Alþýðublaðið - 19.08.1959, Side 1

Alþýðublaðið - 19.08.1959, Side 1
 Gagga Lund í heimséku Vísnasöngkonan Gagga Lund er í heimsókn hér. Kom hún hingað fyrir viku, og dvelst hér á landi nokkurn tíma. Ekki er enn afráÖið, hvort hún heldur söngskemmtun liér í þetta sinn, en þó er það líklegt. Segist hún hafa æft mörg íslenzk lög undan- farið og sér þyki sérstaklega gaman að syngja fyrir ís- lendinga, þar sem liún skilji þá r/ þeir skilji hana. Héðan fer Gagga Lund til Danmerk ur og þaðan til London, þar sem hún á að halda söng- skemmtanir. Landsleikurinn 40. árg. — Miðvikudagur 19. ágúst 1959 — 174. tbl. í GÆR var stofnað í Reykja- vík félag í þeim tilgangi að kaupa og sjá um rekstur á full- kominni malbikunarstöð með tilheyrandi tækjum, sem ann- azt geta gatnagerð í kaupstöð- um og kauptúnum landsins. Fé- lagið nefnist „Malbik“. Hver kaupstaður leggur fram stofnfé, eitt hundrað þúsund krónur. Stofnendur eru eftir- taldir kaupstaðir: Hafnarfjörð- ur, Akranes, ísafjörður, Sauð- árkrókur, Ólafsfjörður, Húsa- vík, Neskaupstaður og Kópa- vogur. í bráðabirgðastjórn voru kjörnir: Stefán Gunnlaugsson, EEYÐARFIRÐI f gær. TIL VANDRÆÐA horfir nú hér eystra vegna langvarandi óþurrk> Hafa bændur hér í héraði ekki náð inn tuggu enn- þá. Er grasið orðið mjög mikið vaxið og úr sér sprottið. Vona bændur, að þetta breytist til batnaðar hið fyrsta. — G.S, . Blaðið hefur hlerað Að Ferðafélagið ætli að reisa á Kili minnisvarða um Geir Zoega, fyrrum for seta félagsins. stofnað í Rvík í gær bæjarstjóri, Hafnarfirði, Daníel Ágústínusson, bæjarstj., Akra- nesi, og Ásgeir Valdemarsson, bæjarverkfræðingur, Akureyri, sem ér formaður stjórnarinnar. Varamenn voru kosnir: Ólafur Jónsson, bæjarfulltrúi, Kópa- vogi, og Jónas Guðmundsson, formaður Sambands ísl. sveit- arfélaga. Stjórnin boðar til framhaldsaðalfundar, þegar að fullu hefur verið gengið frá lög- um og samþykktum félagsins. Auk stofnendanna er öðrum kaupstöðum og kauptúnum heimilt að gerast aðilar að fé- lagsskap þessum. Álytanir þings Sambands ísl. sveitarfél. Sveinn Teitsson skoraði markið : EFTIR landsleikinn í gær-; • kvöldi hafa Danir hlotið 5 ■ ■ stig* *í þessum riðli undan-j : keppni Olympíuleikanna í; ■ knattspyrnu, fslendingar 3 ■ ■ stig, en Norðmenn 0. Virð-j jast Danir því líklegastir tilj : Rómar-fararinnar, en Norð-; ■menn útilokaðir. Til þess aðj jfá jafnmörg stig og Danirj ■ þyrftu íslendingar að sigra; ■ Norðmenn og Norðmenn auk* : þess að vinna Dani, en samt: : mundu Danir sennilega hafa; ; hagstæðari markatölu að lok; • um. : • ■ r Er frystur fyrir ísraelsmarkað UNDANFARIÐ hefur verið mjög góð ufsaveiði fyrir Norð- urlandi, einkum á Grímseyjar- sundi og þar um kring. Á sama tíma í fyrra var þarna einnig góð ufsaveiði og hélzt þún fram á haust. Tvö frystihús nyrðra hafa þegar fengið ufsa til vinnslu. Er ufsinn frystur fyrir íísraels- og Austur-Evrópu-markað. Auk þess er hann saltaður