Alþýðublaðið - 21.08.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.08.1959, Blaðsíða 2
LISTASAFN Einars Jónsson ar, að Hnitbjörgum, er opið daglega kl. 1.30—3.30. ☆ MINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá kl. 2 —6. Báðar safndeildir eru lokaðar á mánudögum. BARNAHEIMILIÐ Vorboð- inn. Börnin, sem dvalizt hafa á barnaheimilínu í Rauðhólum í sumar, koma :il bæjarins nk. laugardag 22. ágúst kl. 10.30 f. h. Að- standendur vitji barnanna í portið við Adsturbæjarskól ann. HJÓNAEFNI. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Jónína Hjartardótt- ir, Auðsholtshjáleigu, Ölf- usi, og Gísli Erlendsson, ' Víðivöllum 2, Selfossi.. IJTVARPIÐ: 20.30 Knatt- spyrnulýsing: Útvarp frá landsleik Norðmanna og ís- lendinga í knattspyrnu í Osló (Sigurður Sigurðss.). 21.25 Þáttur af músíklífinu (Leifur Þcrarinsson). 22.10 Kvöldsagan: „Allt fyrir hrfeinlætið.“ 22.30 íslenzku dægurlögin. -r- Lög eftir „Tólfta september“. ^ HONG KONG: Þrír njósn- arar kommúnista í Suður-Viet- Nam hafa verið dæmdir til dauða, og kona, sem var sökuð um að hjálpa einum þeirra við að fremja morð, fékk 20 ára fangelsi. TRIPOLI: Olíufélagið Esso Standard hefur fundið nýjan ■olíubrunn um 300 km. fyrir sunnan Benghazi, sem gefur af sér 15 000 tunnur á dag á 5770 4il 5915 feta dýpi. SveioameiJlara- mot ísiandj 1959 sveinameistaramót Ís- lands í frjálsum íþróítum fcff fram í nágrenni Stykkishólms sunnudaginn G. september nk. Þátttaka er heimil öllum drengj um innan véhanda ÍSÍ, sem fæddir eru 1943 og síðar. Keppt verður í þessum grein um: 80 m hlaupi, 200 m hláupi, 800 m hlaupi, 80 m gxinda- hlaupi, 4X100 m boðhlaupi, há- rstökki, langstökki, stangar- stökki, kúluvarpi og kringlu- kasti. Þátttöku skal tilkynna fram- kvæmdastjóra mótsins, Sigurði Helgasyni, í síðasta lagi mið- vikudaginn 2. septenaber. Kepp endum verður séð fyrir fæði og gistingu meðan á mótinu stend ur og verður að panta það um léið og þátttaka er tilkynnt. Á- eetlunaríerðir eru frá Reykja- vík til Stykkishólms 5. sept. sl. kl. 1 og frá Stykkishólmi 7. sept. kl. 1. Gengið verður frá tímaseðli mótisins laugardaginn 5. sept. kl. 9. síðdegis, og þurfa þá fyr- írliðar að vera mættir. LEIKFLOKKUR Róberts Arn- finnssonar er nýkominn úr leik- för um landið þvert og endi- Iangt. Viðfangsefni leikflokks- ins var gamanleikurinn „Stúlk- an á loftinu“ (The seven year itch) eftir Georg Axelrod í þýð- ingu Hjartar Halldórssonar. Leiktjöld hefur Magnús Páls- son gert, en leikstjóri er Helgi Skúlason. í leikflokk Róberts Arnfinns- sonar eru auk hans, þau Stella Guðmpndsdóttir, Helgi Skúla- son og Helga Bachmann. Þau skýrðu frétiamönnum frá leik- förinni í gær, en leikurinn verð- ur sýndur í Framsóknarhúsinu í örfá skipti. Lagt var af stað 3. júlí og fyrst sýnt á Norður- og Austurlandi, en síðar á Vest- f.jörðum. Alls var sýnt á 34 stöð um, en sýningar voru 36. Að- sókn var yfirleitt miög góð og leikendum tekið með miklum ágætum. Eftir er að sýna á nokkrum s^öðum í nágrenni bæjarins, Keflavík, Akranesi, Selfossi, svo og Vestmannaeyj- um. isstofnanir árið 1958 á móti 2.