Alþýðublaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 11
Reneé Shann hugsa um að hann hefði kom- ið þangað á mánudegi og ekki rifizt við Kit fyrr en á fimmtu dag. Ég hugsaði um leikritið, sem Richard hafði talað um að margt hjónaband hefði bjargazt veg-na eins einasta syndaraugnabliks. „Ástin mín.“ vJá, Steve?“ „Ég var ekkert hrifinn af henni. — Æ, ég veit ekki hvað það var. Það er svo erfitt að átta sig á því, núna þegar öllu er lokið og þú ert aftur hjá mér. Ég skil núna að bað var metorðagirnd mín, sem var bak við það allt. Ós.jálf- rátt hef ég ætlað að nota mér hana. Og það kitlaði hégóma- girnd mína að hún var svona hrifin af mér, En ég ætlaði aldrei að ganga svona langt. Þú verður að trúa mér, Jenny, ég ætlaði það ekki!“ „Það — það gekk sumsé svo langt?“ Augu hans litu í mín. „Já.“ Ég minnti sjálfa mig á. að það hefði ég viíað lengi. Það mátti ekki valda neinum úr- slitum. „Ég bjóst við því.“ „Ég skal reyna að skilja það að þú getir ekki fyrirgefið mér.“ „En það get ég.“ Ég leit á hann. Ég var hissa yfir, hvað það var auðvelt,. Áuðvelt var kannski ekki ekki rétta orðið. Ég mvndi á- reiðanlega minnast þess oft og verða sár og bitur við til- hugsunina. En ég varð að reyna að haga mér skynsam- lega, því að ég vissi, að hann sagði satt, hann hafði aldrei verið hrifinn af Kit, ekki á réttan hátt. Og var það ekki einmitt það sem ég' hafði reynt ,að segja henni, þegar við rif- umst í silfurbrúðkaupi Leg- gatts hjónanna? „Steve, hvers vegna reynd- irðu ekki að ná í mig fyrr, fyrst öllu var lokið á milli ykkar Kit á fimmtudaginn?“ „í fyrsta lagi vissi ég ekki hvar þú varst, í öðru lagi var ég atvinnulaus og ekki sérlega. mikill maður í mínum aug- um.“ „En í gær, þú komst í gær. Þú hringdir til Caroline og sagðir henni, að þú værir hætt ur í vinnunni og hún sagði þér hvar ég væri.“ ,,Ég veit það, ástin mín, en þú varst ekki ein.“ „Ó, en Steve -—“ „Ég leit inn í borðsalinn og þið sáuð aðeins hvort annað.“ „En hvers vegna fórstu án þess að reyna að tala við mig?“ „Ég verð að viðurkenna, að ég sá eftir því. En þá fannst mér, að bú hefðir valið rétt.“ „Eins og þú- segir svo oft við mig — vertu ekki hlægi- legur!“ „Var bað ekki alvara?“ „Ekki eitt augnablik.“ „Ég hélt —“ „Mér^ er sama, hvað bú hélzt. Ég varð ástfangin af þér um leið og ég sá þig og ég hef ekki skipt um skoðun.“ . „Ég skil það ekki.“ „Nei, það hef ég ekki held- ur gert upp á síðkastið.“ Hann dró mig nær sér og kyssti mig. „Það skulum við ekki tala um. En við skulum fá okkur í glösin .afíur og svo skal ég segja þér fréttirnar.“ Ég rétti honum glasið mitt. „Hvaða fréttir?11 „Um nýju stöðuna auðvit- að.“ „Guð minn góður, ég gleymdi að þú ert atvinnu- laus. Það hefur svo sem ekk- ert að segja fyrst við erum saman aftur“. „Það ætti að skipta máli. Við þurfum að lifa öll þrjú. En ég er búinn að fá stöðu“. Ég leit hrifin á hann. „Það var gott. Já, ég sagði við Caroline að þú fengir á- reiðanlega eitthvað að gera. Og Steve — það gerir ekkert til þó að það sé ekki jafn góð staða og þú hafðir“. Steve leit stríðnislega á mig. „En þetta er jafn góð staða! Sagði Caroline þér ekk- ert?“ „Ekki eitt orð“. „Gamla góða Caroline! Ég var hræddur um að hún gerði það. Hún vissi nefnilega að ég átti að fara á fund eftir matinn. Þess vegna hringdi ég til hennar í morgun. Ég var viss um að ég fengi stöðuna og ég vildi hitta þig. Ég hringdi til hótelsins og mér .UlUÚlt, „Þú skalt snúa þér við í eina mínxitu og þá skaltu fá að sjá, vhað ég ætla að gefa þér.