Alþýðublaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 12
Fregn til Alþýðublaðsins. Teigi, Fljótshlíð, í gær. HEYSKAPARHORFUR hér um slóðir eru nú heldur að lagast. Hafa bændur náð inn talsverðu af göltum, en skúra- samt hefur verið að undan- förnu og aldrei góð heyskap- artíð . í dag er sæmilegt veður, en þurrklaust. Er sláttur langt kominn og eiga menn ekki mik- ið hey flatt. Hins vegar hefur sláttur staðið lengi yfir og á sama tíma í fyrra var heyskap alveg lokið. Grasspretta hefur verið góð í sumar og er útlit fyrir, að heyfengur verði yfir- leitt góður. Hafin er undirbúningur að slátrun, sem hefst almennt um miðjan september. Er t. d. ver- ið að byggja yfir mestan hluta réttarinnar við Djúpadal. sýningu (HÖRÐUR ÁGÚSTSSON list- málari opnar í dag málverka- sýningu í Listamannaskálan- um. Sýnir hann þar um 30 olíu- •myndir 40 vatnslitamyndir og Mippmyndir og teikningar. Hörður hefur ekki haldið mál- verkasýningu síðan árið 1954. Sýningin verður opin dag- lega kl. 1 til 22 til 13. septem- ber. Fé er farið að koma af fjalli og munu dilkar vera frek- ar góðir. Um daginn var smal- að hér á aurunum og komu þá 500 fjár í óskil. YOTHEYSTURNAR. Ekki er mikið um bygging- arframkvæmdir hér í nágrenni í sumar. Geta má þess þó, að nýlega voru byggðir tveir vot- heysturnar, að Garðsauka og Bakkakoti, og voru þeir reist- ir á tveim dögum hvor. Reginn h.f. sá um framkvæmdirnar, sem fimm menn störfuðu að í vaktavinnu, tveir í einu. Þótti þetta ganga vel fyrir sig og fljótt. — Á. J. I ÞEIR heita Sigurgeir Jónsson og Garðair Jó- hannsson, þessir ungu sjó- menn, og báturinn þeirra, Faxi, kom heim til Vest- mannaeyja í fyrrakvöld eftir að hafa veitt um 3000 mál og tunnur af síld fyr- ir noröan Alþýðublaðið býður strákana velkomna heim, Og ef þeir muna ekki almennilega, hvenær þessi mynd var íekin af þeim, þá er sjálfs?gt að upplýsa það. Stefán B. Pedersen Ijósmyndari, sem tekið hefur margar góðar myndir fjcir Al- þýðublaðið, var staddur á Siglufirði eitt sinn þegar Faxi kom inn. Og þetta er árangurinn. IMUMUUMWMmtMUtWtUI FYRSTU sjö mánuði þessa árs fluttu flugvélar Flugfélags fslands yfir 54 þúsund farþega á flugleiðum utanlands og inn- an. Auk áætlunarflugsins hafa margar ferðir verið farnar til Grænlands, þar á meðal með íslenzkt og erlent skemmti- ferðafólk. Innanlandsflugið hefur geng- ið mjög vel og voru fluttir 39. 220 fárþegar innanlands fyrstu sjö mánuðina. Viscountvélarn- ar og Skymastervél hafa verið noíaðar nokkuð í innanlands- fluginu vegna þess að Dakota- vél laskaðist í óveðri í Vest- mannaeyjum. í millilandafluginu hafa far- þegar verið samtals 11.466 til júlíloka. Þá hafa flugvélar fé- lagsins farið margar Græn- landsferðir fyrir erlenda að- ila og ennfremur með skemmti ferðafólk. Farþegar í leiguferð um hafa verið alls 3565. í ráði er að hefja áætlunar- flug frá Reykjavík til Mallorca í októberbyrjun-, fáist nauð- synleg leyfi. SAMKVÆMT lögunum umf Byggingarsjóð ríkisins var gert iráð fyrir því, að koma á fót skyldusparnaði ungmenn og látrr, hann renna til bygging- arsjóðsins. I samræmi