- 367 árið áður. í FRAMSÓKNARHÚSINU. Leikararnir eiga sumarleyfi til 1. sept. og þangað til er hug- myndin að sýna „Stúlkuna á loftinu“ í Framsóknarhúsinu. Fyrsta sýningin er annað kvöld kl. 8,30, en næsta sýning sunnu- dagskvöld. Að sýningu lokinni verður dansað til kl. 1. Auk þess verða á miðvikudagskvöla sýningar, þar sem stólum verð- ur raðað upp sem í leikhúsi væri J: ekki dansað á eftir. Geta menn því valið um, hvorn kostinn þeir vilji heldur. fairi ma í LONDON, 20. ág. (REUTER). Fleiri Bretar eyddu meiri tíma í fangelsi á s.I. ári en nokkru sinni fyrr, segir í skýrslu fang- elsisstjórnanna, en fleirj þeirra eyddu líka meiri tíma í að flýja. Alls voru að meðaltali í fang- elsum og „uppeldisstoínunum“ 25.108 manns á dag árið 1958 á móti 22,368 árið 1957, og er það annað árið í röð, sem þessi tala hækkar. Alls brutust 227 fangar út úr fangelsum eða rufu hegðunar- loforð árið 1958 á móti 165 árið 1957 og 116 árið þar áður. „Töl- ur þessar hafa valdið okkur miklum áhyggjum" segir stjórn arnefndin. Fram til ársins 1957 hækkaði tala fanga aðeins meðal karla, en meðaltalið'fyrir konur komst upp í 920 árið 1958 á móti 862 árið áður. —- Þá er í skýrslunni hent á uggvænlega fjölgun ungra afbrotamanna. Voru 3.- 047 unglingar sendir á uppeld- A-BERLÍN: Talsmaður aust ur-þýzka utanríkisráðuneytis- ins vísaði í dag á bug vanga- veltum um, að Krústjov hefði boðizt til að leyfa, að Vestur- Brlín yrði óaðskiljanlegur hluti Veslur-Þýzkalands. BUENOS ÁIRES: Stjórn Argeníínu hefur gefið út til- skinun, þar scm nýstofnuðum háskóla kaþólskra í Gordóba er veití leyfi til að úískrifa kandí- data. Hingað til hafa ríkisskólar aðeins, verið leyfðir. BONN: Von Brentano, utan- ríkisráðherra Vestur-Þýzka- lands, mun ekki sitja fund NATO-ráðsins í París 4. sept- ember, „þar eð hann fær tæki- færi til að ræða við Eisenhower forseta hér“. -&■ LONDON: Dr. Jolin Evans skrifar í læknahlaðið Lancet í dag, að nauðsyn beri til að skrá j „frískunarly£ið“ preludin bæði sem eitur og eiturlyf, á sama hátt og kókaín og maríhúana. ALÞÝÐUBLAÐINU hefur horizt afrit af bréfi frá Fiski- mannafélagi Færeyja til Lands- sambands ísl. útvegsmanna, þar sem svarað er yfirlýsingu frá LÍÚ, er birtist í blöðum og út- varpi hér fyrir nokkrum dög- um. Bréf F.F. er dags'ett 15. ág- úst og undirritað af ritara fé- lágsins, Jákup í Jákupstovu. í bréfi F.F. segir m.a. á þessa leið: „Okkur hafa borizt íslenzk blöð með yfirlýsingu Landssam- bands ísl. útvegsmanna varð- andí viðtal, sem Reykjavíkur- blöðin áttu við undirritaðan 25. júní sl. í yfirlýsingunni segir m.a.: „Við þessar viðræður (22/7 ’59) afhenti ritari F.F. fulltrú- um LÍÚ lista með nöfnum yfir 246 færeyska sjómenn, sem hann taldi að ekki væri komið lokauppgjör fyrir frá síðustu vertíð. Aðspurður hvort téðir 246 færeyskir sjómenn hefðu kvartað við F.F. yfir vanskilum á launum þeirra gaf hann þau svör, að svo væri ekki, heldur væri listinn yfir þá menn, sem hefðu fengið lokauppgjör skv. spjaldskrá félagsins.“ í þessari frásögn yðar hefur fallið niðúr eitt orð, sem felur í sér allan skoðanamun okkar á milli. Spurning yðar var nefni lega „hvort allir téðir 246 menn hefðu kvartað til F.F.