Alþýðublaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 12
wvmw»wwwwvwwm«w ALÞÝÐUFLOKKUR INN í Reykjavík þarf nú sem áður á mörgum sjálfboðaliðum að halda’ bæði fram að kosning urn og á kjördag. Lkorað er hér með a állt stuðningsfólk A-list ans í Reykjavík að gefa sig fram við kosninga- skrifstofu flokksins í A1 þýðuhúsinu II: hæð, sími 16724, 15020 og 19041, alla daga frá kl. 9 f. h. til kl. 10 e. h. og láta skrá sig til starfa. ★ Apir stuðningsmenn flokksins, sem eiga bíia, eða geta haft umráð yf- ir bifreið á kjördag, eru' .|hér með eindregið hvatt ir til þess að gefa sig fram til iskráningar í fyrrgreindum símum. snaum Þjóðviljinn hampar skrifum rökþroia íhaldsblaða, sem reyna að aSsaka ofbeldisverk Breta. 40. árg. — Þriðjudagur 23. júní 1959 — 128. tbl. ÞJÓÐVILJINN heldur á- fram á sunnudag . sundi'ungar- iðju sinni í iandhelgisiwálinu og hampar skrifum brezkra íhalds blaða, sem reyna að afsaka rík- isstjórn sína og tala kjark í jijóðina með þeim biiekkingum, að Islendingar muni gefast upp fyrir ofbeldinu og semja við rsreta. Málflutningur Þjóðvilj- ans í þessu sambandi er rýtings stunga í bak íslendinga og eina vopnið, sem brezka afturhald- inu getur bitið í viðleitninni að afsaka ofbeidið heima fyrir. Auk tilvitnananna í brezku blöðin „Financiaí Times“ og „Daily Mail“ endursegir Þjóð- viljinn Ihelztu blekkingarnar í ■ritlingi Magnúsar Kjartansson- , ar um landihelgismálið, „Átökin um lancthelgismálið — Hvað gerðist bakvið tjöldin?“, en þar reynir Magnús að draga lokur frá hurðum íslendinga og geng ur til móts við brezka ofbeldið af blindu 'hatrii á pólitískum andstæðingum sínum 'heima fyrir. Og þessu til frekari árétt- ingar er hampað ummælum brezku íhaldsblaðanna, en þau standa uppi rökþrota gagmrárt áfellisdómi róttækra og frjáls- lyndra manna í Bretlandi. Það er með öðrum orðum brezka afturhaldið, sem Þjóðviljinn trú ir í landhelgismálinu, LÁGKÚRULEG F.TARSTÆÐA Erfitt. er að greina á miili, mm SLITNAÐI EN KVIKMYNDA- AD FARA. SJÖ-SYNINGIN í Tjarnar- bíó á sunngidaginn var reynd- ist hin sögulegasta. Það var verið að sýna myndina Hús leyndardómanna, sakamála- mynd frá J. Arthur Rank með Michael Craýí og Brenda de Benzie í aðalhlutverkum. FILMAN ALLTAF A;Ð SLITNA Þannig var, að filman var alltaf að slitna svo að hvorki gekk né rak. Það var ekki fyrr búið að laga filmuna og slökkva ljósin en filman slitn aði aftur og það varð að kveikja á ný. Sýningarmenn munu hafa verið orðnir nokk uð hvekktir á þessu, því að skömmu áður en myndinni lauk og filman slitnaði einu sinni enn skelltu þeir bara á THE END (endir) og nenntu ekki að standa í þessu lengur. NEITUÐU AÐ FARA En kvikmyndahúsgestum þótti þetta að sjálfsögðu súrt í broti, hafandi greitt fullt verð fyrir. Ilreyfðu þeir sig ekki úr sætum sínum og heimtuðu nlðurlagið á mynd- inni. Klukkan varð niu og fór að halla í tíu. Frammi í and- dyrinu biðu óþolinmóðir gest- ir, sem ætluðu á 9-sýningu. Dyraverðir báðu fýlkið að fara út, en það fór hvergi. Lögreglan var kvödd á vett- vang og fékk að vita mála- vexti, en ekki lagði hún í að ryðja salinn. Loksins va^ fundin lausn á málinu. Hver og einn fékk miða, sem átti að gilda á sýningu síðar og við það gengu menn út. En þá var kl. orðin nálæg>t 10 og mikill urgur orðinn í gestum þeim, er frarrtmi biðu og ætluðu á sýninguna kl. 9. hvaða staðhæfing Þjóðviljans sé fjarstæðust í forsíðugrein hans ■ um landhelgismálið á sunnudag. Hins vegar er litlum vafa bundið, hver sé lágkúru- legust. Það er sú fullyrðing, að Bretar hafi gripið til ofbeidis- ins við íslendnga út af stækkun landhelginnar úr fjórum sjó- mílum í tólf vegna Ifess að Morguntolaðið og Alþýðublaðið 'hafi skrifað allt of lítið um. land helgismálið sumarið 