Alþýðublaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 12
SALZBURG, Austurríki. — „Hitler er upphafsmaður þessa staðar. Hér voru þrælabúðir á stríðsárunum“. Það var Arthur Foster sem talaði, og „þessi staður“ var Parch flóttamannabúðirnar. Foster er vingjarnlegur Englendingur, sem hefur á liendi yfirstjórn flóttamanna starfsins í Austurríki fyrir /\i}) j óðakirkj uráðið. Parch flóttamannabúðirnar er nöt- urleg þyrping ómálaðra timb urskúra, — með flaksandi tiörupappaleppuhi' og sprungnum rúðum, og þar sem illgresi hafði ekki náð að þekja gangstígana, var allt löðrandi í aur. Þrjú ung börn hrærðu í drúllupolli með spýtu. Grá- hærður maður stóð hengil- mænulegur £ dyrum eins braggans. „Það eru 250 manns í þess- um búðum“, heldur Foster áfram. „Flestir af þeim full- orðnu hafa hér, eins og ann- ars staðar, búið í búðunum síðan í stríðslok, — í 14 ár. Börnin eru fædd hér, — þekkja ekkert annað líf“. Sumir hafa vinnu, en kaup ið er lágt. — „Austurríki er lítið land, og hér er allt vaðandi í flóttamönnum“, segir Foster. „Fjölskyldur, sem enga vinnu hafa ,fá framfærslu- styrk frá ríkinu, 180 kr. á viku fyrir alla f jölskylduna.“ 140 flóttamannabúðir, í flest utilliti líkar Prachbúð- unum, eru í Austurríki, Þýzkalandi, Grikklandi og Ítalíu. Fólkið, sem byggir þessar búðir, nemur alls 32 þúsundum. En þar að auki eru í þessum löndum 100 þúsund flóttamenn, er haf- ast við utan búðanna, en hafa samt ekki fengið dval- arheimi'v til frambúðar — eiga ekkert land, engin rétt- kvsermt lögum. Þeim líður oft ekki betur en hinum sem í búðunum. hafa hafnað. Það, að finna heimkynni 'fyrir þetta fólk, þetta gleymda fólk, er aðalverk- efni flóttamannaársins svo- kallala, sem hófst 1. júlí. Sumir geta komizt til ann- verið, tekur það mörg ár að koma flóttamönnunum fyr- ir“. Og það fer eftir því, hvort börn, sem nú eru orðin stálp- uð f flóttamannabúðunum, eiga að verða fullþroskað fólk, án þess að kynnast af eigin raun venjulegu lífi. indi, eru naumast til sam- arra landa, ef sérstaklega er um samið, en margir ern of gamlir, of veikir, of spilltir til þess að geta byrjað nýtt líf. „Þetta er fólk, sem eng- inn vill hafa“, segir Foster. Samt reyna margir að rétta þeim hjálparhönd. Trúarfélög, mannúðarfélög o. fl. samtök hafa lagt hönd á’ plóginn, og Sameinuðu þjóðirnar gera sitt til. „Þetta er allt gott og blessað“, segir Foster. En það vantar fjármagn til þess að hrinda málunum hratt á- leiðis. Ef ekki verður lagt fram meira fé en gert hefur r Á HVERRI einustu viku ganga um það bil 100 ungir Þjóðverjar í frönsku útlend- ingahersveitina í Afríku. Þar á meðal eru unglingar, yngri en 21 árs. Þar að auki eru sumir und- ir 18 ára aldri, og þeir hafa komizt yfir fölsk skilríki, svo að þeir væru teknir í lierinn þrátt fyrir æsku sína. Þýzka stjórnin hefur snúið sér til frönsku stjórnarinnar (eins og það heitir á máli diplomat- anna) og beðizt þess, að hún gerði ráðstafanir til (einnig diplomatamál) að koma í veg fyrir að Þjóðverjar, sem yngri eru en 18 ára fái inngöngu í útlendingahersveitina, en það hefur ekki borið neinn árangur (eins og títt er í diplomatíinu). Samband ungra jafnaðar- manna í Vestur-Þýzkalandi hefur hins vegar gengizt fyr- ir upplýsingaherferð til þess l ekki ísöld? INNAN tvcggja til þriggja ára verSny úr því skerið, hvort ný ísold er í aðsigi eða ek&j, Þetta er álit hnífrasð- inga, sem hafa hrÆH athugan- ir á isaídarminjum á hafs- botej, ea.af þtitn má ajá rneS mikilíi nákvfomni loftslag.s- ; hreytingar á líSmun :: nláa-: sfceiðuna. 