“. Ef ég hefði játað þes,su, hefði það ekki verið satt, því að margir af um- ræddum 246 mönnum eru í vinnu á íslandi og Grænlandi. Þeir hafa því ekki aðstöðu til að fylgjast með málum sínum, og það er því hlutverk F.F. að gera það. Þeir menn, sem heima eru, hafa sjálfir kvartað og kvarta enn við F.F. og það svo mjög, að í viðræðum við full- trúa LÍÚ tók ég fram, að við lægi að síarfsfólkið á skrifstofu F.F. væri að gefast upp, því að Um þessar mundir eru staddir hér á landi fimm þýzkir blaðamehiaTT ooðí ríkisstjórnarinnar. Þeir hafa átt við- töl við ráðamenn og fleiri um útfærslu fiskveiðiland- helginnar og m. a. farið í fjögurra stunda flugferð me'ð gæzlufíugvélinni Rán. Á myndinni eru 4 blaðamannamia ásamt þéim er tóku á móti, við komuna til Reykjavíkur. Efst til vinstri er Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi, við hlið hans dr. Kassens og frú, við þýzka sendiráðið hér og Haraldur Kroyer stjórnarráðsfulltrúi yzt til hægri. Þýzku blaðamennirnir 4 standa efst í stiganum. — Ljós- mynd Sveinn Sæmundsson. ■ það er óþolandi að sitja dag eftir dag og taka á móti kvört- un-Um frá sjómönnum og þó einkum sjómannakonum, sem sitja heima' og bíða eftir pen- ingum frá íslandi, sem áttu að vera komnir fyrir löngu síðan. Sannleikurinn er sá, að nær all- ir færeysku sjómennirnir hafa hvorki fengið mánaðar-7/fir- færslur né lokagreiðslur á rétt- um tíma samkvæmt samningi milli L.Í.Ú. og F.F. Það er því ekki rétt, að láta sem enginn af þeim 24.6 mönn- um á lista okkar, hafi kvartað sjálfur, bó að við réttilega höf- um tekið að okkur mál þeirra, sem f járverandi eru og hafa því ekki tækifæri til að kvarta sjálf ir. Nú segir LÍÚ, að 157 þessara manna hafi fengið „fullnaðar- greiðslu, er þeir fóru úr skip- rúmi“. Þetta eru mikilvægar úpplýsingar, sem við fengura ekki fyrr en me^- íslenzkura blöðum, sem bárust okkur í hendur fyrir viku síðan. En þó að póstur hafi komið frá íslandi nokkrum sinnum eftir að LÍÚ | lét íslenzkum blöðum þessar upplýsingar í té, bá hefur list- inn yfir þessa 157 menn ekki borizt okkur, þrátt fyrir nokkra bið. Vitum við því ekki enn, hverjir af okkar mönnum eru í hópi þeirra 157, sem sam- kvæmt frásögn LÍÚ hafa fengið fullnaðargreiðslu, né hverjir eru í hópi þeirra 37, sem LÍÚ segir eiga inni 259 þúsund ís- lenzkar krónur. Á lista okkar, sem afhentur var LÍÚ, voru nöfn allra 246 mpnnanna og nákvæmar tölur yfir. hve margar mánaðar- greiðslur þessir menn hafa feng ið. Það e,r því eðlilegast, að LÍÚ svari einnig með nöfnum, tölura — og peningum. í dag eru liðnir þrír mánuðir síðan vertíðinni lauk, svo að bað getur várla talizt „ósmekk- legt“ nú að óska fullnaðarupp- gjörs fyrir alla mennina, hvort sern þeir sjálfir hafa kvártað eða ekki. Bezt værii að kvartanir og ,,ósmekkleg“ blaðaviðtöl værts ekki nauðsynleg. En þar sem LÍÚ segir í yfirlýsingu sinni, „að LÍÚ höfðu engar kvartanir jborizt frá F.F. á þessu ári ura van'skil útvegsmanna á launa- greiðslum fyrr en greint viðtal birtist í blöðunum“, bá er rétt að taka það fram, að F.F. hefur á þessu ári sent LLTJ 73 skeyti, og langflest hafa þau verið kv.artanir varðandi peninga- yfirfærslu." Að lokum er rakið í bréfi F.F. hve miklu.yfiríærslur hafa nura ið á þessu ári. og borið saman við yfirftérslur á sama tíma í fyrra. Fylgir línurit yfir greiðsl urnar, sem sýnir svo ekhi verð- ur um villzt, að um mikil van- skil er að ræða. MIKIÐ var um slys í fyrri- nótt og að morgtti höfðu áttá verið fluttir til aðgerða á Slysa- varðstofuna. Bifreiðaárekstrar urðu bæði á Reykjanesbraut og Þingvalla- leið, meiddist fólk mikið í fyrr- nefnda árekstrinum, en drengur skarst talsvert í hinum síðar- nefnda. Fleiri minni slys urðu þessa nótt, en engin alvarleg. j 2 21. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.