Alþýðublaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 11
.. Mynd þessi sýnir höll gamla Þjóðabandalagsins í Genf, þar sem Genfarfundurinn 1958 var haldinn og næsta landhelgisráðstefna verður einnig haldin, sennilega í marz—apríl að vori. ☆ ☆ ☆ Hvernig stendur landhelg- isdeilan í raun réttri nú — einu ári eftir að hún hófst? Eina svarið, sem unnt er að gefa er þrátefli. Allar líkur eru taldar á, að þetta þrátefli haldist óbreytt næstu 6—8 mánuði, unz önnur Genfar- ^-A-, ráðstefna Sameinuðu þjóð- anna kemur saman. Þess er vænzt um heim allan, að þar /\ takist að samþykkja með nægilegum meirihluta, hvað skoða beri leyfilega landheigi . og fiskveiðitakmörk fyrir all- x-'W ar þjóðir. Það mun sjást að vori, hvort ráðstefnan ber þann árangur, að landhelgis- deila Breta og íslendinga leysist þar með. íslendingar hafa lýst yfir 12 mílna fiskveiðitakmörkun- um og þrátt fyrir ofbeldi og veiðiþjófnað Breta er sú land- helgi staðreynd. Landhelgis- gæzlan reynir eftir mætti að hindra veiðar erlendra skipa innan 12 mílna markanna. Bretar viðurkenna ekki nema 3 mílna landhelgi og telja svæðið þar fyrir utan vera „úthaf“, sem sé Qllum frjálst. Þeir beita herskipum sínum til að hindra, að íslenzk varð- skip handsami brezka togara „á úthafinu“. íslendingar telja sig hafa breytt samkvæmt alþjóða- lögum, vilja í engu hörfa frá 12 mílunum og ekki semja um það mál. Bretar biðja um samninga, vilja finna einhverja bráðabirgða- lausn. Fyrr kalla þeir senni- lega ekki herskip sín úr 12 mílna landhelginni. En þeir virðast ekki ætla að gefa eftir nema íslendingar geri það líka. íslendingar vilja ekki láta undan frá því, sem þeim ber að þjóðarétti. Mála miðlun er því að virðist ó- hugsandi. Næsta vor verður haldin landhelgisráðstefna í Genf til að reyna að Ijúka því verki, sem ekki náðist samkomulag m á fyrri ráðstefn- unni. Það skipfir Isíendinga nú höfuðmál hvernig sú ráðstefna fer og hvað þar verður ákveðið í landhelaismálunum. Þannig standa báðir aðilar ósveigjanlegir. Aðrar þjóðir hafa miklar áhyggjur af mál- inu og benda á, að ekki sé unnt að leysa deilumál milli þjóða, nema báðir aðilar gefi eitthvað eftir. Hér er slíkt ekki fyrir hendi. Brétar hafa boðizt til að leggja deiluna fyrir alþjóða- dómstólinn í Haag. íslend- ingar benda á, að málið sé á dagskrá hjá Sameinuðu þjóð- unum, en dómstóllinn er ein af stofnunum þeirra. Sé óeðli- legt að fjalla um málið á mörgum stöðum innan Sam- einuðu þjóðanna í einu. fc HVAÐ ERU ALÞJÓÐALÖG? Til að skilja, hvernig svo hörð og óleysanleg deila hef- ur getað risið upp, þurfa menn að gera sér grein fyrir því, hvað alþjóðalög eða þjóða réttur er. Hver þjóð á sinn löggjafa, sem setur lög er allir lands- menn verða að fara eftir. í samfélagi þjóðanna er enginn slíkur löggjafi til. Sameinuðu þjóðirnar eiga að verða það, en eru ekki enn. Af þessum sökum eru alþjóðalög aðeins samningar, sem þjóðir gera sín á milli, og venjur, sem skapast í sambúð þeirra. Hvaða samningar og venjur gilda þá milli þjóðanna um landhelgi og fiskveiðitak- mörk? Þetta er einmitt nú svo alvarlega á reiki, að til vand- ræða leiðir, og er landhelgis- deila Breta og íslendinga eitt hættulegasta sjúkdómsein- kennið. Um síðustu aldamót voru í gildi margir samningar milli þjóða um 3ja mílna landhelgi þá, sem hollenzkir þjóðréttar- fræðingar fundu upp á sínum tíma og miðuð var við fall- byssuskot sinna tíma. Þeim þótti rétt, að hver þjóð réði eins miklu af sjónurp og vopn hennar náðu frá landi. Þá munu fáir hafa dregið í efa, að 3ja mílna línan væri rétt alþjóðalög. Þó voru margar þjóðir, sem ekki aðhylltust 3ja mílna línuna, og þeim fór fjölgandi er leið á þessa öld. Fyrir tveim áratugum voru þjóðréttarfræðingar byrjað- ir að