Alþýðublaðið - 18.08.1959, Side 4

Alþýðublaðið - 18.08.1959, Side 4
KTtgeiauu. -ixpyoullokKurmn. Kltstjörar: Beneaiki UronUai, tílsli o. Jtóresuxi 6 cielgx Sæmundsson táb.). Fulltrúi riisijornai Bigvaldl Hjan. Eraeon Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Kitstjórnarsimar; 14901 j* 3.490» . uglýsingasíml: 14906. AfgreiSslusími: 14900. - Aðsetur: Alb«n> aiísið Drentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 0—10 Sýniiifrar í austri og vestri ÞA£) er nýstárleg og góð þróun, að hin stríð- andi stórveldi tvö, Sovétríkin og Bandaríkin, skuli hafa skipzt á sýningum i sumar. Rússar hafa sett upp sýningu í nýju stórhýsi í New York og Ame- ríkumenn hafa byggt upp mikla sýningu um sitt land og sitt líf í skemmtigarði í Moskvu. Reynsl- an hefur þegar sýnt, að fólkið tekur þessum sýn- ingum af mikilli forvitni. Það vill fræðast hvort um annars hagi, kynnast lífi náungans og fræð- ast um lifnaðarhætti annara. Það er merkilegt út af fyrir sig, að heim- sóknir ráðamanna í tilefni sýninganna geta leitt til vaxandi sambands og betri skilnings. Ef frið ur verður ögn tryggari í heiminum af þeim sök um, mun það atriði eitt réttlæta sýningarnar. Hitt verður engu að síður aðalatriði málsins, að sjón er sögu ríkari, og vonandi gengur þeim betur að lifa í friði og sátt, sem þekkja hverjar aðrar. Það sýnir bezt, hversu mikla athygM þessar sýningar í austri og vestri hafa vakið, hve mikið blöð báðum megin hafsins hafa um þær skrifað. Bandarísk blöð skeggræða um það, hvort Sovétrík in séu komin lengra í tæknilegri þróun en vestur- veldin, og hvort menntamál séu á hærra stigi aust an tjalds. Rússnesku blöðin skeggræða, hvort al- menningur í Bandaríkjunum lifi í raun réttri eins góðu Mfi og bandaríska sýningin gefur í skyn. Almenningur, sem mest á í húfi um að friður haldist, væntir þess að áframhald verði á þessari friðsamlegu sambúð stórveldanna. Það er til góðs að fólkið kynnist hvert öðru og leiðtogamir heim- sæki hverjir aðra. Eins og Nixon varaforseti sagði, er hann kom við á KeflavíkurflugveMi, þá ber for ustumönnum stórveldanna skylda til að kanna all ar leiðir til að halda við friði. Með gagnkvæmum sýningum og heimsóknum hafa þeir fundið eina leið, sem almenningur hvarvetna fagnar. Á LAUGARDAG fór SÓIfaxi Flugfélasís íslands með 60 far- Jiega til Itateq á Grænlandi. Er Jjetta fimmta ferðin sem farin er til Grænlands með skemmti- farþega og hafa þá alls farið þangað um 300 manns undan- farið. Það var mikið að snúast á •afgreiðslu Flugfélags íslands í gærmorgun. Þrjár stórar flug- vélar voru afgreiddar samtím- is. Auk Sólfaxa voru báðar Vis- count-vélar félagsins að leggja af stað til útlanda. Voru 150 farþegar afgreiddir til útlanda á skömmum tíma. Viscount- vélarnar, Gullfaxi og Hrímfaxi, voru að fara til Kaupmanna- hafnar og Iiamborgar. INNANLANDSFLUGIÐ f FULLUM GANGI. Þrátt fyrir rokið mátti heita, að.innanlandsflugið væri í full- um gangi. Var flogið til Vest- mannaeyja og Norðurlands en hins vegar var ekki unnt að fljúga á Vestfirðina. Yerðlækkun á sfrásykri KÓMINN er í verzlanir nýr strásykur frá Kúbu. Er kílóið af honum 70 aurum ódýrara en eldri þirgðir, kostar nú 3,95 í stað 4,65. Verðlag nauðsynja er nú stöðugt. Kaffipakki t. d., sem kostaði 11 kr., hef- ur lengi kostað 8,65 kr. Kartöflur fást nú á 1,35 kr. en á sama tíma und- anfarin ár hefur kg. kost- að 6—7 kr. (þ. e. innlend- ar kartöflur). H EIMS'ÓKNIR þeirra Eisen- howers forseta og Krústjovs hvors til annars koma sem framhald af utanríkisráð- herrafundunum í Genf. Til- gangurinn með þessari uppá- stungu Bandaríkjanna er sá, að koma í veg fyrir þá kreppu, sem yfir vofði, þegar Genfarfundurinn fór út um þúfur. Vesturveldin áttu tveggja kosta völ. Annar var sá, að gefa yfirlýsingu um, að þau slepptu ekki hendinni af Berlín og treysta því að So- vétríkin þyrðu ekki að gera neitt af ótta við stríð. Hinn var sú að halda samtölunum áfram á nýjum vettvangi. Þar var aftur á móti um það að ræða að halda formlegan fund æðstu manna eða fund, sem haldinn væri í óformleg- um heimsóknum. Sjálfsagt hefur verið vit- urlegt að velja síðari leiðina. Þá vinnst mikill tími, og menn losna við að hella sér út í nýtt ■ rifrildi um Berlín- arvandamálið. Því er hins vegar skotið aftur fyrir, en meira rætt almennt um sam- búðina milli Rússlands og Bandaríkjanna, að því við- bættu, að heimsóknirnar vekja gagnkvæman velvilja og