar er andstaða, einkum frá Bretum, gegn því að fríverzlunin nái til annarra unninna fiskafurða. Ennfremur hafa Norðmenn lagt til, að sérstakt samkomulag verði gert til að stuðla að aukn- um viðskiptum milli þátttöku- ríkjanna með þær fiskafurðir er fríverzlunin tæki ekki til. Ekki hggur fyrir hverja af- Stöðu aðrar þjóðir taka til þess- arar tillögu en vænta má, að hún nái fram að ganga. Hér fer á eftir orðrétt nið- urlag skýrslu ráðherrans: UGGVÆNLEG ÞRÓUN. Allt útlit er nú fyrir að þess- ar nýju fríverzlunartillögur nái fram að ganga og fríverzl- unarbandalag Evrópu verði stofnað einhvern tíma fyrir mitt næsta ár. Því er ekki að neita, að þessi þróun er að mörgu leyti uggvænleg, ekki sízt fyrir íslendinga. Yfir vof- ir, að Evrópa klofni í tvær and- stæðar viðskiptaheildir og myndi það að sjálfsögðu hafa óhagstæð áhrif, ekki sízt á þau ríki innan Efnahagssamvinnu- stofnunar Evrópu, sem utan við standa. Ég hefi áður í skýrsl- um mínum til alþingis rakið þau óhagstæðu áhrif sem stofn- un tollabandalags 6-veldanna hlýtur að^ hafa á útflutnings- verzlun íslendinga. Eru þau fyrst og fremst fólgin í tvennu. Annars vegar verður nýr með- altalstollur settur á allan inn- anna. Þetta þýðir t. d„ að á Ítalíu, þar sem hingað til hefur verið tollfrjáls innflutningur flutning til tollabandalagsríkj- á íslenzkum saltfiski, er gert ráð fyrir 17% tolli, þegar Róm- arsamningurinn er kominn full komlega til framkvæmda. í öðru lagi hefur tollabandalagið þau áhrif, að aðstaða aðila ut- an bess til samkeppni við fram- leiðendur innan tollabandalags- ins, versnar mjög verulega. Þannig munu íslendingar eiga erfiðara um vik að keppa við þýzka og belgíska fiskframleið- endur á markaði á Ítalíu og í Frakklandi. TOLLAR ÚT Á VIÐ ÓBREYTTIR. Áhrif hins væntanlega frí- verzlunarbandalags á sam- keppnisaðstöðu aðila utan þess, eru að því leyti minni, að ekki er gert ráð fyrir að tollar út á við breytist. íslendingar þurfa því ekki að óttast tollahækk- anir af þessum sökum. Hins vegar hljóta framleiðendur inn an fríverzlunarbandalagsins að hafa betri samkeppnisaðstöðu en framleiðendur utan þess, sérstaklega þegar um er að ræða vörur, sem háir tollar eru á gagnvart ríkjum utan banda- lagsins. Nú er það svo, að allt útlit er fyrir, að fríverzlunin taki ekki til fiskafurða nema að litlu leyti, og dregur það að sjálfsögðu úr hinum óhagstæðu áhrifum sem bandalagið hefur á útflutningsverzlun íslend- inga. Búast má við því, að sam- keppnisaðstaða okkar varðandi sölu á mjöli og lýsi versni nokkuð, þar sem Norðmenn geta flutt þær vörur tollfrjáíst inn til hinna 7-ríkjanna. en ís- lendingar yrðu að sæta nokkr- um tollum. Þetta er að vísu ekki mjög alvarlegt atriði, vegna þess hve lágir tollar eru á þessum vörum yfirleitt. Hitt verður þó að hafa í huga, að búast má við, að ýmsar ráð- stafanir verði gerðar, eftir því sem tímar líða, til þess að auka fiskverzlun milli þátttökuríkja fríverzlunarbandalagsins, t. d. í samræmi við tillögur Norð- manna. Gæti það vel orðið til þess að rýra verulega samkeppn isaðstöðu íslendinga í framtíð- inni. Yfirleitt er því óhætt að segja, að bæði tollabandalag 6- veldanna og hið fyrirhugaða fríverzlunarbandalag ríkjanna 7 muni hafa óhagstæð áhrif á útflutning íslendinga á fiskaf- u.rðum. Eins og sakir standa kann hitt að virðast skipta litlu máli, þótt þessi bandalög hafi tví- mælalaust, í för með sér minnk andi samkeppnisaðstöðu varð- andi útflutning iðnaðarvarn- ings frá íslandi, þar sem enn er ekki um neinn teljandi út- flutning að ræða af því tagi. Sé hins vegar litið lengra fram í tímann, er það alvarlegt