Alþýðublaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞrótfir 'o Sslandsmótið. Á SUNNUDAGINN var fóru fram þrír leikir í Knattspyrnu- móti íslands. í Innri-Njarðvík .áttust við KR-ingar og Kefl- víkingar, uppi á Akranesi Val- ur og Akurnesingar og í Reykja vík Fram og Þróttur. Þrátt fyr- ir óhagstætt veður voru allir "þessir leikir vel sóttir. KR—KEFLVÍKINGAR 3:0. Leikurinn fór fram í allmikl- nm stormi og xigningu. Stóð vindurinn á annað markið. KR átti völ á marki og kaus að leika undan vindinum. Megin- hluta fyrri hálfleiksins lá því mjög á Keflvíkingum, þó gerðu þeir nokkur áhlaup og komu knettinum tví- eða þrívegis upp að vítateig mótherjanna, en voru stöðvaðir þar. En þrátt fyrir það þótt meginsóknar- þungi þessa hálfleiks væri á vallarhelmingj Keflvíkinga, lauk honum svo, að ekkert mark var skorað. KR-ingar sóttu fast á, með nær öllu liði sínu og Keflvíkingar drógu að mestu allt sitt lið aftur til varnar. Myndaðist þannig þeg- ar öllum þessum mannafla sló saman, oftast á tiltölulega litl- um bletti og inná vítateig, sá veggur, sem erfitt var að skjóta til marks í gegnum. KR-ingar notuðu líka lítið langdræg skot að marki undan vindinum, sem þó hefði átt að vera í lófa lagið Dani, 6:0 'f Á SUNNUDAGINN kepptu Danir og Svíar í knattspyrnu í Kaupmannahöfn og lyktaði leiknum með sigri Svía, sem, skoruðu 6 mörk en Danir ekkert — Þetta. mun vera einn stærsti sigur Svía yfir Dönum í knatt- spyi'nu. Fyrri hálfleik lyktaði aneð 5:0. B-lið landanna kepptu einnig og fór sá leikur fram í Svíþjóð og lauk með jafntefli, 1:1. — S s s jlNGCLFS s s s s s i s s s s s s N N s s s að gera. í stað þess reyndu þeir að leika saman inn undir mark- teig áður en gerð var tilraun til að skjóta, en þar sló gjarna svo oftast öllu liði beggja sam- an í eina bendu. Með þeim vindsperringi sem þarna var og tækifærum KR, hefði það ekki átt að vera ofætlun af þeim að gera að minnsta kosti tvö til þrjú mörk, en þessum hálfleik lauk hins vegar markalausum — var marklaus hálfleikur. SÍÐARI HÁLFLEIKUR 3:0. Almennt mun hinum mörgu áhorfendum af Suðurnesjum sem þarna voru saman komnir, hafa hlegið hugur í brjósti, að úr því lið þeirra slapp svona vel í fyrri hálfleiknum með vindinn gegn sér, myndi hagur þess stórum vænkast er mót- herjarnir fengju andbyrinn. En það er skemmst af því að segja, að í þessum hálfleik var allur leikur KR-inga ólíkt já- kvæðari en í þeim fyrri. Þeir tóku frumkvæðið í leiknum og héldu því nær óslitið allan hálf leikinn, þannig að vart er hægt að segja að Keflvíkingar ættu nema eitt gott marktækifæri, en það varði Heimir örugglega þó hurð skylli nærri hælum. I þessum hálfleik skoruðu KR- ingar 3 mörk gegn engu. Og unnu þar með glæsilegan sig- ur. Fyrsta markið gerði Þórólf- ur Beck með góðu skoti, eftir að framherjarnir höfðu brotist í gegnum vörnina. Eftir þetta mark héldu KR-ingar uppi lát- lausri sólcn um lengri tíma, og fengu m. a. 3 hornspyrnur í röð, og áttu auk þess markskot, sem ýmist sendu knöttinn rétt yfir eða utanhjá. Annað markið gerði Sveinn Jónsson eftir að hafa leikið á tvo varnarleik- menn mótherjanna, -miðfram vörðinn og annan bakvörðinn, var skot Sveins fast og öruggt. Markvörðurinn kom engum vörnum við. Aðeins nokkrum mínútum síðar kom svo þriðja markið, sem Garðar gerði með skoti