Alþýðublaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 3
Myndin sýnir EIli|ieimilið á Akranesi. Örín merkt tölunni 1 sýnir gluggann, þar sem ungi maðurinn komst inn í húsið. Örin merlct 2 sýnir glugga herbergisins þar sem hin látna kona bjó og atburðurinn gerðist aðfaranótt sunnudags. (Ljósm. Ólafur Árnason). Framhald af 1. síðu. dánarorsök heldur væri nauð- synlegt að kryfja líkið hið fyrsta — Sá hann ekki greinilega á- verka á líkinu, en fannst þó grunsamlegt, að blóð rann úr munni þess. Var líkið strax sent til Reykjavíkur til krufningar. SETTUR í GÆZLUVARÐ- HALD. Lögreglan á Akranesi fór þeg- ar um nóttina heim til Brynj- ars Ólafssonar. Var hann þá hátt aður. Var hann handtekinn og settur í gæzluvarðhald til kl. 1 í dag. Hófust yfirheyrzlur í máli hans þegar á sunnudag. Bar Brynjar við minnisleysi og kvaðst ekkert muna af því, er gerzt hefði í herberginu sökum ölvunar. Þó kvaðst hann muna, að hann hefði farið inn til Ástu heitinnar en ekki kvaðst hann hafa ætlað að gera henni neitt mein. ÓVH.JAVERK? Þórhallur Sæmundsson bæj- arfógeti á Akranesi kvað aug- ljóst, er Alþýðublaðið ræddi við hann í gær, að hér hafi verið um óviljaverk að ræða. Maðurinn hafi sýnilega framið ódæðið í ölæðiskasti. Hefur hann einkum unnið á togurunum undanfarið. Foreldrar Brynjars eru bú- settir á Akranesi og fluttu þang- að fyrir nokkrum árum frá Siglu firði. KÖFNUN DÁNARORSÖKIN. Niðurstaða læknis eftir krufn inguna var sú, að dánarorsökin er talin vera köfnun, og á hálsi líksins sáust áverkar, er benda til þess, að konan hafi orðið fyr- ir líkamsmeiðingum, sem leitt hafi til dauða. læp!. 200 börn við upp- skeru í skölagörðunum 187 BÖRN hafa ræktað nytja jurtir í litlum reitum fyrir neð- an Kennaraskólann í sumar. Um þessar mundir er sumar- starfi barnanna að ljúka, og uppskeran stendur sem hæst. VeSurfarið í sumar hefur ekki verið sem ákjósanlegast fyrir þessa starfsemi, sagði yf- irverkstjórinn, Baldur Maríus- son, þegar blaðið átti tal við hann í gær. Börnin hafa ekki getað lúð reitina sína í rign- ingu og oft hefur verið of kalt, þegar þurrt hefur verið. Börnin, er þarna höfðu reiti, eru á aldrinum 10 til 14 ára. Hver reitur er 36 fermetrar á stærð, og eru börnin að mestu sjálfráð um eigin reit. Þau rækta allar helztu matvæla- jurtir, svo sem kartöflur, kál- jurtir, spínat, hreðkur o.s.frv. Sum rækta einnig blóm til skrauts. Áður var siður að halda sér- stakan foreldradag, þegar upp- skeru var lokið, og veita við hátíðlega athöfn verðlaun þeim börnum, sem skarað höfðu fram úr í dugnaði og iðjusemi. Nú hefur sá háttur verið tekinn upp, að láta skólana útbýta þessum verðlaunum. VOCO DE ISLANDO, þ. e. Rödd íslands, nefnist tímarit það, sem Samband íslenzkra es perantista hefur gefið út um skeið. Er það eingöngu ritað á esperanto og hefur að höfuð- markmiðj kynningu á Islandi. Baldur Maríusson sagði, að börnin væru yfi'rleitt mjög á- hugasöm, og nú kepptust bau við að taka upp, en