Alþýðublaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 4
s i m tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Grön- dal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Full- trúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Aug- lýsingasími; 14906 Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Al- þýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisg. 8—10. r r Irar og Islendingar TÍMINN hefur undanfarið minnzt öðru hvoru á fyrirhugaða kjördæmabreytingu á Irlandi. Þar hafa gilt hlutfallskosningar um skeið, en flokkur de Valera vildi táka upp fyrirkomulag einmenn- ingskjördæma til að tryggja sig í valdasessi. Sú breyting hefði auðvitað orðið spor aftur á bak eins og kjördæmabreytingin á Frakklandi. En Tíman- um þóttu þetta ágæt tíðindi. Þau voru honum stvrk ur í baráttunni fyrir því, að Frarnsóknarflokkur- inn á íslandi njóti áfram hagsmuna gamallar og úreltrar kjördæmaskipunar. Nú er kosningunum á írlandi lokið. Úrslit þeirra urðu á þá lund, að de Valera var kjörínn forseti landsins með miklum meirihluta, enda frægur baráttumaður fyrir sjálfstæði Ira og mik ilhæfur stjórnmálafrömuður, þó að hann sé til- ætlunarsamur um of, þegar flokkur hans á í hlut. En de Valera tapaði jafnframt atkvæðagreiðsl- unni um kjördsemabreytinguna. írar léðu ekki máls á fyrirkomulagi einmenningskjördæm- anna og greindu milli þess máls og forsetakosn- ingarinnar. Þannig verða þingmenn Ira kjörn- ir áfram að viðhöfðum hlutfallskosningum. Flokkur de Valera nýtur vinsælda hans og á- hrifa í forsetakosningunni, en fær því ekki fram gengt, að kjördæmaskipuninni skuli þokað í ranglætisátt til að tryggja sérhagsmuni eins flokks á kostnað allra annarra. Slíkur er stjórn málaþroski Ira. CONÍNiIE RYAN heitir ham- ingjusöm brúður í New York. Hún mun hvorki brenna kóte- ietturnar né grautinn. Hún finnur hluti sína auðveldlega og ekkert liggur tvist og bast í eldhúsinu hjá henni. Allt bendir til þess, að Connie verði einstök fyrirmyndarhúsmóðir og muni gera kynsystrum sín- um mörgum hverjum, sem auðveldar eiga, skömm til. Connie er blind frá fæðingu. Hún giftist laugardaginn 13. júní Frank Sgroi, en brúðgum- inn er einnig alveg blindur. Connie hefur í hyggju að sjá sjálf um heimilið en auk þess hyggst hún stunda háskólanám í- Syrakúsu, þar sem maður hennar vinnur. Aðallega legg- ur Connie stund á tónlistarnám. Hvernig getur kona, sem blind er frá fæðingu, lært að elda, hreinsa, laga til, strauja þvott og annað það, sem hús- móðir þarf að gera? Það er næsta ótrúlegt, að slíkt geti átt sér stað. En þessi unga, fallega brúður hefur fullan hug á að sanna að það sé mögulegt, og allt virðist benda í þá átt, að henni muni takast vel. Þegar í æsku fór hún að vinna á heimili foreldra sinna, en síðar fór hún á húsmæðra- skóla fyrir blindar stúlkur. — Sgroi er mikil kjötæta og eink- um hefur hann eftirlæti á fleski. Enda þótt Connie segi, að erfiðast af öllu sé að sjóða mat, segist hún ætla að gefa lionum það, sem hann helzt vilji, „en steiktur matur er ekki hollur fyrir hann“. Blint fólk verður að skerpa athygl- isgáfu sína og næmi eftir mætti. Connie finnur hvort farið er að sjóða í pottinum