Alþýðublaðið - 01.09.1959, Síða 3

Alþýðublaðið - 01.09.1959, Síða 3
iw........................................................„■iiiii.miu.iliiiiumiúiKii.I.I.II, .................... iiiiiii..........................................................................................i.mimmmr ..............................................mm.mmmii............. • • FYRIR tíu árum áttu íslendingar .frumkvæði að því á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York, að alþjóða laganefnd samtakanna, sem átti að taka lög hafsins til meðferðar, var einnig falið að rannsaka lög um landhelgi. Bretar og fleiri börðust hatramlega gegn því, að nefndinni væri fengið þetta verkefni, en fengu ekki hindrað það. Þegar nefndin haiði lokið verki sínu, var ákveðið að kalla saman sérstaka ráðstefnu — Genfar- ráðstefnuna 1958. Hún vann mikið verk,. en tókst ekki að leysa það höfuð- atriði, að gera samþykkt um landhelgi og fiskveiðitakmörk. Mál þessi voru því enn rædd á allsherjarþingi SÞ í fyrrahaust, og blandaðist þá að sjálfsögðu landhelgisdeila íslendinga og Breta mjög í málið. ítarlegast var málið rætt í laganefnd þingsins, 6. nefndinni, en þar sátu margir sömu sérfræðingarnir, sem þjóðirnar höfðu sent á Genfarráð- stefnuna. ALÞÝÐUBLAÐIÐ telur fróðlegt fyrir lesendur sína að fá stuttar svip- myndir af þeim hliðum landhelgismála, sem umræðurnar snerust um, en það eru einmitt þau atriði, sem fram eru borin á báða bóga í deilu okkar og Breta. Því miður er aðeins hægt að hafa örfáar setningar eftir ræðu- mönnum, og fulitrúar margra þjóða ræddu ekki efnisatriði, heldur aðeins formsatriði um næstu ráðstefnu. Hér er því að sjálfsögðu ekki um neina tæmandi mynd að ræða. Tvö höfuðatriði eru í þessu máli: 1) Hver er nú lögleg landhelgi að þjóðarétti, 3 mílur eða 12? 2) Geta ríki fært landbelgi sína út einhliða — án samninga við önnur ríki, og þarmeð rýrt hið frjálsa „opna haf“? Hér fara á eftir raddir um þessi atriði og nokkur fleiri, teknar úr skýrslu Sam- einuðu þjóðanna um umræður í sjöttu nefndinni. f aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York fóru fram umræður þær, sem hér eru birtar glefsur úr. Urðu þær í laganefnd allsherjarþingsins s.l. haust, eftir að fs- lendingar höfðu fært landhelgi sína út í 12 mílur. Þar sátu margir helztu þjóðréttarfræðingar heims, sumir hinir sömu, sem áður sóttu landhelgisráðstefnuna í Genf. Afstaða þeirra var mjög mismunandi, margir andvígir ílslenzku afstöðunni, aðrir hliðhollir. 12 mílur eru ólöglegar. 3 mílur eru þjóðaréttur. W. V. J. Evans (Bretlandi): Þar sem ekkert samkomulag náðist í Genf um að breyta gildandi reglu þjóðaréttar, var það eftir sem áður skoðun ríkisstjómar henn- ar hátignar, að landhelgi ríkja væri almennt takmörkuð við þrjár mílur og að strandríki hefði ekki einkarétt til fiskveiða utan við land- helgi sína. Charles Chaumont (Frakklandi): Franska ríkisstjórnin heldur áfram að að- hyllast þriggja mílna regluna. Alberto Zuleta Angel (Colombíu): Regla, sem minnihluti ríkja fylgir, enda bótt það séu stórveldi og fyrri ráðamenn víð- áttumikilla heimsvelda, er ekki þjóðaréttur. Þess vegna hafa þau ríki, sem hafa víðari Jandhelgi en 3 mílur, til dæmis 12 mílur, ekki horfið frá neinni reglu þjóðaréttar. Arthuro M. Tolentino (Filippseyjum): Hvorki hefur verið til almenn framkvæmd eða samningar er settu þrjár mílur sem breidd landhelginnar. Við opnun Genfarfundarins néldu aðeins 20 af 70 strandríkjum enn við 3 mílna mörkin. Auk þess, sem fram kemur í umsögnum um 3ja mílna landhelgina, var þetta meðal ann- ars sagt: W. V. J. Evans (Bretlandi); Brezk herskip eru á úthafinu (svo!) við strendur íslands eingöngu til að vernda brezka íiskimenn frá ólöglegum afskiptum og hand- töku á hafi úti og eru því í fullu samræmi við þjóðarétt. Charles Chaumont (Frakklandi): Ef tekin væri upp 12 mílna