Alþýðublaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 4
£íl©XlöOœim) Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benediki Grondal, Gísli J. Ast- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. Aðsetur: Alpyou- húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. Ómetanlegur þjóðarauður MENNTAMÁLARÁÐ ÍSLANDS hefur ný- lega úthlutað fimm nýstúdentum styrkjum, er nema 20 þúsund krónum hver, til náms við er- lenda háskóla. Afburðamenn á stúdentsprófi ganga fyrir þessum styrkjum og njóta þeirra í allt að fimm ár. Og við þessa nýbreytni eru vissulega miklar vonir bundnár. Með þessu móti er hægt að beina þeim, sem fram úr skara í menntaskólum okkar, að sérstöku námi, en slíku verður naumast við komið með öðrum ráðstöfunum. Hins vegar liggur í augum uppi, að þjóðfélag okkar þarfnast mjög í framtíðimni ýmis konar sérmenntunar og hlýtur að verða sér úti um menn í hlutverk hennar. Ennfremur er mikils virði, að beztu náms menn okkar hafi að slíkum styrkjum að keppa og sjái fram á öryggi og markaða braut að unnum sigri. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra er forgöngumaður þessa máls, og nú mun mennta málaráðuneytið vinna að því, að nýstúdentar fái hliðstæða aðstdðu við nám í Háskóla ís- lands. Það er alveg eins þýðingarmikið og styrkja frábæra námsmenn til framhaldsmennt unar erlendis. Vilji þeir leggja stund á fræði, sem eins er hægt að nema hér og erlendis eða jafnvel betur, á að setja þeim í sjálfsvald, hvorn kostinn þeir velja. Og Háskóla íslands er milcils virði, að hann sé í þessu efni lagður að líku við erlenda háskóla. Þannig er honum tryggð samkeppni um heztu námsmenn stú- dentahópsins ár hvert. Nægir að minna á nauð syn þess, að afburðamenn, sem vilja nema nor- ræn fræði, helgi sig því verkefni í stað þess að leita til útlanda af því að betri fyrirgreiðsía stendur þar til boða. Fleiri dæmi mætti nefna, bn þetta sannar, hvað haft er í huga varðandi þessa tímabæru og þörfu nýbreytni mennta- málaráðherra og menntamálaráðs. íslendingum ætti að vera mdkið fagnaðarefni, hvílíkur vaxtarbroddur u-nga fólkið er. Upplýsing- ar menntamálaráðs um námsafrek nýstúdentanna fimm, sem styrkina hljóta í ár, tala síriu máli. ís lenzk æska er ágætu atgervi búin til líkama og sál- ar, og sennilega hefur hún aldrei skarað eins fram úr og nú í starfi ög námi, þó að sitthvað megi að einstaklingum finna. Þetta er ómetanlegur þjóðar- auður. Og hann á að varðveita og ávaxta sem bezt. Unga fólkið verðskuldar, að samfélagið sannfærist um kosti þess og hæfileika og láti það njóta þeirra. Þannig er bezt hægt að tryggja íslandi giftusam- legan árangur af lífi og starfi þeirrar kynslóðar, 'sem kemur til með að erfa landið á næstu árum og áratugum. U T S A L h Strigaskór — Tunguboriisur Sléttbotnaðir kvenskór Kvenskór með kvarthæl, lítið númer. ' _ Skóverzlun Þórðar Aðalstræti 18. S, IaMBÚÐ Breta og Frakka hefur farið dagversnandi síð- ustu mánuði. Veldur þetta nokkrum áhyggjum meðal stjómmálamanna beggja land anna, en ekkert virðist gert í einlægni til þess að jafna á- greining ríkisstjómanna og blöð landanna hnakkrífast og vanda sízt kveðjurnar. Ósam- komulag þetta er ekki opin- bert, enda situr brezka þingið ekki eins og, stendur og því ekki rætt-um deilur forráða- mannanna. En starfsmenn ut- anríkisráðuneytisins brezka hafa látið í ljós ugg vegna þróunar mála. Reynt hefur verið eftir mætti að halda skoðanamismuninum leynd- um og jafnvel verið látið í það skína af hálfu Breta, að stjómmálamenn í London eigi enga sök á ágreiningnum heldur forráðamenn Banda- ríkjanna. heimsótti hana síðast, og veld- ur þar mestu, að de Gaulle er kominn til valda í Frakklandi. Eins og málin liggja nú fyrir er engu líkara en vesturveldin séu skipt í tvær blokkir, Eng- land—Bandaríkin annars veg- ar og Frakkland—Þýzkaland hins vegar, og það. sem mestu ræður um mótsetningar þess- ara ríkja er, að Bretar—Banda ríkjamenn, sem em kjamorku veldi og ráða yfir vetnisvopn- um, gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að Frakkland—• Þýzkaland geri tilraunir með kjamorkuvopn, sem Frakkar hiafa þegar fullgert. Kjarn- orkuklúbburinn er þröngur inngangs