Alþýðublaðið - 01.09.1959, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 01.09.1959, Qupperneq 15
Hvað gerisf? (Framliald af um sumarið, viðbrögð Breta og allt bað mál. Næst komu bjóðirnar saman á allsherjar- bingi Sameinuðu þjóðanna í New York haustið 1958, og var þar mikið rætt um þessi mál. Utanríkisráðherra ís- lands flutti þar á almennum þingfundi mikla ákæru gegn Bretum, og málið var ítarlega rætt í sjöttu nefnd þingsins, þar sem sátu margir hinir sömu þjóðréttarfræðingar, er verið höfðu á Genfarfundin- um. í sjöttu nefndinni voru rædd höfuðatriði deilunnar milli Breta og íslendinga, enda þótt venjulega væri það gert almennt og ekki bundið við það tilfelli. Fyrst og fremst deildu menn um, hvað teþ'a bæri, eins og nú er mál- um komið, löglega fiskveiði- landhelgi, 3 mílur eða 12, eða eitthvað þar á milli. í annan stað var mikið um það deilt, hvort ein þjóð hefði rétt til þess að færa út landhelgi með einhliða ákvörðun, það er án samninga við aðrar hlutað- eigandi þjóðir. í annarri grein er sagt nánar frá þessum um- ræðum, sem voru mjög fróð- legar fyrir íslendinga. Það hefði verið helzt að vilja íslendinga, ef allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna hefði sjálft afgreitt landhelg- ismálin og gengið til atkvæða um 6+6 eða 6+6-4-6 og aðr- ar tillögur, sem fram kynnu að koma. Þess var þó varla að vænta, enda fór svo, að þingið ákvað að halda aðra ráðstefnu sérfræðinga til að fjalla um málið og ljúka ó- loknum störfum fyrri Genf- S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s b s s s s arráðstefnunnar. Voru skipt- ar: skoðanir um, hvenær hún skyldi haldin, og fóru skoð- anir manna meðal annars eft- ir því, hvort þeir teldu nokkr- ar líkur til, að einhver ríki hefðu breytt um skoðun frá Genfarfundinum, og þar með von um árangur af nýjum fundi. Niðurstaðan varð, að hin nýja ráðstefna kemur saman í Genf, sennilega í marz-apríl að vori. Hver verður niðurstaða hinnar nýju ráðstefnu? Þessari spurningu velta menn fyrir sér, en að sjálf- sögðu veit enginn svarið fyr- irfram. Hins vegar má ætla, að rétt sé að hugsa út frá þeim tillögum, sem flest fengu at- kvæði í Genf. Það voru miðl- unartillögur Kanada og Banda ríkjanna, sem áður var getið. Ef kanadiska tillagan næði tilskildum meirihluta, mundi það, að því er virðist, leysa landhelgisdeilu okkar við Breta. Þá væri viðurkennt, að landhelgi mætti vera sex og fiskveiðitakmörk tólf mílur, og aðgerðir íslendinga stað- festar. Bretar yrðu að hætta öllu ofbeldi sínu innan 12 mílna línunnar. Næði bandaríska tillagan hins vegar samþykki, mundi heita svo, að tólf mílna fisk- veiðilögsaga gilti, en íslend- ingar og margar fleiri þjóðir, sem hafa 12 mílur, yrðu að hleypa öðrum fiskveiðiþjóð- um á svæðið 6—12 mílur. Ekki er rétt að spá á þessu stigi hvað gerðist ef nægur meirihluti fengist fyrir slíkri skipan. Mundu Sovétríkin: hleypa gömlum veiðiþjóðum inn fyrir 12 mílna línu sína? Að sjálfsögðu verður að gera ráð fyrir ýmsum öðrum möguleikum, sem kunna að koirla fram, því margar þjóð- ir virðast leggja á það höfuð- áherzlu í þessum málum eins og öðrum, að finna miðlunar- lausn, sem sætt geti ólík sjón- armið. Enn er hugsanlegt, að gengið yrði lengra en með Suður-Afríkutillögunni frá fyrri fundinum um að setja einhverjar sérstakar reglur fyrir þær þjóðir, sem þyggja afkomu sína gersamlega á fisk veiðum. Hefur komið fram á öllum alþjóðlegum fundum, sem um þessi mál hafa fjall- að, mikill skilningur á sér- stöðu þeirra þjóða, og hafa íslendingar allra manna mest haldið fram sjónarmiðum þeirra. Ýmsar þjóðir, sem ekki vilja víða landhelgi, hafa lýst