Alþýðublaðið - 21.08.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.08.1959, Blaðsíða 4
mmmmsEm Útgeíandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. AfgreiSslusími: 14900. — ASsetur: Alþýðu- húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. Kynþáttavandamálið KYNÞÁTTAVANDAMÁLIÐ er einn svart- asti bletturinn á samtíðinni. Sambúð hvítra manna og svartra er með hörmungarsvip víða um lönd, þrátt fyrir mannréttindin og jafnréttið, sem siðað- ar þjóðir reyna að koma á hjá sér með góðum ár- angri. Og vissulega gefur að skilja, að úfar rísi með rikjum, sem hafa gerólíkra hagsmuna að gæta, þeg ar fólk einstakra landa getur ekki lifað og starfað saman í friði. Þetta er beztu mönnum ljóst, en úr- bæturnar koma seint til sögunnar, þó að víða sé leitazt við að leysa vandann af framsýni og fyrir- hyggju. Þróun þessara mála í Bandaríkjunum er mjög athyglisverð. Kynþáttavandamálið er þar nú á allt öðru stigi en fyrir nokkrum árum, enda þótt enn skerist í odda, svo að stundum þykir stór tíðindum sæta. Forustumenn Vesturheims gera sér þess glögga grein, að tími ofríkisins í garð svertingjanna á að vera liðinn. Auðvitað tekur tíma að framkvæma þá stefnu að tryggja þeim jafnrétti, en málin þokast vissulega í þá átt. Bandaríkin eru að þessu leyti til fyrirmyndar, ef svo heldur áfram sem nú horfir. Allt aðra sögu er að segja af Suður-Afríku. Þróun kynþáttamálsins er þar svo óheillavænleg, að öllum hugsandi mönnum hlýtur að vera mikið áhyggjuefni. Þar er skipulega reynt að herða á of- ríkinu í garð svertingjanna og beygja þá til undir- gefni við hvíta menn og yfirráð þeirra. Afleiðingin verður að sjálfsögðu sú, að svertingjarnir láta hart mæta hörðu, fjandskapur þeirra í garð hvítra manna verður brennandi hatur og iðulega er grip ið til vopna, svo að liggur við borgarastyrjöld í landinu. Atburðirnir í Natalfylki undanfarna daga tala sínu máli og sannfæra heiminn um þá ógæfu Suður-Afríku, sem valdhafar hennar bera ábyrgð á með skammsýni sinni og ofbeldishneigð. Ef til vill má færa fram einhverjar skýringar á afstöðu hvítra manna í Suður-Afríku, en það breyt ir ekki þeirri staðreynd, að stefna þeirra leiðir til augljósra vandræða. Kynþáttamálið verður að taka allt öðrum tökum en þar er gert. Lausnin hlýt ur að verða fólgin í öðrum ráðstöfunum en vald- beitingu og vopnaburði. Og mannkynssagan þarf umfram allt að losna við skammarkafla kynþátta- vandamálsins. MELAVÖLLUR í kvöld kl. 8. .. er úrslitaleikur 2.-deildar Akureyri - Vesimannaeyjar Dómari: Grétar Norðfjörð. Línuverðir: Baldur Þórðarsson og Ragnar Magnússon. .. Mótanefndin. mm: -■viii §§§§ .•;;fe::;v;;;;::fe;fe:;;:-;v:;: .fefefe.: //■•■;;/■;■;•;•;■.;•■.; •:■.;• wmmm wmmm iifeii®Sii: ^fefefefefefev;;: • HEL6ISÆMUNDSSON Vesfan og ausfan VaBIaheiðar SUMARKVÖLD áAkureyri. Ég er kominn norður yfir fjöil og heiðar um firði og dali og stend á brekkubrún- inni framan við Matt- híasarkirkjuna. Norð- lenzkur sunnudagur er liðinn, og kyrrlátt rökkur lágnættis- ins leggst yfir land og sæ eins og móðir náttúra sveipi um sig léttri skikkju. Enn mótar fyrir' vaxtarlagi Eyjafjarðar, en bráðum kvikna ljósin í bæn um eitt af öðru, og þá er líkt og húmið þéttist í hitamóðu. Höfuðstaður Norðurlands ligg ur fram á fætur sína og mókir milli svefns og vöku. Ég hef gist fjölmennar og ysmiklar borgir, en orðið einkennilega einmana í mannfjölda þeirra og annríki. Akureyri er ekki þvílíkt ferlíki. Hún er smábær á heimsmælikvarða. Samt líð- ur mér dásamlega vel í faðmi hennar þetta fallega íslenzka sumarkvöld. Hún vekur mér í senn endurminningu og til- hlökkun. Mildin er svo góð, hvíldin eftir ferðalagið og kyrrðin að liðnum löngum degi. Ilugurinn lætur ekki bind- ast af stund og sjónarsviði. F ortíðin og nútíðin gerast elskulega samrýmdar tvíbura systur, sem