Alþýðublaðið - 23.08.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.08.1959, Blaðsíða 1
UM langt skeið voru nær eingöngu byggð í Reykjavík hús úr timtri, klædd báru- járni. Risu heil hverfi bæjarins á þennan hátt og lengi vel gáfu bárujárnshúsin bæn- um heildarsvip sinn, Þetta þótti etrlendum gest- um nýstárlegt og skemmtilegt, þótt heimamenn teldu það sjálf- sagðan hlut. — Nýir tímar og nýr auður hafa fært íslend- ingum nýja og vissulega fullkomnari bygg- ingahætti. Steinsteypa' og nútímabygginga- stíll blasa við augum hvarvetna og skapa nútímasvip Reykjavíkur. Þetta er gott og blessað, en þó einn skipu- lagslegur galli á ntálinu. Steinbyggingum, sumum þokkalegum en öðtrum klunnaleg- um, er troðið inn á milli hinna eldri húsa um allan bæ. Árangurinn er hrærigrautur, yfirleitt ljótur og óásjálegur. Hið nýja hlýtnr á þessu sviði að ryðja hinu gamla frá. En þarf það að gerast um alla borgKa? Eru gömlu bárujárnshúsin og tímabil þeirra ekki þess virði, a,ð varðveita óskert heilsteypt hverfi slíftra bygginga? Það þarf ekki að vera stórt, en verður að vera heilt og óskert. Engir skúrakumbaldar, engar steinbyggingEtr. Það er nóg l®ndrými eftir, þótt Reykjavík helgaði sér eitt gamalt hverfi á þann hátt, eina minningu um liðinn tíma — ekki sem safn, heldur lifandi hverfi, þar sejn fólk byggi áfram og lifði sínu lífi. Húsin geta enzt lengi, ef þeim er haldið vel við. Flestar þjóðir líta á gönrul borgarhvetrfi sem djásn, Þær reisa slík hverfi í hinum gamla stíi eftir rústir styrjaldar, ef svo ber und'r. Þótt fortíð Reykjavíkur (og raunar Hafnarfjarðar, Akureyrar og fleiri kaup- staða) sé ekki löng, megum við ekki þurrka bæjarlegar minjar hennar út. Ef heilsteypt br.rujárnshverfi, þó ekki væru nema 10—20 hús saman, verður varðveitt, mun það í framtíðinni verða bæjarhluti, sem heima- menn og gestir heimsækja, sér til ánægju og fróðleiks. Alþýðublaðið biður ráðamenn borgarinn- f i.' að íhuga þessa tillögu — og vonar að borgarbúar styðji liana. f FYRRAKVÖLD um kl. 8* skall skyndilega á niðaþoka í Ölfusi. Náði þokan allt vestur í Hveradali. Bílft,- er áttu leið um Kambana, komust í mestu vandræði af þessum sökum. Óku bílarnir með fullum ljósum og þeyttu flautur sínar, en það nægði ekki. Allir urðu að hafa dyrnar opnar til þess að fylgjast með vegarbrúninni og ýmsii' bílar, er höfðu farþeg.a, létu þá ganga á undan. EKKI EINS SLÆMT í MÖRG ÁR Maður, sem mjög oft hefur farið Kambana, skýrði Alþýðu blaðinu svo frá í gær, að hann hefði ekki lagt á fjallið, ef hann hefði haft farþega í bíl sínuin. En þrátt fyrir þessa miklu þoku gekk altl slysalaust. ÍNÝJU DELHÍÍ: Efri deild Indlandsþings íiefur fellt að leyfa kommúfuistaleiðtogan- um Gupta að leggja fram frumvarp um takmörkan á stctrfum kaþólsku ldrkjunn- ar í stjórnmálum og þátt- töku starfsmanna kirkjunn ar í slíkum málum. Blaðið hefur hlerað að Trípólíbíó hafi byrjað á byggingu kvikmyndahúss fyrir ofan Bílasmiðjuna við Suðurlandsbraut. iiiiiiiiimmimimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiumimimimimiiilíjiiiimiiiimiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiimiiiiiuiiiitjjjmiiiHimiiiUiliiiiiiiiiiimiimmiiiiiiimiiiiiiiiiiiimi Hraðfryst hey? 40. árg. — Sunnudagur 23. ágúst 1959 — 178. tbl. UNDANFARIÐ hafa fjögur skip stundað fiskirannsóknir og fiskileit umhverfis landið. — Fanney leitar síldar fyrir Norð- urlandi, Auðbjörg stundar síld- armerkingar, 250 lesta togari stundar leit og merkingar og Ægir liefur fiskifræðing um borð, er stundar rannsóknir. Togarinn fer umhverfis land- ið og hóf ferð sína í Reykjavík fyrir röskri viku. Var ráðgert að hann yrði 3—4 vikur í ferð- inni. Eru fiskifræðingar um borð, er merkja skarkola og borskfiska. MIKLAR SÍLDAR- MERKINGAR. Sem fyrr segir er Auðbjörg í síldarmerkingum. Var bátur- inn fvrst í merkingum fyrir Norðurlandi, en undanfarið hef- ur hann verið hér syðra. Hafa merkingar gengið heldur treg- lega hér fyrir sunnan. Fanney hefur leitað síldar fyrir Norð- urlandi undanfarið, en lítið orð- ið vör. JNNFLUTNINGS- SKRIFSTOFAN hefur í samráði við ríkisstjórn- ina unnið að því undanfar ið að úthluta leyfum til ný smíði 40 fiskibáta. Verða þeir smíðaðir í Vestur-Ev rópu og Austur-Þýzka landi. Nokkur leyfi voru veitt þegar fyrir 1—2 vikum, en á fundi Innflutnings- og gjaldeyris- nefndar í gær lagði Jón Sigurðs son fram tillögu um að úthlutað skyldi 27 bátum og var það gert. Mun þá vera eftir veiting sjö báíaleyfa til að fylla töluna. Þessi mikli bátainnflutning- ur er í samræmi við gjaldeyris- áætlun seinni hluta líðandi árs eins og viðskiptamálaráðuneyt- ið, Innflutningsskrifstofan og Seðlabankinn gengu frá áætl- uninni fyrr á árinu. -Jf TOKÍÓ; Kishi, forsætisráð- ■herra1 Japans, sagði í dag, að Bretar væntu samvinnu við Japana í þróun efnahagslífs Afríku. BJÖRGUM GÖMLU BÁRUJÁRNSHVERFI! Anne Marie var vinnustúlka hjá Nelson Rochefeller, syni hans, Steven, í gær. giftist Frk. Rasmus- sen gengur í ■ r LUNDE, 22. ágúst, (REUTER). Þúsundir Norðmanna söfnuðust í dag saman í þessu litla fiski- þorpi til þess að horfa á síðasta þáttinn í því, sem rnargir hafa viljað skoða sem nútíma útgáfu af ævintýrinu um Öskubusku, þ.e.a.s. giftingu Stevens Rocke- fellers, sonar Nelsons Rocke- fellers, milljónamærings og rík- Sögne-kirkja. isstjóra í New Yorkríki, og Anne Marie Rasmussen, norsku stúlkunnar, sem var vinnukona Framhald á 2. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.