og það virðist skoð- un meðlimanna þriggja, að meðlimatalan skuli vera þrír og ekki fleiri. K, M, •ARGAR ástæður liggja að því, að deilumálin hafa komið fram í dagsljósið síð- ustu dagana. í fyrsta lagi mun Eisenhower forseti Bandaríkj- anna ræða við Macmillan á undan de Gaulle, er hann kem ur til Evrópu í lok mánaðar- ins til þess að ræða við for- ustumenn vesturveldanna áð- ur en Krústjov kemur vestur um haf í næsta mánuði. Ekki er samt búizt við, að Macmill- an geri óþarflega mikið úr á- greiningi Evrópuþjóðanna, en hann mun vafalítið skýra Eis- enhower frá afstöðu Frakka og gera tilraun til að túlka málstað þeirra frá sjónarmiði Breta. Þá verður ekki hjá því komizt, að Bretar verði að marka skýrar afstöðu sína til meginlandsþjóðanna en verið hefur. IRAFA de Gaulle um end- urskipulagningu Atlantshafs- bandalagsins hefur valdið Bretum og Bandaríkjamönn- Versnandi de Gaulle. s, ?Ú EVRÓPA, sem Eisen- hower heimsækir nú, hefur breytzt mikið frá því hann MacmiIIan. um þungum áhyggjum og raunar hafa viðbrögð þeirra við henni valdið stórtjóni þeg- ar. Helztu ágreiningsefni Breta og Frakka er,u efnahagsleg, — Bretar eru ekki meðlimir sam eiginlega markaðsins og Frakkar áttu ríkastan þátt í að gera tillögur Breta um frí- verzlunarsvæði Vestur-Evr- ópu að engu. Vaxandi sam- starf Frakka og Þjóðverja hef ur emnig valdið kólnandi sam búð Breta við báðar þessar þjóðir. Þessi vandamál verða vænt- anlega helzta umræðuefni Eis- enhowers og vestrænna stjórn málamanna og mun móta af- stöðu hans í viðræðunum við Krústjov. Economist íelur Ike rfiðar viðræður við de Gaulle a LONDON, 21. ág. (NTB-REUT- ER). Viðræður Eisenhowers við hinn franska starfsbróður sinn de GauIIe verða erfiðustu samn ingaviðræður, sem hann á í vændnm í Evrópu, segir viku- blaðið Economist í dag. Eisen- hower verður að sannfæra de Gaulle um, að opinber rof á sambandinu við NATO muni skaða Fraklca miklu meira en aðra meðlimi bandalagsins, seg- ir blaðið. Þegar öllu er á botninn hvolft er Frakkland háð NATO, t.d. að þvi er snertir að halda uppi vörnum í Evrópu á meðan franski herinn er önnum kaf- inn í Afríku, en slíkt hefði ver- ið óhugsandi á öldum þeim, er Frakkar voru raunverulega „sjálfstætt stórveldi“, segir þlað ið. Blaðið telur, að góð rök megi færa fyrir því, að leita skuli ráða Frakka meira innan NATO og gera Frakka meðábyrga að því er snertir notkun atóm- vopna, en hins vegar verði að minna de Gaulle á, að hversu ágætar sem hugsanir hans um einingu Evrópu og evrópska forgöngu mála kunni að vera, séðar frá frönsku sjónarmiði, hljóti þær að vera sjálf-eyðandi, þar eð aðeins sé hægt að sam- eina Evrópu á kostnað hinnar amerísku forustu hins frjálsa heims. „Adenauer kanzlari getur e. t.v. fylgt Frökkum í því að sameina Evrópu efnahagslega gegn Bretum, en rof franskra tengsía við Washington munu hafa í för með sér slit þýzkra tengsla við Frakka“, segir Eco- nomist. RERGRINE Worstone rit- aði nýlega grein í Daily Tele- graph. Þar telur hann orsök ágreiningsins mismunandi af- stöðu Breta. Frakka og Þjóð- verja til spennunnar milli austurs og v'<urs. Frakkar og Þjóðverjar leggja höfuð- áherzlu á sameiningu Evrópu. En Bretar vilja fyrst af öllu draga úr spennu í alþjóðamál- um með samningum við Sovét ríkin. Bretar hafa meiri á- hyggjur af vetnisstyrjöld en að sameina Evrópu til að fyr- irbyggja vetnisstyrjöld. Frakk ar og Þjóðverjar telja að við- ræður við Rússa geti leitt til frekari skiptingar Yestur-Evr- ópu og líta svo á, að afstaða Breta leiði til þess að tengsl Vestur-Þýzkalands við Evr- ópu losni ef henni verði fram- fylst. E, Iljart-anlegt þakklæti til allra .þeirra, sem. sendu naér r heillaskeyti eða sýridu mér önnur vmahót á áttatíu og fímm ára áfmseli mínu h'inn 14. ágúst.1959. • ; • ■' ■■■' iu.ú. v. Ágúst Jósefsstm.: ■F ÞESSAR hugleiðingar Worstone fara nærri sanni svo sem trúlegt er, þá er augljóst að íhaldsmennirnir brezku : ■ liafa varpað kenningmxi Churc hills um hlutverk Þjóðverja í " sámstárfi'véstrænha þjóðá fyr ir borð í von um að notfæra sér' skoðanaágreining vestan jámtjaldsins sér til framdrátt- ar. • ‘ 4 25. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.