Alþýðublaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 10
Miniiingarorð: .. Aðalverkstjóri hjá Bæjar útgerð Reykjavíkur, f. 18. okt. 1893, d. 13. júní 1959 í DAG verður til moldar bor- inn Friðfinnur Gíslason, yfir- verkstjóri vi.ð saltfiskverkun Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Friðfinnur bafði allt frá unga Friðfinnur Gíslason. Reykjavíkur, en í nýj um húsa- kynnum. Mörg sporin frá fyrri árum átti hann á rcitunum þarna. Fullorðna fólkið dreif að, það hélt tryggð sinni við salt- fiskinn og verkun hans og vildi vinna undir stjórn F'riðfinns. — Unglingarnir komu einnig þeg- ,ar skólunum lauk, einnig börn- in, sum hver tii þess að vinna sín fyrstu handtök, sem þau fengu laun fyrir. Það var bjart yfir fiskverkun arstöð Bæjarútgerð Re.vkjavík- ur við Grandaveg, þegar ungl- inga- og barnahópurinn, ásamt fullorðna fólkinu, breiddi og tók saman og stakkaði út; og inni, samfelldur kliður gamla og nýja tímans undir hand- leiðslu prúðmennisins, sem nú er látinn. Starfsfólk Bæjarútgerðar Reykjavíkur, æðri sem lægri, þakka Friðfinni Gíslasyni, að- alverkstjóra, samstaríiö. Það minnist ljiúfmennsku hans í sam starfinu, leiðbeininga hans'og samvizkusemi, sem kom fram í öllu því, sem hann tók sér fyrir hendur meðan heilsa entist. Það sendir eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum, innilegar samúðarkveðjur og biður þeim blessþhar. Hvíl í friði látni samstarfs- maður, þökk fyrir^amfylgdina. Jón Axel Pétursson. aldri unnið við þá starfsgrein, sem fólkið við sjávarsíðuna byggði líf sitt og afkomu á. í Vesturbænum var athafnasvæði hans iengst af, þar sem mörg heimilin stunduðu saltfiskverk- un sem eins konar heimilisiðn- að. Hann gjörðist snemma íeið- beinandi og verkstjóri á stórri fiskverkunarstöð, þar sem margur unglingurinn fékk sín- ar fyrstu leiðbeiningar við yinnubrögðin hjá Friðfinni. Þá framleiddu Islenc^ingar þurrk- ’aðan saltfisk í þúsundumi smá- lesta, fisk, sem þótti betri að gæðum, en nokkurra annarra. Friðfinnur sálugi og margir starfsbræðu hans áttu sinn mikla og góða þátt í því, hversu íslenzkur saltfiskur átti mikl- um vinsældum að fagna í hifn- um ýmsu löndum heims, allt frá ítalíu, Spáni, Portúgal til Arg- entínu og Braziliu. Mikið starf og samvizkusemi allra, sem1 að þessari framleiðslu unnu, lá til grundvallar fyrir þessu góða áliti á fiskinum. — Allt frá sjómanninum um borð til verkamannanna, sem skip- uðu upp íiskinum, eins og það var kallað, til verkakvennanna, sem vöskuðu, til unglinga og fullorðinna, sero önnuðust breiðslu, samantekt og stökkun, til fiskimatsmannanna og síðast — en ekki sízt, til verkstjór- anna, sem með glöggum augum fylgdust með öllum ve.vkum á landi, leiðbeindu og fundu að, þar sem það átti við, undir yf- irstjórn útvegsmanna, sem létu sér annt um að hafa góða vöru á fooðstólum framar öílu öðru og vissu fovers virði það var fyr ir iand og þjóð. Það var mikið happ fyrir Bæj arútgerð Reykjavíkur, þegar hún hóf starfsemi sína við salt- fiskverkun, að fá til starfs sem aðalverkstjóra Friðfmn Gísla- $on. Kunnátta hans og