Alþýðublaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 9
( ijaróttir 3 MÍ í fr|álsíþróttism: AÐALHLUTA meistaramóts íslands í frjálsíþróttum er lok- ið, keppt var í síðustu greinum mótsins á miðvikudagskvöldið í norðan golu og kulda. Mótið gekk allvel og keppnin var skemmtileg, sérstaklega í kvennagreinunum. í langstökki kvenna voru t. d. 11 keppendur, og var mi'kil barátta um senti- metrana. ií SLEGGJUKAST Á MELAVELLI Keppni í sleggjukastj fór fram á Melavellinum og sigraði Þórður B. Sigurðsson með yfir- burðum eins og vænta mátti. Náði hann allgóðum árangri. Annars er það óþolandi fyrir sleggjukastarana. að ekki skuli vera keppt í þeirra grein á Laug ardalsvellinum og vonandi kem ur slíkt ekki fyrir oftar. * ÁRMANN BOÐHLAUPSMEISTARI Ármann sigraði í báðum boð hlaupunum. Keppnin í 4X100 m var nokkuð skemmtileg, þeir Hilmar og Valbjörn fengu kefl- in nokkurn veginn jafnt, Hiim- ar Þó aðeins á undan og hann tryggði Ármannssveitinni ör- uggan sigur. í 4X400 m hafði Ármannssveitin forustu frá upp hafi og sigraði með töluverðum yfirburðum. Skiptingar allra sveitanna voru ótrúlega léleg- ar. Það er eins og þær séu ekk- ert æfðar, enda eru tímarnir ósköp lélegir. □ Kristleifur sigraði Hauk í 3000 m hindrunarhlaupinu, en tímarnir eru lakari en efni standa til, enda veður óhag- stætt eins og áður hefur verið skýrt frá. + SKEMMTILEG KEPPNI KVENNA Keppt var í þrem kvenna- Sfórcjöf fil Skáftilfs MEÐ m.s. Gullfossi hinn 30. júlí s. 1. kom mikil gjöf til Skál- holtskirkju frá stórkaupmönn- unum Edvard Storr og Louis Foght í Kaupmannahöfn. Er gjöfin steindir gluggar í alla kirkjuna um 34 talsins. Sam- kvæmt ósk gefanda fór á sínum tíma fram samkeppni meðal ís- lenzkra listamanna og vann Gerður Helgadóttir, .þar fyrstu verðlaun að mati dómnefndar þeirrar, er ráðuneytið skipaði. Samkvæmt ósk gefenda lagði Gerður svo fram tillögur að mótun glugganna, en þeir voru búnir til undir hennar umsjá i verkstæðum dr. Oidtmanns í Linnich í Vestur-Þýzkai andi. í samráði við gefendur hafa glúggarnir nu yérið settir í kirkjuna. Gjöf þess er ein stórfelldasta listagjöf,' er þjóðinni hefur bofizt. , greinum og sigraði Guðlaug Kristindóttir, FH í tveim þeirra og í annarri, spjótkasti, setti hún íslenzkt met, kastaði 30,32 m. Er það fyrsta íslandsmetið, sem sett er á hinum glæsilega Laugardalsvelli. Guðlaug sigr- ■aði einnig í 200 m hlaupi á 29,9 sek. Langstökk kvenna með 11 keppendum var skemmtilegt, en meistari varð Kristín Harð- ardóttir, UMlSK, sem stökk 4,60“ m og hafð forustu frá byrjun. Kristín og flestar stúlkurnar voru í strigaskóm, en ef þær hefðu gaddaskó og lærðu að beita þeim, mundi árangurinn batna til muna. Kvennameist- aramótið setti ánægjulegan svip á þetta meistaramót og von andi er þetta upphaf að vel- gengni frjálsíþrótta hér