Alþýðublaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 2
H, • UND'RA.Ð ÁR eru liðin síðan byrjað var að bora eftir oiíu í Bandaríkiunum eða nán- ar tiltekið: 27. águst 1859 tókst „crazv Drake“ að finna olíu í Oil Créek Vallev. Olíuævin- týrið mikla var hafið. Þremur árum síðar kom fram á sjón- arsviðið 23 ára garaall maður af þessum undarlega kyn- þætti. sem mótaður var af biblíunni, púrítanisma og Nýja-Englandi. Hann var af frönskum æt'um, forfeður hans hétu Roquefeuille. Smám saman varð Roquefeuille að Rockefeller og ungi maður- inn var skírður John Davidson að fornafni. Hann fæddist 8. júlí 1839 í Richmond í New York-fylki. Faðir hans var á- gjam og harðsvíraður hrossa- kaunmaður. Á heimilinu var biblían lesin spjaldanna á milli, en á hrossamörkuðunum var svindlað á náunganum eftir beztu getu. John D. leit hiartanlega nið- ur á þennan lýð, sem flykkzt hafði til Oil Creek Vallev í Pennsvlvaníu ef'ir olíufund- inn þar 1859. Titusville er ið- a_ndi mauraþúfa flækninga og ævintýramanna, sem ekkert kunna til verka, og allir spilla fvrir öllum, grafa og bora án skynsamlegrar athugunar. — Allt í einu er komið niður á gífurlega auðuga olíulind, úr henni fást 600 000 lítrar á sól- arhring, allt vellur í olíu. Eng- in leið er til að hagnýta alla þá olíu, sem gýs upp hingað og þangað í Oil Creek. Olían, sem kos^aði tvo dollara fatið (190 lítrar) fellur niður í 10 cent fatið 1862. John D. fær hugmynd. Látum aðra grafa eftir oh'unni, John D. Rocke- feller hreinsar hana og selur. Sonur hrossakaupmannsins lætur sig engu skipta, hvað verður af olíunni eftir að hann hefur selt hana. Hún verður að ljósolíu, gasi, smurolíu, er notuð í efnaiðnaði, og til lyfja. Hann s'ofnar olíuhreinsunar- stöðf sem árið 1865 skilar 100 000 dollara hagnaði til hans og félaga hans, en John D. finnst þetta ekki nóg. Hann kaupir hluti félaga sinna í fyrirtæk- inu og situr einn að öllu sam- an. Fimm árum síðar, 10. jan- úar 1870, stofnar John D. Rockefeller Standard Oil með milljón dollara hlutafé. Nokkr um árum scinna er hann fyrsti maðurinn í Bandaríkjunum, sem á eignir upD á milljarða dollara. Harvey O’Connor seg- ir í bók sinni „Olíuheimsveld- ið“ um Standard Oil: „Frá 10. janúar 1870 er saga olíunnar saga John D. Rocke- fellér um hálfrar aldar skeið. . . . Rockefeller hefði kosið, að aðrir hefðu tekið að sér á- hætCuna af olíuleit, en sjálfur vildi hann sjá um flutning á olíúnni, lagningu olíuleiðslná og því um líkt. Járnbrautafé- lögin gátu orðið honum erfið í skauti, en þá keypti hann Rockefeller. unp flutningaieiðirnar til Pennsylvaníu. Til að losna við samkeppni smásalanna, sem seldu olíuna í búðum sínum, stofnaði hann sjálfur umfangs mikla smásölu á matvælum og nýlenduvörum. Hann var í senn harður í horn að taka og lipur samningamaður. Hann reyndi aldrei að rýja andstæð- ing sinn fyrr en hann hafði þrautreynt að kaupa hann upp. Þeim, sem hann borgaði með hlutabréfum í Standard Oil, var borgið þaðan í frá og eins erfingjum þeirra.