Alþýðublaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 10
Jéii Th. Sipriison kfæiáeri HIN'N 5 ágúst sl. andaðist Jón Th. Sigurðsson klæðskeri að heimili sínu hér í bæ, Óð- insg'ötu 17 A. Jón var fæddur að Vestdalseyri í Seyðisfirði 9. desember árið 1900. For- eldrar hans voru hjónin. Ingi- björg Björnsdóttir og Sigurð- ur .Vigfússon, er þar bjuggu. Eignuðust þau hjón 8 börn, er öll komust tii fuilorðins- ára. Á ungum aldri fluttist Jón með foreldrum sínum og syst kinum til Vestmannaeyja og bjó fjölskyldan jafnan í hús- inu Pétursborg þar í bæ. í þessum mikla útgerðarbæ átti Jón heima öll sín. uppvaxi.ar- og manndómsár, eða þann hluta ævinnar, er kalla má blómaskeið hennar, er starfs þrek og heilsa er jafnan bezt. Stundaði hann þar öll venju- leg störf, er að sjó leit, fram- an af ævi, og eitt sumar var hann við sjóróðra austur á Norðfirði. Eftir nokkur ár hóf Jón nám í klæðskeraiðn, fyrst hér heima, síðar í Kaup- mannahöfn, og lauk námi í þeirri iðngrein. Varð það at- vinna hans og lífsstarf upp frá því. Næst liggur leið Jóns aust- ur á land, er hann árið 1937 flytzt búferlum til Neskaup- staðar og setur þar á stofn klæðskerastofu, er hann starf rækir síðan. Árið 1938 giftist Jón eftirlifandi konu sinni, Ásgerði Guðmundsdóttur, og var heimili þeirra ætíð að. Grjótbakka í Neskaupstað. Eignuðust þau hjón tvö börn, Guðmund og Jónu Sigríði, sem bæði eru á lífi og eiga heima hér í Eeykjavík. í Neskaupstað ávann Jón sér traust og vináttu og eign- „Sviplega stundum sólu fyrir dregur, sviplega vinir kveðja þennan heim.“ AÐ morgni 8. ágúst sl. varð Jónatan Hallgrímsson, Reykja víkurvegi 33, bráðkvaddur við vinnu sína. Fer útför hans fram í dag frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Okkur mun flestum bregða nokkuð öðruvísi en ella, er við heyrum að svo skjóta o» ó- vænta dauðastund ber að höndum, þótt við að vísu vit- um að allir hljóta að lúta sínu skapadægri þá stundin er komin. Jónatan Hallgrímsson var fæddur 20. ágúst 1892. Ólst hann upp í Miðfirði í Vestur- Húnavatnssýslu hjá foreldr- um sínum, Sigríði Jónatans- dóttur og Hallgrími Einars,- syni. Bjuggu þau á ýmsum stöðum í Miðfirði, en síðustu búskaparár sín á Valdasteins- stöðum í Hrútafirði, en þar dó Sigríður móðir Jónatans 1915. Nokkrum árum síðar kvæntist Hallgrímur í annað sinn Vil- borgu Jóhannesdóttur frá Klettstíu í Mýrasýslu. 1920 fluttu þau hjón til Hafnar- fjarðar, og þar andaðist Hall- grímur árið 1946. Jónatan kaus ekki að yfirgefa æsku- aðist marga kunningja, er kunnu að meta drengilega og prúðmannlega framkomu hans í viðskiptum og daglegri umgengni. Luku Norðfirðing- ar upp einum munni um Það, að leitun væri á samvizku- samari og viðmótsbetri sam- borgara. Starfaði Jón nokkuð Jón Th. Sigurðsson að málum iðnaðarmanna þar í bæ og eitthvað að leiklist, er hann hafði allmikinn áhuga fyrir. Allt til ársins 1951 átti Jón heima í Neskaupstað, og mun hafa unað þar vel hag sín- um, en fluttist þá með fjöl- skyldu sína til Reykjavíkur. Var hann þá farinn að kenna þess sjúkdóms, er mun hafa dregið hann til dauða. Eítir að suður kom, fékkst hann lítið við iðn sína, en gerðist gæzlu- maður við Kleppsspítalann og gegndi því starfi þar til hann fyrir tveim árum varð að stöðvar sínar. Átti hann heim ili aitt fyrir norðan til ársins 1946, en fluttist þá til Hafn- arfjarðar. Jónatan sál. vann oftast hjá öðrum og var mjög eftirsóttur til starfa, enda verkmaður góður og húsbóndahollur og kappkostaði eigi að síður að vinna að hag húsbænda sinna en sínum eigin. Dyggð og trú- mennska var hans aðalsmerki. Framkoma hans öll var rnótuð af heiðarleik og prúðmennsku, rausn og hjálpsemi voru sterk ir eiginleikar í far hans og hvar sem hann var og starf- að ávann hann sér traust og vináttu samstarfsmanna sinna, og þegar hann nú er kvaddur hinztu kveðju fylgir honum góður og hlýr hugur samferðamannanna. Stjúpa hans, bræður og annað skyld- fólk, svo og vinir og kunn- ingjar færa honum hjartans þakkir fyrir alla tryggð, góða og trausta vináttu, og óska honum allra heilla inn á land lífsins og Ijóssins, til hans, sem sagði: „Þú varst trúr yíir litlu, og ég mun setja Þig yfir mikið.