Alþýðublaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 9
Finnar sigruðu Svla I 209 gep ÞEGAR Finnar og Svíar keppa í frjálsíþróttum ríkir á- líka stemning og hjá okkur og Dönum, oft kemur fyrir, að á- horfendum og keppendum hitn ar í hamsi. Það hafa myndazt harðar og langvinnar blaðadeil ur útaf einum sm og stundum hefur sú þjóðin, sem staðið hef ur fyrir keppninni, verið sökuð um svindl o. s. frv. □ Sl. miðvikudag og fimmtudag háðu þessar þjóðir landskeppni í frjálsíþróttum á hinum nýja og glæsilega Ullevi-leikvangi í Gautaborg og var hún spenn- andi til síðustu greinar, en lauk þó með öruggum sigri Finna 209:200. Svíar voru samt hinir ánægðustu, því að fyrirfram á- litu þeir, að finnski sigurinn yrði mun stærri. □ 'í blaðinu í’dag birtast hér úr- slit fyrri dagsins, en í landslið- um beggj'a þjóðanna eru íþrótta menn, sem keppt hafa hér á landi. ÞARNA sjáið þið Dan Waern, hinn nýja „Gun- der Hagg“ Svíanna, sigra auðveldlega í 800 m. hl. landskeppninnar í Gauta- borg. Annar er Finninn Salonen, en þriðji varð Svíinn Hagglund. Waern hefur verið sérlega sigur- sæll í sumar, sett tvö heimsmet og nokkur sænsk. Hann er sterkur og mikill keppnismaður og endasprettur hans og keppnisgleði er frábær. LEI'KUR KR og Þróttar í síð ari umferð íslandsmótsins, sem leikinn var á fimmtudagskvöld ið, fór svo að KR sigraði með 3:1. Einhverjir voru að láta sér detta í hug, að kannske gætu Þróttarar krækt þarna í tvö sér mjög þurfandi stig, í viðbót við þau tvö, sem þeir höfðu fengið 1 tveim jafnteflisleikjum, við Fram og ÍŒ5K, í fyrri umferð- inni, þegar það fréttist að þrjár af höfuðkempum KR-inga, þeir Þórúlfur, Sveinn og Hörður, myndu ekki verða með vegna meiðsla, og sú varð líka raun- in. En Þeir Reynir, Þorsteinn og Óskar, sem komu inná í stað hinna meiddu, fylltu svo vel í skörðin, að á þeim skiptum ein- um reyndist ekki unnt fyrir Þrótt að byggja á sigurmögu- 'leika sína. Þó fyrxi hálfleiknum lyki með jafntefli 1:1, en marki sínu náði Þróttur með vítaspyrnu, sem var mjög strangur dómur og meira en vafasamur, hjá Inga Eyvinds, sem dæmdi leik- inn, þá mátti segja að það væri eina verulega marktækifæri Þróttar í hálfleiknum. Það var Jón Magnússon, se mnú lék á v. 'kanti, sem tók vítaspýrnuna og það gerði hann vel og örugg- lega. Hins vegar stóð ekki þessi sigur Þróttar lengi, því þegar er knötturinn var aftur kominn í leik, fóru KR-ingar með hann svo að segja beint í markið. Það var Gunnar Guðmannsson, sem skoraði næsta óverjandi. Á 24. mínútu skall hurð nærri hæl- um við Þróttarmarkið, því þá bjargaði Gretar bakvörður á marklínu. Auk þess var Ellert tvívegis í færi, Þó mistækist í bæði skiptin, annars vegar er Reynir hafði sent vel fyrir og markvörður Þróttar greip knöttinn, en Ellert spyrnti hon um úr höndum hans, og hins vegar er Gunnar Guðmannsscn tók aukaspyrnu og sendi vel fyrir, en Ellert skallaði rétt ut- an við.stöng. í þessum hálfleik var nokk- urt jafnræði með liðunum, að því er tók til baráttunnar úti á vellinum, þar sem Þróttarar voru allharðir í návígi, en sam- leikur þeirra og sendingar óná- kvæmar og sóknaraðgerðirnar að meira eða minna leyti í mol- um. í síðari hálfleiknum sóttu KR ingar í sig veðrið, og léku nú miklu betur en áður, og því betur sem leið á leikinn. Á 9. mínútu bjargar Gretar aftur á línu, góðu skoti frá Óskari. Stuttu síðar á Þróttur allgóða sókn, sem þó lýkur með skoti, heldur lausu, utan hjá stöng. Enn komast Þróttarar í sókn, og Hálldór Halldórsson, sem áð- ur hafði leikið miðframvörð, en nú lék miðherja, tskst að vippa knettinum yfir Heimi, sem hlaupið hafði fram, en Halldór missti síðan af knettinum og annar bakvörðurinn sendi hann fram. Á 