“ Einn af ævisöguriturum hans, Max Ball, skrifar: „Það er John D. að þakka, að at- vinnugrein, sem hætta var á að yrði einkum viðfangsefni ævintýramanna varð skipu- lagður iðnaður“. — í dag er Standard Oil Company of New Jersey auðugasta félag í heimi en það hvorki selur, kaupir, hreinsar né flytur einn einasta oiíulítra. Félagið lætur sér Framhald á 10, síðu. GREIN SÚ, er hér birtist er kaflar úr grein argerð eftir Henry V. Burke um helztu ágrein- ingsatriði Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Rakin eru í greininni fjögur atriði, sem mest- um ágreiningi valda og önnur atriði hinnar miklu spennu í alþjóðamálum eru af sprottin. AFVORNUNA.RMALIN. Bæði Bandaríkin og Sovét- ríkin hafa lagt fram ótal til- lögur og áætlanir um afvopn- un, en allar hafá þær strandað á sama atriðinu. Sovétríkin vilja, að gert verði almennt samkomulag um afvopnun í grundvalláratriðum. Bandarík in heímta hins vegar, að af- vopnun verði framkvæmd þannig, að tryggt sé með raun hæfu eftirliti, að báðir aðilar standi við skuldbindingar sín- ar. Þetta skilyrði hafa Sovét- ríkin fram að þessu neitað að samþykkja. EINING ÞÝZKALANDS OG BERLÍNARVANDAMÁLIÐ. Síðan Rússar settu fram kröfu um brottflutning á liði Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands úr Berlín árið 1958. hefur Berlínarmálið ver- ið aðalágreiningsefnið milli „austurs og vesturs“. Að dómi flestra verður það vandarhai þó ekki slitið úr tengslum við atburðarásina í heild — fram- komu Rússa og stefnu þeirra í Evrópu síðan stríðinu lauk. Sú atburðarás hófst með því að Rússar drógu sig út úr stjórnarnefnd fjórveldanna í Berlín, og borginni var skipt í tvo hluta. Þá gerðu Rússar tilraun til þess að einangra Berlín með því að banna flutn inga til borgarinnar, og síðar fylgdu aðrar aðgerðir af hálfu kommúnista, sem töfðu fyrir sameiningu Þýzkalands. — Bandaríkin, ásamt Bretlandi, Frakklandi og Þýzka Sam- bandslýðveldinu, heimta, að sameining Þýzkalands verði framkvæmd í samræmi við óskir þýzku þjóðarinnar eins og þær koma fram við frjálsar kosningar. Sovétríkin hafna þessari grundvallarreglu, og kemur það engum á óvart, þar sem \f ir hafa þegar virt að vettugi gerða samninga, er áttu að tryggja sjálfsákvörð- unarrétt allra Austur-Evrópu- þjóða. Þótt Sovétríkin virtust samþykk þessari grundvallar- reglu í Jalta og Potsdam, tóku leiðtogar þeirra upp algjör- lega andstæða stefnu og stofn- uðu stórveldi með leppríkjum í Austur-Evrópu. Sem dæmi um þetta benda bandarískir talsmenn á Ungverjaland, þar sem valdastefna Rússa náði hámarki, og ennfremur Tékkó slóvakíu og Austur-Þýzka- landi. í lok fundar utanríkisráð- herrafundarins í Genf 5. ág- úst sl. hélt Herter utanríkis- ráðherra ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir vissum und- irstöðuatriðum, sem hann táldi aðalástæðurnar fyrir því, að fundarmönnum tókst ekki að ná samkomulagi um lausn Þýzkalandsmálanna og Berlín ardeilunnar. GILDI MILLIRÍKJA- SAMNINGA. Talsmenn Bandaríkjanna telja, að nú sé mun erfiðara fyrir um samninga, þar sem Sovétríkin hafi æ ofan í æ rofið skuldbýidingar sínar á alþjóðavettvangi. Afstaða Sovétríkjanna í þessu efni hef ur oft verið sett í samband við þá kenningu Lenins, að