frá vítateig. Sveini hafði mistekist að skjóta en knöttur- inn hafnaði hjá Garðari, sem. Opnar daglega kl. 8,30 árd. Almennar veitingar allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðskiptin. INGÓLFS-CAFE sendi ihann milli mótherjanna og inn. Lið Keflvíkinga var nú ekki eins sókndjarft og gegn Skaga- mönnum á dögunum, því tókst aldrei að ná þeim samleik, sem það sýndi þá. Herði, miðfram- verði KR, tókst að gera Högna með öllu óskaðlegan, hins veg- ar lét Hafsteinn Þórólf Beck hafa alltof mikið svigrúm, sem hann notaði óspart. KR-liðið vann mjög vel sam- an og barðist ósleitilega allan leikinn, og er það hafði vind- inn gegn sér í síðari hálfleikn- um, kom fyrst í ljós hvers það var megnugt og það með þeim árangri, sem þegar hefur verið lýst. E.B. FRAM—ÞROTTUR 2:2. Leik Fram og Þróttar lauk með jafntefli 2:2, eftir að Fram hafði átt sand af marktækifær- um í fyrri hálfleik, en þó að- eins tekist að nýta eitt þeirra til að skora úr. En það gerði Skúli Nielsen eftir að Guðjón Jónsson hafði spyrnt knettin- um úr höndum markvarðarins. í þessum hálfleik átti Fram- liðið hvert tækifærið af öðru, en framherjunum tókst aldrei að gera sér mat úr neinu þeirra, þó oft munaði mjóu. Grétar skaut yfir fyrir opnu marki. Guðmundur Óskarsson sendi framhiá úr hinni beztu aðstöðu. Mokaði svo knettinum yfir slá úr örstuttu færi rétf á eftir. Guðjón Jónsson átti skot fram- hiá og yfir, sömuleiðis Baldur Scheving o. s. frv. í þessum, hálfleik fékk Þróttur einnig tækifæri, en vart umtalsverð samanborið við Fram. Helgi innherji var í færí á 35. mín. en of seinn, Rúnar komst þar upp á milli. Fyrri hálfleiknum, sem hefði átt að geta lokið með stórsigri Fram, ef skothæfir leikmenn hefðu um vélt, end- aði með 1 marki Fram í vil, sem þeir máttu þakka að Þróttur ekki kvittaði fyrir. Framihald á 2. síðu. Þetta er myndasería af Al- fred Cantello, hinum nýja heimsmethafa í spjótkasti. Stóra myndin er tekin rétt áður en spjótið flýgur, en þær minni nokkrum augna- blikum síðar. iWWWWWWWMWWWWWW Iþróftir erlendis Á frjálsíþróttamóti í Oslo fyr- ir 'helgi setti ungur og efnileg- ur Norðmaður Oddvar Krogh nýtt norskt met í sleggju.kasti með 63.35 m. kasti. Sverre Strandli átti gamla metið, sem var 62,36 m. Krogh bætti sinn gamla árangur um tæpa tVo m. 61,27. — Árangur var góður í mörgum greinum, t. d. stökk Roar Berthelsen 1,40 m. í jang- stökki. Bretinn Bria/i' Hewson hljóp 800 m. á 1:49,i mín., — Danielsen kastaði spjóti 76,33 m. og Fredriksen, Svíþjóð, 75,41 m. Dag Wold hljóp 400 m. á 48,8 sek. og Thor Torgerseni 3000 m. á 8:24,0 miín, V Heimsmeistaramótinu í hand- knattleik karla lauk í Austur- ríki á sunnudaginn og kopptu Þjóðverjar og Rúmenar ti[ úr- slita. Þjóðverjar sigruðu með 14 mörkum geg_n 11. Svíar fcru mjög illa út úr keppni þessarí, töpuðu t. d. fyrir Þjóðverjum með 17:7. 2. deildarmólið Á LAUGARDAG hófst 2. d|eiildarmótið í knattspyrnu í Hafnarfirði. Leikirnir fóri* þannig, að Reynir sigraði Aftur eldingu með 5 mörkum gegn 2, KRH sigraði Ums. Skarphéðinn mðe 11 mörkum) gegn 0. Annað kvöld leika samarij Reynir og KR'H kl. 8,30 á íþrótta vellinum'. '■— Þá hefst einnig! 4. flokksmótið, 2 riðill, kl. 7 e. h. Keppa Þróttur og ÍBK. Alþýðublaðið — 23. júní 1959 Q)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.