Alþýðublaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 11
mitiiiiiiiiiiiiiiHitfiiiitifuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiHiiiii 4. dagur iiiiiiiimiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiii é.a sá, að þær væru góðar dansmeyjar11. ,,Takk!“ Hann hneigði sig stríðnislega fyrir henni. „En þér þurfið ekki að vera svona lítillækkandi. Kunnið þér ann ars að dansa?“ Linda roðnaði aftur. Henni fannst það leiðinlegt að hon- um fannst hún vera að lítil- lækka stúlkurnar. „Ekki þannig dans“. sagði hún stutt í spuna. í „Það var leitt,“ hann brosti ertnislega. „Ég ætlaði einmitt að leggja til að þér gerðust meðlimur í kabarettnum. Ein stúlknanna hefur hætt og ég er að reyna að fá aðra í henn- ar stað. Ég er forstjórinn, ef mér leyfist að segja það — nafn mitt er David Holden, enskur ríkisborgarí, menntun: St’Davids og Harrow. Staða nú “. Hann glotti — „allt sem ég hef áhuga fyrir og sem við- kemur ferðalögum. Þér ættuð bara að vita hvað ég hef gert síðan ég hætti í skóla!“ „Ég býst ekki við að neitt af því kæmi mér á óvart“, svaraði hún kuldalega, reið yfir hinrii kumpánalegu fram- komu hans. hann af skyndilegu innsæi. „Þér eruð kannske ekki far in að brosa með munninum ennþá, en þér brosið með aug- unum. Hvers vegna getið þér ekki einu sinni l°yft yður að vera ung og ábyrgðarlaus? Mér virtist helzt. hegar ég sá yður fyrst, að allar sorgir og þjáningar heimsins hvíldu á herðum yðar. Jafri sæt stúlka og þér ætti ekki að líta þann- ig út. Og ég tók líka eftir því að þér slóuð taktinn með fót- unum og að yður langaði til að dansa. Viljið þér dansa við mig?“ Hún hikaði, en hann hló bara að henni. „Þér haldið kannske að ég sé hættulegur, en mér er óhætt að lofa yður því, að það kemur ekkert fyr- ir yður hérna á dansgólfinu. Ég skal ekki éta yður. Þetta um tímum. Gætið hans vel, ungfrú Redfem.“ Hann lyfti vísifingrinum glaðlega upp. Hún hafði ekki tíma til að segja það, sem hún ætlaði að segja. því einmitt í þessu komu dansmeyjarnar inn til að sýna á ný. Hann stóð upp: „Ég verð að fara núna, ung- frú Redfern, en minnist þess að langi yður einhvern tím- ann til að skyggnast bak við járntjaldið, þá getið þér leitað til mín“. Linda yppti öxlum. „Ég er þegar svo nálægt því, sem mig langar til, þakka yður samt fyrir, herra Holden. Faðir minn verður ekki undir læknishendi nema nokkrar vikur og þá för- um við heim“. „Til að lifa dauðleiðinlegu lífi það sem eftir er. Amen“, sagði Davíð. „Jæja, verið þé um: „Vitanlega“, muldraði hún við sjálfa sig. „Pabbi er svo hrifinn af þessum .gömlu glös- um, hann skoðar þau öll hvert fyrir sig. Hann kemur áreiðan- lega of séint í matinn“. Hún gekk niður í salinn og bjó sig undir biðina. Hún sat kyrr og skemmti sér við að reyna að finna út af hvaða þjóð- erni gestirnir væru, þangað til henni varð ljóst, að máltíðinni var að ljúka. Faðir hennar borðaði áreiðanlega með herra Sell og eins og venjulega hafði hann gleymt að láta hana vita. Hún fór inn í borðsalinn og þegar hún var búin að borða settist hún aftur inn í salinn og beið hans. Gélfteppa- Ámest ' Ihreinsun Hreinsum gólfteppi, dregla og mottur fljótt og vel. — Gerum einnig við. Gólfteppa- gerðin hf. Skúlagötu 51. Sími 17360. er gott lag, við skulum ekki varpa því á glæ!