vand- virkni. samfara óvenjulegri sam vizkusemi og Ijúfmennsku, var alkunn.. Leggja hurfti traustan grund- völl að þessu stóra fyrirtæki bæjarbúa., sem átti eftir að verða stærsta saltfiskverkunar- stöð landsins nú. Á sínum gömlú slóðum byrjaðí Friðfinn ur störfin hjá Bæjarútgerð Minningarorð: Jón Valdimar Jóhannesson I í DAG verður til moldar bor- inn frá Fossvogskapellu Jón Valdimar Jóhannesson frá Hraungerði á Hellissandi. Jón Jón V. Jóhannesson. fæddist að Berserkjahrauni í Helgafellssveit 21. sept. 1873 og var því á 86. aldursári er hann lézt. Upp úr aldamótun- um 1900 flutti Jón að Hellis- sandi og giftist skömmu síðar eftirlifandi konu sinni, Hildi Sigurðardóttur. Þau Jón og Hildur eignuðust þrjú börn, sem til manndómsára komust, og eru þau öll búsett hér í Reykjavík. Börn þeirra Jóns og Hildar eru: Frú Steinunn Jóns- dóttir, Hólmgarði 35, Þorsteinn Jónsson, búsettur Bólstaðarhlíð 33, og frú Kristín Jónsdóttir, Hofsvallagötu 59. Með Jóni Valdimar er til rooldar genginn traustur ein- staklingur úr íslenzkri alþýðu- stétt. Hann skildi ungur að al- þýðunni var nauðsynlegt að standa saman urn hagsmuna- mál sín. „Hvað má höndin ein og ein, öll við vinnum saman“. Þegar Alþýðuflokkurinn var stofnaður, skipaði Jón sér þeg- ar undir merki hans og þar vann hann og starfaði meðan kraftar entust. Hann var um íjölda ára skeið afgreiðslu- og útsölumaður Alþýðublaðsins á Hellissandi. Sérhverju hags- munamáli hins óbreytta verka- manns og sjómanns lagði Jón öruggt og hviklaust lið. Þeir, sem áttu þess kost að leita ráða Jóns Valdimars eða Jóns í Hraungerði, sem hann ýmist var kallaður heima á Sandi, þurftu aldrei að vera í vafa um, hvemig hinn starf- andi sjómaður eða stritandi verkamaður liti á hin aðkall- andi vandamál dagsins. Það var gott að eiga Jón Valdimar fyr- ir vin og ráðgjafa. Farinn að kröftum og heilsu eftir langan vinnudag flutti Jón Valdimar fyrir nokkrum árum, áttræður að aldri, hing- að til Reykjavíkur og dvaldist hér í skjóli barna sinna, lengst af hjá Kristínu dóttur sinni. I vetur flutti hann á dvalarheim- ili aldraðra sjómanna, Hrafn- istu, og þar andaðist hann 15. þ. m. Aldamótamaðurinn Jón Valdimar, hefur kvatt okkur samferðamennina. Maðurinn deyr, minningin lifir. Blessuð sé minning Jóns Valdimars frá Hraungerði. B. S. Sænskar HANDSAGIR nýkomnar. ður skrifstof uritvél ? Vér eigum á leiðinni sendingu af hinura heimsþekktu OLIVETTI skrifstofuritv^lum, Lexikon 80, með 35 cm. valslengd. Örfáum vélum er enn óráðstafað úr þessari sendingu. Sýnishorn fyrirliggjandi. olivelfi Einkaumboðsmenn: 6. HELGA50N & MELSTEÐ H.F. Hafnarstræti 19 — Sími 11644 Æviágrip flestra frambjóðenda og myndir af þeifn. ★ Línurit yfir styrk- leikahlutföll stjórmnálaflokkanna 1916—1956. ★ Tölur yfir fyrri kosninga- úrslit. ★ Þingmenn á síðasta þingi. ★ íslenkkar ríkisstjórnir frá upphafi. ★ Grein um fyrri kjördæmabrevtingar. ★ Kjördæmafrumvarpið. ★ Út- hlutun uppbótarþingsæta. Fæst í flestum bókabúðum og söluturnum um allt land. Svarffygl. 23. júní 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.