Alþýðublaðið - 11.09.1959, Side 4

Alþýðublaðið - 11.09.1959, Side 4
 Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- lngasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. Að herja til ásta KOMMÚNISTAR eru þessa dagana að berja Framsóknarflokkinn til ásta. Alþýðubandalagið hefur boðið Framsóknarmönnum upp á samstarf eftir haustkosningarnar og bíður eftir svari við því tilboði. Framsóknarflokkurinn fer hægt í sakirnar. Hermann Jónasson veltir fyrir sér bréfs- v efninu, og Eysteinn Jónsson reiknar á sérblaði, en málið er sem sagt x athugun. Sömu dagana læt- ur svo Þjóðviljinn hvert svipuhöggið af öðru dynja á Framsóknarflokknum, segir honum miskunnar- laust til syndanna og telur hann óalandi og óferj- andi í æsilegustu skapsmunaköstunum. Tilefnið leynir sér ekki: Þjóðviljamönnum er enn óljóst, hvort Framsóknarflokkurinn muni fremur vilja ganga til samstarfs við Alþýðubandalagið eða Sjálfstæðisflokkinn. Og þá á að berja Hermann og Eystein til ásta. Tíminn hefur svo nokkra sérstöðu í öllum þessum hamagangi. Aðferð hans er fólgin í því að taka undir við Þjóðviljann í hverju stórmál- inu af öðru, þó að sú afstaða hrjóti mjög í bága við það, sem Framsóknarflokkurinn hefur áður [ látið í veðri vaka. Þannig hugsar Þórarinn Þór- arinsson sér að milda skap kommúnista, svo að þeir hætti barsmíðinni, sem á að vekja ást Framsóknar á Alþýðubandalaginu. Hann geng- ur meira að segja svo langt að gera afstöðu Þjóðviljans í lanlhelgismálinu og fleiri uían- ríkismálum að sinni, þó að Framsóknarflokkur- inn sé þar með orðinn að viðundri. Jafnframt skrifar hann um Alþýðuflokkinn eins og ofstæk- isfullur Moskvukommúnisti, ef verða mætti til þess, að Þjóðviljinn tæki undir slíkan söng í stað þess að vera með sífelldar ásakanir í garð Framsóknarflokksins. íslenzk stjórnmál eru vissulega illa á vegi stödd, ef þessi fíflalæti eiga að verða einkenni þeirra í kosningabaráttunni, sem fer í hönd. Stjórnmálaflokkunum ber skylda til að kunngera landsmönnum hver eru stefnumál þeirra og með hvaða hætti þeir hyggjast koma þeim í fram- kvæmd. Þetta vill fólkið í landinu fá að vita. Þetta þarf að liggja fyrir, svo að kjósendurnir geti mynd- að sér raunhæfar skoðanir um menn og málefni. Hitt er móðgun við kjósendurna og stjórnmálin, þegar flokkarnir veltast um í áflogum eins og götustrákar, en stynja upp öðru hvoru í ofraun bardagans, að þeir vilji fyrir alla muni vinna sam an og séu að berja hver annan til ásta. Inntökupróf fer fram í Menntaskólanum Reykjavík dagana 18.—22. september. Þátttakendur mæti til skrásetningar í Fræðsludeild SÍS fimmtudaginn 17. sept. Skólastjóri. íirkjuklukkur í verksmiðjum og verzlunum. NEW YORK. (UPI). Kirkju klukkur eru orðin fjölda- framleiðsla í Bandaríkjun- um. Einu sinni voru tiær hvergi settar upp nema í kirkjuturnum en nú hafa hær rutt sér leið inn í verksmiðjur og verzlunar- hús. Margir verksmiðju- eigendur í Bandaríkjunum hafa sétt upp klukkur í verksmiðjum sínum og hringja þær við og við. Þ.ykir það hafa góð áhrif á verkamennina og halda þeim í andlegu jafnvægi. í Boston hefur verið komið fyrir klukkum í stórri skrifstofubyggingu og er keppst við að yfir- gnæfa hávaðann frá um- ferðinni með klukkna- spili. Veðurspá er „varp- a'ð út“ með stuttu milli- bili með því að spila lög. eins og „Stormy weather“ ef hvassviðri er í nánd eða MIKILL ALDURS- MUNUR HJÓNA Sir Thomas Beechham, hinn kunni hljómsveit arstjóri í Englandi, er orðinn áttræður. Þrátt fyrir það er hann ungur í anda,. fjörmaður og glaðsinna. Hann gifti sig um daginn gamli mað urinn 27 áta gamalli stúlku, sem verið hefur einkaritari hans um skeið. og ekki hafði hann þó verið lengi ekkjumaður. Hann hafði verið tvígiftur áður og missti þá seinni fyrir tæpu ári. — Þriðia konan heitir Shirley Hudson (nú Lady Beecham) og myndin er tekin af þeim í flugstöðinni í Ziiric í Sviss, en þar í landi var hjónavígslan framkvæmd. Hannes á h o r n i n u ^ Aðalumræðuefnið í Reykjavík. 'fcj Nokkur dæmi um útsvör og skatta. Hv;}5 er að þéssum mönnum. Ein nefnd eða lögin sjálf. MENN TALA varla um ann- að en þá, sem sloppið hafa bil- lega við útsvör og skatta og sagt hefur verið fi.'