landhelgi, mundi úthafið (þ. e. allt hafsvæði utan landhelgi) minnka um 3 milljónir enskra fermílna, eða sem svarar flatarmáli Bandaríkjanna, og ná- iega öll sund mundu verða innan landhelgi. Jacques Houard (Belgíu): Ef ekki semst um málamiðlun, mun belgíska stjórnin líta svo á, að þrjár mílur haldist ó- breyttar. A. J. P. Tammes (Hollandi): Alþjóða laganefndin neitaði að véfengja rétt annarra ríkja til að neita að viðurkenna út- færslu landhelgi út fyrir þriggja mílna tak- mörkin. Koto Matsudaira (Japan); Japanska sendinefndin telur þriggja mílna mörkin einu viðurkenndu reglu þjóðaréttar um takmörk landhelginnar. Útvíkkun fram yfir það er ekki gild nema hún sé beinlínis viðurkennd og viðtekin af öllum þjóðum — eða staðfest með alþjóðlegri samþykkt. James G. Johnson (Líberíu); Líbería hefur alltaf fylgt þriggja mílna regl- unni og mun halda því áfram, þar til henni verður breytt með alþjóðlegri samþykkt. 3 mílur eru EKKI þjóða- réttur. Garcia Hobles (Mexíkó): Af skýrslu Sameinuðu þjóðanna er það áug- ijóst, að þriggja mílna mörkin, sem (þjóðrétt- arfræðingurinn) Gidel hafði fyrir 25 árum kallað ..fallið átrúnaðargoð“, var algerlega dauð. Reglunni. hafði aldrei verið almennt fylgt. Hún var aldrei viðurkennd af skandi- navisku löndunum, Miðjarðarhafslöndunum, Rússlandi og ýmsum Mið- og Suður-Ameríku- ríkjum. P. D. Morozov (Sovétríkjunum): Það er því minnihluti ríkja, sem hefur tekið þriggja mílna regluna og vill troða henni með valdi upp á aðrar þjóðir. JVT. Melchior (Danmörk): Hin klassisku þriggja mílna mörk eru ekki lengur framkvæmanleg. Mustanha Abdesselam (Túnis): Það var athyglisvert, að allar tillögur, sem bornar voru undir atkvæði á Genfarfundinum gerðu ráð fyrir annað hvort 6 eða 12 mílna landhelgi. Mustafa Kamil Yaseen (Iraq): Ef þriggja mílna reglan hefur nokkru sinni verið til, þá er hún það ekki nú. Diaz Gonzales (Venezuela): Umræður á Genfarfundinum sýndu fyrst, að hin svokallaða þriggja mílna regla var úrelt, og hin eina regla, sem til er, er sú, að engin almenn regla sé til. G. S. Thorvaldson (Kanada): Kanada hefur alvarlegar áhyggjur af því, að ekki eru til nein alþjóðleg lög um breidd landhelginnar og fiskveiðibelti þar fyrir utan, viðurkennd af samfélagi þjóðanna sem heild. Hans G. Andersen (fslandi): Margar sendinefndir héldu því fram í byrj- un Genfarfundarins, að þriggja mílna mörkin væru regla í þjóðarétti, og strandríkið gæti ekki hindrað erlend skip frá fiskveiðum utan þeirra. Ráðstefnan hefur sýnt, að þetta er ekki í samræmi við staðreyndir alþjóðlegs lífs. Krispis (Grikklandi); Skoðun grísku stjórnarinnar varðandi regl- una um mjóa landhelgi, er óbreytt. (Hann gerði þó undantekningu um ísland, sem lýst er ann- ars staðar í blaðinu). 12 mílur eru löglegar. Usman Sastroamidjojo (Indónesíu): Útfærsla ríkisstjórnar hans — eins og margra annarra — í tólf mílur var aðeins óhjákvæmi- leg afleiðing af vaxandi þörf fyrir öryggi og nauðsvn á auðæfum sjávarins til matar og lífsviðurværis. Ferevdoun Adamiyat (fran): Albjóða laganefndin sagði, að þjóðaréttur leyfði ekki útfærslu landhelginnar út fyrir 12 mílur Réttur ríkja til að færa út í 12 mílur ætti að viðurkennast. Alherto Ualloa (Perú): Þau lönd, eins og Perú, sem krefjast réttar til að hafa „takmörkuð yfirráð“ yfir víðari hafsvæðum en önnur ríki, hafa ávallt gert það á þeim forsendum að slíkt þýddi ekki tak- mörkun siglinga eða verzlunar, sem er grund- völlur frelsis hafsins. Slíkar kröfur byggjast á landfræðilegum, haffræðilegum, lífeðlis- íræðilegum, efnahagslegum og félagslegum aðstæðum. Garcia Robles (Mexíkó): Hefðin í þjóðarétti um þessi mál er mismun- andi að efni, en byggist hefðbundnum rétti Framhald á 5. síðu. ■uikiL-iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiia Alþýðublaðið — 1. sept. 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.