Alþýðublaðið - 11.09.1959, Side 5

Alþýðublaðið - 11.09.1959, Side 5
Til að fá líf i línurnar og láfa dansa hringi og ferninga. „SKÓF á steini, brot í gang stétt, hvort tveggja býSur upp á ennþá meiri breytileik forma en víðáttumikið lands- lag og stendur þér nær. Og hugmyndafiugi áhorfandans á að leyfast frjálsræði, ég legg áherzlu á það, eins og eigin fantasía fær að leika sér með liti og form. Esjan er ekki ein- göngu falleg vegna ytri lína, heldur vegna litabreytinga og formáhrifa, og það er einmitt þessi síbreytileiki lita og forma, sem veitir ótakmark- aða fjölbreytni. Landið hefur alla tíð haft sterk áhrif á mig og á mig verka öll þessi mál- verk sem landslagsmyndir“. Eitthvað á þessa leið tók Hörður Ágústsson listmálari til orða, er hann gekk með austurveggnum í listamanna- skálanum með fréttamanni blaðsins, en þar hanga nálægt þrjátíu olíumálverk. Það er mikil birta yfir myndunum, það er eitthvert ljós á ferðinni í þeim flestum, við sjáum Kjarval með skæran geisla- baug um höfuð sámgróinn hrauninu, eins og hann hefði legið þar síðan hraunið rann. „Hvernig á ungur listmálari að sjá Kjarval öðruvísi en með geislabaug og samvaxinn hrauni?“ spyr Hörður, og víst mun hann lengi verða talinn hluti af íslenzku hrauni og hraunið samgróið honum. — „Málarinn neyðir áhorfand- ann til að líta með sér á lands- lagið á þann hátt, sem það er túlkað, og það er myndamálið, sem mestu varðar“. Á vesturveggnum kveður við nýjan tón, landslagið vík- ur fyrir teikningum og klipp- mjwidum. „Það er satt, — ég þreifa fyrir mér á nýjum vett- vangi, en berst þó á báðum vígstöðvunum í einu, er að rótast í þessu hvoru tveggja, en hef ekki hugmynd um, hvernig framtíðin verður. — Segja má, að ég sé „rasjónal- isti“ á morgnana og „róman- tíker“ á kvöldin. Stundum verðum við að hreinsa til ó- þarfann til að komast að hinu einfalda striki, sem er undir- Hörður Ágústsson — á bak við hann er listaverk það, sem hann gerði fyrir Búnaðarbankann við Laugaveg. staðan. Grunntónninn í mús- íkinni er aðeins einn, svo kemur tónskáldið og lallar með tóninn, hleypur eða stekk ur með hann og úr verður hrynjandi og hljómkviða. Hér gildir sama lögmál og í tón- list, að byrja nógu einfalt, hreinsa til þangað til við stöndum með nakta línuna, ferning eða hring, og listamað urinn er frjáls um að láta hlut ina hlaupa um rúmið. Hann er ekki eins og arkitekt, sem stendur andspaénis sama vanda með húshlið og glugga, því að hann er bundinn af notagildi gluggans. Hvar á hann að vera og hve stór? spyr arkitektinn til að skapist sam ræmi, sem er undirstaða og stafróf allrar listar. Það er erfitt að útskýra músík, sum- ir komast inn í hana gegnum Tsjaikovsky, þetta er nokkuð, sem maðurinn verður að upp- lifa sjálfur. Ljós og litir, ljósir blettir á dökku og dökkir á Ijósu, eða línur, sem streyma um formið, slitna og tengjast og hoppa allavega. Áhorfand- inn þarf að skynja hreyfing- una. Mig dreymir um að gera' abstrakt kvikmynd til að fá líf í línurnar, til að láta dansa hringi og ferninga. Og hérna — og Hörður víkur sér að einni myndinni — hérna hef ég reyndar gert lítið handrit að kvikmynd, línurnar koma inn og dansa í hinum ólíkustu og margbreytilegustu stelling um, og hverfa og koma aftur í annarri mynd. Þannig ætti fólk miklu betra með að lesa myndirnar og skilja . . Teiknimyndirnar og klipp- myndirnar eru áhrif frá húsa- teiknáranum í Herði Ágústs- syni. Hann var reyndar byrj- aður að læra arkitektúr og hefur að undanförnu hjálpað fólki við að byggja með því að auðvelda litaval. Hann hef- ur líka málað stórar vegg- skreytingar í borðsalnum í Arnarhvoli, í Búnaðarbankan- um, í Bifröst í Borgarfirði og í Reykjalundi, og auglýsinga- veggi, svo sem Hörpusilki við Snorrabraut, og auk þess hef- ur hann teiknað margar bóka- kápur. Þessa dagana eru rétt tíu ár liðin frá fyrstu málverka- sýningu Harðar Ágústssonar í Listamannaskálanum, en um vorig 1949 kom hann fyrst fram á sjónarsviðið með sýn- Hérmeð úrskurðast lögtak fyrir gjaldfölln- um en ógreiddum útsvörum 1959 til bæjar- sjóðs Kópavogskaupstaðar, auk dráttarvaxta og kostnaðar. Verður lögtak framkvæmt að liðnum átta dögum frá dagsetningu þessa úrskurða fyrir öllu útsvari 1959 hjá þeim útsvarsgjaldend- um, sem eigi hafa greitt fyrir þanm tíma all- an þann hluta útsvars, sem greiddur átti að vera 1. þ. m. J Bæjarfógetinn í Kópavogi, 7. september 1959. Sigurgeir Jónsson. ingu í París. Hann vakti