leiðast hönd í hönd um brekkur og fjöru norðlenzka höfuðstaðarins. Mér finnst ég heyra fótatak þeirra. Ég er þá kominn hing- að á stefnumót. Norðurland hefur hér tiltektarsaman Sunnlending á armi sínum. AKUREYRI er minning- anna bær. Hér gekk Matthías Joehumsson um götur árin áður en ég fæddist í Flóanum. Jón Sveins- son lék sér hér í fjör- unni, svo að Akureyri er og verður hluti af folessuðum Nonnabókunum. Davíð Þor- valdsson undi sér ungur og sæll í Strandgötunni — eða var það kannski Hafnarstræt- ið? Og Akureyri er enn í dag foær skálda og bókmennta, þó að sumir mættu yrkja hér bet- ur, en þá sögu verður reyndar að segja um fleiri bæi okkar og sveitir. Mér er líka fjarri skapi að gefa mig á vald gagn- rýninnar þessa kyrrláíu og blíðlyndu stund. Hér kvikar ekki ljós í neinum glugga. Það á sannarlega vel við. Nóttin leggst í logni yfir bæinn og umhverfi hans. Og inn í sál mína seytlar yndislegur frið- ur. Raddir allar hafa þagnað. Skip siglir inn fjörðinn og hægir á sér úti fyrir Oddeyrar tanganum eins og það hlýði íyrirmælinu í kvæði Davíðs Stefánssonar; Hægara skaltu, skip, skríða inn Eyjafjörð. HÉR var Sigurbjörn minn Sveinsson skósmiður forðum daga. Og ég er a-llt í einu horf- inn suður og út í Vesí- mannaeyjar, sit and- spænis þessum v.ið- kvæma og gáfaða vini mínum og heyri hann segja frá Ak- ureyri, húsunum, fjörunni og börnunum, sem hann elskaði og gladdi mest allra íslend- inga. Hann segir mér söguna af þorrabrótinu á Akureyri, þegar ungir menn og vaskir stigu á stokk og strengdu heit að fornum sið. Einn ætlaði að verða glímukóngur íslands, annar að klífa Rerlingu og þriðji að synda yfir Eyjafjörð. Kapp fornaldarinnar ólgaði í brjósti þessara garpa. E'n Sig- urbjörn Sveinsson átti sér aðra ósk en slíka hetjudýrkun. Heitstrenging hans var sú að skrifa hundrað sannar sögur handa íslenzkum börnum. — Hann kom aldrei fyrirætlun sinni í verk. En það skiptir minnstu. Sögurnar hans urðu nógu margar til þess að verða íslenzku þjóðinni ógleymanleg ar, meðan hún skilur smáfríð- an skáldskap og stílræna feg- úrð ástkæra ylhýra málsins. Sigurbjörn setti ekki metið, en varð íslandsmeistari samt. Gaman hefði verið að hitta Sigurbjörn Sveinsson hér á Akureyri, sjá hann og heyra. En það er ekki hann, sem kemur þarna meðfram kirkj- unni. Hann sefur svefninum langa suður á landi. En þetta er ibærinn hans, þegar hann var ungur og fékk köllunina, sem var lítil í fyrirferðinni, en stór í fegurðinni. Mér stendur jafnan stuggur af mönnum, sem fá köllun, en þess beygs kenndi ég aldrei í návist Sigurbjarnar Sveins- sonar. — Ætlunarverk hans var svo mannrænt, að það varð barnslegt fagnaðarefni. NfJ er Ijós í hverjum glugga. Og bak við hvern glugga er fólkið í húsunum, mannlíf Ak- ureyrar, gleði, sorg og ást. Skæðar tungur hafa sagt, að ég kunni ekki að meta höfuðstað Norð- urlands af því að mér þóknast ekki að taka öllu þar af upp- loginni aðdáun. En staðurinn fyrirgefur mér vissulega ó- kurteisi skoðana minna þetta fagra sumarkvöld. Hann á ekki í neinum deilum við að- komumanninn, en opnar hon- um ævintýraheim lognværr- ar kyrrðar, kveikir honum ljós sín og lætur norðlenzka angan leika um gestinn. Stokkseyrarbrimið er víðs fjarri, og ég get ekki gert greinarmun á fjöllunum hér og í Árnesþingi af því að blá- dimm slikja næturinnar er fallin á sæbarm fjarðarins og ásjónu landsins. En hér myndu vinir í varpa, ef flug- þreyttur fugl settist niður til að unna sér hvíldar á lang- ferð. Og hér kynni hann líka að finna sér hreiður. Mér finnst illt til þess að vita, að Akureyrarblöðin skuli hafa misskilið tvo eða þrjá ritdóma og túlkað þá sem fjandskap við þennan stað og mannlíf hans. Indriði G. Þor- steinsson væri betur kominn (Framhald á 10. síðu.) 4 21. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.