skrifa um 3 mílurnar sem „fallið átrúnaðargoð“. Þeir sáu, að svo miklar breyt ingar höfðu þá þegar gerzt, að ekki varð með nokkru móti haldið fram, að slík landhelgi væri vilji meiri- hlufa mannkynsins. Þegar Sameinuðu þjóðirnar skipuðu alþjóða laganefndina fyrir meira en áratug, gerðu íslendingar það að tillögu og fengu samþykkt (gegn mikilli andstöðu) að nefndin skyldi fjalla um landhelgismálin. Hefur komið á daginn, að ær- in ástæða var til að reyna að koma á samkomulagi um þau mál og finna einhverja skip- an þeirra, sem þjóðir heims- ins gætu sætt sig við. ■fc FYRRI GENFAR- FUNDURINN. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að fela sér- stakri ráðstefnu að fjalla um störf laganefndarinnar og var það Genfarráðstefnan fyrri, haldin snemma vors 1958. Hún vann þrekvirki með því að samþykkja mikla lagabálka um úthafið, en henni tókst ekki að útkljá viðkvæmasta deilumálið; landhelgi og fisk- veiðitakmörk. Eins og fram kemur í ann- arri grein í þessu blaði, líta flestir þjóðréttarfræðingar svo á, að Genfarfundurinn hafi leitt skýrlega í Ijós, að 3ja mílna línan væri endan- lega dauð sem alþjóðalög. Margar þjóðir, eins og Bretar, halda þó fast við hana enn og segjast munu gera það, unz alþjóðasamþykkt verður gerð um annað. Þó hörfuðu þessar þjóðir á ráðstefnunni frá 3 og buðu 6 mílur, og þótti það sögulegur viðburður. Fjöldamargar tillögur komu fram um landhelgi og fisk- veiðimörk, en varla var talað um minna en 6 mílur, þegar til úrslita dró. Ákveðið hafði verið, að tvo þriðju hluta at- kvæða þyrfti til að tillaga skoðaðist samþykkt, og fór svo, að allar tillögur um land- helgisbreidd féllu á þessum takmörkunum. í flestum tillögum um mál- ið var gert ráð fyrir aðskiln- aði á hinni almennu land- helgi og fiskveiðimörkum. Voru fslendingar í hóni þeirra þjóða, sem töldu þetta sjálf- sagt, enda hafa þeir nú 3—4 mílna almenna landhelgi en 12 mílna fiskveiðimörk. Þær tillögur, sem lengst komust, voru miðlunartil- lögur frá Kanada og Banda- ríkjunum, sem eru aldrei þessu vant á öndverðum meiði í málinu. Kanada- menn Iögðu til sex mílna landhelgi og 6 mílna fisk- veiðiréttindi að auki, en Bandaríkjamenn lögðu til þetta sama með þeirri örlaga ríku viðbót, að ríki, sem stundað hefðu fiskveiðar á seinni sex mílunum um ára- bil skyldu eiga rétt á að gera það áfram. Þessi undantekn- ing varð til þess, að íslenzki aðalfulltrúinn, Hans G. And- ersen, kallaði bandarísku til- löguna 6-j-6-4-6. Kanadíska tillagan hlaut 35 atkvæði, en 30 voru á móti henni, Bandaríska til- Hans G. Andersen, ambassador og þjóðréttarfræð- ingur, hefur' um árabil verið fremsti sérfræðingur íslenzkra stjórnarvalda í landhelgismál- inu. Hann var aðalfulltrúi fs- lendinga á fyrri landhelgisráð- stefnunni í Genf. lagan komst enn lengra, 45 með og 33 á móti, en þó hlaut hvorug tvo þriðju at- kvæða og töldust báðar falln ar. Ýmislegt fleira kom fram á Genfarfundinum fyrri, sem ekki er rúm til að rekja hér. í§lendingar fluttu þar tillögu um rétt þeirra ríkja út fyrir fiskveiðimörk, sem lifa al- gerlega á fiskveiðum. Náði hún ekki samþykki, en nokk- uð útvötnuð — en þó þýð- ingarmikil — útgáfa af til- lögunni var flutt af Suður- Afríku og samþykkt. fc HVAÐ GERIST Á SÍÐARI RÁÐSTEFNUNNI? Ekki er þörf að rekja það, sem gerzt hefur síðan vorið 1948, útfærslu íslendinga þá Framh. á 15. síðu. ;uimmmmiiiiiiiuiiimiiiiimMimiiiiiiiiimimiiiiiiiimii!iiiii iii tiiiiiiimiimitiiiiiiiiiiiim iii iiiiiiiiiiiimit nitiiM Geysir h sími: 11350. Sendum gegn póstkröfu. iiiimimimiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiimiimiiiiiiiiiiMimimmMimmiiiiMiiiiiiimiiiimiiiiimmiiiMMiuiiH ri Alþýðublaðið — 1. sept. 1959 JJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.