meðal kvenfólksins, ekki vantar áhug ann og efniviðinn. GUÐLAUG VANN BEZTA AFREKIÐ Guðlaug Kristinsdóttir, FH vann bezta afrek kvennameist- aramótsins, en hún hlaut 737 stig fyrir 10,33 m í kúluvarpi. Vann hún bikar, sem samtök í- þróttafréttamanna hafa gefið. Næstbezta afrekið hafði Svala Lárusdóttir, HSH, en hún náði 14,2 sek. í 100 m hlaupi. UMSK hlaut flest meistara- MWWWWMtWMWWWWWW GUÐLAUG Kristinsdótt- ir, FH, vann bezta afrek Kvennameistaramótsins í frjálsíþróttum, sem er ný- lokið. Hún hlaut 737 stig fyrir kúluvarpsafrek sitt, 10,33 m. Guðlaug er hér með afreksbikar, sem sam tök íþróttafréttamanna gáfu. VWWMttWWMWMWWMWMWM SÆNSKI sleggjukastar- inn Birger Asplund er einn sá bezti f Evrópu, þó að ekki sé hann hár í loft- inu, en margur er knár þótt hann sé smár. Birger hefur sett hvert metið af öðru í sumar og núna síð- ast kastaði hann 65,97 m., sem er næstbezta afrek í Evrópu í sumar. Svíar gera sér miklar vonir um Birger á Olympíuleikun- um í Róm næsía sumar. stig á kvennameistaramótinu eða 4 talsins, FH 3 og HSH 2. Guðlaug Kristinsdóttir varð Þre faldur meistari. 4x100 m. boðhlaup: íslandsmeistari: Sveit Ármanns, 44,5 sek. (Grét- ar Þorsteinson, Hörður Har- aldsson, Þórir Þorsteinsson 1 og Hilmar Þorbjörnsson). Sveit ÍR, 45,1 sek. (Heigi Bj., Vilhj. Einarss., Daníel Halld., Valbjörn þorlákss.,). Sveit KR, 45,6 sek. (Gylfi Gunn arsson, I'ngi Þorsteinss., Guð- mundur Guðj., og Einar Frí- mannsson). 4x400 mi. boðhlaup: íslandsmeistari: Sveit Ármanns, 3:28,2 mín. — (Grétar, Þorkell, Þórir, Hörð- ur). Sveit KR, 3:32,7 mín. (Gylfi, Ingi, Sigurður, Svavar). 3000 m. hindrunarhlaup: íslandsmeistari: Kristl, Guðbj.ss., KR, 9:32,8 Haukur Engilbertss., UMSE, 9:35,6 Sleggjukast: íslandsmeistari: Þórður B. Sigurðsson, KR, 51,00 Einar Ingimundars., ÍBK, 46,45 Friðrik Guðm.ss., KR, 45,69 Þorsteinn Löve, ÍR, 41,64 Björn Jóhannesson, ÍBK, 40,00 Birgir Guðjónsson, ÍR, 38,62 Fimmtarþraut: íslandsmeistari: Björgvin Hólm, ÍR, 2683 stig. (6,78 . 54,52 . 23,4.41,11 . 0) Valbjörn Þorláksson, ÍR, 2614. (6,64.55,84.22,8 . 35,76.0). Ólafur Unnsteinsson, UMFÖ, 2394 st. (6,65 . 41,03 . 24,2 . ' 32,83 . 4:52,8). Sigurður Sigurðsson, USAH, 2392 st. (6,54 . 42,00 . 23,8 . 32,62.4:58.8). Þorvaldur Jónasson, KR, 1958. Karl Hólm, ÍR, 1936 Unnar Jónsson, UMSK, 1927 Brynjar Jensson, HSH, 1835 Helgi Hólm, ÍR, 1819 Steindór Guðjónsson, ÍR, 1785 Arthur Ólafsson, UMSK, 1627 KVENNAGREINARNAR: Langstökk: íslandsmeistari: Kristín Haraldsd., UmsK, 4,60 Rannveig Laxdal, ÍR, 4,32 Karin Kristjánsd., HSH, 4,29 Ingibjörg Sveinsd., Self., 4,28 Svala Lárusdóttir, HSH, 4,20 Þórdís H. Jónsdóttir, ÍR, 4,01 Spjótkast: íslandsmeistari: Guðlaug Kristinsd., FH, 30,32 (Nýtt ísl. met). Sigríður Lúthersdóttir, Á, 26,10 Kristín Harðard., UMSK, 25,19 200 mj. hlaup: íslandsmeistari: Guðlaug Kjristinsd., FH, 29,9 Svala Lárusd., HSH, 30,7 Karin Kristjánsdóttir, 31,8 Krzyskowiak keppEr í London í dag PÓLSKI langihlauparinn Krzyskowiak, sem varð Evr- ópumeistari í 5000 og 10000 m. hlaupunum í Stokkhólmi s. 1. sumar hefur ekkert getað keppt í sumar vegna meiðsla og veik- inda. Hann hefur nú náð sér að fullu og tekur þátt í lands- keppni Pólverja gegn Englend- ingum, sem hefst í London í dag. Í.R. Innanfélagsmót. Keppt í kringlukasti, sleggju kasti og kúluvarpi laugardag kl. 3. — Stjórnin. áusíurrískl mel í sieggjukasll HINN 21 árs gamli austur- ríski sleggjukastari Heinrich Thun, setti met 1 sleggjukasti í vikunni. Hann kastaði 63,89 m., en gam]a metið var 61,31 m. — Thun er mjög efnilegur sleggju kastari. 2,10 melrar í hásiökki Rússneski hástökkvarinn Ear is Rybak stökk nýlega 2,10 m. á móti í Moskva og er hann þriðji Rússinn sem nær þeirri hæð. NÚ eru aðeins 12 mán- uðir og nokkrir dagar þ^r til Olympíuleikarnir í Róm hefjast. Enginn vafi er á því, að þetta verða einhverjir glæsilegustu og bezt skipulögðu leikar, sem fram hafa farið til þessa. ítalir leggja mikla áherzlu á fullkominn und- irbúning, bæði hvað snert ir íþróttamannvirki og skipulag allt. En það eru fleiri, sem leggja áherzlu á góðan og mikinn undirbúning fyrir leikana og er þar átt við þátttökuþjóðirnar, sem nú þegar hafa byrjað að und- irbúa keppendur sína und ir hin miklu átök, sem þarna verða milli íþrótta- manna og kvenna frá flest um löndum heims. En hvernig er það með und- irbúning okkar, er hann nógu góður? Knattspyrnumenn okk- ar eru nú þegar í eldinum, því að undankeppni knatt spyrnukeppninnar er þeg- ar hafin og okkar liði hefur gengið betur en þeir bjartsýnustu þorðu að vona. En hvernig er það með aðrar greinar? ís- lenzka Olympíunefndin hefur einnig tilkynnt þátt- töku okkar í frjálsíþrótta- og sundkeppni leikanna. Ekki hefur neitt heyrzt um sérstakan undirbún- ing eða þjálfun frjálsí- þróttamanna eða sund- fólks fyrir þessa miklu í- þróttahátíð. Enginn vafi er þó á því, að í þessum greinum stöndum við fremst á alþjóðamæli- kvarða, samanber árangur frjálsíþróttamanna okkar á síðustu Olympíuleikum og Evrópumeistaramótinu í fyrrasumar og nú síðast afrek Ágústu Þorsteins- dóttur og Guðmundar Gíslasonar á Sundmeist-' aramóti Norðurlanda í Kaupmannahöfn. Evrópu- meistarinn í 100 m. skrið- sundi kvenna, sænska stúlkan Kate Jobson, sigr aði t. d. Ágústu á meiri keppnisreynslu og mun- aði aðeins 1/10 úr sek. ,á þeim. ★ Iþróttaforystunni ber nú þegar að hefja virkan og ákveðinn undirbúning væntanlegra keppenda ís- lands undir þessi átök; hver vika, sem fer for- görðum, er dýrmæt. «.to «■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«•1 ■5 i*Á Alþýðublaðið — 14. ágúst 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.