Alþýðublaðið - 22.08.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.08.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ast- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Fréttastjóri-. Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. Ranglœti skattanna MÁLGÖGN tveggja stærstu stjórnmálaflokk anna, Morgunblaðið og Tíminn, hafa nokkuð rætt skattamálin undanfarna daga. Fljótt á litið er sam komulag þeirra ekki sem bezt, en niðurstöður þeirra samt harla líkar að athuguðu máli. Báðum finnst þessum blöðum of þungar skattabirðar lagðar á íslenzk fyrirtæki. Morgunblaðið hefur hér auðvitað heildsalana í huga, en Tíminn að sjálf- sögðu samvinnufélögin. Þessi skoðun hefur dálítið til síns máls. Ýmis fyrirtæki eiga í vök að verjast vegna skattaálag- anna, og slíkt er varhugavert. íslenzkum fyrirtækj um má ekki setja svo þröngar skattaskorður, að þau nái ekki eðlilegum vexti. Að þessu er skylt að hyggja. En megingalla núverandi skattakerfis er annars staðar að finna, og þar er mestrar lagfær- ingar þörf. Morgunblaðið og Tíminn láta sér hins vegar nægja að hugsa um heildsalana og samvinnu félögin. Hér er átt við einstaklingana — íslenzku skattborgarana. Skattabyrðin hvílir svo þungt á herðum þeirra, að óþolandi er. Fyrirkomulag þeirra mála er kannski hróplegasta ranglæti samtíðarinnar og mun þó að ýmsu að finna. Verst er mismununin, sem á sér stað í þessu efni. Það er opinbert leyndarmál, að margir ís lendingar svíkja undan skatti, ef þeir koma slíku við, og þeir eru fáir, sem fá sting í sálina, þó að ríkið sé hlunnfarið. Afleiðing þessa er svo sú, að Iaunamenn, sem fá kaup greitt fyrir oprmm tjöldum og koma engum klækjum við, bera þyngri skattabyrði en ella væri. Þetta er hneyksl anlegt óréttlæti, sem verður að Ieiðrétta. Og sú leiðrétting á að verða aðalatriði í sambandi við endurskoðun skattalaganna og ákvörðun nýs skattakerfis. Alþýðublaðinu finnst ámælisvert, að einstakl ingarnir skuli gleymast eða að minnsta kosti metn ir minna en fyrirtækin í umræðum Morgunblaðs- ins og Tímans um skattamálin. Það er hverju orði sannara, að skattabyrðin, sem lögð er íslending- um á herðar, verður að teljast óhæfilega þung. En verst er samt ranglætið. Þegnarnir eigi að búa við einn og sama hlut í þessu efni sem öðrum. Hitt er ofríki og ný stéttaskipting, sem ekki hæfir íslend- ingum. Og leiðréttingin þolir naumast bið. Hún er satt að segja orðin all't of gömul. ÉaraifaSa við Bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launalög um. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 14906 ÞEGAR nýafstaSið sumar- þing kom saman og á daginn kom, að þeir þrír flokkar, sem að kjördæmabreyting- unni stóðu, Alþýðuflokkur- inn, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðubandalagið, höfðu sam vinnu um forsetakjör alþing- is, varð Framsóknarforustan stórhneyksluð: Þarna var fyrirboði þess sem koma mundi, ný stjórn- arsamvinna í uppsiglingu með þessum þríflokkum eft- ir haustkosningarnar, ný „nýsköpunarstjórn“ á fóst- urskeiði, hélt Tíminn. Og auðvi4að var ekki gleymt að hafa mörg og stór orð um hneykslanlega samvinnu við kommúnista. Skýring „þríflokkanna“ var hins vegar einföld á sam- vinnunni um forsetakjör. Hún var einfaldlega sú, að eðli- legt væri, að þeir hefðu funda stjóm alþingis í hendi sér, þar eð þeir hefðu þingfylgi til þess og stæðu allir þrír að því eina máli, sem gert var ráð fyrir að sumarþingið af- greiddi: kjördæmabreyting- unni og breytingum á kosn-# ingalögunum, sem af henni leiddi. Samvinna þessi stóð og hviklaust um þessi mál, og þessi mál ein. Svo nákvæm- lega var þetta útfært, að þess- ir þrír flokkar höfðu sam- starf um kjör yfirkjörstjórna á alþingi í hinum nýju kjör- dæmum, EN ENGAR AÐRAR KOSNINGAR NEFNDA. Svo mæla lög fyrir, að á hverju nýkjörnu alþingi skuli kjósa í vissar nefndir og ráð á alþingi, og er þetta venju- legast gert í þinglok. Sumar þessar nefndir eru 5 manna, örfáar 4 manna, sumar þriggja. Nú þótti eðlilegt, að Al- þýðuflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn hefðu samstarf um nefndakjör, þar eð Sjálf- stæðisflokkurinn hefur veitt ríkisstjórn Alþýðuflokksins það brautargengi að verja hana vantrausti og á þann hátt haft óbeint samstarf við Alþýðuflokkinn. Hins vegar voru engin slík