þeirri skoðun, að sérstök til- felli eins og ísland, Færeyjar og Grænland, yrðu að lúta sérstaki’i meðferð. Fyrir íslendinga skiptir miklu að undirbúa vel þátt- töku sína í þessari síðari Genf arráðstefnu, og er utanríkis- ráðherra og ráðuneyti hans það vel Ijóst. Tvímælalaust virðist nú vilji meirihluta þjóða heims hallast að því, að heimil sé 12 mílna fiskveiði- landhelgi. Ráðstefnan verður að finna leið til að staðfesta þennán vilja mannkynsins. Eiríkur skipherra Framliald af 9, síðu. Það er vissulega ástæða til þess, að nafni slíks sægarps sem Eiríks Kristóferssonar sé á lofti haldið Síðasti kapítulinn í starfs- sögu hans — viðureignin við Breta síðast liðið ár — hefur enn aukið hróður hans, — og því verður nafn hans lengi tengt þessum örlagaríka og sögulega tímaþili landhelgis- gæzlunnar. Ingólfur Kristjánsson. WMMMIWMMMMIIWWWIW Hvikum aidrei 12 mílur 1 árs Framhald af 1. síðu. land samrýmist ekki stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna og meginreglum þeiiTa annarra stofnana, eins og NATO og OEEC, sem bæði íslendingar og Bretar eru aðilar að. 5. Alvarlegir árekstrar kunna að verða hvenær sem er, og brezku herskipin ætti að draga burtu þegar í stað. Framhald af 1. síðu. ið“ — jafnvel með öllum flota sínum. O'fbeldi Ðrejta hafa ís- lendingar mætt með kröftugum mótmælum einum rómi. Aldrei hefur þjóðin verið svo gersam- lega sameinuð, sem hún er nú gegn hernaðarað- gerðum Breta, og því má treysta, að þar búi þraut- seigja að baki, þrautseigja sem mun duga unz málið er unnið. Það er herfi- legur misskilningur, ef Bretar halda, að þeir geti hrætt og beygt íslend- inga. Þáð mun aldrei verða. íslendingar! Við kvik- um aldrei fyrir ofbeldinu! PERÚ er eitt þeirra ríkja heims, sem lýst hefur yfir víðastri landhelgi — 200 míl- um. Þetta stafar af þeirri ó- venjulegu aðstöðu, að Perú- búar telja sig þurfa þessa miklu landhelgi vegna land- búnaðar síns! Skýringin er þessi: Undan ströndum landsins eru marg- ar eyjar, sem eru frægar fyr- ir guano, fugladrit, einn bezta áburð, sem fundizt hefur. Á- stæðan til þess, að fuglinn lifir þarna, er smásíld og önn- ur áta í sjónum. Nú óttast Perúmenn, að ofveiði fyrir ströndum þeirra kunni að leiða til þess, að smásíldin hverfi með ölíu, en þar með væru lífsskilyrði fuglsins einnig eyðilögð, og hann mundi hætta að bæta við gu- anóbirgðirnar. Áburðurinn frá eyjunum er hins vegar mikilvægur fyrir landbúnað í Perú, og án þess landbúnaðar mundi þjóðin engan veginn geta framfleytt sér. Þess vegna berst Perú fyrir víðáttumikilli landhelgi til verndar fiskistofnum — og er einn bezti bandamaður ís- lands. rnesi Félag ykkar amsiast eftirtalda þjónustu: Verzlunarbúð A Verzlunarbúð B Vöruafgreiðsla ■ Vöruafgreiðsla Kjötbúð • Brauðbúð Frystihús Bifreiðastöð Bifreiðastöð Mjólkurstamlag Innlánsdeild 3 sláturhús nýlenduvörur, járnvörur o. fl. vefnaðarvörur, bækur o. fl. mjölvörur o. fl. fóðurvörur, bygging^vörur o.fl. kjötiðnaður braugerð, öl, sælgæti, tóbak frystihólf fólks- og vöruflutningar oííu- og benzínsala iðnaður, verzlun vextir 6% sauðfjár- og stórgripaslátrun FéSagsmenn og aórir viðskiptamenn athugid: Það orkar ekki tvímælis, að hagkvæm- ustu kaupin á öllum nauðsynjum gerið þið hjá kaupfélaginu, því það leitast jafnan við að hafa á boðstólum heztu fáanlegar vörur á hagstæðasta verði. Tryggió fjölskylduna og eignir hennar hjá kaupfélaginu. Umhoö fyrir Samvinnutryggingar og Líftrygglngafélagiö Andvöku. KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s \ s s s s s s V s s s s s s s s s s Alþýðublaðið — 1. sept. 1959 u

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.