Alþýðublaðið - 15.08.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 15.08.1959, Blaðsíða 12
Ovísi hvort ég reyni aflur vi' Ermarsund í ár segir Eyjólfur Var hress, er Alþýðublaðið álti símlal við hann í gærmorgun ÞAÐ er óvíst hvort ég reyni aftur í ár, sagði Eyjólfur Jóns- son, er Alþýðubiaðið ræddi við 'hann í gær í símtali til Dover 'En ég er ákveðin í að reyna afí- ur næsta sumar. Kvaðst Eyjólf- "ur hinn hressasti og ekkert eft- ' lr s*g eftir sundið. Eyjólfur kvað veðrið hafa ver ið sæmilegt, er-hann hefði lagt upp í sundið. Hefði verið heið- sldrt en dálítill vindur. Hins vegar hefði verið spáð lygnanai veðri. Þetta hefði Þó reynzt þveröfugt, þar eð veðrið hefði versnað og farið að hvessa rneira. MYNDAVÉLIN FÓR FYRIE BORÐ. Sundið gekk mjög vel fyrstu 10 tímana, sagði Eyjólfur en þá var rokið orðið svo mikið og öldugangurinn að sjóveikin náði tökum á mér. Varð nú æ eriðara að halda stefnu vegna strauma og öldugangs. Hrakti Eyjólf mjög af réttri leið næstu þ>rjár stundirnar eiró og sést toezt á því, að hann hafði synt 35 milna vegalengd, er hann gafst upp en styttsta vegalengd yfir Brmasund er 21 míla. Þegar Hyjólfur gafst upp átti hann ' eftir 6 mílur til lands og sá ffiann Englandsströnd greinilega fyrir sér. Til marks um það liversu rokið var rníiklð, sagði Pétur Eiríksson þjálfari Eyjólfs, er Alþýðublaðið ræddi einnig við hann, tað ýmislegt lauslegt hristist úr bátnum og þar á meðal myndavélin mín svo, að myndir verða engar frá sund- inu. ÓÞREYTTUR EFTIR SUNÐÍÐ. Pétur sagði, að Eyjólfur hefði verið_ óþreyttur eftir sundið. Venjulega gefast menn upp vegna kulda og þreytu. En Eyjólfi Var vel heitt er hann hætti sundinu enda vanur að synda í heitari sjó heima. Pétur kvað fylgdar mann Eyjólfs hafa reynzt vel. Hann sagði, að það sem ylli mestum erfiðleikum í sam- handi við sundið væru straum arnir, er kæmu úr öllum átt- um. vona að þetta kveiki ÁHUGA. Eyjólfur Jónsson sagðijað lok um ,að hann vonaðist til þess að þolsund hans hefði orðið til þess að vekja áhuga annarra ungra Íslendinga á þessari grein íþróttanna. Að lokum það hann fyrir kveðjur heim og kvaðst halda heimieiðis í næstu viku. vegur og SVR-ferðir að farþegaafgreiðslu Flugfélags íslands á Reykjavíkurvelli BRÁTT verður hafizt handa nrn lagningu nýrrar akbrautar að farþegaafgreiðslu Flugfé- lags fslands á Reykjavíkur- flugvelli, en holótti malarveg- tirinn af Njarðargötunni lagð- ur niður. Þegar því verki verð- ur lokið, munu Strætisvagnar Keykjavíkur — Skerjafjarðar- BOIZANO, 14. ág. (Reuter). — Fjalla-Ieiðsögumenn hófu í dag, með aðstoð þyrla, tilraun til að bjarga þrem ítölskum fjallgöngumönnum, sem hafa verið tepptir í þrjá daga í hlíð- um Marmolada (3400 m.) í Dó- ► Iómítafjallgarðinum. Þyrluflugmaður, sem komizt hefur næstum að mönnunum, segir, að annar þeirra hangi í kaðii fram af ; syllu, en hinn hafi leitað sér skjóls þar rétt hjá á bak við klett. Ástand í>eirra er talið „alvarlegt, jafn- vel örvæntingarfullt“. Skýja- þykkni hindrar aðgerðir. vagnar — leggja leið sína heim undir hlað á farþegaafgreiðsl- unni. Mun vegur verða lagður út af gömlu Þorragötunni og það- an inn á völlinn, en liggja út aftur á Hörpugötuna. Verður þetta til mikils hagræðis fyrir farþega flugfélagsins, auk þess sem hinn nyi vegur verður mal bikaður og sómasamlegur yfir- ferðar. Vélaverkstæði ríkisins á Reykjavíkurflugvelli sér um framkvæmdirnar. BRAUTARENDI MALBIKAÐUR. Unnið að malbikun á enda flugbrautar 02 úti í Fossvogi. Er það verk um það bil hálfn- að. Leúgist brautin, sem er sú lengsta á flugvellinum, bá um 137 metra. Er það helzta braut- arvinnan í sumar, en í fyrra var mikið malbikað yfir braut- irnar. í ár þarf því aðeins að fylla í holur, eins og jafnan er nauðsynlegt, Auglýst var eftir mönnum í vinnu um daginn og fengust nægilega margir. í fyrra á sama tíma vantaði menn í malbik- unai’vinnuna, en þá fékkst enginn. Loks má geta þess, að mikið er að gera við nýju flugturns- bygginguna. Eyjólfur Jónsson Sumardvölmæðra í Hafnarfirði UNDANFARIN 4 sumur hef- ur verið gengizt fyrir þvf að hálfu Hafnarfjarðarbæjar, að konur í Hafnarfirði, sem þess hafa óskað, gætu notið sumar- dvalar, sér að kostnaðarlausu í vikutíma, með eitt barn. Nú hef ur verið ákveðið að bjóða kon- um, sem ekki hafa átt kost á sumardvöl í ár, að dvelja viku- tíma á Laugarvatni. Þær kon- ur, sem vildu sækja um þessa dvöl gefi sig fram á skrifstofu Verkakvennafélagsins Framtíð arinnar í Alþýðuhúsinu, mánu- dags- og þirðjudagskvöld n.k. kl. 8,30—10,30 e.h. eða í síma 50307. ÞINGSLIT fara fram í dag kl. 1,30 og verður útvarpað frá athöfninni. Næsta reglulegt alþingi kem ur saman í síðasta lagi 20. nóv- ember samkvæmt lögum, sem samþykkt voru í gær. 40. árg. — Laugardagur 15. ágúst 1959 — 171 tbl. ÞAÐ er fremwr rólegt hjá fangavörðunum í fangahúsinu á Skólavörðustíg 9 þessa dagana- Flestir þeirra fanga, sem sitja þar eru í gæzluvarðhaldi, hin- ir eru drykkjumenn, sem sitja !nni nokkra aaga, en er síðan sleppt. Og flestir þeirra koma aftur. 493 hafa gist fangaklef- ana þar frá síðustu áramótum, á nákvæmlega sama tíma í fyrra, var talan heldur hærri, eða 494. Árið 1953 er eitthvert mesta glæpaár, sem fangaverðir muna — Á því ári gistu 1112 manns fangaklefana. Tíðindamaður þlaðsins fékk þessar upplýsingar í gær hjá yfirfangaverði. Sagði hann, að flestir drykkjumannanna kynnu vel að meta það að koma, Þegar þeir væxu aðfram- komnir af hungri, kulda og ves- öld, fá að dvelja í nokkra daga, fá hreinsuð föt sín og nóg að borða. Síðan væru þeir jafn- fegnir að sleppa út — í sama sukkið og áður. Fangahúsið getur rúrnað um 26 manns. Hefur það oft hent, að það sé yfirfullt, en algeng- asta tala fanganna er 16—20 mnns. Jafnan er minnst um af- brot um hásumarið, þegár flest- ir eru í einhverri vinnu. ÁNÆGÐIR MEÐ AÐ SOFA OG BORÐA- Fangarnir hafa lítið fyrir stafni, nema sumir stytta sér Framhald á 