fyrir markað í Suður-Ameríku og Vestur-Þýzkalandi. Hefur ufs- inn líkað mjög vel — 30. júní síðastliðinn höfðu veiðzt 6.003 tonn af ufsa hér við land. Sveinn Teitsson skoraði markið SÍÐARI leikur íslands og Danmerkur í undan- keppni Olympíuleikanna í knattspyrnu fór fram í Idrætsparken í Kaup- mannahöfn í gærkvöldi. Úrslit urðu þau, að jafn- tefli varð, 1 mark gegn 1. Veður var mjög gott, um 23 stiga hiti, og áhorfend ur um 30 þúsund. Meðal áhorfenda var Friðrik 9. konungur Danmerkur. Þetta var 7. landsleikur fs- lands og Danmerkur og jafn- framt 25. Iandsleikur flands. Er þetta sá leikur, þar sem ís- ledingar liafa veitt Dönum harð asta keppni og fyrsti leikurinn, sem ekki hefur tapazt íslend- ingum í viðureign við þá. Hinir 6 leikirnir hafa tapazt með mikl um markamun, þannig að stað- an í mörkum er nú 6:27. FYRRI HÁLFLEIKUR. Framan af fyrri hálfleik voru Danir meira í sókn og áttu nokk ur tækifæri, allt þangað til að íslendingar skora, on það skeð- ur á 28. mínútu. Markið gerði Sveinn Teitsson úr sendingu frá Þórólfi Beck. Skaut Sveinn viðstöðulaust úr sendingunni hörkuskoti og skoraði óverj- , andi. Þetta mun í annað. sinn, sem þessi snjalli framvörður skorar mark í landsleik. í fyrra skiptið var það gegn Austur- ríkismönnum í Reykjavík árið 1954. Við markið dró af Dön- um, en að sama skapi færðust íslendingar í aukana, og áttu þeir síðar í hálfleiknum færi, þó að ekki tækist að nýta þau til marks. SÍÐARI HÁLFLEIKUR. í síðari hálfleik voru það Danir, sem sóttu á af miklu kappi. Þó fékk ísland horn- spyrnu þegar á 1. mín., sem Þórður Jónsson tók, en mark- vörðurinn kom út og bjargaði. Eftir það má segja, að Danir hafi tekið sóknarforystuna, en þrátt fyrir mörg tækifæri tókst þeim ekki að skora fyrr en loks á 37. m.ín. Það var Enoksen, er skoraði. Skaut hann föstum bolta að markinu, sem Helga tókst ekki að verja, en missti hins vegar knöttinn frá sér og Enoksen, sem fylgdi fast á eft- ir, náði til hans og fékk potað í mark. í þessum hálfleik fengu Danir m.a. tvær hornspyrnur á ísland í röð og úr seinni spym unni varði Hreiðar Ársælsson. á, línu. Tvívegis í þessum hálf- leik áttu þó íslendingar góð tækifæri; skot frá Erni Stein- sen, sem miðvörður Dananna skallaði úr á eigið mark og hafði nærri kostað Dani mark, en þó einkum er Þórólfur Beck á 35. mín. lék á einn varnar- leikmann Dananna, var síðan í færi fyrir opnu marki en skaut yfir. Á síðustu mínútunni fengu svo íslendingar hornspyrnu, eu Þórður Jónsson tók, en spyrnti Helgi Daníelsson varði frábærlega. af nálægt markinu, svo mark- maður varði auðveldlega. Rétt fyrir leikslokin komst svo En- oksen í færi við íslenzka mark- ið, en skaut yfir. „Den fortræffelige islandske málmand“. Þulurinn f danska útvarpinu átti varla nógu stérk orð til að lýsa hinni ágætu frammistöðu Helga Daníelssonar í markinu og kallaði hvað eftir annað

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.