Alþýðublaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 7
kmynda Harriet iráðin i rum, að fur hún ,inna og- , 'Bertil Wejfeldt, og er það áreið- anlega sjaldgæft, að kvik- myndastjörnur gerist hús- freyjur í sveit, en gerist þó, sem betur fer. Bóndabærinn Wejbyslátt, þar sem Harriet kemur tii með að verða ráðandi hús- móðir, hefur áður komið við sögu í lífi hennar. Þegar hún var fjórtán ára gömul var hún í sve;»t á þessum bæ og var þá ákveðin í að gera- ast búfræðingur. En nokkru síðar laumaði einhver því að henni, að hún hefði hæfi- leika á sviði leiklistar og þar með gleymdist sveitin. Fyrsta myndin, sem hún lék í var „Sumar með Monicu“ og það er reyndar eina mynd in, sem eiginmaður hennar hefur séð. Þegar Harriet var í sveit á Wejbyslatt, 'dáðist hún mjög að bóndasyninum, sem var fagurlega vaxinn og gjörfilegur og 21 árs gamall. Hún vissi lítið um ást á þess um árum og grunaði ekki neitt, þótt Bertil skrifaði henni af og til eftir sumar- dvölina. Hún svaraði ævin- lega bréfunum af gamalli tryggð, enda þótt hún væri orðin fræg kvikmyiida- stjarna og hefði í ýmsu að snúast. Síðastliðið vor bauð Bert- il Harrjfst að heimsækja sig í sumarleyfinu og hún þáði boðið. Mánuði síðar voru þau trúlofuð og eins og stendur í ástarsögunum: Þau höfðu elskað hvort ann- að allan tímann, án þess að vita það! Þegar hún flytur nú á hinn hundrað ára gamla bóndabæ, sem hefur gengið í arf í þrjá ættliði, tekur hún upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir 13 árum: þvo, skúra gólf, laga mat, huga að blómagarðinum og fleira. — Ég ætla að gera öll verkin sjálf, segir hún. — Verk, sem vinnukona vinn- ur, eru ævinlega einhvern veginn ópersónuleg, — þótt þau geti verið ágæt út af fyrir sig. Hún verður áreiðanlega ekki atvinnulaus, því að á bóndabænum eru til dæmis 17 herbergi, — Bertil hefur 250 svín og álíkíi mikið af hænsnum. Um þessar mundir er Harriet á kafi í bókum, sem fjalla um landbúnað og störf húsmóður í sveit. JTún held- ur því fram, að hjón sem hafa ólík áhugamál og vinni sitt í hvoru lagi, geti aldrei verið hamingjusöm. — Það yrði þokkalegt, ef ég talaði um leiklist og Bert • il um svín, segir hún og brosir. Bertil er engari veginn á- nægður með, að Harriet leggi leiklistina á hilluna, bæði hennar sjálfrar vegna, en kannski ekki síður vegna blaðanna, sem skrifa opin- skátt um allt, sem list varð- ar, svo sem kunnugt er. — Ég get ekki hugsað mér að fá skammir í blöðunum fyrir að stela einni af beztu leikkonum Svíþjóðar, segir hann dálítið drjúgur með sig, en áhyggjufullur í aðra röndina. Harriet. stendur til boða að undirrita samriing i Kaust og Bei»:ii hvetur hana til þess að gera það. Sjálf hef- ur hún ekkert lagt til mál- anna, en vendir ævinlega sínu kvæði í kross og fer að tala um búskapinn. i HVÍTUR fíll, sem tal- ■ ; inn er tákn friðar og ■ ■ velgengni, hefur fund ; ; izt í norðurhluta ■ ■ Burma. Síðan ,Evrópu : ; menn komu til lands- ■ ■ ins árið 1885, hefur : ; aðeins eitt dýr af þess- ; ■ ari tegund fundizt. : : Menn eru um þess- ; ■ ar mundir önnum : : kafnir í Rangoon við ; ■ að undirbúa hátíð til 1 : þess að taka á móti ■ ■ hinum helga fíl. : ■ ■ ■ ■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■!!■■■■■■■■ Hamingjusamur er sá maður, sem fellur í fang ið á kvenmanni, án þess að falli í hendur henni. ið viljið 'tur sem la mund á Frans: iér, sem tala við rans er mjög forvitinn að vita, hver það geti verið og eftir fáein skref . . . sér hann þá ekki Georg O’Brien. — „Minn ' gamli vinur!“ hrópar hann upp yfir sig. ,,Ég hitti hér hvern góðkunningjann á fætur öðrum. Fyrst er það blessaður prófessorinn og svo þú. Hvernig í ósköpun- um getur staðið á þessu? Hvað ert þú eiginlega að gera hér?“ — „Það skal ég segja þér,“ svarar O’Brien, „en gerðu mér fyrst þann greiða a® hrópa ekki upp nafnið mitt. Hér veit enginn hvað ég heiti, nema Duval prófessor. En hlustaðu nú á. Ég þarf á hjálp þinni að halda. ... Nýkomið: LINOLEUM C-þykkt MÚRHÚÐUNARNEA í rúllum ÞAKPAPPI, þýzkur .. Garðar Gíslason fif. Hverfisgötu 4, Sími 11500. 15 kr. kg. Bféma & GrænmetismarkaðuriroBf Laugavegi 63 — Sími 16990 2ia manna sefnsófar mjög smekklegir . 7 og þægilegir. i Svefnbekkir, með og án sængurfata- geymslu. SVEFNSTÓLAR sérlega þægilegir og Iiprir í meðförum Yerið vandlát kaupið húsgögnin hjá okkur . . 5 ára ábyrgð. eins manns svefnsófar með saangurfata- geymslu. .. ] Sanngjarnt verðt hagkvæmir greiðsluskilmálar... Sendum hvers á land sem er. iíBiennui HaPÐAr PETur550maP LA UGA VEG 58 (Bah við Dmngey) SfmiI3896 m Alþýðubiaðið — 29 ágúst 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.