“ Það var auðvelt að dansa við hann. Og henni fannst það skemmtilegt og hún vildi gjarnan dansa lengur við hann. Hann dansaði eins og dans væri honum' í blóð bor- inn og Linda vissi að hún hafði aldrei dansað við mann, sem dansaði líkt því jafnvel og hann. Um stund gleymdi hún allri „hræðslunni og áhyggjun- um um öryggi föður síns og í fyrsta skipti í margar vikur var hún hamingjusöm og á- hyggjulaus. Þegar hljómsveit- in hætti að spila leiddi hann hana til borðsins. „Fannst yður þetta ekki skemmtilegt, ungfrú Red- fern?“ sagði hann og blá augun brostu til hennar. þá sælar og. líðj yður vel“. Lindu langaði mest til að slá hann. Hún sagði við sjálfa sig að svona menn þyldi hún ekki og það var frekt af hon- um að segja að hún lifði drep- leiðinlegu lífi. Hún var orðin þreytt, borgaði fyrir drykkinn og fór upp. En hún svaf óvært. Hana dreymdi að hún dansaði um örmjóan, krókóttan veg ásamt Davíð Holden. En svo fékk hún annan dansfélaga. Fagurt and- lit herra Sells laut yfir hennar, dökk glóandi augun litu fast í henar. í draumnum sagði hann með áherzlu: „Við hittumst brátt aftur, Linda“. Hún andvarpaði og bylti sér í svefninum. Hann hló hátt: „Kannske ég sé ekki einn af þeirri, sem þér teljið þess virði að kynn- ast? Ekki nægilega alvarleg- ur? En þér farið á mis við svo margt hér í lífinu, ef þér tak- ið allt svona alvarlega. Hvers vegna ekki hugleiða það, að ég abuð yður að gerast með- limur í hópnum okkar? Þér lítið ekkí sem verst út, þér gætuð komið fram eins og nokkurs konar húsmóðir. Og hugsið bara um það, hvað við gætum skemmt okkur vel sam an, þegar þér hefðuð fallið frá öllum þessum heimskulegu fordómum yðar. En þér verð- ið að ákveða yður fljótlega, því við förum austur yfir eft- ir einn eða tvo daga. Nú haf- ið þér tækifærið til að skyggn ast um hinum megin við þetta fræga járntjald, ef yður lang- ar til. Hugsið þér bara um allt ljósið og fegurðina, sem þér gætuð sýnt aumingja djöflunum þar“. Hún vissi að hann var að hæðast að henni, en einhvern veginn gat hún ekki reiðst Hún hrökk við. „Vitið þer hvað ég heiti?“ Hann hafði sagt henni hvað hann hét en hún hafði ekki kynnt sig fyr- ir honum. „O, já!“ Hann brosti glað- lega. „Ég spurði forstjórann, herra S'chmidt, áður en ég kom hingað. Ég veit að faðir 3. Næsta dag fylgdi Linda föð- ur sínum að leigubílnum, sem átti að flytja hann til herra Sells. Óafvitandi lagði hún heimilisfangið, sem hánn sagði við leigubílstjórann, á minnið. Hún horfði á eftir bílnum og hana óraði fyrir einhverju illu, þó hún reyndi að telja sjálfri sér trú um að það væri ímynd- un ein. Faðir hennar yrði kom- inn heim á hótelið löngu áður en færi að rökkva og það bezta sem hún gat gert til að drepa tímann, var að fara í hár- greiðslu eða búðir. Hún brosti þurrlega, þegar henni datt í hug að það yrði víst ódýrast að fara í hárgreiðslu. Hún á- kvað að fara á glæsilega stofu við hlið hótelsins o.g vonaði að hún fengi þar nýja greiðslu, sem æ.tti við heimsborgina og þær fögru konur, sem voru þar. Hár hennar var þvegið og klÍQpt og margar greiðslugerð- ir reyndar. Þegar hún kom út var hárið vafið upp í hnakk- anum og lausir lokkar féllu fram á ennið. Hún hraðaði sér til hótelsins, því hana langaði til að vita, hvernig föður henn- ar litist á nýju greiðsluna og hún vonaðist til að hann færi að koma. Hún fór í bað og skipti um föt, svo fór hún og barði að dyrum hjá föður sínum. Hún barði aftur, fast, en enginn svaraði. Hún yppti öxl- Haukur Morthens syngur með hljómsveit Árna Elvars í kvöld Matur framreiddur kl. 7—11. Borðpantanir í síma 15327 Nýkomið Finnsk efni í: pils, kjóla, kápiur, dragt- ir, kjólapopplin, skytu- flunnel, kakiefni,- Varðan Laugav. 