“ var sagt að þú værir farin þaðan. Ég hafði skipt um skoðun og ætlaði ekki að láta annan mann fá þig“. Ég þrýsti mér að honum. „Segðu mér frá nýju stöð- unni“. „Ég vona að þér lítist eins vel á hana og mér“. „Það finnst mér“. „í fyrsta lagi fæ ég hærra kaup en ég hef nokkru sinni fengið“. Ég leit undrandi á hann. „Og það er gott, því það er miklu dýrara að lifa þar“. Ég starði á hann. Ég minnt- ist þess sem hann hafði sagt við Nicky um franskan bíl. Yísindi #1 tækni Líkur eru til þess að ný gerð af ljósmyndum af sól- inni, sem teknar eru frá eld- flaugum í 197 km hæð frá yf- irborði jiarðar, geti orðið til þess að hægt verði að gefa fullkomnari veðurspár langt fam í tímann. Fyrstu vel heppnuðu myndirnar af þess- ari gerð, sem sýna últrafjólu- bláa útgeislun frá sólinni, voru teknar í Bandaríkjunum snemma á árinu 1959. + GERVIHNETTIR VIÐ VEÐURATHUGANIR Meðal geimvísindamanna er gert ráð fyrir, að í fram- tíðinni verði komið upp ein- hvers konar kerfi veðurathug anagervihnatta, sem veita veðurfarsupplýsingar um all- an heim allar stundir sólar- hringsins. í slíkum gervi- hnöttum verða vitanlega margs konar tæki, eins og t. d. sjónvarpstæki og radar til að mæla hitastig, vindáttir, skýjaþykkni, stormasvæði, úrkomu, hitajafnvægi og vatnsuppgufun. + NÝJAR VÖRUFLUTN- ingaflugvélar DRAGA ÚR FLUTN- INGSKOSTNAÐI smiðjunum í Bandaríkjunum hefur verið smíðuð risastór vöruflutningaflugvél, sem gef ið hefur verið nafnið Super Hercules. Hún er sögð stærsta flugvél sinnar tegundar og eru líkur til þess, að slíkar flugvélar eigi eftir að draga enn úr kostnaði við vöruflutn inga í lofti. Á meðallöngum flugleiðum tekur Super Hercules 35 300 ég í vörum_eða 39 smálestir, og flutningskostnaður verður tæp* fjögur sent á smálest hverja rnílu. Á lengri flug- leiðum, eins og t. d. yfir At- lantshaf, er burðarþol vélar- innar 25 smálestir. Með því að not,a aukaeldsneytisgeyma getur hún borið 16 smálestir 8800 km vegalengd, og kom- izt þannig yfir Kyrrahaf frá San Francisco til Japan án viðkomu. Flughraði flugvélarinnar á stuttum flugleiðum er 666 km Ég mundi líka að á bílasýn- ingunni hafði hann hitt franskan bílaframleiðanda og verið boðin s+aða í París. En hann hafði hafnað boðinu og ekki sagzt geta svikið herra Harker. Ég mundi líka að mér hafði sárnað bað, því það var ekki „herra Harker“ sem " hann gat ekki svikið. Þá hefð- um við búið í París, bæ, sem ég elskaði. „Steve, hringdirðu til La- f arge-verksmið j unnar ? “ „Já, strax. Herra Lafarge sagðist koma hingað í dag og hann vildi gjarnan tala við mig. Ég fékk bréf frá þonum í morgun og var beðinn um að hitta hann á Savoy klukk- an sex“. Ég greip um hálsinn á hon- um og kyssti hann. „Fékkstu stöðuna?“ „Hvort ég fékk hana! Ég á að byrja um næstu mánaða- mót“. Hann leit kvíðinn á mig. „Þá verðum við að selja á klst.; á löngum, flugleiðum er hann kringum 595 km á klst. -fc STÆRÐ ATÓMSINS TIL þess að gera mönnum í hugarlund, hve ótrúlega lítið atómið er, segir í frétt frá bandarísku kjarnorkurann- sóknastofnuninni í Oak Ridge í Tennessee, sem starfrækt er á vegum kjarnorkunefndar Bandaríkjanna, að kjarnvís- indamönnum hafi reiknazt svo til, að ef mennirnir væru orðnir jafnlitlir og atóm, myndu allir íbúar jarðarinn- ar komast fyrir á einum og sarna títupjónshausnum. + FLUGVÉLAR TIL ATHUGUNAR Á FELLIBYLJUM Á vegum Veðurstofu Banda ríkjanna hafa nú verið teknar í notkun flugvélar, útbúnar sérstaklega með það fyrir aug um að hægt er að fljúga þeim inn í fellibylji, svo eð menn geti betur kynnzt eðli, vexti og ferðum þessara hættulegu náttúrufyrirbæra. Tilgangur- inn með þeim rannsóknum, sem þannig eru gerðar, er að finna nýja leið til þess að draga úr fellibyljunum eða stjórna ferðum þeirra, þegar þeir nálgast austur- og suð- urströnd Bandaríkjanna. me*VfUi * LÖGUN ATÓMKJARNANS Enginn hefur nokkurn tíma séð atóm, hvað þá heldur kjarna þess. Bandarískir vís- indamenn hafa þó unnið að því undanfarið að rannsaka lögun atómkjarnans með því að láta röntgengeisla skella á gull -og tantalumatómum. Þannig hefur komið í ljós, að gullkjarninn er mjög symme- trískur að lögun, en tatalum- kjarninn er aftrur á móti mjög óreglulegur. WASHINGTON: Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur nú sam- þykkt Iagafrumvarp til að koma í veg fyrir afbrota- mennsku innan bandarísku verkalýðshreyfingarinnar. Er frumvarp þetta allmiklu harð- ara en það, sem öldungadeildin hefur áður samþ'ykkt. Verða nú deildirnar að koma sér sam- an um málamiðlunarfrumvarp, er síðan verður sent Eisenhow- er forseta til undirskriftar. húsið og byrja að nýju“. Með gleðitár í augunum sagði ég: „Steve, það vil ég helzt af öllu“. Þá voru dyrnar opnaðar og * í þeim stóð Nicky á náttföt- unum. „Mér fannst þezt að segja þér það, mamma“, sagði hann, „að það er svo hræðileg bruna lykt hérna út úr eldhúsinu!“ ENDIR. flkigvessrfiara Flugfélag íslands. Millilandaflug: Millilanda- flugvélin Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafn- ar kl. .8 í dag. Væntanleg aft- ur til Reykjavíkur kl. 22.40 í kvöld. Millilandaflugvélin Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag ér áætlað að fljúga til Ak ureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Hellu, Hornafjarðar, Húsavík ur, ísafjarðar, Siglufjarðar og Vestmannaeyja (2 ferðir). Á morgun er áætláð að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Eg- ilsstaða, ísafjarðar, Kópa- skers, Patreksfjarðar, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þórs hafnar. Loftleiðir. t Hekla er væntanleg frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Gautaborg kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Leigu vélin er væntanleg frá New York kl. 8.15 í fyrramálið. Fer til Gautaborgar, Kaup- mannahafnar og Hamborgar kl. 9.45. Edda er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrra málið. Fer til Glasgow og Lon don kl. 11.45. Skipini Skipadeild S.Í.S.: Hvasasfell er í Stettin. — Arnarfell losar áNorðurlands höfnum. Jökulfell fór 14. þ. m. frá Keflavík áleiðis til New York. Dísarfell losar á Norð-austurlandi. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell fór í gær frá Stett- in áleiðis til Reyð rfjarðar. Hamrafell er væntanlegt til Rvk 21. þ .m. frá Batum. Ríkisskip. Hekla kom til Reykjavíkur í morgun frá Norðurlöndum. Esja fór frá Reykjavík í gær- kvöldi vestur um land í hring ferð. Herðubreið er á Aust- fjörðum á norðurleið. Skjald breið er á Vestf jörðum á suð- urleið. Þyrill er á Austfjörð- um. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í gærkvöldi til V estmannaey j a. Eimskip. Dettifoss fór frá Glasgow 17/8 til Rotterdam, Bremea og Leningrad. Fjallfoss kom til Rotterdam 15/8, fór það- an í gær til Antwerpen, Ham- borgar og Hull. Goðafoss fór frá New York 11/8, væntan- legur til Keflavíkur í dag. Gullfoss fór frá Leith í gær til Kaupmannahafnar. Lagar- foss kom til Frederikstad í gær, fer þaðan til Gautaborg- ar, Helsingborg, Malmö, Á- hus, Leningrad og Hamborg- ar. Reykjafoss fór frá New York 14/8 til Reykjavíkur. Selfoss kom til Kaupmanna- hafnar í gær, fer þaðan til Rostock, Stockholm, Riga, Ventspils og Gautaborgar. Tröllafoss fór frá Hafnarfirði síðdegis í gær til Akraness og Reykjavíkur. Tungufoss kom til Hamborgar 16/8, fer það- an til Reykjavíkur. Katla fór frá Sauðárkróki í gær til Siglufjarðar, Akureyrar og Húsavíkur. Alþýðublaðið — 19. ágúst 1959 %%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.