mikla athygli, og hélt þrjár sýning- ar fyrrihluta áratugsins, en hefur síðan ekki haldið sýn- ingu síðustu fimm árin. Fyrir þremur árum brá hann sér til Parísar og eru margar myndir á sýningunni þaðan. Annars lifir Hörður borg- aralegu lífi, á bíl og börn og aðspurður úm breytingar fyrsta áratug listamannafer- ilsins segir hann, að inntakið ,sé enn hið sama', þótt formið hafi nokkuð breytzt og skír- skoti nú meira til arkitektsins heldur en til þess ljóðræna» „Það er eðlilegt“, segir hann, „að fólk skilji ekki undir eins allar myndir, en listamaður- inn ætlast til þess, að fólk nálgist þær fordómalaust. — Þrátt fyrir tilraunir með ný- mæli og nokkrar formbreyt- ingar hef ég ekki slitnað úr samhengi við fortíðina“. BÆKUR OG HÖFUNDAR I MAÐUR gæti haldið að þeir íslendingar, sem dvelja langvistum í öðrum löndum og álfum, væru svo að segja glataðir fyrir þjóðerni vort og tungu, en því er sem betur fer oft og einatt ekki þannig far- ið. íslenzk þjóð og land hefur áreiðanlega hvergi verið elsk- að heitar en í útlegðinni hand an við höfin. Þar blika minn- ingarnar um heimalandið og þjóðina í skærustum ljóma. Richard Beck er gott skáld, — það vissum við áður. Hann er einn af ágætustu fulltrúum íslenzkrar menningar erlend- is, ■— það vissum við líka áður. En að ísland og það sem ís- lenzkt er, væri honum jafn- hugstætt og raun ber vitni um í ljóðum þessum, hefði maður varla getað ímyndað sér. Hvar sem hann fer, — vestur við Kyrrahaf eða í þjóðgarði Bandaríkjanna, minnist hann íslands, og allt verður honum tilefni til að hugsa heim, og heima er á máli hans á íslandi. Þó að hann sé góður fóstur- sonur Ameríku, er það furðu- fátt í ljóðum hans, sem minnir á hana. Sannast á þeim hið fornkveðna, sem Sveinbjörn Egilsson snéri svo snilldarlega á íslenzku, að römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Kvæðin eru flest stutt, ort að því er virðist í einu andar- taki. Þau eru mild og blæ- falleg og bera vitni um göfuga skapgerð, sem ann hinu .góða og háleita, hefur samúð með smælingjunum og dáir góða menn og mannvini eins og t.d. Sigurgeir Sigurðsson biskup og skáldið Sigurður Júlíus Jó- hannesson. Að hann kann einnig að meta glens og gaman, sést á fallegu vísunum um Vesturís- lendinginn Káin.' Sem dæmi um hinn fágaða og smekklega frágang ljóð- anna vil ég að lokum taka hér upp eina sonnettu, sem heitir „Sólsetur“. Ljósálfar dansa á silfurþiljum sævar. Sól tjaldar vesturhimin geisla- pelli, höfuðtraf gullið hvítu vefur felli, hjúpuð í mjúka voð ins fyrsta snævar. Dagsaugu lokast. Hljóðstíð nótt af hafi, húmskikkju búin, treður vegu jarðar. Skuggmyndir tindra, titra í lygnu jarðar. Tungl rís sem demanfssigð úr rökkurkafi. t Stjarnaugu opnast, himins helgiljós horfa með ljúfu brosi á foldu niður. Draumhöfgi vefur faðmi fölva jörð. Andinn sér nýja heima í hrímsins rós. Hjartanu vaggar fjarra vatna kliður. Dýrðleg er kvöldsins kirkja cg tíðagjörð. Jakob Jóh. Smári. DE GAULLE, forseti Frakk- lands, hefur hert tökin á hern um. Undanfarna daga hefur verið skýrt frá ýmsum stöðu- veitingum innan hersins og er sú mikilvægust, að frá 1. okt. lætur André Zeller af störf- um sem formaður herforingja ráðsins, en við tekur Demetz herforingi. Demetz er sérfræðingur í vélahernaði eins og de Qaulle sjálfur. Hann var í þjónustu de Gaulle vorið 1940, þegar De Gaulle hann skrapaði saman í flýti nokkrar vélahersveitir og vann eina stóra franska sigur- inn í baráttunni við þýzka innrásarherinn. Hann gekk í hersveitir frjálsra Frakka þeg- ar í stað og er talinn öruggiu: fylgismaður de Gaulle. Zeller hershöfðingi tilheyr- ir aftur á móti þeim hluta franska hersins, sem ekki eru tryggir í fylgi sínu við for- setann. Hann sagði af sér störf um 1956 vegna ágreinings við verandi hernaðarmálaráð- herra, jafnaðarmanninn Max Lejeume og skrifaði greinar- flokk í Carrefour um óánægju sína með stjórnina. Eftir 13. maí-stjórnarbyltinguna gerði de Gaulle hann að formanni herforingjaráðsins, en nú hef- ur verið talið, að Zeller standl á bak við árásir í blöðum á hendur hermála- ráðherrans Guillaumat. Þá hefur það vikið athygli, að tengdasonur de Gaulle, Al- ain de Boissieu, hefur verið skipaður yfirmaður vélaber- sveita Frakka. Hann hefur áður verið herforingi í Alsír, en sagt er, að hann hafi ósk- að eftir að vera fluttur þaðan. Framhald á 10. síðu Alþýðublaðið — 11. sept. 1959 §

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.