60, sírni 19031. Stórvirkar tractor Vélskólfur Mjög hagkvæmt verð. — Stuttur afgreiðslu'fr'est- iur. GÍSLI HALLDÓRSSON Hafnarstræti 8. honum. Það var eitthvað svo ómótstæðilega glaðvært og yðar er þekktur kjarneðlis. smitandi við hann. fræðingur. Og kjarneðlisfræð- „Þetta vgr betra“, sagði ingar eru.mikils metnir á þess Tíminn leið óeðlilega hægt. í stað þess að vera óþolinmóð var hún orðin hrædd. Hvers vegna var faðir hennar svona lengi? Klukkan sló níu. Vísir- arnir á stóru klukkunni í saln- um nálguðust hægt og hægt tíu! Hvað varð af föður henn- ar? Hann hafði ekki minnzt neitt á að fara annað, þegar flup@larniir: Flugfélag íslands. Millilandaflug: Millilanda- flugvélin Gullfaxi fer til Glas gow og Kaupmannahafnar kl. 8 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 22.40 í kvöld. Millilandaflugvélin Hrímfaxi er væntanleg til Reykjavíkur kl. 17.30 í dag frá París og Lundúnum. Flug vélin fer til Glasgow og Kaup mannahafnar kl. 8 í fyrramál ið. Innanlandsflug: f dag er á-' ætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Blönduóss, Egils- staða, Flateyrar, ísafjárðar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Eg- ilsstaða, Hellu, Hornafjarðar, Húsavíkur, ísafjarðar, Siglu fjarðar og Vestmannaeyja. Loftleiðir. Leiguvél Loftleiða er vænt anleg frá Stafangri og Osló kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Hekla er væntanleg frá London og Glasgow kl. 21 í dag. Fer til New York kl. 22.30. Edda er va|ntanleg frá New York kl. 8.15 í fyrra- málið. Fer til Osló og Stafang urs kl. 9.45. Skiplm Ríkisskip. Hekla er í Bergen á leið til Kaupmannahafnar. Esja er væntanleg til Reykjavíkur í kvöld. Herðubreið fer frá Reykjavík á morgun vestur um land í hringferð. Skjald- breið er á Breiðafjarðarhöfn- um á suðurleið. Þyrill er á Austfjörðum. Skaftfellingur fer frá Reykjavík í kvöld til Vestmannaeyja. Baldur fer frá Reykjavík í kvöld til Sands, Gilsfjarðar- og Hvammsfjarðarhafna. Skipadeild SÍS. Hvassafell fór 21. þ. m. frá Stettin áleiðis til Reykjavík- ur. Arnarfell fór.í gær frá Raufarhöfn áleiðis til Finn- lands. Jökulfell er í Nenw York. Dísarfell fór í gær frá Akranesi áleiðis tíl Reyðgr- fjarðar, Húsavíkur og Akur- eyrar. Litlafell losar á Vest- fjarðahöfnum. Helgafell kem ur til Akureyrar í dag. Fer þaðan til Dalvíkur, Húsavík- ur, Siglufjarðar, ísafjarðar, Stykkishólms og Reykjavík- ur. Hamrafell fór í morgun á- leiðis til Batum. Eimskip. Dettifoss fór frá Bremen 23/8 til Leningrad og Helsing fors. Fjallfoss fór frá Ham- borg í gærkvöldi til Hull og Reykjavíkur. Goðafoss kom til Reykjavíkur 20/8 frá Keflavík og New York. Gull- foss fór frá Leith í gær til Reykjavíkur. Lagarfoss kom til Aahus í gær, fer þaðan til Riga og Ilamborgar. Reykja- foss fór frá New York 14/8, væntanlegur til Reykjavíkur um miðnætti í nótt. Selfoss fór frá Stockholm í gær til Riga, Ventspils, Gdynia, Ro- stock og Gautaborgar. Trölla foss fór frá Vestmannaeyjum 22/8 til Rotterdam og Ham- borgar. Tungufoss fór frá Hamborg 2078, var væntan- legur til Rvíkur í morgun. Alþýðublaðið — 25. ágúst 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.