Alþýðublaðið - 18.08.1959, Side 1

Alþýðublaðið - 18.08.1959, Side 1
40. árg. — Þriðjudagur 18. ágúst 1959 — 173 tbl. Heildaraffinn 949,235 mál og tunnur SÍLDARAFLINN nam s.l. laug-1 ardagskvöld 949.235 málum og tunnum. í salt höfðu þar af far- ið 201.204 tunnur og í bræðslu 730.601 mál. í fryjtingu höfðu farið 17.439 tunnur. Útflutn- ingsverðmæti saitsíldarinnar nemur 72.433.440 kr. og bræðslu síldarinnar 112.512.554 kr., eða alls kr. 184.945.994. Alls hefur útgerðin fengið greitt fyrir sama afla 19.864.760 kr. Framan af síðustu viku var ekki veiðiveður. Um miðja viku lægði veðri austanlands og fengu skip allgóða veiði úti fyr- ir Austfjörðum í tvo sólar- hringa, en á föstudag spilltist veður aftur. Yerksmiðjur aust- anlands önnuðu hvergi nærri móttöku þeirrar síldar, sem þeim barst og urðu skip að bíða dögum saman eftir löndun. Þeg- ar ekki var veiðiveður úti fyr- ir Austfjörðum, reyndu skip fyrir sér inni á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og fengu nokkur skip þar afla. Var hér um smá- síld að ræða, sem var dálítið blönduð stórsíld. Engin síld- veiði var fyrir Norðurlandi, nema lítils háttar reknetjaveiði á Húnaflóa. VIKUAFLINN 114.566 MÁL OG TUNNUR. Vikuaflinn var 114.566 mál og tunnur, en þess ber að gæta, að töluvert af vikulönduninni er afli frá fyrri viku og sama er að segja um síðustu viku, að nokkuð af afla vikunnar var ekki kominn á land s.l. laugar- dagskvöld. Mynd þessi var tekin af rakettunni Thor III, er henni var skotið á loft með Könnuði 6, síðasta gervitungli Bandaríkja- manna. — Á 12. síðu er mynd, sem sýnir gang- brautir allra þeirra gervi- hnatta, sem nú eru á lofti. Hæsfu skipin VÍÐIR II. frá Garði heldur enn sem áður sæti sínu sem for ustuskip í íslenzka síldveiðiflot anum, e<n hann á harða keppi- nauta. Jón Kjartansson er kom inn mjög hátt, en á honum er skipstjóri bróðir Eggerts skip- stjóri á Víði II. Eftirtalin skip yu komin upp fyrir 10 000 mála markið: 1. Víðir H., Garði 14547 2. Snæfell, Akureyri 13464 3. Faxaborg, Hafnarfirði 12871 4. Jón Kjartanss., Eskif. 12608 5. Sig. Bjarnason, Ak. 10984 6. Björgvin, Dalvik 10878 7. Guðm. Þórðans., Rvík 10891 8. Arnfirðingur, Rvík 10578 Slldarskýrslan, sjá 2. síðu BRÚÐKAUP fór fram á Þing- völlum um helgina og það sem tíðindum sætir er það að vígsl- an fór fram undir beru lofti rétt hjá Nikulásargjá. Fjórtán manns áttu pantað- an hádegisverð á sunnudag í sérstakri borðstofu í hótel Val- liöll og vissi starfsfólkið ekki til að neitt óvenjulegt eða sér- stætt stæði fyrir dyrum fyrr en gestirnir komu til brúð- kaupsveizlunnar. Það mun vera sjaldgæft eða jafnvel einsdæmi að brúðkaup fari fram undir berum himni og vart mun slík athöfn hafa farið fram hin síðari ár á hin- um fornhelga stað Þingvöll- um. I tilefni af brúðkaupinu lék Ríkisútvarpið brúðarmarsinn í hádegisútvarpinu á sunnu- daginn, að því er Inga Björg- vinsdóttir, skrifstofustjóri á Hótel Valhöll, tjáði blaðinu í gærkvöldi. Okkur tókst ekki í gær- kvöldi að hafa upp á nafni brúðhjónanna nema hvað við vitum að brúðurin er dóttir Oskars Jónssonar alþingis- manns frá Vík í Mýrdal. Veður var eins gott og bezt var á kosið á Þingvöllum á sunnudaginn. UNNÍÐ er að miklum mannvirkjum við Miklu- brautina um þessar mund ir. Verið er að leggja ræsi fyrir ný hverfi, sem þarna eiga að rísa af grunni, auk þess