ánægju, eftir því sem ætla verður. Það er ótrúlegt, að Krústjov láti það vera sitt fyrsta verk að búa til nýtt Berlínarvandamál, strax og Eisenhower er farinn frá Washington. Þá mundi hann eyðileggja allt, sem hann á- vann sér sumarið 1959. hann einnig í huga að styrkja aðstöðu sína heima fyrir. Hvort Krústjov tekst að gera sér mikinn sigur úr heim- sókninni, fer eftir því, hvern- ig horfurnar verða í Was- hington eftir heimsóknirnar. Hann verður að sannfæra lengstu lög forðast slík ó- sköp, getur það orðið of mikil taugaáreynsla að láta mátt vopnanna tryggja friðinn. Staðbundnir árekstrár gætu orðið upphafið, eins og nú er í pottinn búið. Þ AÐ er augljóst, að boðið til Bandaríkjanna verður sigur fyrir Krústjov. Hann setti Berlínarvandamálið af stað, til þess m. a. að komast í þá aðstöðu, er hann hefur í dag, með heimboðið til Hvíta hússins upp á vasann. Hann vildi fá fund æðstu manna, en fékk utanríkisráðherra- fund. Þá lýsti hann því yfir, að utanríkisráðherramir mundu ekki geta leyst vandamálið, og hann hafði að- stöðu til að siá svo um, að það f-eri eftir. Nú er harin sjálfsagt ánægður með, að ekkerr varð úr fundi æðstu manna, því að Gromyko uud- irbjó það í Genf, að þeir hitt- ust tvímenningarnir seinna. Ef til vill vill hann sanna kenningu sína um það, að að- eins þeir, sem eru í æðstu^ valdastólum, geti ráðið mál- unum til farsælla lykta. Það mundi ekki kosta hann mik- ið að fallast á bráðabirgðaá- æilun Vesturveldanna um Berlín. Það mundi að vísu valda óánægju meðal komm- únistaleiðtoganna í Austur- Berlín. En þar á móti mundi hann fá það fram, að aðeins þeir háu herrar væru menn til að leysa vandamálin, þeg- ar þeir ræða um þau tveir saman. Það er nefnilega fyrst og fremst það, sem Krústjov sækist eftir, að það verði við- urkennt, að í heiminum séu aðeins tvö heimsveldi, og þau tvö verði að ráða öllum mál- um til lykta. vILDI heimsóknanna verð- ur sjálfsagt metið misjafnt í Washington og Moskvu. Eis- enhower er að reyna að koma í veg fyrir kreppu í alþjóða- máium, en Krústjov er að reyna að vinna Sovétríkjun- um álit. Til viðbótar hefur E Bandaríkjamenn um, að þessi aðferð til samskipta milli austurs og vesturs sé heppi- leg til að draga úr kalda stríðinu. Beinharðar staðreyndir styðja Krústjov í máli þessu. Heimsóknirnar eru ekki komn ar á dagskrá af því, að Krús- tjov geti ógnað Berlín, held- ur af því að hann getur ógn- að Bandaríkjunum. Á fáein- um klukkustundum geta Rúss ar og Bandaríkjamenn jafn- að við jörðu helztu borgir hvor hjá öðrum. Og jafnvel þótt báðir málsaðilar muni í F KRUSTJOV tekst að koma ár sinni vel fyrir borð, má gera ráð fyrir því, að hon- um heppnist að koma á meira eða minna beinu sam- bandi við Washington. Það mundi særa metnað Breta, Frakka og Þjóðverja, og hætt er við, að samstarf Atlants- hafsbandalagslandanna mundi af því bíða hnekki. Gera verður ráð fyrir slíkum sálfræðilegum afleiðingum, en hins vegar verður ekki séð að beint samband milli Banda ríkjanna og Sovétríkjanna gæti orðið smáríkjunum hættulegt. Það er eitt að taka upp beinar viðræður við So- vétríkin og annað að semja við þau á kostnað vina og bandamanna. Það bendir ekk- ert til þess að Bandaríkja- menn láti slíkt henda sig. J.S. FRANK nokkur Eriskson, sem í Bandaríkjunum gengur undir nafninu „Konungur veðmála- mannanna“, átti ia. m. k. tvo fundi mleð Bill Rosensohn, áð- ur en Bill þessi hélt bardagann um heimsmeistaratignina í boxi í New York í fyrra mánuði milli Floyd Patterson og Ingemar Jöhansson, að því er segir í New York Times. Mun þetta hafa komið fram hjá svæðis-ákærandanum Frank S. Hogan, er tilkynnti, að rannsóknar-kviðdómur, er rannsakar hnefnleikamál, vildi hafa tal af Erickson um fundi þessa. — Kvað Hogian Gilibert Lee Beckley, fjárhættuspilara og vin Ericksons, hafa- verið viðstaddan, ásamt enn einum manni, sem hainn vildi aðeins lýsa sem „undirheima-karakt- er“. Á síðari fundinum! var „undirheimakarakterinn“ ekki viðstaddur. „V.ið erum þeirrar skoðunar, að viðræðurnar á þessum fundi hafi snúizt um skipulagningu h. Robensohns í 'hnefaleikum“, sagði Hogan, „og við teljum einnig, að viðræðunnar hafi snúizt um skipulagningu bar- dagans, bæði hina fjárhagslegu og aðra“. Beckley hefur verið kallaður til yfirheyrslu. Rannsóknar- nefnd er að reyna að skera úr um hvort undirheimaménn Framhald á 2. síðu. 4 18. ágiíst. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.