uppskeran væri ekki sérlega góð. í gær tók þó einn snáðinn upp blómkálshöfuð, sem var 20 sentímetrar í þvermál og er það talsvert vænt blómkálshöfuð. Línuritið hér að ofan sýnir, hversu gífurlega hefur vaxið mílufjöldinn, sem varðskipin og gæzlu- flugvélin fara árlega við landhelgisgæzluna. Lætur nærri, að frá 1. september 1958 til 1. september 1959 sé míluf jöldinn 250 þús. Fyrsta 12 mílna árið hafa líka verið að meðal- tali um 13 brezkir togarav að veiðum daglega innan veiðitakmarkanna. ALÞÝÐUBLAÐIÐ hugðist birta mynd af Brynjari Ólafs- syni — leit á það sem frétta- skyldu sína. Blaðið hafði pata af ljós- mynd hjá sakadómaraembætt- inu. Þórður Björnsson, sem er settur sakadómari í fjarveru Valdimars Stefánssonar, kom í veg fyrir, að Alþýðublaðið fengi þá mynd til birtingar í dag. Blaðið gerði ítrekaðar til- raunir til að ná af honum tali. Það reyndi árangurslaust skrifstofuna, þar sem hann vinnur. Það reyndi árangurslaust Sigurður Guð- bjartsson látinn. Sigurður Guðbjartsson bryti á Heklu er látinn. Lézt hann í sjúkrahúsi í Gautaborg síðast liðinn laugardag. Hann hafði verið lasinn dagana á undan, en náð sér, en veiktist svo skyndilega, er hann var á leið frá Kaupmannahöfn til Gauta- borgar. Var hann fluttur í sjúkrahús í Gautaborg strax og skipið kom til hafnar sl. föstu- dag og eins og fyrr segir lézt hann daginn eftir. Hótel Borg, þar sem hann drckkur kaffi. Það reyndi árangurslaijst hjá Flugráði, sem hann er meðlimur í og sem kvatt hafði verið til fundar klukkan fimrn í gærdag. Það náði £ Þórð Björnsson, settan sakadómara. klukkan sjö í gærkvöldi — á Café Höll, þar sem hann borðar kvöld- verð. Þá voru svörin snaggaraleg og óþvegin. Nei, — Alþýðublaðið fengi ekki myndina. Og hvers vegna? Gjörið svo vel að hringja í fyrramálið — á vinnutíma, svaraði settur sakadómari og skellti á. Viðskipti Alþýðublaðsins við Þórð Björnsson gefa því ástæðu til að ætla, að hann líti fremur á sig sem yfirvald en embættismann. Hann skyldi varast þetta. Yfirvaldsgikksháttur er kominn úr tízku á íslandi. Og það er — guði sé lof — ekki í verkahring íslenzkra embættismanna að ritskoða blöðin. MYNDIN sýnir gerð skip- anna sem brezki flotinn hefur beitt héir við land til þess að vernda landhelg isbrjótana. Einnig sýnir myndin íslenzku varðskip in og Rán. Ke^nur vel fram á myndinni stærðar- munurinn. Tunduirspillir af stærri gerðinni.er 2.600 tonn, gengur 30 sjómílur og hefur 280 manna áhöfn. Minni gerðin er 2.300 tonn — gengur 31 sjóm., og á- höfn er 250 menn. Stæuri- freigátan er 1950 tonn, — gengur 22 sjóm. og hefur 110 manna áhöfn. Olíuskip in sem Bretai; nota til birgðaflutninga eru yfir- leitt um 16.000 tonn, — ganga 15 sjóm. og hafa um 50 manna áhöfn. Stærsta íslenzka varð- skipið, Þóir, er 700 tonn, gengur 13 sjómílur og hef- ur 28 manna áhöfn. Sam- tals eru öll íslenzku varð- skipin 1715 tonn og hafa alls 102 menn Alþýðublaðið 1. sept. 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.