Alþýðublaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 11
( ÍÞróttlr J Knattspyrnan um heígina: Þrótt, 8:1 íigar si sæti áfram M, dei! UMSVIF mikil voru á knattspyrnusviðinu um síðustu helgi. Á sunnudaginn var fóru fram samtímis hvorki meira né minna en þrír leikir í l. deild. Á Akranesi áttust við, Fram og ÍA, í Ytri-Njarðvík, Þróttur og ÍBK og í Keykjavík, á Laugardalsleikvanginum, KK og Valur. Líðri.- r.ú óðum að lokaþætti I. deildarinnar, þó hinsvegar úrslitin liggi Ijós fyrir. KR hefur þegar sigrað glæsilega og enn sem komið er ekki tapað neinum leik.Það á aðeins eftir að leika við Akurnesinga. Veðrið ó siinnuda-ginn, var mjög óhagstæít. mikil rigning og s i-ekkingsstormur, er leikirnir fóru fram. Vellirnir allir því rennblautir og glerhálir. Sá þessara leikja, sem verulegu máli skipti var á milli Þrótt ar og IBK. Hann skar úr um hað, hvort þessara liða skyldi eiga sæti áft-'am í I.deild eða hverfa niður í II. deild. ÍBK hafði þó það forskot, að því nægði iafntefli til framhaldssetu í deildinni, en Þróttur varð að sigra, til þess að geta verið öruggur um sætið. Að vísu á Þróttur eftir einn leik, svo jafntefli ,suður með sjó‘ að viðhættum sifri í þessum síðasta leki, sem er við Akurnes- inga, hefði getað fleytt honum áfram í deildinn næsta ár, en þó .margt geti skeð í knattspyrnu' er sigur Þróttar yfir Akur- nesingum nánast ólíklegur. Hinsve-gar þarf ekki að veira að gera slíku skóna, því IBK gjör'sigraði Þrótt 8:1, os hefir þarmeð tryggt sér framhaldandi setu í I. deild, Hlaut ÍBK 5 stig en Þróttrr náði í tvö, svo með „óvæntum" sigri yfir Akranesi hlyti hann aðeins 4 sti-g vðldbor ÞRÓTTUR—IBK <1—4) (0—4). ÍBK átti völ á marki og kaus að leika undan alls^erkum hlið- arvindi. Keflvíkingar sóttu þeg ar á og var auðséð af leik þeirra þegar frá upphafi, að þeir voru alráðnir í að láta ekki hlut sinn fyrr en í fulla hnefana. Þeir létu vindinn óspart vinna fyrir sig, með því að skjóta af löngu færi að og á mark mót- herjanna, svo vörn þeirra átti mjög í vök að verjast. Er að- eins 7 mínútur voru af leik, kom fyrsta markið, upp úr hornspyrnu, sem Skúli, v, úth. ÍBK tók. Knötturinn sveif fyr- ir markið, en var bægt frá. Skúli náði honum aftur og sendi enn.fyrir góðan loftbolta, sem Högni skaut þegar úr og skoraði með óverjandi þrumu- spyrnu. Aðeins þrem mínútum síðar átti Þróttur sína þeztu sóknarlotu í leiknum, skipu- lagða af Halldóri Halldórssyni, sem lék v. innherja. Lék frám- línan laglega alla leið inn að markteigi, en þaðan skaut Hall- dór og skoraði nær óverjandi. V E G N A þrengsla á íþróttasíðunui, er ekki liægt að birta tvö bréf, sem komið hafa frá Svav- ar Markússyni um mótin í Sarpsborg og Malmö. Hér eru glefsur úir stuttu viðtali við Evrópu- meistarann Landström, eftir -stangarstökkskeppn- ina. -— Vindurinn truflaði meira en kuldinn í kvöld. Það var hrein heppni, að má' tókst að si-gra Thor- laksson. Hann er mjög sterkur og stórhættulegur eða „hyperfarlig“, eins og stendur í blaðinu. Það er greinilegt, að Evrópumeist arinn hefur álit á Val- biirni. Á morgun birtum við bréfin frá Svavari. Jafnteflj var nú um fimm mín- útna skeið, en þá skorar Högni aftur og úr því sígur allt á ó- gæfuhlið fvrir Þrótti. Hver sóknarlotan rekur aðra af hálfu ÍBK, en framherjum Þróttar tekst ekki að ná neinum ár- angri — komast að vísu nokkr- um sinnum inn á vítateig, en þar er allt stöðvað. Á 23. mín- úíu sendir Högni út til Skúla, sem þegar spyrnir fast á mark- ið, markvörðurinn ver, en miss ir knöttinn frá sér, Högni