Alþýðublaðið - 21.08.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.08.1959, Blaðsíða 5
FLUGSTÖÐVARBYGGING Á REYKJÁVÍKURVELLl HER kemur í fyrsta skipti fyrir almenningssjónir teikning af fyrirhugaðri flugstöðvarbyggingu á Reykjavíkurflugvelli. Hún er aS vísu ekki ný af nálinni, því undirbúningur hennar hófst árið 1955, er Gísli Halldórsson húsateiknari lagði að henni fyrstu di'ög. En uppkasti hans hefur verið velt til .og frá og er nú í alla staði sniðið eftir nýiustu kröfuni, en í framþróun flug- þjónustunnar hafa orðið ótrúlega snöggar breytingar á ör- skömmium tíma. Má hiklaust fullyrða, sagði Ólafur Júlíusson teiknari, að þetta verður nýmóðins flugstöð, á allan hátt miðuð við kröfur framtíðarinnar, fullkomnir farþegaafgreiðslusalir, veitingasalir og önnur þægindi fyrir farþega, minjagripaverzl- anir og þjónustufyrirtæki. í lágu álmunni eru teiknaðar aðal- stöðvar flugfélaganna beggja, en í sjö hæða stórbyggingunni verða skrifstofur flugfélaganna, en þó aðallega miðstöð flug- umferðarstjórnarinnar o'g veðurstofunnar Á yfirlitsmyndinni sést staðsetning flugstöðvai'innar og brautir vallarins og er af henni ljóst, hvar framlengingin er gerð þessa dagana út í Skerjafjörð, ep. vesturbrautin, sem líka snýr út að firðinum, verður væntanlega í framtíðinni lengd út í sjóinn og umferðin þannig færð frá miðbænum. Nýja brautin, sem teiknuð er ipn á, er fyrirhuguð. , ^ ' .... gfjgglj ■ | ! 1 jjjll y 11111111 , '■ {. jjjjj 1 ;j: ■ . . : : ' | ■ 7 * ./{JiXJ-'-Ai/zJ Rœtt við Agnar Kofoed-Hamen flugmálastjóra „ALLUR hugsanlegur kraft ur okkar er nú lagður í flug- vallargerðiiia á ísafirði", sagði Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri í samtali við blaðið í gær, „og má fullyrða“, bætti hann við, „að aklrei í sögu flugmálanna á Islandi hafi verið gert jafnt stórt á- tak á eimtm stað. Vestur á Agnar Kofoed-Hansen. Isafjörð höfum við sent öll okkar tæki, þannig að við höf um ekki svo mikið sem jarð- ýtu í Reykjavík. Að auki höf- um við fengið að láni marg- ar stórvirkar vinnuvélar hjá varnarliðinu fyrir milligöngu utanríkisráðuneytisins. Er nú bersýnilegt að sá draumur okkar rætist, að flugvöllur- inn verði tekinn í notkun fyr- ir áramót“. ☆ Flugmálastjóri sagði, að þetta höfuðverkefni sitji fyr- ir' öðrum framkvæmdum 1 sumar. Fyrst um sinn verður lögð 1200 metra löng' flug- braut en fullgerður verður vqllurinn 1500 metra langur. Búizt er við að á flugleiðinni vestur verði að mestu natað- ar Dakotaflugvélar en Sky- mastervélar geta þarna líka lent. Vegna umbóta á vega- kerfinu, sem gerðar eru í sumar má segja að stór hluti Vestfjarðanna komist nú í flugsamband við aði’a lands- hluta og er af því ljóst, hversu hér er um mikilvægt framfaramál að ræða. ORUGGUR FLUGVÖLLUR. Hvað öryggi snertir, sagði flugmálastjóri að ísafjarðar- flugvöllur ætti ekki að valda neinum áhyggjum. Flugmenn okkar hafa sýnt hæfni sína og vanizt erfiðum aðstæðum eins og í Vestmannaeyjum, þar sem aðeins er unnt að lenda á einni þraut við óhagstæð skilyrði. Erlendir flugmenn myndu líklega flestir krossa sig ef þeir kæmu að flugbraut inni í Eyjum og ættu að lenda þar, en flugmönnum okkar er þetta daglegt brauð og lenda þar oft af miklu öryggi. Flug- tak og lending á ísafjarðar- flugvelli hlýtur að venjast, þótt aðstæður séu nokkuð ó- venjulegar, en ekki er ástæða til að ætla annað en að flug- menn standi sig þar með hinni mestu prýði, eins og annars staðar. FLUGTURNINN MIKILSVERÖUR ÁFANGI. Um aðrar framkvæmdir á sviði flugmála í sumar, sagði flugmálastjóri, að bygging flugturns í Reykjavík sé mik- ilsverður áfangí, bví þar hafi vissulega fyrir löngu verið tímabært að fá viðunandi vistarverur fyrir flugumferð- arstjórnina. Flugþjónustan fyrir norður Atlantshafið er að 95. hundraðshlutum greidd af Alþjóða flugmálastofnun- inni og framámenn hennar hafa í mörg ár bent á, að vinnuskilyrði væru ekki við- hlýtandi í gömlu húsakynnun um, þar sem þjónustan er innt af höndum. Byggingu nýja flugturnsins miðar nú vel áfram og verður tekinn í notkun á næsta ári. FRAMLENGING Á FLUGBRAUT. Síðustu dagana hefur verið malbikuð 135 metra framleng ing á suðurbraut Reykjavík- urflugvallar og nær hún eftir þessa viðbót út í Skerjafjörð. „Og við ætlum að halda á- fram framlengingunni út í fjörðinn“, sagði flugmála- stjóri og kvaðst vonast til þess, að bæjaryfirvöldin vilji eiga við flugmálastjórnina Framhald á 10. síðu. Alþý'ðubla'ðið — 21. ágúst 1959 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.