sem skipta þarf um jarðveg undir allri göt- unni. Ljósmyndari blaðsins átti leið um Miklubraut- ina í gær og tók þá þessa mynd af framkvæmdum við holræsagerð á vegum bæjarins. MWMMMWWWMWMWWMM FramfíSarskipulag Reykja- víkur sýnf á Laugavegi 18 BYGGINGARÞJONUSTAN á Laugavegi 18 hefur opnað sýn- ingu, þar sem skipulag Reykja- víkur er til sýnis. Hefur hinn nýskipaði skipulagsstjóri Rvík- ur, Aðalsteinn Richter, lánað skipulagsuppdrætti á sýning- una. Er þarna til sýnis heild- armynd af höfuðstaðnum í fram MIKIÐ GOS varð á jarðhita- svæðinu í Hveragerði um helg- ina og var þar kominn upp hola, sem boruð hefur verið í sumar. Borunin hefur gengið vel að undanförnu og var komið niður Vinsandeg grein um landhelg ismálið eftir Kingsley Martin BLAÐINU hefur borizt blað ið New Statesman frá 15. ág- úst, þar sem birtist grein und- ir nafninu „íslenzk dagbók“ (Ireland Diary) skrifuð af „Critic“, sem mun vera Mr. Kingsley Martin, aldursforseti hinna brezku blaðamanna, er hér voru á ferð um daginn. Greinin er mjög heiðarleg í garð hins íslenzka málstað- ar í landhelgismálinu. Hann skýrir afstöðu beggja í mál- inu, en niðurstaðan af hug- leiðingum hans um landhelg- ina er þessi: „We are fighting for a myth“ (Við berjumst fyr ir þjóðsögu), sem er þriggja mílna landhelgin, enda sýnir hann í greininni, hve úrelt sú regla er. Hann telur ekki ólíklegt, að yfirvofandi kosningar í báðum löndum kunni að hafa valdið Ósáttfýsi í málinu. Þá telur liann sennilegt, að Bretar muni að síðustu þreytast á að veiða undir hérskipavernd, því að óhugsandi sé, að Bretar skjóti niður íslenzkt skip. — Að lokum boðar hann aðra grein. í 320 metra dýpi, þegar vart varð árangurs og hefur vatnið, sem upp streymir, ekki minnk- því að holan kom upp fyrst. Hömlur voru strax settar á vatnskraftinn til þess að firra því að gufumökkurin leggðist yfir byggðina með tilheyrandi rigningu og er þess nú beðið með eftirvæntingu, hvort hér er um að ræða varanlegan ár- angur eða ekki. Aldrei hefur áður verið borað jafn djúpt í Hveragerðissvæðinu og er því búizt við, að hér hafi komið upp ný æð, sem geti orðið varanleg. Ekki verður þó hætt við að lefí'gja leiðslu frá holu stóra borsins eins og fyrirhugað var, því að varla þykir gerlegt að treysta einvörðungu á þessa nýju holu.___________ ir MÚNCHEN: Erhard, efna- hagsmálaráðherra, lagði í dag af stað í sex daga heimsókn til Tyrklands, þar sem hann mun m.a. ræða um aðild Tyrkja að sameiginlega mark- aðnum. tíðinni, svo og líkön af einstök- um hverfum. Fréttamönnum var í gær boð- ið að skoða sýninguna og skýrði Guðmundur Kristinssooi, fram- kvæmdastjóri Byggingarþjón- ustunnar, frá starfsemi fyrir- tækisins frá upphafi. Bygging- arþjónustan var opnuð 18. apríl s.l. og hefur aðsókn verið ágæt síðan, tiltölulega jöfn. Munu; ca. 8—10 þús. manns hafa skoð- að sýninguna, en nákvæmar tölur eru ekki fyrir hendi. Framhald af 2. síðu. Island-Danmörk keppa í dag ÞAÐ er í dag, sem landsleik- urinn milli íslands og Danmerlc ur fer fram í Kaupmannahöfn. Alþýðublaðið liefur fréttamann á staðnum. Er þar um að ræða Ci;*n Eiðsson, ritstjóra íþrótta- síðunnar, og mun frásögn hans af leiknum birtast í blaðinu á morgun. Blaðið hefur hlerað Að Helgafeli hafi boðið Hannesi Péturssyni 40 þús. ktr. fyrir nýja ljóða bók.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.