nær að skjóta en rétt utan við stöng. Aðeins tveim mínútum síðar bætir Haukur Jakobsse.n þriðja markinu við fyrir ÍBK, eftir að hafa leikið á annan bakvörðinn og rennir síðan knettinum léttilega í markið, af stuttu færi, án þess að Þórð- ur markvörður fengi að gert. Standa nú leikar 3:1 fyrir ÍBK um stund, eða þar til á 29. mín., að h. útvörður, Guðmundur Guðmundsson, bætir 4 og síð- asta marki fyrri hálfleiksins við, með hörku skoti af um .25 stikna færi. Knöíturinn skellur á annarri marksúlunni og af henni óverjandi í netið. Á síð- ustu fimm mínútum leiksins eru Keflvíkingar í harðri sókn og eiga hvert færið af öðru. Högni fyrst fyrir miðju marki úr opinni aðstöðu, bá Hólmbert góðan skalla úr séndingu Páls Jónssonar og loks Skúli fast skot. Á öllum bessum hættu- legu augnablikum er Þórður Ásgeirsson markvörður Þrótt- ar vel á verði og bjargar hverju sinni með ágætum. SÍÐARI HÁLFLEIKUR. Heldur lygndi er leið á hálf- leikinn, en bá iókst regnið um allan helming og síðari hluta hálfleiksins var hellirigning. Flýði bá meginhluti áhorfenda, sem voru allmargir í upphafi, og leituðu í skjól, bar sem það var að finna. Hinir áhugasöm- ustu létu sér þó hvergi bregða, en stóðu sem fastast þar til yf- ir lauk. Ástæða var til að halda, að Þróttur myndi nú herða sig og taka ppp snarpa baráttu til að jafna metin, með „blásandi byr“ að marki mótherjanna, sér til fulltingis. Hér var þó til nokkurs barist, skyldi maður halda, og ekki sköruglegt að láta hlut sinn baráttulaust. En baráttuhugur Þróttaranna virð- ist í þessum hálfleik, vera mun minni, miðað við aðsöðumun, en í þeim fyrri. Þeir notfærðu. sér sama og ekkert vindinn, með því að spyrna langspyrnum að marki mótherjanna, eins og þeir höfðu gert í fyrri hálfleikn um, með góðum árangri, held- ur voru mest með þröngan og stuttan samleik upp miðju vall- arins, sem oftast brást, eða gaf enga raún. Eins og útkoman sýnir bezt. í byrjun leiksins áttu þeir dálítið upphlaup, til- tölulega máttlítið þó, en sem samt gaf v. útherja þeirra tæki- færi til að skjóta fram hjá mark inu. Það voru Því Keflvíkingarn- ir, sem brátt tóku forystuna í hálfleiknum og héldu hsnni nær óslitið. Er 7 mín. voru af hálfleiknum voru þeir í hörku- sókn. Högni fær knöttin skýzt með hann uppundir endamörk, sendir hann þaðan út og fyrir markið, Skúli þrunar inn og skallar mjög fallega og skorar óverjandi, Var að þessu marki Framhald á 13. síðu. í kæliskápnum er þægilegt að geyma matvöru í túbum. — Gleymið því ekki að hafa eft- irtaldar tegundir við hendina: Kridtlsíld — Sykursíld — Mayonnise — Kavíar — Jarðauberjasulta. ☆ íslenzk framleiðsla. Fæst í flestum maívöru- og kjöt- verzlunum. ☆ Heildsölubirgðir: S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s > s s s s s ■ s s s s s s s s s s s s f^~f. íslenzk ull — íslenzk vinna Wilton vefnaður Mörg mynstur - Fallegir litir Breiád 70 cm — 1225 þræðir — þrinnað band. 1 00% íslenzk ufI Teppaleggjum íbúðir, stiga og forstofur horna á milli Einnig skrifstofur, kirkjur, samkomuhús, bíó o. fl. Sparið góifdúk. 011 vinna unnin af fagmönnum. — 14 ára reynsla. Komið meðan úrvalið er mest. — Athugið verð og gæði áður en þér kaupið annars staðar. V A N T I yður sérstakan lit eða mynztur, þá komið til okkar. Sími 17360, afgreiðslan — 23570, skrifstofan Skúlagötu 51 (hús Sjóklæðagerðar íslands). S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s1 s s s s s s s s s s V s \ t * i VI. Alþýðublaðið 1. sept. 1959 u

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.