Alþýðublaðið - 01.09.1959, Page 9

Alþýðublaðið - 01.09.1959, Page 9
STÖRF íslenzku varðskips- mannanna hafa verið óvenju erfið og vandasöm þetta síð- astliðna ár irá því er Bretar hófu vopnað ofbeldi gegn hinum litlu varðskipum okkar á fiskimiðunum umhverfis landið. Aldrei hefur reynt meir á hugrekki og karl- mennsku þeirra manna, sem að löggæzlustörfum vinna á sjónum. Hafa þeir bæði þurft að sýna einbeittni og djörfung en jafnframt mikla aðgæzlu og stillingu. Öll hafa íslenzku varðskipin og starfsmenn þeirra lagt fram merkan skerf 1 átökunum við Breta. Varðskipsmennirnir hafa ver- ið sér þess meðvitandi, að á aðgerðum þeirra og hegðun á miðunum, gæti mikið oltið fyrir málstað íslendinga í deilunni við Breta, og að framganga þeirra gæti orkað á það hvort við hlytum sam- úð eða andúð annarra þjóða. Það var því frá upphafi mik- ils um vert, að ekki kæmi til neinna óhappaverka af þeirra hálfu vegna fljótfærni eða of mikils ákafa og kapps. Flestir munu líka vera sammála um það, að af hálfu varðskips- manna og landhelgisgæzlunn- ar í heild, hafi vonum minni mistök átt sér stað í aðgerð- unum gagnvart hinum brezku veiðiþjófum og vígdrekum. Það er ofur eðlilegt, að á þessum tímamótum, þegar minnst er árslangrar valdbeit- ingar Breta gegn íslenzku varðskipunum, hugsi þjóðin til gæzlumanna landhelginn- ar á sjónum, þakki þeim og votti þeim traust og virð- ingu. Sá af skipherrum varðskip- anna, sem ejnna mest hefur mætt á í hinu kalda stríði við Breta, er Eiríkur Kristófers- son skipherra á Þór, flagg- skipi landhelgisgæzlunnar, og hefur hann og skip hans kom- ið mjög við sögu allt frá fyrsta degi átakanna, enda eru nöfn Eiríks og Þórs orðin kunn víða um heim — allt suður fyrir miðjarðarlínu og austur fyrir járntjald, en úr báðum þessum áttum hefur Eiríkur fengið bréf og kveðjur. Til dæmis skrifaði honum í vet- ur 15 ára strákur frá Suður- Ameríku, og falaðist eftir skipsrúmi á Þór! Engum mun óréttur gerður þótt sagt sé, að Eiríkur Kristó fersson hafi verið het.ja dags- ins í kalda stríðinu við Breta. Hann hefur sakir langrar reynslu, gætni og hygginda, samfara einbeitni og festu, rækt starf sitt með þeim hætti, að athygli hefur vakið, og er því í huga þjóðarinnar leiðtogi þeirra vösku sjó- manna, er gegna varðstöðu um landhelgina. Eiríkur Kristófersson er nýlega orðinn 67 ára, en er enn hraustur vel og kjarkur- inn er óbugaður. Hann á því væntanlega nokkur starfsár framundan ennþá og á vafa- laust eftir að kljást við Breta og aðra veiðiþjófa er á vegi hans kunna að verða. Eiríkur er fæddur 5. ágúst 1892 að Brekkuvelli á Barða- strönd. Hann hóf sjómennsku á fimmtánda ári og hefur stundað sjóinn síðan eða sam- fellt í rúm 52 ár. Hefur hann kynnst öllum greinum sjó- mennsku og siglinga, fyrst á skútum, síðan á flutninga- skipum, þá á togurum og loks á varðskipunum, en á þeim hefur hann siglt í 35 ár, eða lengur en nokkur annar af starfsmönnum landhelgisgæzl unnar. Fyrstu 10 ár sjómennsku sinnar var Eiríkur á skútum bæði frá Vestfjörðum og Reykjavík, en 1916 fór hann í Stýrimannaskólann aog út- skrifaðist úr honum árið 1918. Eftir það var hann nokkur ár í siglingum á flutningaskip- um og sigldi aðallega til Spánar, ítalíu og Grikklands. Einnig var hann nokkrar ver- tíðir á togurum og lenti m. a. í miklum þrekraunum í Hala- veðrinu veturinn 1925, en þá var hann á togaranum Nirði, sem var eitt þeirra skipa, sem mjög var hætt komið. Sumurin 1924 og 1925 var hann stýrimaður og skip- herra á Þór — flaggskipi land helgisgæzlunnar — frá því það var byggt árið 1951. Það kom snemma í ljós, að Eiríkur Kristófersson var ár- vakur og djarfur löggæzlu- maður á sjónum, auk þess sem hann var öruggur og far- sæll skipstjóri. Sumarið 1924, þegar hann var á varðbátnum Enok, fór hann eitt sinn um borð í brezka togarann Lord Cars- son, sem var að veiðum uppi í landsteinum rétt inni í botni Aðalvíkur. Krafðist hann þess af skipstjóranum, að hann sigldi togaranum til ísafjarð- ar, en sá brezki glotti háðs- lega og leit á varðbátinn, sem var bæði lítill og vopnlaus með öllu og hafði auk þess ekki hálfan ganghraða á við togarann. Mun honum hafa þótt ástæðulaust að hlýðnast undir þessum kringumstæð- um, og vildi losa sig við Ei- rík og