á í blöðmn. Eitt af blöðum bæjarins hefur að líkindum orðið vart við þetta. því að það birtir þá frétt, að niðurjöfnunarnefnd hafi ver ið sammála. Hér er ekki um það að cæða, Ég hef engan mann heyrt hafa orð á því, að það hafi verið niðurjöínunar- nefnd sem hafa hallvikað mál- um, fyrir þessa men svo að j þeir slyppu. ENGINN efast um. að allt hafi farið löglega fram, fram- talið hafi verið löglegt og nefnd in ekki átt annarra kosta völ en að gexa mönnum að greiða skyldur og skatta samkvæmt í því — Það er því lögum. sem þarf að breyta, en ekki eimii nefnd. — Menn tala fyrst og fremst um það, sem ég gerði að umtalsefni einn daginn. Þeg- ar menn sjá ákveðna menn lifa sínu myndarlega lífi, að því er virðist við allsnægtir - og stund um meira en það, búast þeir við að þeir séu vel efnum búnr. En þegar menn sjá, að þessir sömu menn bera ekki skyldur og skatta á borð við aðra þegna, þá fer málið að vandast. 'ÉG ÞEKKI unga konu. Hún á mann. sem veiktist illa og er lamaður. Hún er ekki á því að gefast upp Hún fór1 að vinna og vinnur baki brctnu. Hún hafði síðastliðið ár ótrúlega miklar tekjur af þrældómi sinum ein- um saman myrkranna a milli. Hún á að greiða 10 þúsund. krón ur í skyldur og skatta. Hún á ekki myndaxlega íbúð. Hún á ekki myndarlegan bíi. Hún flýgur aldrei til annai'ra ianda. Hún sleppur ekki. Hun rek«xr ekki neitt fyrirtæki við hliðina á atvinnu sinni. ÖRYRiKI skrifar mér á bess„ leið: ,,Ég hef lengi vexið að velta því fyrir mér hvernig á því getur staðið að stór fyrir- tæki og einstaklingar, sem ber- ast mikið á í þjóðfélaginu, skuli vera sk'attfrjáls. Til samanburð ar vil ég geta þess, að ég er ai- ger öryrki og hef ég óyggiand: læknisvottorð upp á það. Ég hef ekki annað að lifa af en það, sem Tryggingastofnunin skammtar mér samkvæmt Icg- um. ÞAÐ er lagður skattur á mig. og hann er ekki svo lítill. Hvern ig getur á þessu staðið? Leyf- ist mér að bera mig saman við SÍS og þá einstaklinga. sem nefndir hafa verið opinberlega og ekki bera skatta og skyldur. Um. þetta er raunar óþarfi að ræða. Almenningur veit og skilur að hér er meira en lítið bogið við málin. Þetta er alger- lega óþolandi“. BORGARI skrifar mér einnig um þetta mál: ,,Mér þykir geð guma smátt Hvexnig geta stór- ir menn í þ.ióðfélaginu sætt sig „On the sunny side of the street“ ef sólin skín. Sá, sem ánægðastur er með þróun mála í þessum efnum er George Schul- merich. Hann fann nefni- lega upp rafmagnsklukk- una fyrir rúmlega 30 árum Schulmerich komst að því að örsmáar bronsklukkur sem varla heyrðist í er þær voru slegnar með litlum hamri, framleiddu hljóð sem var jafn hreint og fal- legt og í stórum klukkum Hann hækkaði tóninn milljón sinnum og þá varð hljómurinn hreinn og djúp ur eins og í stærstu klukk- um. í fyrstu vildi enginn líta við þessum „gervi- klukkum“ hans. En þegar sérfræðingar höfðu rann- sakað málið og komist að raun um, að ekki var nokk- ur leið. að greina á milli hljóms rafmagnsklukkn- anna og venjulegra klukkna breyttist viðhor fólksins og síðustu 25 árin hefur Schulmerich sel meira en 5000 klukkur Vegna þeirra er kirkju byggingalist í Bandaríkj unum að breytast, turn arnir eru að hverfa og mörgum kirkjutumum hef ur vérið breytt til annarra nota. Schulmerich segi þetta tákn þess að erfða venjur verði að lúta í lægra haldi fyrir nýrri fram leiðslu. við það að mæta samborgurum sínum á götum bæjarins eftir að það vitnast. að þessir sömu mer.n greioa ekki sxatta og skyldur til hins opinbera á borð við aðra, jafnvel miklu minna en aðrir — og stundum ekki neitt. Hvaö er að þessurn mönn um? Eru þeir bókstaflega að auglýsa skatísvik sm? Það er ekki annað sjáanlegt, þvi að allir vita að efni þessara manna og allt líf þeirra er mælt á allt annan kvarða en skattskráin bendir til. EF ég lifði lífi þessara manna og borgaði samt ekki skyldur og skatta, þá myndi ég sannar- lega skammast mín fyrir að mæta Jóni Jónssyni verka- manni á Laugavegi 24C, sem ber einn eignaskatt en ekki tíu (Framhald á 10. síðu.) 4 11. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.