Alþýðublaðið - 01.09.1959, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 01.09.1959, Qupperneq 1
i 32 SÍÐUR í DÁG - 1. blað 40. árg. ■— Þriðjudagur 1. sept. 1959 — 185. tbl. FYRSTA 12 mílna árið okkar er liðið. Við höf- um ástæðu til að gleðjast og draga þjóðfánann í heila stöng, því allar þjóðir sem hafa stundað veiðar á ís- landsmiðum hafa viðurkennt fiskveiðitakmörkin í verki að einni undantekinni. Þessi þjóð, Bretar, hefur nú í eitt ár beitt hervaldi til þess að knýja bandalags- þjóð sína til uppgjafar. En þessi skrípahernaður Bret anna hefur ekki verið þeim að kostnaðarlausu. Þeir hafa haft hér á einu ári 37 herskip. Á þeim hafa verið um 8000 manns. Þeir hafa orðið að hafa fjöl- mörg olíuflutningaskip til birgðaflutninga. « HLERÁÐ Blaðið hefur hlerað Að brezka flotastjórnin sé hundóánægð með hlut- verk sitt hér á íslands- miðum. Ástæða: Herskip in eru ekki byggð fyrir langt úthald á norður- slóðum og veður og sjór leikur þau illa. Afli togara þeirra hefur ver- ið misjafn, yfirleitt lítill. Daglega verja um 1000 sjó- liðar 250 brezka togarasjó- menn við landhelgisbrot. Um 260 brezkum togurum hefur landhelgisgæzlan stefnt fyrir landhelgiábrot. Ekki einn einasti togari frá öðrum þjóðum en Bretum hefur veitt innan fiskveiði- takmarkanna svo vitað sé. Brezki flotinn hefur strítt gegn 120 manna Hði íslenzku landhelgisgæzlunnar. Friðunin innan fiskveiðitak- markanna er um 80%.: íslendingar geta verið ánægð ir með fyrsta 12 r^jlna árið. Síðustu fréttir úr landhelginni son sat við höfðalag hennar. Var hann mjög ölvaður. Konan lá á bekk nema hvað annar fót- ur hennar lá út af honum og niður á gólf. Brynjar fór heim til sín, enda þekkti maður sá, er þarna var til aðstoðar, hann I og gat gefið hann upp við lög- regluna. Var nú læknir sóttur í skyndi og lögregla. Um kl. 4 skoðaði læknir líkið. Ekki kvaðst hann þá þegar geta gefið úrskurð um Framhald á 3 síðu. BREZKA flotamálaráðuneytið tilkynnti í gær, að varðskipið Þór hefði reynt að taka brezk- an togara að veiðum. Landhelg- isgæzlan tjáði blaðinu í gær, að þarna hefði verið um misskiln- ing að ræða: Herskipið Trafalg- ar var að taka olíu úr birgða- skipi á Langanessvæði og lét alla brezku togarana fara út fyc ir 12 mílna mörkin á meðan. Þór var þarna nærri á báta- æfingu og þegar Trafalgar sá bátunum rennt út — var í skyndi hætt að taka olíuna og siglt í áttina að Þór. Illur á sér ills von. AMUMMWmMMMIHIMWIM í dag eru liðin ár síðan heimsstyri- öldin síðari brauzt út. Við erum með frétt- trnar af þessu — eins og við sögðum þær — á bls. 6 og 7. MIVItMMIWMMIWMWIMtW stöðina á Akranesi en hún varð að hætta því og var henni þá komið fyrir á Elliheimilinu. ÞEKKTUST ÁÐUR. Pilturinn, Brynjar Ólafsson, þekkti Ástu heitna og hafði nokkrum sinnum komið til henn ar. Aðfaranótt sunnudagsins var hann ás'amt félaga sínum að drykkju í húsi einu skammt frá Elliheimilinu. Var hann orðinn mikið drukkinn, er hann yfirgaf féiaga sinn um kl. 3 um nóttina. Mun hann þá hafa haldið til Elli heimilisins. SÁ HÖRMULEGI atburður gerðist á Akranesi aðfaranótt s. 1. sunnudags, að 22ja ára gam- all maður varð 43ja ára gamalli konu að bana. Gerðist atburður þessi á Elliheimilinu á Akranesi en konan var þar sem sjúkling- ur. Mun hinn ungi maður hafa banað konunni í ölæðiskasti. Konan, er varð fyrir árásinni, hét Ásta Þórarinsdóttir. Var hún fædd á Akranesi og alin þar upp. Foraldrar hepnar eru látnir. — Ásta heitin var vangæf bæði til sálar og líkama. Gat hún lítið sem ekkert unnið fyrir sér. Um skeið var hún sendill fyrir sím- BRAUZTINN f ÞVOTTAHÚS. í kjallara elliheimilisins er þvottahús. Brauzt Brynjar þar inn og hélt upp þar þar sem vist- menn heimilisins hafastvið. Mun hann hafa þekkt þar til, því að honn fann strax herbergi Ástu heitinnar. Einhvern tímann milli kl. 3 og 4 um nóttina verður starfs- fólk Elliheimilisins vart við það, að brotizt hefur verið inn í Elliheimilið. Var þegar reynt að ná í lögregluna en þegar það tókst ekki alveg strax var sóttur maður í næsta hús og kiæddi hann sig í skyndingu íil þess að veita aðstoð sína. — Fannst innbrotsmaðurinn fljót- lega í herbergi Ástu. Var Ásta þegar örend en Brynjar Ólafs- Mynd þessi sýnir herbergið í Elliheimilinu á Akranesí, þar sem hinn sorglegi atburður átti sér stað aðfaranótt sunnudags.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.