sáttmála eigi aðeins að skoða sem bráðabirgðamálamiðlun, er missi sjálfkrafa gildi sitt, þegar hún þjónar ekki lengur tilgangi kommúnista. Þessi kenning Lenins er einnig sennileg skýring á samnings- rofum Sovétríkjanna við Eist- land, Lettland, Litháen, Pól- land og Finnland. Það er fer- ill Sovétríkjanna í þessum málum, sem gerir það að verk- um, að tryggingarráðstafanir eins og eftirlit með afvopnun eru óhjákvæmilegar nú, ef semja á með nokkurri raun- sýni. Þá er það oft nefnt sem dæmi um óbilgirni Rússa í utanríkismálum, að innan Sameinuðu þjóðanna hafa þeir beitt neitunarvaldi, hvorki meira né minna en 88 sinn- um. ÁBYRGÐ SOVÉTRÍKJANNA Á ÚTBJIEIÐSLU KOMMÚN- ISMANS. Krústjov forsætisráðherra og aðrir forustumenn Sovét- ríkjanna neituðu því ekki alls fyrir löngu, að flokkur þeirra hefði foryztu um alþjóðásam- særi kommúnista, er miðaði að því að ná yfirráðum yfir öll- um heiminum, en staðreynd- irnar tala öðru máli. Sovézkir herir eru staðsettir í Austur- Þýzkalandi. Ungverjalandi og öðrum löndum, þar sem kom- múnistar ráða ríkjum. Sovézk hergögn hafa verið notuð til árása, sem ýmis ríki á valdi kommúnista standa á bak við. Tugum sovézkra tæknisérfræð inga og sendifulltrúa hefur verið vísað brott úr ókommún istiskum löndum vegna áróð- ur og njósnastarfsemi. Kom- múnistaflokkur Sovétríkjanna heldur uppi víðtæku áróðurs- og útbreiðslustarfi. Hann veit- ir kommúnistaforingjum ým- issa landa tæknilega þjálfun, sem auðveldar þeim að smjúga inn í raðir andstæðinganna og koma af stað skemmdarverk- um og byltingastarfsemi. Er Moskva fastur fundarstaður, þar sem kommúnistaleiðtog- ar hvarvetna að úr heiminum sitja á ráðstefnurn. Sú er skoð un margra, sem fylgzt hafa með alþjóðamálum, að þessi starfsemi Sovétríkjanna sé ein af veigamestu orsökum þeirrajr spennu, sem nú ríkir í heiminum. Ennfremur hafa stj órnmálaleiðtogar Sovétríkj anna ekki enn komið með já- kvæðar og óhrekjandi sann- anir fyrir því, að flokkur þeirra hafi ekki fyrirætlanir um heimsyfirráð og hyggist (Framhald á 10. síðuXi Fiillkomn iifi sfjörnu- sjáin NEW YORK, (UPI). — Á meðfylgjandi mynd er líkan af nýjasta geim- rannsóknartæki Banda- ríkjamanna. Er það eitt hið fullkomnasta, sem enn hefur verið gert og er til sýnis í New York. Þetta er radíó-fjarsjá, 140 fet í þvermál og er í smíðum í Stjörnurann- sóknarstöðinni í Green Bank í Virginia. Verður þetta nákvæmasta tækið, sem gert hefur verið til þess að kanna geiminn. Þessi stjörnusjá „sér“ stjörnur og tekur við ra- díómerkjum þar sem önn- ur tæki ná ekki néinu. Mörg sólkerfi geisla frá sér gífurlegri orku. Tvær vetrarbrautir, sem menn hafa rekist á, Cygnus A, framleiða milljarð — milljarð sinnum méiri orku en sólin. En fjar- lægðin er svo stórkostleg, að með venjulegum rann- sóknartækjum fást litlar upplýsingar þaðan. Hin nýja stjörnusjá mun ná allfullkomnum upplýsing- um frá Cygnus A. Þessi stjörnusjá vegur 2500 tonn og til þess að auka nákvæmni athugan- anna er hún látin hvíla á olíulagi, sem er aðeins fimm þúsundustu úr milli- meter á þykkt. 2 17. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.