1958. Hverjum ætli detti í hug, að menn, sem leggjast sVona lágt, hafi góðan málstað? Framhald á 2. síðu. Alþýðuflokksins heldur enn áfram, en lýkur nú senn. — Takið þátt í veltunni strax í dag! Kristleifur sigraði í 3000 m. Á AFMÆLISMÓTI KR, sem hófst á Melavellinum í gær- kvöldi, náðist yfirleitt mjög góð ur árangur og keppnin var skemmtileg í mörgum greinum. Sú greinip, sem mesta ánægju vakti og áhorfendum þótti mest til koma var tvímælalaust 3000 m, en þar sigraði okkar ungi og eifnilegi hlaupari Kristleifur Guðbjörnsson á ágígtum tíma, 8:27,6 mín., annar varð Bertil Kállevágh, S/ríþjóð á 8:28,2 mín. og þriðji Tihyge Thögersen, Dan mörku á 8:80,2 mín. Svíinn Stig Anderson sigraði í hástökki ’Og stökk 1,95. Jón Pétursson stökk 1,90. Hörður Haraldsson náði 49,9 sek. í 400 m hlaupi. Oederquist sigraði í sleggju- kasti með 53,51 m. Mótið heldur áfram í kvöld kl. 8.30 og verður keppt í 11 skemmtilegum greinum, m. a. keppir Kristíeifur gegn útlend- ingunum í 5000 m hlaupi og það getur orðið hörð barátta, einnig verður keppt í hástökki, sleggju kasti o. s. frv. Kommúnistar hafa undan- farna daga verið að hengja hvatningsorð og hrópyrði utan á lúxusvilluna sína við Tjarnargötu; ekki vantar peningana hjá köllunum þeim. — Við birtum þessa mynd til þess að vekja at- hygli aðstandenda G-listans á því, að það er fylgzt með athæfi jjeirra. Lúxusvillan blasir við Miðbæjarskólan- um, sem verður kjÖrstaður næstkomandi sunnudag. — Kommúnistar vita væntan- lega, að samkvæmt lögum er spjalda-óróður bannaður þar sem íiann sést FRÁ KJÖRSTAÐ. Og hér á landi eru kommúnistar séld ir undir sömu lög og aðrir Islendingar. illllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllIllllllllllllllllllllllllIIIIIlllllllllllllllIlllllllIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIllv Yilfu borga kommaverðið! VEIZTU, hvað franskbrauðið mundi hafa hækkða upp í, ef stefna kommúnista hefðið ráðið? — I 5.50 kr. (Það kostar 3,90 kr.). Hvað heldurðu, a.ð rúgbrauðið hefði hækkað mikið, ef koxnmúnistar hefðu ráðið? — í 6,75 kr. (Það kostar 5,40 kr.). HVASSVIDRIÐ, sem gengið hefur yfir landið ©ð undan- förnu, hefur haft miklar tafir á flugsamgöngum innanlands í för með sér. Allt fram yfir 17. júní varð að fresta flugferðum og fella niður svo til á hverjum degi og suma daga féllu ferðir alveg niður, t. d. til Vestmanna eyja og til staða á Vestfjörðum. Þá hömluðu þokur og dimm- viðri einnig flugi til Norður- lands um tíma. Eftir 18. júní hefur hins veg- ar breytzt til batnaðar og hafa flugsamgönguy- innanlands síð- an farið fram samkvæmt áætl- un. Viscountflugvélarnar eru nú í vaxandi mæli notaðar til innan landsflugs. Svo Og Skymaster- flugvél Flugfélags íslands, Sól- faxi. :! MIKIÐ GRÆNLANDSFLITG Flugvéfar Flugfélags Islands. hafa það sem af er þessu ári far- ið fleiri leiguflugferðir til Grænlands en nokkurn tíma áð ur á samá tíma. I Mest ;hefur verið flogið til Kulusuk, Syðri-Straumfjraðár ög Tihule, én einnig til Meist- aravíkur og Narssarssuaq. Áætlunarflug fé'lagsins milli landa hefur þrátt fyrir erfiða veðráttu gengið mjög vel ög I hafa tafir verið fátíðar. Eins og | skýrt var frá í fréttum nýlega, áformar Flugfélag íslands að opna nýja áætlunarflugleið í Framhald á 2. síða. Kjósendafagnaður A-listans í Lido á fimmtu- dagskvöld. ALÞÝÐUFLOKKURINN efnir til kjósendafagnaðar í LIDO næstk. fimmtudagskvöld. Ræðumenn verða: Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, efst; maður A-listans í Rvík, Eggert G. Þorsteinsson, varaforseti Alþýðusambands Is- lands, annar m.aður A-listans í ReykjaVík og Guðmundur G. Hagalín rithöfundur. Guðmundur Jónsson og Guðmundur Guðjónsson syngja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.