við þetta ákvæði tók snemma vors 1958 til starfa Innlánsdeild Bygging- arsjóðs ríkisins og hófst þá sála sparimerkja í pósthúsum um land allt. Námu inneignir spari fjárskylú'a aðila í Innlánsdeild Byggingarsjóðsins 9,9 millj. í árslok 1958 og seld sparimerki í umferð námu 9,7 millj. kr. í árs lok. Stofnfé Byggingarsjóðs rík- isins var varasjóður hins al- menna veðlánakei'fis og hrein eign Lán’adeildar smáíbúða auk % hluta af væntanlegum stór- eignask’atti. lánveitingar 48,7 MILLJ. SL. ÁR Lánveitingar úr Byggingar- sjóði ríkisins námu alls 48,7 millj. kr. sl. ár á móti 45,6 millj. kr. árið 1957. Frétt til Alþýðublaðsins. SEYÐISFIRÐI í gær. SÍLDARSKIPIÐ Svanur fékk svo mikla síld í nótina í gær, að til vandræða horfði. Reynt var tvisvar að hleypa úr nótinni, en hún var yfirfull, og skipið varð loks að biðja um aðstoð. Var fyrst leitað til Fann eyjar, en það skip gat ekki vegna anna komið til hjálpar. Björgunarskipið Albert bauðst þá til að koma Svani til aðstoð- ar og þáði skipstjórinn á Svani það. Síldarbáturinn Svanur var staddur um 20 sjómílur au.stur af Norðfirði, þegar þetta gerð- ist. G.B. 4-5000 börn sefjasf á bekk í Reykjavík 1. sepf. FRÆÐSLUSTJÓRINN í Rvík birti auglýsingu í dagblöðun- um í gær, þar sem börn á aldr- inum 7—9 ára eru boðuð í skól- ana 1. sept. n. k. — þ.e. á þriðju daginn. Samkvæmt upplýsing- um fræðslustjóra verða 3831 barn í þessum bekkjum barna- skóla Reykjavíkur í vetur, þó að sú tala geti eitthvað breytzt. r i opnar spingu í HaSnaríirði SVEIN’N BJÖRNSSON list- málari opnar á morgun áttundu sýningu sína í Iðnskólanum í Hafnarfirði Verður sýningin opnuð klukkan 4 síðdegis. Sveinn sýnir nú 56 olíumál- verk og olíupastelmyndir. Flestar myndanna eru frá sjáv arsíðunni, en enn fremur eru myndir frá Þingvöllum, Snæ- fellsnesi og nágrenni Hafnar- fjarðar. Svei.nn Björnsson hefur mál- að síðastliðin 10 ár. Er hann fyrsti málarinn, sem heldur sýningu í Iðnskólahúsinu í Hafnarfirði, en framvegis munu málarar geta fengið að hald’a sýningar þar. Sýning Sveins verður opin 10—15 daga og verður opin frá klukkan 2 e. h. til 11 e. h. Þessi börn eru fædd árin 1950, 1951 og 1.952 eða 7, 8 og 9 ára. Sjö ára börn eru 1226, átta ár.a eru 1284 og níu ára 1321. Auk þess er talsverður fjöldi í einkaskólum, t. d. ísaks-skóla Jónssonar, Landa- kotsskóla og Aðventistaskólan- um. Eru t. d. rúmlega 200 börn í 7-ára bekkjum einkaskólanna. Flest verða börnin í Laugar- nes- og Breiðagerðisskóla, en aukning hefur mest orðið í Langholts- og Voga-hverfi. Mjög áríðandi er, að gerð sé grein fyrir öllum börnum á of- angreindum aldri í skólunum þennan dag (1. sept. — sjá aug- lýsingu í blöðunum í gær), þar sem röðun í bekkjardeildir verður ákveðin þá þegar. Geti börnin ekki komið sjálf, verða foreldrar eða aðrir aðstandend- ur að gera grein fyrir þeim í skólunum. REYKJAVÍKURFLUGVÖLL- UR lokaðist í gærkvöldi vegna dimmviðris. Urðu tvær íslenzk ar millilandaflugvélar að lenda á Akureyri í gærkvöldi. Var önnur vélin frá Loftleiðum, en hin Viscount vél frá FÍ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.