með því að halda hendinni yfir honum í nokkurri hæð. Eldhúsið hennar er á engan hátt sérstaklega út- búið. Hún segir, að það sé eng- inn vandi fyrir sig að finna hlutina, ef hún gæti þess að- Að FÁ upplýsingar um eit- urlyfjaneytendur og gera skrá yfir þá er mjög örðugt við- fangsefni, vegna þess hvers eðlis vandamálið er: eiturlyfja neytandinn verður að vinna bug á sínum eigin ótt-a, óttan- urn við hegningu þjóðfélagsins og óttanum við að missa eitrið, sem er honum svo mikilvægt fyrir líkamlega og andlega vel líðan hans. Þetta er höfuðinntakið í grein, sem dr. Y. L. Yao í inn- anríkisráðuney tinu á F or- mósu, hefur ritað í tímarit S'Þ um eiturlyf, „Bulletin of Narcotics“. Ræðir hann þar baráttu Formósustjórnar við misnotkun eiturlyfja. Stjórn- eins, að leggja áhöldin alltaf á sama stað. Það er erfitt a ðstrauja, en einnig það er þó mögulegt og hún strýkur með hendinni yf- ir línið til þess að finna, hvort enn eru einhverjar krumpur eða brot í flíkinni. Og nýja heimilið hennar Connie er fínt og fágað, allt á sínum stað, línið strokið í skáp- unum og það mallar í pottun- um á eldavélinni. in hefur farið inn á nýjar brautir í baráttunni við eitur- lyfjanotkunina: eiturlyfjaneyt endur eru hvattir til að gefa sig fram' af sjálfsdáðum til skráningar og læknismieðferð- ar. „Fortölur á undan hegn- ingu“ er aðferðin sem nú er beitt. að hann hefur gefið sig fram er sérlega mikilvæg. Hér er um það að ræða að finna þær sálrænu orsakir, sem knúðu manninn til eiturlyfjanotkun- ar, vinna síðan bug á þeim með viðeigandi ráðstöfunum, og þegar sjúklingurinn er á batavegi er reynt að telja í hann kjark og koma í veg fyr- ir, að 'hann lendi aftur í svip- Framhald á 2. stíðu. Nýjar aðferðir í baráffunni við eifurlyfjanofkun fHannes á h o r n i n u að efnahagsleg afkoma þjóðar- innar þolir ekki kauphækkanir. Það má segja að efnahagsmálin vegi salt á nálaroddi. Ríkisstjórn in berst við að halda þessu jafn- vægi svo að aftur hefjist ekki sá hrunadans, sem við stigum á undanförnum árum og var að steypa okkur í glötun þegar í áð- stafanirnar stöðvuðu hann. Á þetta er minnt hér af því að Framsóknar- menn hafa talið, að Íslendingar ættu að taka íra sér til fyrirmyndar í kjördæmamálinu. Tíminn fylgist vel með erlendum tíðindum, en fréttin af úrslitum kjördæmamálsins á írlandi einkenndist af óvenjulegu hæglæti. Henni var búinn afskekkt ur staður undir þeirri sakleysislegu fyrirsögn, að de Valera hefði Yerið kjörinn forseti írlands. Úrslit kjördæmamálsins voru látin á botn fréttarinnar rétt eins og þau skiptu litlu eða engu máli. Hvað myndi um þetta, ef de Valera hefði fengið fram vilja siftn í kj ördæmamálinu ? En látum slíkt liggja milli hluta. Hitt er áreiðanlegt, að úrslit kjördæma málsins á írlandi fara ekki framhjá íslendingunr Sá tími er liðinn, að þjóðirnar uni 'gamalli og úr eltri kjördæmaskipun. Meirihlutaflokkur á írlandi varð í minnihluta fyrir þá viðleitni að koma á ein menningskj ördæmum og afnema hlutfallskosning ar. Hér á landi vill minnihlutaflokkur fá því ráðið, að hlutfallskosningar skuli ekki teknar upp. Slík- ur og þvílíkur er málstaður Framsóknarflokksins í kjördæmamálinu. Hann er vægast