Alþýðublaðið - 28.06.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.06.1959, Blaðsíða 1
Á-listi er listi Álþýðuflokksins í Reykiavík 40. árg. — Sunnudagur 28. jún£ 1959 — 133. tbl. Alþýðublaðið sneri sér til Emils Jónssonar, for- manns Alþýðuflokksins, og fór þess á leit, að hann skrifaði ritstjórnargrein blaðsins í dag. Hann varð góðfúslega við þeirri beiðni. f DAG er kosið um kjördæmamálið. Með lausn þess er stefnt að því að allir landsins þegnar njóti fyllri réttar en áður héfur verið til að hafa áhrif á gang og skipan þjóðmálanna. Það er síefnt að því að útrýma misrétti, sem orðið er vegna mikilla breytinga með þjóðinni. Fyrir þessu máli hefur Alþýðuflokkurinn barizt álla tíð. Sú lausn, sem fékkst, er fengin með samkomulagi þriggja flokka. í dag er kosið um það, að stöðva og bægja að fullu frá hinni geigvænlegu dýrííðarholskeflu, sem ógnað hefur þjóðinni í æ ríkari mæli. Um kjördæmamálið og baráttuna gegn verðbólgunni er því kosið fyrst og frernst. Bæði þessi veigamestu mál íslenzkra stjórnmála voru ó- leysanleg í hinni svokölluðu vinstri stjórn. Þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir tókst Alþýðuflokknum ekki að fá lausn á þeim í samstarfi við Framsóknarflokkinn og Alþýðubandalagið. í desembermánuði síðastliðnum tilkynnti Hermann Jónas- son á alþingi, að ný verðbólgualda væri að ríða yfir þjóðina. Jafnframt skýrði hann frá því, að ríkisstjórn hans gæti ekki leyst efnahagsvandamálin og starfi hennar væri lokið. Forseti landsins bað Alþýðuflokkinn að gera tilraun til myndunar minnihlutastjórnar. Alþýðuflokkurinn leitaði eftir stuðningi og fékk svör flokkanna, sem þó var ekki hægt að samræma, og íók flokkurinn því þann kostinn, sem honum þótti betri og var næst stefnu þeirri, sem honum hafði verið mörkuð á þingi hans í nóvember. Alþýðuflokkurinn fékk loforð fyrir því hjá Sjálfstæðisflokknum, að hann eirði stjórninni meðan hún væri að finna lausn á efnahagsvandamálunum og semja um lausn kjördæmamálsins. Um áramótin tókst að koma bátaflotanum úr höfn og um líkt leyti hófst rikisstjórnin handa um virka baráttu gegn dýr- tíðinni. Brýnustu lífsnauðsynjar fólksins voru lækkaðar í verði með niðurgreiðslum. Á alþingi tókst síðan að stöðva dýrtíðarflóðið með verð- lækkunum og eftirgjöf kauplagsvísitölu og að leysa kjördæma- málið. Lausn þessara mála tókst með beinum stuðningi eða hlutleysi hinna flokkanna á víxl. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði með Iausn efnahagsmálanna, Framsóknarflokkurinn sat hjá, en kommúnistar voru á móti. Kjördæmafrumvarpið var samþykkt með Sjálfstæðismönnum og kommúnistum, en Framsókn greiddi atkvæði á móti. Það tókst því að stöðva holskeflu aukinnar verðbólgu að jpinnsta kosti um sinn. Tilraunir hafa verið gerðar til að eyði- leggja þetta starf, en þær hafa farið út um þúfur. Það tókst að koma kjördæmamálinu fram, þessu mikla rétt- lætis- og lýðræðismáli þegnanna. Það er kosið um þessi mál í dag. Eg á eina ósk í dag, og aðeins eina: Að kjósendur láti skyn- semi og heilbrigða dómgreind ráða — og ekkert annað. XA XA XÁ XA XA XA XA Alþýðuflokksmenn. Á baksíðu getið þið gengið að öllum nauð -synlegum upplýsing- um vegna kosning- anna. Þar segir frá kosningaskrifstofum flokksins og símum, XA XA XA XA XA XA XA FÓLK spyr fyrst og fremst um það, hvernig kosningarn- ar fari. Þeirri spurningu get- ur Alþýðulblaðið ekki svarað. Kjósendurnir ráða í kjörklef- unum. Fólk spyr, hvenær alþingi komi aftur saman. Alþingi var rofið til þess að hægt væri að fá fram skoð un þjóðarinnar á frumvarp- inu um breytta kjördæma- skipun, sem yfirgnæfandi meirihluti allþingis hafði sam- þykkt. í raun og veru hefur næsta alþingi, ef þjóðin samþykkir að meirihluta kj ördæmabreyt inguna, aðeins einu hlutverki að gegna, að samþykkja frum- varpið að nýju og ganga frá nýjum kosningalögum í sam- ræmi við það. Alþingi kemur því saman strax og landskjörstjórn hefur reiknað út upþbótarsæti flokk anna. Gert er ráð fyrir, að það muni taka hana hálfan mánuði til þrjár vikur og er því ekki ólíklegt, að alþingi gomi aftur saman til funda kringum 20. júlí. Fólk spyr, hversu langait tíma næsta alþingi muni sitja. Eins og áður segir, hefur það einu hlutverki að gegna: endursamiþykkt kjördæma- frumvarpsins og kosningalag- anna, að minnsta kosti mun rík Framhald á 3. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.