setja hann um borð í bátinn. En Eiríkur lét þá bát- inn sigla brott, og kvaðst myndi verða kyrr í togaran- um, nema þeir vildu henda 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 [ 111! M1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 [ 1111111111 ] I í IJ_ | Ingólfur Kristjánsson skrifar um Eirík | I Kristófersson, skipherra á Þór | 111111111 m 1111 n 11111111111111111111111111111111111 n 11 n 1111111 n 111 ii i stjóri á varðbátunum Enok og Haraldi, er landsjóður leigði til gæzlustarfa við Vestfirði, en á þeim árum áttu Danir að annast strandgæzluna hér, en þóttu heldur atkvæðalitlif í því starfi, svo að ríkið tók sjálft báta á leigu, og árið 1926 eignaðist ríkið sitt fyrsta varðskip, gamla Þór, og réðst Eiríkur á hann í upphafi, fyrst sem stýrimaður en síð- ar sem skipherra, og hefur hann nú stjórnað samtals 10 varðskipum um lengri eða skemmri tíma, og verið skip- llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll sér í sjóinn. Ekki vildu Bret- arnir ganga svo langt, en hót- uðu Eiríki hungurvist, og héldu svo af siað til Englands. Þegar þangað kom, kærði Ei- ríkur landhelgisbrot togarans, og kom yfir hann íslenzkum lögum. Mörg fleiri áþekk dæmi mætti nefna um framgöngu Eiríks á fyrstu árum land- helgisgæzlunnar og allt fram á þennan dag, þótt ekki verði fleiri getið hér. Alþjóð er kunn hin ötula óg farsæla framganga hans E'rí’ ur Kristófersson skipherra þetta sí*as+a é” í átökunum við brezv'i Jan'thalgisbrjótana innan nýju 12 raílna mark- anna og viðræður hans við foringia herskipanna. Hefur frammistaða Eiríks ekki að- eins vakið athygli hér á landi, heldur orðið frásagnarefni ýmissa stórblaða og útvarps- stöðva út um heim. Þó að Ei- ríkur hafi stundum fengið kaldar kveðjur og grófar hót- anir frá brezku flotaforingj- unum — nú síðast frá Barry Anderson er hann kvaddi og fór alfarinn á dögunum — þá hefur það ekki raskað ró hans og öryggi, og það hefur kom- ið fram í ýmsu, að einbeitni Eiríks samfara orðheldni og drengskap, h^fur aflað hon- um trausts og virðingu meðal erlendra sjómanna, sem hann hefur átt samskipti við. Segja má, að það sé tákn- rænt fyrir störf Eiríks Kristó- ferssonar í landhelgisgæzl- unni, að einmitt hann skyldi verða til þess að taka síðasta brezka togarann, sem staðinn var að ólöglegum veiðum inn- an fjögurra mílna markanna, aðeins tveim dögum áður en nýja 12 mílna fiskveiðilögsag- an gekk í gildi í fyrra, og að hann skyldi einnig taka fyrsta togarann, sem náðist úr hönd- um herveldisins brezka, og dæmdur var eftir hinni nýju fiskveiðireglugerð, en það var togarinn Yalafell, eins o g kunnugt er, sem Þór tók aust- ur af Seyðisfirði í vetur. Ekki verður með fullri viriu sagt, hve mörg skip Ei- rikur Kristófersson hefur tekið að ólöglegum veiðum um dagana, fært til hafnar og fengið dæmd fyrir landhelg- isbrot, en þau eru orðin ærið mörg. Á aðeins síðustu 20 ár- unum af starfsferli hans hef- ur hvm tekið milli 150 og 160 skip. En þó að Eiríkur Kristófers- son sé ef til vill kunnastur fyr ir ötula framgöngu í land- helgisgæzlunni, ber ekki síð- ur að minnast starfa hans við bjarganir og aðstoð, er hann hefur veitt sæfarendum við strendur landsins og á hafi. úti. Alls hefur hann verið með við björgun og aðstoð 550 skipa af ýmsum stærðum eða allt frá litlum opnum bátum til 17 þúsund smálesta skips. Þeir eru því ótaldir, bæði ís- lenzku og erlendu sjómenn- irnir, sem beinlínis eiga hon- um og skipverjum hans líf að launa. Þess ber auðvitað að geta, að ekki hefur verið um bráða lífshættu að ræða í sam bandi við allar þessar bjarg- anir, en þegar rætt er um biörgun skips eðá báta, er við það átt, að þeim hefur verið bjargað til hafnar, þegar skip- verjar hafa ekki komizt það af eigin rammleik, og orðið hefur að draga skipin til lands eða bjarga þeim út af strand- stöðum. í mörgum tilfellum hefur þó verið um beina mann björg að ræða, þegar skipin sjálf hafa farizt. Að lokum má geta þess, að svo farsæll hefur Eiríkur Kristófersson verið í öllu skip stjórnarstarfi sínu, að hann hefur aldrei misst menn og engin alvarleg slys hafa orð- ið um borð í skipum hans. Framh. á 15. síðu. •*/ Alþýðublaðið •— 1. sept. 1959 0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.