fyr- ir Islendinga, ef möguleikar þeirra til að koma upp nýjum útflutningsatvinnugreinum versna verulega frá því sem nú er. ÍSLENDINGAR UTAN VIÐ. Eins og málin standa nú, virðist ekki koma til greina fyr- ir íslendinga að gerast aðilar að öðru hvoru þeirra viðskipta bandalags, sem ýmist hefur verið komið á fót eða er í upp- siglingu. Yrði hins vegar um að ræða fríverzlunarsvæði fyr- ir alla Evrópu, eins og áður var um. rætt, mundi margt mæla með því að íslendingar yrðu þar aðilar, ef reglurnar um fiskverzlunina yrðu viðunandi og hef ég áður hér á hinu háa alþingi lýst þeim rökum, sem ég tel liggja til bess. Vonandi verður hið nýja fríverzlunar- bandalag ríkjanna sjö ekki lokaspor í þessu máli, heldur áfangi í átt til fríverzlunar- bandalags, er taki til allra ríkja Efnahagsstofnunar Evr- ópu. Það er vitað, að hin 3 ao- ildarríkin að Efnahagssam- Nýi flugturninn við Akure vinnustofnuninni, írland, Grikkland - og Tyrkland, sera eru utan við bandalögin tvö, telja hagsmunum sínum bezt borgið innan allsherjarfríverzl- unarsvæðis Evrópu. Þó hafa nú bæði Grikkland og Tyrkland leitað eftir samningum við tollabandalagið, en ekki er enn vitað í hverju þeir eru fólgnir. Ríkisstjórnin og sérfræðinga- nefnd sú, sem ég hef ráðgast við um þetta mál síðan það komst á dagskrá, telur hins vegar ekki tímabært að sinni, að taka upp neina slíka samn- inga við hvorugt bandalagið. Ríkisstjórnin telur heppilegast að bíða átekta um sinn og sjá hverju fram vindur. Ef næstu mánuðir líða án þess að teknir verði að nýju upp samningar um viðskiptabandalag, er taki til allra aðildarríkja Efnahags- samvinnus'ofnunar Evrópu, tel ur ríkisstjórnin tímabært og nauðsynlegt að leita hófanna um samninga við helztu við- skiptalönd okkar í bandalög- unum eða bandalögin í heild, I því skyni að þessi nýju við- skiptasamtök torveldi ekki við- skipti íslendinga við aðildar- ríkin og rýri ekki viðskiptaaði stöðu þjóðarinnar. Framhald af 12. síðu. bræðsla, en höfnin væri með ágætum. — A.J. ) SALTAÐ í 2400 TUNNUR Á NORÐFIRÐI. j Neskaupstað í gær. HINGAÐ bárust 4000 mál f nótt og eru allar þrær orðnar fullar. ( Samtals er búið að salta hér í 2400 tunnur. — O. S. i Þormóður goði Þetta er mynd úr liinum nýja flugturni, sem reistur hefur verið við flugvöllinn á Akureyri. Er þetta fyrsti flugturn- inn, sem byggður er af íslendingum. Á þriðjudaginn síðasta var fyrstu flugvélinni veitt lendingarheimild úr turninum. i Framhald at 12. siðu. merhaven og byggjendur vél- anna, Krupp Macliinlabrik, Essen, um bætur vegna út- gjalda, er Bæjarútgerðin hef- ur haft af legu skipsins I Bremerliaven frá 12. febrúas til 21. júlí þ. á. Ennfremur um bætur vegna stöðvunar skipsins frá veiðuna í desember 1958 og á um« ræddu tímabili á árinu 1959» Voru umræddar bætuí greiddar Bæjarútgerð Reykja- víkur hinn 24. júlí, eða tveim dögum eftir að b/v „Þormóð- ur Goði“ fór heimleiðis frá Bremerhavén. , Framhald af 1. síðu. Eyjólíur / tölur til um fjölda þeirra, sem reynt hafa en gefizt upp. Af þessum 103 hafa aðeins 20 synt frá Englandi til Frakk- lands, eins og kapteinn Webba en hinir frá Frakklandi tjl Eng- lands. í fyrra reyndu t. d. 31 viS sundið, en einungis 6 luku þ’/f, Fyrsta konan synti yfi® Ermasund 6. ágúst 1926. Hún heitir Gertrude Ederle og ei bandarísk. Vakti sund hennat mikla athygli á sínum tírna. — Tíminn var 14 klukkustundi® og 35 mínútur. ij Á deildafundum í dag verðgj auk kosninga tekin fyrir frum- varp um samkomudag hing nýja þings svo og tvö frum- vörp. um almannatryggingar og áburðarverksmiðju. _i 2 14. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.