40. árg. — Fimmtudagur 17. sept. 1959 — 199. tbl. wwmmmmwwwwmmwmwwmmwwwwwwwwmw að söna, hvað útlendingaher- sveitin er í raun og veru, og önnur vestur-þýzk ungmenna samtök taka þátt í því starfi. Rauði krossinn í Vestur- Þý-zkalandi hefur haft sam- band við alsírsku útlagastjórn ina í Kaíró og beðið um að hún hafi eftirlit með þeim (Framhald á 10. síðu.) "ii w WASHINGTON, sept. (UPI). — Fáir menn eru valdameiri en bandarískir öldungadeild- armenn. Þeir hafa oft á tíðum meira og víðtækara vald en ráðherrar, eða þjóðhöfðingjar í öðrum löndum. Um þessar mundir er háð í bandarísku öldungadeildinni stríð, sem sönir greinilega hið gífurlega vald öldungadeildarþing- manns. Wayne Morse, demókrati frá Oregon, heyr „þingræðis- stjyrjöld“ gegn foringja stjórn arandstöðunnar í öldunga- deildinni, flokksbróður sínum Lyndon Johnson og hefur honum tekist að lama starf- semi öldungadeildarinnar á ýmsum syiðum. Vaíd Morse er í bví fólgið, að ýmsar á- kvarðanir deildarinnar verð- ur að samþykkja í einu hljóði, og getur þar af leiðandi „nei“ eíns fulltrúans jafngilt neit- unarvaldi. Meðal þeirra á- kvarðana, sem samþykkja verður með öllum atkvæðum, er ýmislegt, sem varðar dag- legt starf öldungadeildarinn- ar. Ein reglan er sú, að í upp- hafi hvers fundar verði að lesa upphátt allt, sem gerðist á fundi deildarinnar daginn áður. Önnur regla kveður á um, að ekki megi halda fund í deildinni á sama tíma og fundur er haldinn í einhverri fastanefnd deildarinnar. Venjulega er samþykkt að fara ekki bókstaflega eftir þessum teglum og þá með öllum atkvæðum. En hvaða öldungadeildarfulltrúi sem er getur krafizt að þessum regl- um verði framfylgt í öllum atriðum og lamað þannig starfsemi deildarinnar. Morse hefur notað sér til hins ýtrasta þennan rétt. I skcrpuna BANDARÍSKIR vísinda- menn telja að innan fjögurra ára verði mögulegt að bora gegnum jarðskorpuna og ná upp sýnishornum af hinu fljótandi undirlagi. Er skýrt frá þessu í skýrslu, sem gefin er út af National Academy oí Science í Washington. í skýrsl unni segir, að væntanlegar tilraunir muni verða mikils- verðar fyrir olíurannsóknir og haffræði. Áætlunin um að bora gegn- um jarðskorpuna er kölluð Mohole-áætlunin eftir júgó- slavneska prófessornum Ab- drija Mohorovicia, sérfræðing í jarðsk’jálftafræðum. Hún er byggð á kenningunni um að greinileg skil séu á milli jarð- skorpunnar og hins fljótandi undirlags, en á þessum tak- mörkum eykst mjög hraði jarðhræringa. Ætlunin er að bora frá sjáv arbotni á nokkur þúsund metra dýpi. 'Verður reynt að komast niður á 10.000 metra dýpi samanlagt, miðað við yf- irborð sjávar og þarf til þess ýmis konar ný tæki. Undirbúningur er hafinn á tveim stöðum undir borun, norður af Puerto Rico og í Kyrrahafinu undan strönd Mexíkó. Er óráðið enn hvor staðurinn verður endanlega valinn. íll Eisenhowers ^ PARÍS. -— 15 mánaða gam- all fíll, sem er á leið til Bandaríkjanna sem gjöf til Eisenhowers forseta frá forsæt- isráðherra Congo-lýðveldisins, kom til Parísar í dag. Þar bíður hann sljipsferðar til Ameríku. byrjun mánaðarins krafðist hann þess að fundi yrði slitið í deildinni þar eð þá stóð yf- ir fundur í fjármálanefnd deildarinnar. Þegar fundur var settur aftur krafðist hann þess að lesin yrði gjörðarbók síðasta fundar. Er gjörðabók hvers fundar oftast nær um 100 vélritaðar síður og tekur fleiri klukkutíma að lesa hana. Þetta er ekki í fyrsta skiptjð að Morse deilir við samstarfs- menn sína. Flestar deilur þess ar rísa af því að Morse finnst reynt að ganga á þingmanns- réttindi sín. Síðustu deilur hans við Lyndon Johnson risu þegar Johnson-ákvað að hafa fund í öldungadeildinni á laugardegi. Kvartaði Morse yfir því að sú ákvörðun kæmi Framhaid á 10. síðu eldri. Presturinn í sveit- inni þeirra segir, að það sé bezt fyrir þau sjálf, fyr ir foreldra þeirra og barn ið, sem þau eiga von á, að þau fái að ganga í hjóna- band. En héraðsstjórnin er ekki á þeirri skoðun. Dómsmálaráðherrann hefur athugjð málið og fellst á sjónarmið héraðs- stjórnarinnar. Sautján ára piltur á ekki að fá heimild stjórnarvaldanna til þess að ganga í hjóna- band, segir hann. Með því væru of þungar skyldur lagðar honum á herðar. Það væri því miskunnar- leysi við ungu hjónaleys- in að leyfa þeim að stofna til hjúskapar. Og þau ó- þægindi, sem fylgja skiln- aði, þarf að forðast. ERU sautján ára gaml- ir unglingar nógu gamlir til að ganga í hjónaband? Þessi spurning hefur verið lögð fyrir sænsku ríkisstjórnina. Tilfellið, sem um er að ræða, er eins og liér seg- ir: Pilturinn er 17 ára, stúlkan er átta mánuðum »VWWWWWWWWWWWWW%WWWWWWWM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.