23. mín. skorar Óskar annað mark KR með föstu skoti. Knötturinn skellur innan á stönginni og hrekkur inn í markið. Var þetta óverjandi, Og aðeins 7 mínútum síðar bætir Ellert þriðja markinu við með góðu skoti. Á 35. mín. eiga svo Þróttarar loks eina markskot- ið, sem eitthvað kvað að í þess- um hálfleik, það kom frá Hall- dóri, fast og beint, en Heimir varði örugglega. Leiknum lauk svo án frekari aðgerða með Framhald á 10. síðu. 100 m: B. Strand, F. 10,7. Nordbeck, S. 10,8. Rekola, F. 10,8. Malmroos, S. 10,9. West- und, S. 10,9. Ny, F. 11,0. Fyrsti annar og fjórði maður kepp<;u allir hér í sumar. Sigur Strands var' öruggur. 5000 m: Saloranta, F. 14:15,4. Huttonen, F. 14:16,8. Kálle- vágh, S. 14:19,8. Jansson, S. 14:20,4. Lund, S. 14:57,8. Höy- kinpuro, F. 15:18,2. Kállevágh barðist vel, en á endasprettin- um hafði hann enga möguleika gegn hinum snjöllu Finnum. 110 mi grind: Andersson, S. 14,5. Koivu, F. 14,6. Jöhne- mark,S. 14,7. Bergland, S. 14,7. Hapala, F. 14,8. Siukola, F. 15,1. Mjög jöfn keppni, Andersson náði bezt uviðbragði og vann á því. Sleggjukast: Asplund, S. 59,44. Suuripáá, F. 57,74. Nor- én, S; 57,18. Horppu, F. 55,29. Andersson, S. 55,67. Nurmi, F. 55,27. Asplund var meiddur, en sigri hans var samt ekki ógnað. Kunningi okkar Horppu var eitthvað miður sín og var lak- ari en venjulega. 400 m: Hellsten, F. 47,4. Re- kola, F. 47,6. Rintamáki, F. 47,7. Jonsson, S. 47,8. Petters- son, S. 47,9. Eriksson, S. 48,5. Vonbrigði Svía voiu mikil í þessari grein, en þarna unrai Finnar þrefaldan sigur og garu- an var að sjá gömlu kempuna Hellsten í fararbroddi. Hástökk: Salminen,F. 2,04. Pettersson, S. 2,04. Nilsson, S. 2,01. Tiikaja, F, 1,98. Dahl, S. 1,95. Ahonen, F. 1,90. Vonbrigðl Svíanna voru einnig mikil yíH úrslitunum í þessari sænskœ grein, annars er Salminen mjög snjall og hann var öruggastme. Evrópumeistarinn Dahl var illa fyrirkallaðui'. 800 m: Waern, S. 1:48,4. Sal- onen, F. 1:50,8. Hággiund, S. 1:50,9. Kivelá, F. 1:51,0. Lindi, S. 1:51,0. Waern sigraði létt og örugglega, hann er sennilega öruggasti millivegalengdahlaup ari heimsins í augnabilkinu, gaman væri að sjá hann 'í keppni gegn Roszavölgyi hinum , ungverska. Vuorisalo datt illa í ' hlaupinu og hætti. Langstökk: Valkama, F. 7,60. Wáhlander, S. 7,51. Asiala, F. 7,30. Hailikainen, F. 7,29. Wils son, S. 7,27. Paim, S. 6,74. Auð- vitað sigraði Valkama, en Wáh- lander veitti honum óvenju> harða keppni, enda aldrei veríð betri en nú. Framhald á 10. síðu. OFT hefur vcirið skýrt frá sundmetum hér á síðunni und- anfarná mánuði, hæði heims- metumi og landsmetum. Hér koma svo nokkur í viðbót: Czyz setti pólskt met í 100 m flugsundi, fékk hinn á- gæta tíma 1:03,7 mín. Belgiskt met hefur verið sett í 100 m baksundi, Herman Verbauwen synti á 1:05,6 mín. Gamla metið hans var 0,6 sek. lakara. ■fr Ungverjinn Czikadny náði 2:23,6 mín. í 200 m baksundi í 50 m Iaug í Shangai, sem er firá bært afrek og nýtt ungverskt met. FYRSTA landskeppni Finna og Svía í frjálsí- þróttum var háð í Hels- ingfors 1925 og sigruðu Finnar þá með 99 stigum gegn 85. Það hefur gengið á ýmsu síðustu 34 árin og áður en keppnin í Gauta- horg hófst, höfðu þióðirn- ar skipí bráðurlega með sér sigrunum, því að í hin 18 skipti hafði hvor þjóð- in um sig hlotið 9 sigra, en núna éru finnsku sigr- arnir 10. Finnar hafa sigr- að í fimm síðustu skiptin. í dag: Unglingameislara- mótið UM helgina verður háð Ung- lingameistaramót íslands í frjálsíþróttum og fer mótið fram á Laugardalsvellinum. Keppnin hefst kl. 3 í dag og ®ru keppenduir u m40 frá 7 félögum víðs vegar af landinu. Alþýðuhlaðið — 29 ágúst 1959 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.