“ Friður og guðsblessun fylfii honum. Jón Sigurgeirsson. hætta því sökum heilsubrests. Jón bar mikla föðurlega um hyggju fyrir börnum sínum, vinfastur og enginn yfirborðs maður, enda dulur nokkuð í skapi. Jón gaf sig lítið’að op- inberum. málum, en myndaði sér þó ákveðnar skoðanir í þeim og var fastur fyrr. í landsmálum skipaði hann sér í flokk hinna vinnandi stétta, alþýðunnar í landinu, enda af þeim stofni kominn og ein af greinum hennar, og uppalinn á þeim ■ tímum, er hin vinn- andi stétt þurfti að sækja rétt sinn með harðneskju. Hinn langvarandi sjúkleika bar Jón með mestu stillingu og hugprýði, unz yfir lauk. Dauða hans bar snögglega að, og mun honum þar hafa orðið að ósk sinni, en hann hafði látið í ljós, að svo mætti verða. Eins og áður er sagt var Jón Austfirðingur, og bar ætíð hlýjan hug til Aust- fjarða. Fór hann ekki dult með það, að hann hefði gjarn an viljað eiga lengur heima í Neskaupstað, en það fór á annan veg. Hins vegar mátti finna það, að djúpar rætur áttu Vestmannaeyjar í huga hans, sá bær, er hann hafði lengst átt' heima í og lifað sín beztu ár. Rétt áður en hann dó hafði han ákveðið, ásamt syni sínum að heimsækja sinn gamla bæ og takast ferð á hendur til þátttöku í þjóðhá- tíð Vestmannaeyja. Sú ferð var aldrei farin, en önnur lengri og örlagaríkari fyrir- búin honum. Nú þegar ég kveð kunn- ingja minn Jón Sigurðsson, votta ég aðstandendum hans mína dýpstu samúð og hlut- tekningu. Honuin vil ég Þakka alla velvild og vinsemd í minn garð og minna, bæði fyrr og síðar. Samferðamanninum þakka ég allar ánægjulegar samveru stundir og samfylgd á lífsleið inni, sem ég mun geyma í minningum, og bið honum allrar blessunar. Ó. M. Ágúsf Jósehson (Framhald af 5. síðu.) hans er fróðleikurinn í þeim. Þar er getið allra bæja í Vest- urbænum, nafna þeirra og stað- setningu miðað við núverandi götur og húsnúmer. Þar eru rakin fjölmörg örnefni í bæjar- landinu og í Viðey. Þarna telur hann öll naustin og uppsátrin eftir eigin minni og frásögnum fróðra Reykvíkinga, sem allir eru nú látnir. í þáttunum er sagan um hina döpru daga 1918 þegar spanska veikin herjaði og sagt frá mörgu, sem fyrir bar í barnaskólanum — og þarna á meðal eru nokkrar ferðasögur hans. Endurminn- ingar Ágústs koma út á kom- andi hausti hjá Leiftri og hygg ég að það verði mörgum kær- kominn bók. IV. Enn gengur Ágúst Jósefsson léttstígur, 'glaður og reifur um götur Reykjavíkur. Hann hef- ur verið gæfusamur maður. — Hann hefur séð allt gróa í kring um sig og þá félagsmálahreyf- ingu, sem hann helgaði krsfta sína, breyta þjóðfélaginu svo að nú eru kjör fólksins öll önnur en áður var — og það, sem MINNSNGARORÐ: iónifan Hallgrimsson fyrrum var barizt harðast fyrir, nú talið sjálfsagt. Við félagar Ágústs Jósefsson- ar þökkum honum fyrir öll störf hans, fyrir Ijúfmennsku hans og víðsýni. — í dag lagði hann land undir fót eitthvað út í buskann. Honum hefur alltaf þótt gaman að ferðast. VSV. Opnar daglega kl. 8,30 árdegis. ALMENNAR VEITINGAR allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðskíptin. Ingólh-Café. Munið .. símann 23136 Bíla «g búvélasalan Baldursgötu 8 Lesið AlþýðublaSið Sifreiisiiin Ingólfsstrsfl 9 Síml 19092 og 18966 Kynnið yður hið stóra úr val sem við höfum af all» konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. ilfreiasalðii tagólfssfræti 9 og leigan ” ’ Sími 19092 og 18968 Húselg&ndurá önnumst allskonar vam*- og hitalagnir. HITALAGNIB fe,l Símar 33712 — 35444. Húseigencfafégag Reyk]avíkur Nauðungarup sem auglýst var í 56., 57. og 58. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1959, á hluta í Háteigsveg 20, hér í bænum, eign Ingólfs Petersen, fer fram eftir kröfu Geirs Hall- grímssonar hrl., Þorvaldar Lúðvíkssonar hdl., Guð- jóns Hólm hdl., Jóhanns Steinarssonar hdl. og Ragn- ars Jónssonar hrl., á eigninni sjálfri þriðjudaginn 18. ágúst 1959 kl. 3 e. h. BORGARFÓGETINN í REYKJAVÍK. Hringbraut 63, Ilafnarfirði, verður jarðsett frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði laugardaginn 15. þ. m. kl. 2. Böra og tengdabörn. sem auglýst var í 56., 57. og 58. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1959, á hluta í Langholtsveg 102 (rishæð), bér í bænum, eign Lúthers Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Hólm hdl., Hauks Jónssonar hdl., Landsbanka íslands og tollstjórans í Reykjavík á ""^hni sjálfri miðvikudaginn 19. ágúst 1959, kl. íðdegis. RGARFÓGETINN í REYKJAVÍK. 14. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.