sagt ekki sig- urstranglegur. ★ Bréf frá mjólkurfræð ingi. ★ Nokkrar athuga- semdir hans. ★ Af tilefni bréfsins. ★ Það, sem mest á ríður ÁGÆTUR Selfossbúi, maður sem vinnur við mjólkuriðnað, og sem oft hefur skrifað mér á liðnum árum, hefur nú sent mér bréf þar sem hann gerir launa- kröfur mjólkurfræðinga að um- talsefni og deilir á mig og blað mitt fyrir skrif um það mál. Ég skal taka það fram, að mér er kunnugt um að þessi maður þekkir vel starf verkalýðsfélaga í öðrum löndum, að liann er ekki kommúnisti oj- að hann telur sig ekki vera í hópi þeirra, sem vilja æsa upp til launa- deilna i tíma né ótíma. EFTIR að hafa deilt nokkuð á skrxf mín og blaðsins, segist hann vilja bera fram nokkur mótmæli: 1. Félag mjólkurfræð- inga hefur ekki verið pólitískt síðan það var stofnað ávið 1945. 2. Lavn mjólkurfræðinga eru kr. 1211.00 á viku, eða 62.972.00 á ári, ekki helmingi meiri en verkamannalaun Allt sem fram yfir þetta er fyrir yíirvinnu, •— næturvinnu, sunnudiga- og helgi daga-vinnu þegar aðrm eiga frí, eins og til dæmis í dag, 17. júní. 3. Mjólkurfræðingar eiga mjög sjaldan frí til þess að geta tekið þátt í samfélagi annarra manna, en það er sama sem, að fjöl- skylda þeirra verður að gjalda vinnu þeirra. Ég skal nefna sem dæmi, að þeir eiga aðeins frí sjöunda hvern sunnudag.“ — AF TILEFNI þessa bréfs vil ég segja þetta:.l, Laun mjólkur- fræðinga eru ekki lægri en ann- arra iðnaðarmanna. 2. Þeir geta bætt laun sín með mikilli eftir- vinnu og allir vilja gjarna geta fengið 1—2 eftirvinnutíma á hve^jum degi. — 3, Þeir geta, og ef þeir vilja, bætt laun sín með aukavinnu. 4. Laun þeirra, útborguð til þeirra á s. 1. ári voru tvöföld verkamannalaun — og kröfur þeirra nálguðust að þriðju verkamannalaumxnum yrði bætt ofan á. VITANLEGA er æskilegt, að menn hafi góð þurftarlaun fyrir 48 stun^a vinnuviku mast þang- að til framleiðsluafköst "þjóðar- innar leyfa styttingu vinnutíma án skerðingar á kaupi — Og þá erum við komnir að aðalatrið- inu: Það á að vera öllum ljóst, LAUNAHÆKKUNARKRÖFUR prentara s^fndu þessu í voða, en þó miklu fremur hinar miklu kröfur i/'jólkurfræðinga. Það tókst að halda jafnvæginu. — Kröfur mjólkui-fræðinga voru svo háar, að engum gat dottið annað í hug en að megintiigang- urinn væri að sprengja þá við- leitni, sem nú er gerð til stöðv- unar og jafnvægis, enda hafa menn einmitt átt von á því írá mönnum, sem að minnsta kosti hafa stundum haft á höndum forystu og fulltrúastörf fyrir þetta félag,. MERGURINN málsins er þessi: Launahækkanir nú mynda stefna öllu í voða. Það er alveg- sama hvaða flokkur eða flokkar hefðu ríkisstjórn með höndum, ef kaup verður sprengt upp eða milliliðum gefið tækifæri til gróðrabrasks, þá myndi allt fgra um koll, — og þá yrði ekki hægt að bjarga þjóðinni úr kviksyndi dýrtíðar, stöovunar atvinnuveganna og atvinnuleys- is. Mjólkurfræðingarnir réðust fram, hrópuðu hátt og bitu í skjaldarrendur eins og berserkir einmitt þegar allt reið á að jafn- væginu yrði ekki raskað. — Kær kveðja til bréfritarans — og þökk fyrir tilskrifið. Hannes á hornimi. FLJ0TASTAFERDIN er mep 4- 4 23. júní 1959 — AlþýðublaðiS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.