samstarfstengsl milli Fram- sóknar og. þessara flokka, né Sósíalistaflokksins og þeirra. Ekki var heldur vitað um nokkur samstarfstengsl milli Eramsóknar og Sósíalista, a. m. k. ekki á yfirborði. Af þessum sökum mátti því ætla, að yfirleitt mundu koma fram 3 listar við nefnda kjör á alþingi í sameinuðu þingi: Listi borinn fram af Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðu- flokknum. Listi borinn fram af Fram- sóknarflokknum. Listi borinn fram af Sósíal- istum. Ef þannig yrði kosið, varð niðurstaðan sú. að 3 yrðu kjörnir af lista Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins í hverja 5 manna nefnd, en 2 af lista Framsóknar, 2 kæm- ust að af hvorum lista í 4 manna nefndir, en 2 af lista Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins í 3 manna nefndir og 1 af lista Fram- sókgar. Þegar hins vegar til kast- anna kom, reyndust leyni- þræðir miklir milli Framsókn- ar og kommúnista um þessi nefndakjör. Báru þeir fram sameiginlegan lista í þeim öll- um, en það orsakaði þá nið- urstöðu, að hinir 2 listar, er fram komu, fengu nákvæm- lega jafnmörg atkvæði, 26 hvor. bar eð Alþýðuflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa 26 þingmenn samanlagt, og Framsókn og kommúnistar 26. Þessi samvinna olli svo því, að í öllum 5 manna nefndum réði hlutkesti milli Alþýðu- flokksmanns og kommúnista, af því að þeir sátu í 3. sæti hvors lista. Kommúnistar voru svo heppnir í hlutkest- inu, að þeir felldu Alþýðu- flokksmanninn úr mennta- málaráði, útvarpsráði, lands- kjörstjórn og tryggingaráði. Þannig situr nú kommún- istinn Magnús Kjartansson í menntamálaráði fyrir til- styrk Framsóknar, í stað Al- þýðuflokksmannsins Helga Sæmundssonar; kommúnist- inn Ragnar Ólafsson í lands- kjörstjórn, í stað Alþýðu- flokksmannsins Einars Arn- alds; kommúnistinn Brynj- ólfur Bjarnason í trygginga- ráði, í stað Alþýðuflokks- mannsins Kjartans Ólafs- sonar og kommúnistinn Björn Th. Björnsson í út- varpsráði, í stað Alþýðu- flokksmannsins Benedikts Gröndals, svo að dæmi séu nefnd. Hefði ekki komið til þingfylgi Framsóknar, hefði enginn kommúnistanna hlot ið kjör. Að sjálfsögðu er ekkert við þessu samstarfi Framsóknar og kommúnista að segja. Þeim er það fullkomlega frjálst. Alþýðumaðurinn telur meira að segja mjög gott, að afstaða Framsóknarforystunnar til kommúnista hafi komið grímulaust fram, svo að eng- um dyljist, að hún styður kommúnista gegn Alþýðu- flokknum. En eftir þessa neyðarlegu afhjúpun ætti enginn að þurfa að blekkjast, þótt Fram sókn sé að hneykslast á sam- vinnu Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins við kommúnista um kjördæma- Framhald á 10. síðu JAPANIR eru miklir lestr- arhestar og bókaormar. Hvorki stríð né óáran hefur getað unnið bug á lestrarfýkn almennings í landinu. Dag- blöð eru mörg í Japan og koma samtals út í 36 milljón- um eintaka. Aðeins í Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum er tiLölulega meiri blaðaút- gáfa. Talið er að 83 prósent Japana kaupi a. m. k. eitt dagblað- og eitt tímarit. Japönsku blöðin heyja harða baráttu um hylli les- enda og hin stærstu þeirra ráða yfir mjög fullkomnu dreifingarkerfi og hafa tekið í sína notkun allar tiltækileg- ar leiðir til fréttaöflunar. Blöðin eiga eigin skip, bíla og flugvélar. En eitt hafa jap- önsk blöð fram yfir önnur. Það eru bréfdúfur, sem mikið eru notaðar til að auðvelda. flutninga á myndaefni til rit- stjórnarskrifstofanna. Hafa blöðin í sinni þjónustu um 1000 vel þjálfaðar bréfdúfur og eru þær til margra hluta nytsamlegar. Þegar japanski krónprins- inn Akihito fór til Bretlands til þess að vera viðstaddur ' krýningu Elísabetar drottn- ingar, fór hann sjóleiðis. Að sjálfsögðu voru margir blaða- menn með í förinni og í far- angri þeirra voru 50 bréfdúf- ur og í hafi voru teknar mynd ir af prinsinum og dúfurnar sendar af stað með hinar dýr- mætu -filmur. Aðeins ein þeirra komst á áfangastað en myndir þær, sem hún hafði meðferðis, voru einstæðar. íþróttafréttaritarar í Ja- Japan hafa oft á tíðum með sér bréfdúfur á íþróttamót. Eru þær síðan sendar með filmurnar á ritstjcV'narskrif- stofurnai' og bregzt það ekki að þær eru alltaf a. m. k. hálf- tíma fljótari í förum en hinir frískustu fréttamenn. 4 22. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.