2. síðu. Flugfélag íslands úlvegar bifreiðir á leigu erlendis Á SÍÐUSTU árum hefur það mjög farið í vöxt, að ferða- menn í öðrum löndum Ieigi sér bíla og aki sjálfir til þeirra staða, er þá fýsir að sjá. Nú hefur Flugfélag fslands í samvinnu við flugfélagið SAS tekið að sér milligöngu um út- vegun slíkra bifreiða handa þeim farþegum sínum, sem þess óska og sem koma til er- lendra flughafna. Væntanlegir farþegar geta pantað slíka þjónustu t. d. um ; WWHWVVUUWWWVWWWWWMWWHWWWiWtVWWV mm erra ran ÞJÓÐVILJINN gerði í gær mikið veður út af „fuvðu legum ummælum forsætisráðherra í viðtali við brezka blaðamenn“ og liefur það eftir ráðherranum, að íslend- ingar muni sætta sig við Genfarsamþykkt um landhelg- ismálið, hvað sem aðrir gera. Hér er að sjálfsögðu ekki rétt farið með ummæli forsætisráðherra. Morgunblaðið aflaði sér frétta af við- tali hans við blaðamennina, og hefðu Þjóðviljamenn get að lesið þar, hvað forsætisráðherra sagði. en hann tók leinmitt skýrt fram, að íslendingar mundu telja sig bundna af alþjóða samþykkt, SVO FRAMARLEGA SEM ÖNNNUR RÍKI, SEM EINS STENDUR Á FYR- IR BEYGÐU SIG LÍKA. Morgunblaðið hélt áfram frá- sögn sinni og sagði, að við þessi ununæli hefðu brezku blaðamennirnir kímt og haft orð á því, að varla væri þess að vænta, að Rússar beygðu sig fyrir slíkri ákvörð- un. Það er þvf þegar skjalfest, livað forsætisráðherra sagði, en auðvitáð trúa kommúnistar því frekar, sem er- lend blöð segja en íslenzk, ekki sízt ef hægt er að sví- virða pólitíska andstæðinga með því. mMMMMMMWntMWMmmMMUMMHMMMUMMIMIMII leið og þeir sækja farmiða sinn í afgreiðslu félagsins £ Lækjargötu 4. Þar er einnig hægt að greiða fyrir bílaleiguna, ef þess er óskað, en leiguna má einnig greiða við móttöku bílsins. Að sjálfsögðu fer greiðslan franá í erlendum gjaldeyri. Um margar gerðir bifreiða er að ræða og er verð nokkuð misjafnt eftir því í hvaða landi er. Alls staðar er þó lágmarks- leigutími einn dagur. Sem dæmj um kostnað við leigðan bíl má nefna, að í Kaup mannahöfn kostar Volkswagen þrjá og hálfan Bandaríkjadal á dag yfi.r sumartímann,-ef um eins til sex daga leigu er að ræða. Ef bíllinn er leigður 7— 20 daga er dagsgjald þrír dalir, en ef leigutíminn er yfir tutt- ugu og einn dag er dagsgjald 2V2 'dalur á dag. Auk þess greiðast 4 eent fyrir hvern ek- inn km. og benzín. í Kaupmannahöfn er hægt að velja um 16 gerðir bifreiða, og er Volkswagen ódýrastur en Cadillac automatic dýrast- ur: kostar fjórtán og hálfaii Bandaríkjadal á dag, auk ben- zíns. Að samanlögðu annast Flug- félag íslands milligöngu um slíka bílaleigu fyrir farþega sína í. eitt hundrat? og ellefu borgum í tuttugu og fjórum löndum. Alls er um 98 gerðír bifreiða að velja og auk þess eiga viðskiptamenn völ á tveim gerðum húsvagna. Sem fyrr segir er hægt að panta bifreiðir í afgreiðslu Flugfélags íslands í Lækjar- götu 4, sem veitir allar nánari- upplýsingar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.