Alþýðublaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 5
■ 'i''i: S % < 0 ™ íh.'K>\ls' ' >■ '>» 1»» t !<> -apí iitlill iiiilli ■■■ ■................................................ —> ■ I SAMKVÆMT skýrslu S. Þ. eykst mannfjöldinn í heiminum um 45 milij. á ári. Undanfarin 6 ár hef- ur hann aukizt nokkurn veginn jafnt, um 1,6% á ári, Mannfjöldi jarðar er nú talinn 2.800 rnilljónir. Af þeim fjölda á helining- urinn heima í aðeins fjór- um þjóðlöndum. Fj.öL- mennast er Kína, með 640 millj. íbúa, þá Ind- land með 400 millj., Ráð- stjórnarríkin með 200,2 millj. og Bandaríki Norð- ur-Ameríku með 174.064. 000 íbúa. Mesta fjölgunin er í Asíu, enda talið, að árið 2000 muni um 60% allra jarðarbúa eiga heima þar. — (New York Times, 2.6., ’59). Amsterdam'. Á MYNDINNI eru fjórar af 27 konumyndum, sem sýndar eru um þessar mundir á ráð- stefnu, sem haldin er af sér- fræðingum ýmissa Þjóða. Verk- efni vísindamannanna er að rinða frjósemi og ófrjósemi inannkynsins og lmgfi)yn(Jii- manna um hana á öllum öldum. Konumyndir þessar eru frá Mexíkó og mjög gamlar. Báru Indíán.ar þasr á sjér til þess að tryggja frjósemi kynjanna. — Frumstæðar þjóðir óttast ekker-1 meira en ófrjósemi kyenna og telja hana hjð mesta böl, s,eiv fyrir getur komið. Það var þy; einskis látið ófrei§tað til þess að koma í veg,.fyrir hana. Bandarískur vísindamaðui kom jneð stytturnar til Bol- lands og átti í nokkrum crfið- leikum með að koma þeim inr í landið. Hjollenzki} toliverðirn- ir bentu á, að Holland væri ejtt livert þéttbýlasta land jarðar- innar og mætti því ekki við að fbúar þess' væru beint eða ó- beint hvattir til meiri frjósemi. En þegar Bandaríkjamaðurinn lofaði að fara með stytturnar heim, stráx að ráðstafnunni ]ok- inni, létu hinir velhugsandi toll verðir undan Los Angeles. EINHVERS STAÐAR í Kyrrahafi er rússneskt skip á ferð, hiaðið lúxusvarningi. — Vörur þessar eru í eigu dans fólksins í Bolshoi ballettinum rússneska, sem heimsótti Banda ríkin nýle-ga. Dansfólkið keypti alit, sem nöfnum tjáir að nefna í Bandaríkjunum, stuttbuxur, pils, skó, potta os■ pönnur, og jafnvel plastsundlaugar. 1 Rússneska dansfólkið var 17 daga í Bandaríkjunum og not aði frístundir sínar til Þess að fara í búðir og kaupa allt, sem hönd á festi. Túlkurinn, sem var að því suprður hvernig ætti að koma öllum þessum varningi til Sovétríkjanna fékk það svar að sérstakt skip mundi koma eftir ihonum. — Og það varð. Dansfólkið var mjög hrifið af Kaliforniu og haföi aldrei séð neitt eins dásamlegt .og Dis neyland. En Ne'w York fékk harða dóma hjá því. Matur var það/sem mest var keypt af, einkum ávextir, á- vaxtamauk og QStpr. Eldhús- áhöld. keypti það mjkið og einn dansarinn keypti upp smáá- halda'búð í 'New York. Einnig I keypti það mikið af fatnaði, —■» einkum alls konar skrípaþún- ingum og litauðugar skyrtur p@ buxur. G-rammófónplötur vom vinsælar, sérstaklega Rock’n, Roll-plötur. Einn dar.sariim keypti mejra að segja Mereedes Benz,-'bíl. Ballettfólkið fékk samtals 1. 350.000 dollara í íaun í Banda- ríkjunum fyrir þessa 17 daga. ÞAÐ óþapp vildi til á knattspyrnukappleik i Enskede, Svíþjóð, nýlega, að dómarinn Rolf Rehn- feídt fékk knöttinn í höf- nðið af slíku afli, að hann steinrotaðist og var flutt- ur í sjúkrahús. Lejknum, sem ygr á milli Taby og Makkaþy, var frestað. Stóðu þá ieikar 3:1 fyrir Taby. Þríi* sálfmálar um ■ r RJÁR tillögur um vinnu- skilyrði fiskimanna verða lagðar fyrir þing, Alþjóða- vinnumá'lastofnunar (ILO), — sem kemur saman í Genf í byrjun júní. Verði þessar til- lögur samíþykktar er um að ræða sáttmála um' lágmarks- aldur við ráðningu sjómanna, læknissköðun á fiskimönnum og vinnusamninga. Þegar til- lögurnar hafa verið samþykkt UNESCO — Menningar- og vísindastpfnun SÞ hefur einn- ig í ár birt yfirlit yfir mögu- leikana á að sameina nám og sumarleyfi í ýmsum löndum. í bókinni eru upplýsingar fyr- ir alla aldursflokka frá 75 löndum, og er hún prentuð á ensku, frönsku og þýzku. — ar í endanlegu formi, v.erðt þær lagðar fyrir aðildarrík stofnunarinnar til undirskrift- ar os staðfestingar. í fyrstu tillögunni er lag' til, að iágmarksaldur sjó manna verðj 15 ár (undir sér stökum kri ngumst.æðum m; hann þó vera 14 ára). ,en fyrji kyndara á skipum, þar sen kol eru notuð, verði lágmarks- aldurinn 18 ár. Læknissk.oðun verði lögboðin, og í sáttmálan- um er bveði.ð nárjara á um eðli og svið skoðunarinnar og um það; hve læknisvott- orð séu lengi í gildi. Sáttmál- inn um ráðningu sjómanna hefur ákvæði um að vinnuskd yrði þeirra verði tryggð og vernduð með sérstakri laga- setningu, þax^em' ekki eru fyr i h'endi sjómannasamtök er haldi vörð um ihagsmuni með- lima sinna. ANKARA. — Allt var vandlega undirbúið. Mis- tök vpru óhugsandi. Tp- lay Poyraz yíssi að með aðstoð tækninnar tæjkist honum að komast í gegn- um stærðfræðiprófið. Poyraz er nemandi í Ataturk menntaskólanum í Ankara og var hræddur um að falla á stærðfræði- prófinu. Hann útbjó síma- kerfi, sem átti að fleyta honum gegnum prófið. Vinur hans, Yuksel laum- aðist niður í skólakjallar- ann prófdaginn og átti að leysa verkefnin fyrir Poy- raz. Poyraz kom litlu síma tæki fyrir á handlegg sín- uin, sem allur var vafinn, frá því lá þráður gegnum skóna hans niður í kjall- arann. Það tókst vel að síma verkefnin niður en Poyraz beið og beið en svörin komu aldrei. Eftir hálftíma kom skólastjór- inn inn í prófstofnna með Yuksel. AHt hafði komist upp. Þessi einfalda og ör- ugga aðferð við prófsvindl brást algerlega. ^iiiiiiiiiiiiiiiiiDiiiiiniiiMHiuiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii jiiiiuimiiiiMiiMiii'iiiiimimi i|||nmiiHiiiiiii;iiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiniiiiiiDiiiiU!iiiiniiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiED Alþýðublaðið — 23. júní 1959 g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.